Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 4
KRISTJÁN Sveinbjörnsson byggði vítur sínar á hendur Guðmundi G. Gunnarssyni á 27. grein samþykkta um stjórn og fundarsköp Sveitarfé- lagsins Álftaness. Í greininni segir: „Beri bæjarfulltrúi aðra menn brigslum skal forseti víta hann. Forseti getur lagt til við bæjar- stjórn að bæjarfulltrúi sem víttur hefur verið tvisvar á sama fundi verði sviptur málfrelsi á þeim fundi. […] Hlýðnist bæjarfulltrúi ekki úrskurði […] eða ef óregla kemur upp á fundi skal forseti gera fundarhlé, fresta fundi eða slíta fundi ef nauðsyn krefur.“ Ákvæðið á því ekki við um tilvik utan funda bæjarstjórnar. Ákvæðið á ekki við utan funda Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „ÞETTA er mjög einföld niðurstaða og ekkert hægt að túlka hana. Þetta er einfaldlega ólögmætt og ég er mjög ánægður með að það hafi verið staðfest, en jafnframt finnst mér leiðinlegt að forseti bæjarstjórnar á Álftanesi skuli ekki vera betur að sér í fundarsköpum en svo að hafa leyft sér þetta,“ segir Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarfulltrúi á Álfta- nesi, en samgönguráðuneytið hefur úrskurðað að vítur í hans garð hafi verið ólögmætar. Kristján Sveinbjörnsson, forseti bæjarstjórnar, lét bóka vítur á Guð- mund á bæjarstjórnarfundi í maí og eða ærumeiðingar á einstakar per- sónur. Guðmundur kærði víturnar. „Víturnar byggjast á því að ég fari ekki með rétt mál að hans mati og hann má alveg hafa skoðun á því, en að bóka vítur á fundi bæjarstjórnar er allt annar handleggur,“ segir Guðmundur. „Við erum einfaldlega á öndverðum meiði í sumum málum og ég hef fullt leyfi til að skrifa greinar um mínar skoðanir í blöðin, þótt hon- um líki ekki þau skrif.“ Ráðuneytið segir í úrskurðinum að ákvæðið sem Kristján byggir á, 27. grein samþykkta um stjórn og fundarsköp Álftaness, snúi einungis að fundarstjórn en ekki að tilvikum sem eiga sér stað utan funda bæj- arráðs. Ennfremur að beita verði ákvæðinu með varúð til að hefta ekki um of málfrelsi manna. Vill fá siðareglur bæjarfulltrúa Kristján Sveinbjörnsson vissi ekki af úrskurðinum þegar blaðamaður hafði samband og gat því ekki tjáð sig um hann efnislega. Hann sagðist þó frá upphafi hafa verið meðvitaður um að óvíst væri hvort 27. grein gæfi heimild, en hefði engu að síður gripið til hennar sem eina mögulega verk- færisins gegn framgöngu Guðmund- ar. „Þetta mál kallar á að settar verði siðareglur um störf bæjarstjórnar- fulltrúa, því ef bæjarfulltrúi gengur of langt og brýtur allar siðareglur hefur forseti bæjarstjórnar engin úrræði,“ segir Kristján. sagði tilefnið vera vinnubrögð Guð- mundar í marga mánuði, sem Krist- ján sagði stangast á við sveitar- stjórnarlög. Guðmundur skrifaði varla svo bréf eða grein eða héldi ræður um málefni bæjarins öðru vísi en að stór hluti efnisins væri ósannur Víturnar voru ólögmætar Forseti bæjarstjórnar Álftaness hafði ekki heimild til að víta bæjarfulltrúa vegna framgöngu utan bæjarstjórnarfunda samkvæmt úrskurði samgönguráðuneytis Guðmundur G. Gunnarsson Kristján Sveinbjörnsson 4 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKIPTAR skoðanir eru um vélknúin ökutæki á Skorradalsvatni. Vatnakettir og hraðbátar valda sumum miklu ónæði, ekki síst þegar veður er gott og hljóðbært í dalnum. Hins vegar eru flest tækin í eigu fólks sem á og dvelur í bústöðum í dalnum. Sumarbústaðareigandi einn í landi Dag- verðarness, sem ekki vildi láta nafns síns getið, segir að nú um helgina hafi fólk sem sat að snæð- ingi úti á verönd varla heyrt hvað annað tala fyr- ir atganginum á vatninu. Viðkomandi á lóð sem nær niður að vatninu. Hann segir lætin í vatna- köttunum mikil. Þeir séu að langt fram á kvöld og séu stundum nærgöngulir við aðra sem fara út á vatnið með því að hringsóla um báta þeirra. Þá verði ræðarar fyrir ónæði af ölduganginum sem þeim fylgir. Rætt um reglusetningu eða bann Jóhannes Sigurðsson, formaður félags sum- arhúsaeigenda í Dagverðarnesi, segir síðasta að- alfund hafa sett umgengnisreglur á vatninu, sem málamiðlun. Í reglunum segir að notkun vélknú- inna farartækja á vatninu sé bönnuð milli klukk- an tíu á kvöldin og tíu á morgnana. Félagið hafi reyndar takmörkuð úrræði til að fylgja regl- unum eftir, en honum sýnist að almennt sé farið eftir þeim. „Ég held það sé rétt að sjá hvernig þessar reglur reynast og hvort fólki finnst þær ásættanlegar,“ segir Jóhannes. Dagverðarnes er hins vegar bara eitt svæði. Óánægja er víðar. Jón Arnar Guðmundsson, for- maður veiðifélags Skorradalsvatns, segir rætt í félaginu um reglusetningu eða bann við tækj- unum. Sjálfur kveðst hann ekki vilja banna tæk- in með öllu. Hins vegar geti þurft að fara milli- leið og takmarka notkun þeirra við ákveðinn tíma. Það skipti líka máli upp á öryggið að gera, því stórhætta geti skapast ef óhöpp verða í myrkri og leita þarf að fólki. onundur@mbl.is Vélagnýr kominn í stað sveitakyrrðar Ekki allir hrifnir af hraðbátum og vatnaköttum á Skorradalsvatni EINN var handtekinn í Herjólfsdal í Heimaey aðfaranótt þriðjudags, fyrir að kveikja í tjöldum á þjóðhátíðarsvæðinu. Tilkynningar bárust um elda í dalnum um ell- efuleytið á mánudagskvöld og handtók lögregla manninn um miðnættið. Þeir síðustu á heimleið Slökkvilið var kallað út og eftir það hættu gestir að brenna tjöld og aðra muni. Þá voru á bilinu 1.000-1.500 manns í dalnum en þeir síðustu voru á leið þaðan seint í gærkvöldi með Herjólfi. Annar maður gisti einnig fanga- geymslur sömu nótt vegna slags- mála og óláta á skemmtistað inni í Vestmannaeyjabæ. Brennuvargur handtekinn JÓN Gauti Jónsson við- skiptafræðingur er lát- inn, 62 ára að aldri. Jón Gauti fæddist á Ísafirði hinn 29. desem- ber 1945, sonur hjón- anna Jóns Gauta Jónat- anssonar og Guðrúnar Kristjánsdóttur. Jón Gauti gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörf- um um ævina. Árin 1972 til 1974 var hann sveit- arstjóri Búðahrepps, Fáskrúðsfirði, og síðan sveitarstjóri Rangár- vallahrepps, Hellu, til ársins 1978. Ár- ið 1979 tók hann við stöðu bæjarstjóra Garðabæjar og gegndi því starfi til ársins 1987. Jón Gauti gegndi einnig ýmsum ábyrgð- arstörfum í atvinnulíf- inu og var m.a. starfs- manna- og fjármála- stjóri Scanhouse Nigeria í Lagos árin 1978 til 1979 og fram- kvæmdastjóri Stálvík- ur 1987 til 1990. Jón Gauti lét sig fé- lagsmál varða og var virkur í Lionshreyfing- unni til fjölda ára. Árið 1966 kvæntist Jón Gauti Hallgerði Pétursdóttur. Þau skildu. Seinni kona hans var Hólmfríður Árnadóttir. Jón Gauti lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn úr fyrra hjónabandi. Andlát Jón Gauti Jónsson Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is LISTAHÁSKÓLA Íslands (LHÍ) bauðst í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur að fá lóðina við hlið Tónlistar- og ráðstefnuhúss- in við austurhöfnina. Af því varð hins vegar ekki. Að sögn Hjálmars H. Ragnarssonar, rektors skólans, sótt- ist skólinn eftir lóðinni og var Stein- unn Valdís mjög fylgjandi því að fá hann í miðborgina. „Við settum í gang vinnu við að byggja við austur- höfnina. Svo kom í ljós, þegar teikn- ingar tónlistarhússins lágu fyrir, að það var ekki nógu mikið bygginga- magn leyfilegt ofanjarðar fyrir okk- ur. Takmörkun hafði verið sett á bygginguna ofanjarðar, m.a. til að skerða ekki sýn á tónlistarhúsið,“ segir Hjálmar. Of íþyngjandi kröfur Allt of stór hluti skólans hefði lent neðanjarðar, sem ekki var álitið ásættanlegt. Einnig voru settar strangar kröfur varðandi hljóðvist og útlit hússins, sem hefðu getað íþyngt skólanum mjög að sögn Hjálmars. „Þetta var afar spennandi kostur, borgaryfirvöld og við áttum mjög góða samvinnu við að skoða þann kost. Það fór þó aldrei svo langt að okkur væri beinlínis boðin lóðin en þetta var til umræðu.“ Hjálmar neitar því hins vegar að LHÍ hafi verið boðin þessi sama lóð síðasta vor, eins og raddir hafa heyrst um. „Hins vegar lýsti Steinunn Valdís því yfir á þeim tíma að borgin myndi koma til móts við LHÍ eins og aðra háskóla, með því að útvega lóð. Það gekk eftir og þess vegna gátum við unnið málið áfram,“ segir Hjálmar. LHÍ eitt sinn ætluð lóð niðri við austurhöfnina Skólinn mátti ekki byrgja sýn á tónlistar- og ráðstefnuhús HIN eitilharða og 61 árs gamla Rosie Swale Pope sem gengið hefur umhverfis jörðina í fjögur ár, m.a. með við- komu á Íslandi, er í þann mund að loka hringn- um. Hún er nú stödd í Liverpool á Englandi og áætlar að verða komin heim til sín í Tenby í Wales 25. ágúst. Rosie hóf gönguna þegar eiginmaður hennar lést úr krabbameini og ætlaði m.a. að vekja athygli á krabbameins- rannsóknum. Nú, 45 skópörum síð- ar, segist Rosie ekkert hafa lært á ferðinni, en hún sé samt hamingju- samasta kona í heimi. Gönguamma á heimaslóð Rosie Swale Pope

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.