Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 218. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Þrengir að bönkunum  Efnahagsástandið er farið að hafa áhrif á lánasöfn og almenna afkomu bankanna. Virði útlána þeirra rýrn- aði um 25,1 milljarð króna á fyrri helmingi árs. Landsbankinn náði mestri arðsemi eiginfjár og lægstu kostnaðarhlutfalli. »Forsíða Íslandshátíð vestanhafs  Um 50.000 manns mættu á Íslend- ingadagshátíðina í Gimli í Manitoba í Kanada um helgina. Hátíðin er þriggja daga löng og hefur verið haldin í 119 ár. »12 Fordæmið frá Bakka  Úrskurður umhverfisráðherra um sameiginlegt umhverfismat álvers- ins á Bakka og tengdra virkjana gæti gefið fordæmi fyrir því að allar nýjar virkjanir fyrir álverið í Helgu- vík fari í slíkt ferli. »4 Sóðar á Reykjanesi  Á Reykjanesfólkvangi stríða land- verðir enn við sóðaskap fólks sem losar sig við úrgang á afviknum stöð- um og ekur utan vega. »9 Gamlar sprengjur springa  Þrír til fjórir Líbanar deyja í hverjum mánuði þegar sprengjur úr stríðinu við Ísrael árið 2006 springa. Marvin Ingólfsson, sprengjusér- fræðingur Landhelgisgæslunnar, vinnur við sprengjueyðingu á stríðs- hrjáðum svæðum. »18 SKOÐANIR» Staksteinar: Vitlaus stefna, vond pressa Forystugreinar: Yfirstíganlegir erfiðleikar | Föðurlandsvinur deyr Ljósvaki: Jon Stewart eða Jay Leno? UMRÆÐAN» Að láta skeika að sköpuðu Um sköss og leiguþý Á ég að hætta að taka lyfin mín? Saga jarðarbersins á Íslandi Vandamál rafhitaðra klórpotta Lakk fram yfir olíu á parketið FASTEIGNIR» Heitast 15 °C | Kaldast 10 °C  N og NA 3-8 m/s, skýjað að mestu og skúrir á víð og dreif. Hæg breytileg átt og dálítil súld sunnanlands. » 10 Að mati Sæbjörns Valdimarssonar er Wall-E athyglis- verðasta teiknimynd sem gerð hefur verið í áratugi. »31 GAGNRÝNI» Frábær teiknimynd FÓLK» Morgan Freeman er ekki í lífshættu. »31 Fólk fjölmennti á hina ýmsu tónleika sem haldnir voru um helgina, hvort sem þeir voru inni eða úti. » 32–33 TÓNLIST» Inni- og útipúkar KVIKMYNDIR» Hvaða stiklur eru heit- astar? »29 MYNDBÖND» Páll Óskar frumsýnir Betra líf í kvöld. »29 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Tvíburar „frumsýndir“ á netinu 2. Myrti kærustuna og gekk með … 3. Brúðgumi lést á sjúkrahúsi 4. Erilsamt hjá lögreglu í Herjólfsdal „ÞETTA er fólk sem hefur gengið mjög vel í sínum heimalöndum,“ segir Kristín Eiríksdóttir um þátttakendur í alþjóðlegri ljóðahátíð Nýhils sem haldin verður dagana 22.–24. ágúst næstkomandi, en Kristín er list- rænn stjórnandi hátíðarinnar. „Tvö skáldanna eru mjög pólitísk, Sureyyya Evren er frá Tyrklandi, en hann er öflugur í útgáfu- starfsemi og er anarkisti. Ida Börjel er frá Svíþjóð og hún er með mjög snarpa ádeilu á neyslu- menningu Vesturlanda. Þetta eru allt þræðir sem ég tel hægt að finna hjá ungskáldum í Reykja- vík,“ segir Kristín. Fjölmörg íslensk skáld taka þátt í hátíðinni, meðal annars Kristín Svava Tómasdóttir, Eirík- ur Örn Norðdahl, Haukur Már Helgason, Örvar Þóreyjarson og Ragnar Ísleifur Bragason. | 15 Morgunblaðið/Þorkell Skáldkona Kristín Eiríksdóttir. Tyrkneskur anarkismi og sænsk ádeila á Vesturlönd ENN og aftur að ólíkum aðstæðumneytenda erlendis og á Íslandi. Góð myndbandaleiga í Berlín tekur eina evru og 75 sent (217 kr.) fyrir allar myndir sem skilað er innan sólarhrings (og úrvalið er með ólíkindum). Maður greiðir þeg- ar maður skilar og evra bætist við hvern sólarhring sem maður hefur myndina umfram þann fyrsta. Þess má geta að á meðan maður er að velja sér mynd er þeim sem vilja boðið upp á espressobolla – rétt eins og í versluninni 12 tónum í Reykjavík! fbi@mbl.is Auratal ÞESSA dagana er Félag Látramanna að leggja lokahönd á smíði bryggju við Látrafjöru í Aðal- vík, en aldrei hefur tekist að byggja varanlega bryggju á Látrum. Er þar skemmst að minnast tilraunar bandaríska hersins, sem byggði mynd- arlega bryggju á sjötta áratugnum og hrundi hún á einum vetri. „Ráðist var í þessa fram- kvæmd í þeim tilgangi að verja fjöruna enn frek- ara landbroti, auðvelda heimamönnum sem og gestum og gangandi að komast í land og sleppa við að klöngrast í sleipu fjörugrjótinu sem er mörgum farartálmi, þó sér í lagi þeim sem eiga erfitt með gang,“ segir Ólöf Björnsdóttir en fjöl- skylda hennar dvelur í Ólafshúsi á sumrin. Ólaf- ur Hjálmarsson og Sigríður Jóna Þorbergsdóttir bjuggu í húsinu upp úr aldamótunum 1900. Unnið hefur verið að undirbúningi verksins síðastliðin þrjú ár. Safnað var grjóti í seltuvarð- ar plasthúðaðar álgrindur og er hver þeirra þrír metrar að lengd og metri að hæð og dýpt. Búið er að hlaða í níu álgrindur sem mynda undir- stöður að sjálfri bryggjunni. Þar á ofan koma rammar úr bryggjuefni, sem verða fylltir af grjóti og festir niður í grjótgrindurnar með keðj- um. Bryggjugólfið verður úr plastgrindum sem verða skrúfaðar ofan á rammann. Til að mynda öldubrjót hafa verið settar tvær álgrindur vest- an við bryggjuna, en áætlað er að fjölga þeim á næstu árum. Landgangur verður síðan mynd- aður úr tveimur álgrindum til viðbótar og þar verður færanleg göngubrú sett ofan á. Þegar þessum verkþætti verður lokið hafa um 80 til 90 tonn af grjóti verið handtínd í bryggjufram- kvæmdina. Allt verkið er unnið í sjálfboðavinnu en styrk- ur fékkst frá Vita- og hafnamálastofnun í formi lendingarbóta að upphæð 750 þúsund sem geng- ur upp í útlagðan efniskostnað og til björgunar- sveitarinnar Ernis í Bolungarvík sem lagði verk- inu lið í haust. Áhugamönnum um Hornstrandir er bent á að frekari fjáröflun er fyrirhuguð til að mæta útlögðum efniskostnaði. Síðustu húsin á brúninni „Upphafið að þessari tilraun má rekja til þess mikla landbrots sem hefur átt sér stað á undan- förnum árum af ágangi sjávar,“ segir Ólöf. „Gamla sjávargatan er að mestu horfin og voru tvö síðustu sjávarhúsin komin fram á fjörubrún þegar björgunaraðgerðir hófust. Þessar varn- araðgerðir hafa staðið yfir síðastliðin 20 ár. Það sem helst þyrfti á staðinn er góð grafa sem gæti unnið slíkt verk á fljótvirkari hátt en manns- höndin ein, en því miður hefur félagið ekki bol- magn í slíkt. Þá hefði verið hægt að endurbyggja gamla bryggjugarðinn sem Ameríkaninn fram- lengdi og nýtti við flotbryggju á sínum árum í Aðalvík, 1952-60, og þar með verja þetta fram- tak heimamanna gegn frekari ágangi sjávar sem og byggja upp gömlu sjávargötuna.“ 90 tonnum hlaðið í bryggjuna í Aðalvík Látrar Færibandið sem notast er við í bryggjusmíðinni er myndað af tvöföldum álstiga og á honum renna fiskikassar sem grjótið er tínt í. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Þriggja ára undirbúningur í sjálfboðavinnu liggur að baki bryggjusmíðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.