Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MARGIR sem ekki voru vissir um hvort þeir væru komnir í ökuhæft ástand eftir áfengis- neyslu um verslunarmannahelgina sóttust eftir því að blása í áfengismæli hjá lögreglunni á mánudaginn. Á lögreglustöðina á Akureyri komu um 100 manns að eigin ósk til að blása og voru flestir orðnir allsgáðir. Í Þorlákshöfn, þar sem myndin var tekin, var lögreglan með við- búnað vegna komu Herjólfs og blésu 120 manns að eigin ósk. Níu féllu á prófinu og snertu ekki bílinn á meðan áfengisleifarnar voru að brotna niður í líkamanum. Morgunblaðið/Ólafur Vildu fá að blása hjá lögreglunni FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞAÐ leikur varla nokkur vafi á því að umferð og hegðun ökumanna um nýliðna verslunarmannahelgi, að ekki sé talað um ökuhraða, var í mun betra horfi en í fyrra, þrátt fyrir einhverjar undantekningar. Lögregluþjónar í stærri umdæmum á landsbyggðinni vitna flestir á sama veg; að ástandið hafi skánað mjög, vegfarendum til hagsbóta. Reyndar var það svo að örlítið fleiri voru kærðir í Borgarnesi og Dölum fyrir hraðakstursbrot um helgina en á sama tíma í fyrra. Eigi að síð- ur segir Theodór Þórðarson yfirlög- regluþjónn að umferðin hafi gengið betur fyrir sig með því að óhöpp voru færri, eða þrjú talsins og öll minniháttar. Rúmlega 40 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur en 36 í fyrra. „Umferðin var mjög þétt í upphafi helgarinnar en dreifðist betur þegar fólk var á heimleið á mánudeginum,“ bendir hann á. Starfsbróðir hans á Blönduósi, Kristján Þorbjörnsson yfirlögreglu- þjónn, segist merkja töluverðar breytingar á umferð um verslunar- mannahelgina. „Fyrir nokkrum ár- um var þetta mesta umferðarhelgi ársins, en nú sker hún sig ekki mik- ið úr,“ segir hann. „Umferðin um verslunarmannahelgina er jafnvel minni en fyrstu helgina í júlí, sem er orðin gífurlega stór.“ Kristján segir að sú breyting hafi líka orðið að umferð dreifst nú yfir allan sólarhringinn, hvort heldur er um helgar eða virka daga. Umferðar- hegðun ökumanna var mjög góð að sögn Kristjáns, hraðakstur og framúrakstur lítt áberandi. „Með gsm-væðingunni er fólk farið að hringja umsvifalaust í lögregluna ef því misbýður ökulag einhvers,“ seg- ir hann. Innan við 100 ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur um helgina sem er lítið miðað við það sem áður var þegar álíka fjöldi var stundum stöðvaður á einni einustu vakt hjá Blönduóslögreglunni. Lögreglan í Árnessýslu fékk eng- in útköll vegna alvarlegra slysa á vegum um helgina og telst það stór- bætt ástand miðað við verslunar- mannahelgina í fyrra þegar tvö al- varleg slys urðu, þar af annað banaslys. Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn segir að svo virð- ist sem ökumenn hafi dregið veru- lega úr hraða og framúrakstri. „Okkur fannst umferðin ganga bet- ur en í fyrra og ökuhraði er ekki mikill.“ 23 voru kærðir fyrir hrað- akstur um helgina. Á Akureyri er svipaða sögu að segja. Þrátt fyrir 70 skráð umferð- arlagabrot um helgina, þar af 47 vegna hraðaksturs, gekk umferðin vel að sögn Hermanns Karlssonar varðstjóra sem segir allt annan blæ á umferðinni eftir að sektarákvæði voru hert í fyrra. Ekkert alvarlegt slys varð í umdæminu um helgina. Í umdæmi lögreglunnar á Eski- firði voru þá 49 kærðir fyrir hrað- akstur en um verslunarmannahelg- ina í fyrra voru þeir 90 talsins að sögn Þórs Þórðarsonar varðstjóra. Umferðin mjög að skána  Allt annar blær á umferðinni, segir lögregluvarðstjóri á Akureyri eftir verslunar- mannahelgina  Fólk farið að nota farsímana miskunnarlaust gegn ökuföntum Ýmsir þættir eru nefndir sem virð- ast hafa bætt umferðarmenn- inguna, dregið úr hraða og ýtt undir betra viðmót ökumanna. Hærri sektir, eftirlitsmyndavélar, áróður og sýnileg löggæsla er nefnt af lögreglunni sjálfri. Einnig nefnir hún hið háa eldsneytisverð sem eina skýringu á bættu akst- urslagi. Algengar sektir fyrir hrað- akstursbrot eru á bilinu 30-70 þúsund krónur. Lögreglan nefnir að ungir öku- menn hafi ekki síður tekið til sín boðskapinn um bætta umferðar- hegðun. Ofsaakstur á sportbílum telst ekki áberandi um þessar mundir. Á öllu er undantekningar, nýlega var bifhjól mælt á 245 km hraða á Þingvöllum og þá segja vegfar- endur sumir farir sínar ekki sléttar á þjóðvegum um verslunarmanna- helgina og vitna um svívirðilegan framúrakstur annarra. Lögreglan segir að farsímavæðingin hafi hinsvegar slegið nokkuð á svona hegðun. Fólk sé ekki lengi að hringja í lögregluna þegar því mis- býður hegðun af þessu tagi. Sektir og orkuverð slá á hraðann GEIR H. Haarde forsætisráðherra mun fara í tvær opinberar heim- sóknir á erlenda grund nú síðsum- ars. Fyrst verður förinni heitið til Albaníu, dagana 26.-27. ágúst næstkomandi. Því næst mun for- sætisráðherra sækja nágranna- landið Grikkland heim dagana 28. og 29. ágúst. Formleg dagskrá ráð- herra í heimsóknunum tveimur er enn ekki orðin ljós. unas@mbl.is Geir fer til Albaníu og Grikklands Geir H. Haarde RYÐSVEPPUR hefur látið töluvert á sér kræla í víðitrjám að undan- förnu. Að sögn Halldórs Sverris- sonar, sérfræðings í plöntusjúk- dómum hjá Skógrækt ríkisins, er hann snemma á ferðinni þar sem voraði í fyrra fallinu. Hann segir sveppinn útbreiddari nú en áður. Halldór segir að lítið sé hægt að gera þegar sveppurinn hefur náð sér á strik. Til eru fyrirbyggjandi efni sem verja víðinn fyrir sveppn- um en úða þurfi trén með þeim um það leyti sem ryðið kemur fram. Ryðið er víðinum sjaldnast lífs- hættulegt og segir Halldór það að- allega útlitslýti. skulias@mbl.is Ryðsveppur snemma í því Skæður Ryðsveppurinn herjar meðal annars á gljávíði og ösp. Morgunblaðið/Ásdís Dalvík | „Undirbúningurinn gengur hreint rosalega vel,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiski- dagsins mikla. Hann nefnir því til rökstuðnings að undirbúningurinn hafi hafist fyrr en venjulega, sem hafi komið sér vel í ár því fólk sé þegar farið að streyma í bæinn. Þó ekki í tugþúsundavís eins og líklegt má telja að verði á Fiskideg- inum sjálfum, en Júlíus segir að um þrjú hundruð gestir séu komnir í bæinn: „Fyrstu gestirnir komu fyrir tveimur vikum til að tryggja sér bestu stæðin. Sumir þeirra hafa reyndar verið hér í undirbúningi en aðrir dvelja einfaldlega í góðu yfir- læti.“ Júlíus segir fleiri gesti koma fyrr en áður, sem er í ljósi reynslunnar líklega merki um góða mætingu á Fiskidaginn sem fer fram á laug- ardaginn. Því kemur það sér vel fyr- ir skipuleggjendur að búið er að stækka tjaldstæðin frá því sem var. Dagskrá Fiskidagshátíðarinnar hefst reyndar í kvöld með fjöl- skyldugöngu að kofanum þar sem sagt er að Davíð Stefánsson hafi ort ljóðið um Dísu og Dalakofann. Einn- ig verður sýnd heimildarmynd um Fiskidaginn sem listamaðurinn Örn Ingi gerði en öllum íbúum bæjar- félagsins hefur verið gefið eintak af myndinni: „Hún hefur fengið afar skemmtileg viðbrögð. Fólk pepp- aðist mikið upp við að sjá hana og það eru allir komnir í gírinn.“ Dalvíkingar klárir fyrir Fiskidaginn Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Í startholunum Mikið fjölmenni var á hátíðinni í fyrra, en búast má við öðr- um eins fjölda í ár, því fólk er þegar tekið að streyma til Dalvíkurbyggðar.  Fólk tekið að streyma til Dalvíkur  Stærra tjaldstæði en í fyrra Hvað er Fiskidagurinn mikli? Fiskidagurinn mikli er árleg fjöl- skylduhátíð sem er haldin fyrsta laugardaginn eftir verslunar- mannahelgi í Dalvíkurbyggð. Þá er haldin fiskiveisla fyrir gesti og gangandi en í fyrra er talið að um 35 þúsund manns hafi sporðrennt um 11 tonnum af fiski. Er eitthvað meira í boði? Heilmikil dagskrá fer fram á und- an Fiskideginum sjálfum. Á föstu- dag verður vináttukeðja mynduð kl. 18 og 5 þúsund friðardúfu- blöðrum sleppt. Fiskisúpukvöldið fer fram um kvöldið sama dag. Þá bjóða heimamenn fólki að koma í heimahús að smakka fiskisúpu. S&S OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu verð á bensíni og dísilolíu í gær. Hjá Olíu- verzlun Íslands, Olís, lækkaði verð- ið um 2 kr. og kostaði bensín í gær 167,70 kr. og dísil 185,60 kr. í sjálfs- afgreiðslu. Hjá Skeljungi lækkaði verðið um tvær krónur, bensín í 167,70 kr., og dísil í 185,60 kr. Hjá N1 lækkaði verðið um tvær krónur, þar kostaði bensín 167,70 kr. og dís- il 188,60 kr. Hjá Atlantsolíu lækk- aði bensínið um sömu krónutölu, niður í 166,20 kr. og dísilolían líka, í 184,10 kr. Eldsneytið lækkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.