Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVYATOSLAV Sementsov frá Hvíta-Rússlandi flytur erindi klukkan 20:30 í félagsheimili Samtakanna 78 í kvöld. Umfjöll- unarefni Svyat- oslavs er staða samkynhneigðra í heimalandi hans. Ástand mannréttindamála í Hvíta-Rússlandi er afar bágborið en þar fer einræðisstjórn með völd og allir fjölmiðlar landsins eru und- ir hæl hins opinbera. Fjölmiðlar eru skipulega notaðir til að hæða og níða samkynhneigt fólk og samkynhneigð er notuð til að koma fólki, sem stjórnvöldum er ekki þóknanlegt, úr stöðum og störfum. Þá eru pólitískir andstæð- ingar iðulega kenndir við samkyn- hneigð og vestræna spillingu. FRÉTTASKÝRING Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is HINSEGIN dagar í Reykjavík – Gay Pride – hefjast í dag og eru nú haldnir í 10. skipti. Hápunktur og stolt hátíðarinnar er Gleðigangan á laugardag sem teygir anga sína frá Laugavegi niður að Lækjargötu. Dagskráin í dag hefst með sögu- göngu um slóðir samkynhneigðra í Reykjavík undir leiðsögn Baldurs Þórhallssonar stjórnmálafræðings. Þá flytur Svyatoslav Sementsov frá Hvíta-Rússlandi fyrirlestur í kvöld um stöðu samkynhneigðra í heimalandi hans. Formleg opn- unarhátíð Hinsegin daga fer svo fram í Háskólabíói annað kvöld og þar kemur fram fjölbreyttur hópur listamanna. Að sögn Heimis Más Péturssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, hefur undirbúningur gengið mjög vel í ár. „Gestum í göngunni hefur alltaf fjölgað ár frá ári og í fyrra mættu um 70.000 manns. Við yrðum mjög þakklát ef talan yrði svipuð í ár. Nú vonum við bara að veðrið standi fyrir sínu.“ Hann segir jafn- framt að gangan og hátíðin öll hafi ávallt farið vel fram og því séu að- standendur hátíðarinnar bjartsýnir. Ýmsar varúðarráðstafanir Árni Þór Sigmundsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn á höfuðborg- arsvæðinu, segir gæslu verða með hefðbundnum hætti í göngunni í ár. „Þetta er orðinn árviss viðburður og hefur verið að mótast á und- anförnum árum. Við sjáum svo betur þegar nær dregur hversu umfangs- mikil gæsla verður á staðnum – það fer eftir veðri og fjölda gesta. En væntanlega munum við aðallega starfa í kringum uppákomur á Arn- arhóli. Umferðardeildin fylgir svo göngunni auðvitað eftir niður Laugaveginn.“ Aðspurður segir hann Gleðigönguna ávallt hafa farið mjög friðsamlega fram. „Hún hefur verið algjörlega vandræðalaus svo við erum bara mjög bjartsýnir fyrir laugardaginn.“ Fréttastofu Stöðvar 2 barst hinn 30. júlí bréf þar sem hótað var að varpa sprengju á Gleðigönguna á laugardag. Árni Þór segir ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar og málið sé litið alvarlegum augum hjá lögreglunni. „Málið er í athugun hjá rannsóknardeildinni og við lítum ekki framhjá þessu atriði. Það er á hreinu. Viðbrögð okkar munu svo miðast við hvernig rannsókn málsins stendur á laugardeginum.“ Hinsegin Reykjavík í tíunda sinn  Gay Pride-hátíðin hefst í dag í höfuð- borginni  „Gestum fjölgar ár frá ári“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hinsegin dagar Tugþúsundir manna mættu í Gleðigönguna í fyrra til að sýna samkynhneigðum stuðning í verki. „NÚNA eru mun fleiri búnir að skrá sig en í fyrra, þegar það var met- þátttaka. Talan er komin upp í 1.816 í dag en stóð í 1.324 á sama tíma í fyrra,“ segir Svava Oddný Ásgeirs- dóttir, hlaupastjóri Reykjavík- urmaraþonsins, um skráninguna í hlaupið sem fagnar nú 25 ára af- mæli. „Flestar skráninganna sem eru komnar eru í maraþonið, einkum út- lendingar sem eru að skrá sig fyrr. Þeir sem skrá sig í 21,1, 10 og 3 kíló- metra gera það margir á síðustu stundu, líkt og þátttakendur í Lata- bæjarhlaupinu. Síðast hlupu 11.500 manns og það á mikið eftir að ger- ast, enda þrjár vikur í hlaupið sem fer fram 23. ágúst.“ Svava Oddný segir nú vera leitað að hlaupurum í nágrannalöndunum. „Það lítur út fyrir að það verði engar frægar stjörnur í ár. Það var tekin sú ákvörðun að leita okkur nær. Við erum að bjóða félögum okkar á Norðurlöndunum og eigum von á tveimur hlaupurum frá félag- inu Sparta sem sér um Kaup- mannahafnarmaraþonið. Þetta er nokkuð snúið, enda allir að stefna á Ólympíuleika. Hlaupið er orðið eftirsótt, enda peningaverðlaun í boði Glitnis. Við höfum einnig boðið Norðmanni og Skota en það liggur ekki endanlega fyrir með þá,“ segir Svava Oddný. Morgunblaðið/Jim Smart Útlit fyrir fjölgun hlaupara Skrá sig fyrr í Reykjavíkurmaraþon STOLT Laugardalslaugar, stóra rennibrautin, verður opnað á ný á næstu dögum að sögn Ás- geirs Sigurðssonar, rekstrarstjóra laugarinnar. Rennibrautin hefur verið lokuð með hléum í sumar vegna slysahættu af flagnaðri málningu og málningarflísum. Arnar Þór Gunnarsson hjá Múrbroti sést hér mála rennibrautina en vonir standa til að hún verði opnuð jafnvel fyrir helgi. skulias@mbl.is Viðgerðum á rennibraut Laugardalslaugar senn lokið Morgunblaðið/Kristinn Stóra rennibrautin opnuð á næstu dögum Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands sýkn- aði í gær karlmann af líkamsárás á hendur eiginkonu sinni og fósturdótt- ur. Í frumskýrslu lögreglu er haft eft- ir fósturdóttur mannsins að hann hafi ráðist á móður hennar með höggum og spörkum. Þar segir að dóttirin hafi hvatt móður sína, eiginkonu ákærða, til að kæra ákærða loksins, eins og þar er komist að orði. Eftir dótturinni er haft að ákærði hafi beitt móður hennar ofbeldi í mörg ár. Í læknis- vottorði, sem var meðal gagna máls- ins, kemur fram að eiginkonan hafði tjáð lækninum að ákærði hefði ráðist á sig og veitt sér áverka með höggum og spörkum. Breyttu framburði sínum Í dómnum kemur fram að fram- burður ákærða og konunnar hafi breyst í veigamiklum atriðum fyrir dómi. Bar konan fyrir dómi að hún hefði einhvern veginn gengið í veg fyrir handarhreyfingu ákærða. Hann hafi því ekki kýlt hana. Hún bar að hún hefði ekki verið í tilfinningalegu jafnvægi þegar lögregluskýrsla var tekin, sem útskýrði misræmi í skýrslutökum fyrir lögreglu og dómi. Í niðurstöðum dómsins segir að dómur skuli reistur á sönnunargögn- um sem færð eru fram við meðferð málsins. Ákærði og eiginkona hans séu ein til frásagnar um atvik. Fram- burður þeirra bendi til óhappatilviks. Maðurinn var jafnframt sýknaður af ákæru vegna brots gegn fósturdótt- urinni þar sem engum afleiðingum af þeim verknaði var lýst í ákæru og dóttirin skoraðist undan vitnisburði fyrir dómi. Sýknaður af ákæru fyrir árás á eiginkonu og fósturdóttur  Breyttu framburði sínum  Fósturdóttirin neitaði að bera vitni fyrir dómi Í HNOTSKURN »Meint líkamsárás átti sérstað eftir að hjónin höfðu verið á ættarmóti. Maðurinn kvaðst gruna konu sína um framhjáhald. »Konan hlaut blóðgúl undirhúð vinstra megin á enni, skurð á vinstri eyrnasnepli, mar undir vinstri augabrún, mar á nefi, gagnauga o.fl. Fjölmiðlar níða og hæða Svyatoslav Sementsov

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.