Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 23
✝ Kristín ÁrnaZophanías- ardóttir fæddist á Akureyri 14. sept- ember 1937. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 28. júlí 2008. Foreldrar hennar voru Vilborg Björns- dóttir frá Eskifirði, fædd 11. júní 1918 , sem dvelur nú á hjúkrunar- og dval- arheimili aldraðra Hulduhlíð á Eski- firði, og Zophanías Elínberg Bene- diktsson, f. 5. mars 1909, d. 2. júlí 1986 ættaður úr Húnavatnssýslu. Þau bjuggu á Akureyri og eign- uðust fjögur börn. Fyrir átti Zop- hanías Hörð f. 25. apríl 1931. Al- systkini Kristínar Árnu voru: Haukur, f. 4.12. 1933, d. 27. maí 1988, Ragnar Gunnsteinn, f. 21.10. 1935 og Birna, f. 25 júlí 1939. Vil- borg og Zophanías slitu samvistir. Seinni kona Zophaníasar var Ragnheiður V. Árnadóttir, f. 1912, d. 2007. Vilborg giftist síðar Kristni Péturssyni frá Rannveig- arstöðum í Álftafirði og eignuðust þau sjö börn og ólst Kristín upp með þeim á Eskifirði. Þau voru: Björk Hafrún f. 17.10. 1941, d. 25. júlí 2006, Örn, f. 8. maí 1943, Helgi Grétar, f. 17. júní 1945, Unnar, f. 17. október 1946, Ragnhildur Kristborg, f. 4. apríl 1950, Eygló Hrönn, f. 27. febrúar 1957. Kristín giftist 11. janúar 1956 Einari Ingiberg Jóhannssyni úr Fljótum, f. 15. janúar 1929, d. 23. júní 1983. Foreldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir og Jóhann Benediktsson. Einar lauk skip- stjórnarnámi frá Stýrimannaskól- anum 1960 með miklum tilstyrk Kristínar og vann hann síðar sem skipstjóri á meðan heilsan leyfði. Börn Kristínar og Einars eru 1) Vilborg, f. 9. júní 1956, maki Hörður B. Kristinsson, f. 15. mars 1954, börn a) Einar Berg, f. 1977, hann á 3 syni, Elís Berg, f. 1999, Krist- in Bergmann, f. 2002 og Daníel Berg- mann, f. 2007 b) Halldór Berg, f. 1986, c) Andri Steinn, f. 1992. 2) Jökull Ein- arsson, f. 9. október 1957, maki Björg Sigurðardóttir, f. 9. september 1957, börn a) Sigurður Björgvin, f. 1983, b) Kristín Þóra, f. 1985, c) Lilja Björg, f. 1993. 3) Steinar, f . 23. september 1958, 4) Helga Björk, f. 16. apríl 1965, barn a) Einar Örn Arason, f. 1990. Kristín og Einar hófu búskap í Reykjavík en fluttu til Keflavíkur 1960 og bjuggu þar til 1980 að Kristín flutti aftur til Reykjavíkur ásamt yngstu dóttur sinni til að geta verið nær eiginmanni sínum og hlúð betur að honum í veik- indum hans. En vegna veikinda Einars eiginmanns hennar, sem varð sjúklingur upp úr 1972, þurfti hann að dvelja á Hrafnistu í Reykjavík fjögur síðustu æviár sín. Kristín flutti aftur til Keflavíkur 1999 og bjó þar til dauðadags.. Kristín tók landspróf frá Eiða- skóla síðar einnig ýmis námskeið. Hún fór snemma að vinna fyrir sér og vann ýmis störf. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur hóf hún fljót- lega að vinna í Verslunarbank- anum, sem síðar varð Íslands- banki, hætti hún störfum þar 1998. Síðustu árin starfaði hún sem stuðningsfulltrúi í Njarðvík- urskóla. Útför hennar fer fram frá Kefla- víkurkirkju, í dag, þriðjudaginn 5. ágúst, kl. 14. Mamma mín, undurvænt þykir mér um að þú skulir hafa verið móðir mín. Ég man svo vel eftir kanilsnúðum og vínarbrauðum, er þú bakaðir handa okkur. Hvað það var spennandi að leggj- ast í nýuppbúið rúm, þar sem sæng- urfötin voru saumuð úr hveitipokum. Að fara með bænina og vera svo kysstur góða nótt – „góða nótt, elsku vinur“. Ég man eftir fyrstu bókinni sem þú gafst mér, ofsalega fannst mér hún skemmtileg. Ég man eftir því að hafa verið leyft að hlusta á óskalögin inni í stofu, það elskaði ég. Ég man hvað þú varst falleg, er þú klæddir þig upp. Ég man er þú hjálp- aðir öðrum er höfðu orðið fyrir ógæfu, þá var ég hræddur, en einnig óskap- lega stoltur. Ég man eftir svo hreinu og fallegu heimili uppfullu af kærleik og hlýju. Ég man eftir svo vernduðu og öruggu lífi „paradísarlífi“. Ég man eftir upp- reistum, sem svo vel og blíðlega voru leystar. Ég man er hryggðin barði uppá hjá þér, mikið vildi ég hafa getað bætt úr. Ég man eftir löngum innilegum samræðum um lífið og breytni í því. Ég man eftir stundum er ég gat að- stoðað þig, gott væri hefðu þær verið fleiri. En þeirra sem voru minnist ég með þakklæti og hlýju. Ég man er þú sagðir: „Aldrei skaltu taka þátt í ill- mælgi og baknagi um fólk“. Ég man eftir þolgæði og hógværð í erfiðleik- um sem voru óbærilegir. Ég man eftir kjarki og þori sem fáum er gefinn. Ég minnist þín sem virtist svo alvarleg, en áttir þó svo mikla glettni og gleði að öfund er að. Fáum hef ég kynnst eins greindum og þér, sennilega engum. Mamma mín, það veganesti er þú gafst mér er það endingarbesta og sannasta. Sá sjóður er ég ætíð get sótt í. Ég trúi að þú og pabbi séuð nú sameinuð, og ég gleðst yfir því. Steinar. Elsku kæra amma mín, takk fyrir mig og takk fyrir allt. Ég veit að þú ert hjá Guði núna og að þér líður aftur vel. Megi englarnir vaka yfir þér. Döggin svo harmanna braust mér um brár, blikandi æskunnar huggunartár; þá var ég ungur, ég gekk mig og grét, gráturinn sorgina hverfa mér lét. (Benedikt Gröndal) Þín Kristín nafna. Kristín Árna Zophaníasdóttir Á þessum ferðum sínum eignuð- ust þau stóran og góðan vinahóp sem ferðaðist saman og hélt Stína því áfram eftir að tengdapabbi dó. Stína var alla tíð mikill sjálfstæð- ismaður og barðist fyrir þeim mál- stað en ekki ræddi hún þessi mál mikið við mig og tengdapabba enda báðir framsóknarmenn en hvorug- um tókst henni að snúa þótt sann- færingarkrafturinn væri mikill. Stína var alla tíð mikil fjölskyldu- manneskja og var gaman að sjá hve þær systur voru samrýmdar í þeim málum og hugsuðu eins og einn mað- ur um velferð ættingja sinna. Aldrei féll úr einn einasti afmæl- isdagur; allt á hreinu hjá þér eins og venjulega, Stína mín. Ég vil að leið- arlokum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og Ingu, börnin okk- ar og börnin þeirra, allar jólaveisl- urnar, gjafirnar, elskulegheitin og að ógleymdum öllum viskíflöskunum sem þú gafst mér; í það minnsta eina eftir hverja ferð. Þetta er allt ógleymanlegt. Ég vil votta ættingjum samúð mína og þá sérstaklega þeim systr- um Jennýju, Guggu og Klöru því þær misstu líka góðan vin. Þorleifur Björgvinsson. Aðfaranótt mánudagsins 28. júlí síðastliðinn lést vinkona mín, fyrrum nágranni og vinnufélagi – Kristín Guðlaugsdóttir. Leiðir okkar nafnanna lágu fyrst saman fyrir hálfri öld er við fluttum hvor á sína hæðina í nýbyggðu fjölbýlishúsi við Álfheima í Reykjavík. Góður vin- skapur tókst með okkur hjónunum og hjónunum á hæðinni fyrir neðan, þeim Kristínu og Pétri. Leiddi sá vinskapur meðal annars til þess að við nöfnurnar réðumst í það stór- virki að gerast kaupmenn er við ákváðum að kaupa í sameiningu skó- verslun sem við svo rákum um langt árabil. Samstarf okkar byggðist á gagnkvæmu trausti og virðingu og áttum við saman ófáar ánægjustund- ir, meðal annars á skósýningum er- lendis. Þótt samskiptin yrðu stopulli eftir að verslunarrekstrinum lauk hélst vinskapurinn áfram – stundum með smá hléum. Stutt er síðan við vinkonurnar hittumst á förnum vegi og áttum saman notalega stund. Nú þegar komið er að leiðarlokum langar mig að þakka langa og dygga samfylgd. Dætrunum Ingu og Guðlaugu og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð svo og ástvinum öll- um. Hvíl í friði kæra vinkona. Kristín Brynja Árnadóttir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 23 Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS ARNAR KRISTINSSON fyrrverandi sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður, Hátúni 23, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 28. júlí. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 6. ágúst kl. 14.00. Kristín Rut Jóhannsdóttir, Jóhann Kristinn Lárusson,Kolbrún Kristinsdóttir, Hafsteinn Lárusson, Halla Benediktsdóttir, Sigvaldi Arnar Lárusson, Berglind Kristjánsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR KRISTÍN SANDHOLT, Hverafold 132, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 27. júlí, verður jarðsungin frá Grafar- vogskirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 13.00. Jón Eiríksson, Eiríkur Jónsson, Ásthildur Björnsdóttir, Íris Jónsdóttir, Einar Sigurðsson, Atli Már Jónsson, Lilja Dagbjartsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR, síðast til heimilis í Seljahlíð, sem lést mánudaginn 28. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 13.00. Sjöfn Guðmundsdóttir, Guðni Þórðarson, Heba Guðmundsdóttir, Orri Hjaltason, Ágústína Guðmundsdóttir, Pétur Gunnlaugsson, Guðjón Guðmundsson, Sigríður Káradóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSTA BJARNADÓTTIR, Vífilsstöðum, áður til heimilis að Álftamýri 44, sem lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 31. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 11.00. Bjarney Georgsdóttir, Samúel V. Jónsson, Jóhanna Georgsdóttir, Sigurjón Óskar Georgsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ANNA ÞORGILSDÓTTIR frá Þorgilsstöðum, Fróðárhreppi, Rauðagerði 64, Reykjavík, sem lést föstudaginn 25. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Sveinn B. Ólafsson, Ólafur Þ.B. Sveinsson, Björg Guðmundsdóttir, Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir,Guðmundur Hannesson, Una Þorgilsdóttir og barnabörn. kvæmlega eins og þær eru. Þannig upplifði ég mínar ömmur, þannig var amma Jóhanna. Meðal minna fyrstu minninga eru matarboðin á Birkimelnum hjá ömmu og afa. Ofan á þær minn- ingar bætast við afmælin mín og þær stundir sem ég var í pössun hjá þeim og ætlaði mér að sofa í 100 nætur. Síðar bætast við sveita- ferðir, berjamór, norskar, prjón- aðar peysur, heimsins bestu pönnukökur og svo mætti lengi telja. Í fyrra þegar 85 ára afmæli ömmu nálgaðist fékk ég þá hug- mynd að setja niður á blað allt það sem ég átti ömmu að þakka. Hug- myndin var að útbúa kort og gefa henni í tilefni dagsins. Þegar list- inn var kominn vel á aðra síðu var nokkuð ljóst að kort myndi ekki duga og hugmyndin blásin af. Í dag sé ég eftir því að hafa ekki lát- ið verða af þessu. Hún hefði sjálf hlegið að sumum atriðunum sem mörg hver voru lítil en mikil í augu barnsins sem ég einu sinni var. Önnur voru stærri og þau hafði ég þakkað henni margoft fyrir. En umfram allt á ég ömmu að þakka yndislegar minningar og fyrir fyrirmyndina sem hún var mér, en sú fyrirmynd á eftir að eiga stóran þátt í því hvernig amma ég verð vonandi einn dag- inn. Hvíl í friði, elsku amma, þín verður sárt saknað. Hanna Lára. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem) Þín dóttir, Vilborg. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.