Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Déskotans andarassgötin ykkar, eruð þið búin að kúka í tjörnina? Ætlið þið að láta Ólaf F. reka ykkur? VEÐUR Í „Fagra Íslandi“, sem Samfylk-ingin tefldi fram fyrir kosningar, felst að „slá ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir á frest þangað til fyrir liggur nauðsynleg heild- arsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Ís- lands og verndun þeirra hefur verið tryggð.“     En nú hefur for-ystan skipt um skoðun og tvö álver eru að verða að veru- leika, annað í Helguvík, hitt á Bakka. „Stór- iðjuhléið“ stóð því stutt. Og eng- in furða að Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverfisráðherra eigi erfitt með að útskýra það fyrir umhverf- isverndarsinnum.     Það er undarlegt, en kannski skilj-anlegt í ljósi forsögunnar, hvernig hún hálft í hvoru afsakar að vinna eigi sameiginlegt mat á um- hverfisáhrifum álvers á Bakka og tengdra framkvæmda. Kristján Möller samráðherra Þórunnar seg- ist hafa verið fullvissaður um að úr- skurðurinn tefji ekki málið og sjálf segir Þórunn að seinkunin verði í mesta lagi nokkrar vikur.     Hvernig veit hún að niðurstöðurumhverfismatsins breyta engu um framkvæmdahraðann? Mun ál- verið rísa sama hvað stendur í plagginu? Hefur þá ekki Geir H. Haarde forsætisráðherra rétt fyrir sér er hann segir úrskurðinn „ónauðsynlegan“?     Ekkert heildarmat fer fram vegnaálversi í Helguvík, því umhverf- isráðherra sagði það of „íþyngj- andi“. Þá sagði hún raunar að úr- skurður umhverfisráðherra væri umhverfisráðherra ekki að skapi!     Það getur verið erfitt að vera um-hverfisráðherra á „Fagra Ís- landi“!! STAKSTEINAR Þórunn Sveinbjarnardóttir Umhverfisráðherra í klípu SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -              !        12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                        :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? " "    " " " " " " " " " " " " " " " "   " "                             *$BC                                 !      "      #$ #%  &         *! $$ B *! # $ % & &$ &    '  <2 <! <2 <! <2 # % () &* (+,&- )(. DB E                  /     B                          !      '   <7                     ( #%  &    )    <         "          !       ( #*  &    /0))&&11  ()& &2  &* (+ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR RÚSSNESKA skemmtiferðaskipið Maxim Gorkiy kemur til Reykjavíkur í dag eins og það hefur gert á hverju sumri síðan árið 1976, en þetta verður jafnframt síðasta heimsókn þessa gamla Íslandsvinar, að því er fram kemur á vef Faxaflóahafna. Maxim Gorkiy hefur samtals kom- ið 132 sinnum til Reykjavíkur á und- anförnum 32 árum og má áætla að með því hafi hingað komið um 85.000 farþegar. Leið skipsins hefur ætíð verið hefðbundin, það leggur upp frá Bremen í Þýskalandi og kemur við á Bretlandi, í Færeyjum og á Sval- barða auk Íslands. Þýskt fyrirtæki hefur haft skipið á leigu en því verður nú skilað til rússneskra eigenda . Gorkiy Svo nefnt til heiðurs rúss- neska rithöfundinum Maxim Gorky. Maxim Gorkiy í hinstu Íslandsför Hefur verið árlegur sumargestur í 32 ár Eftir Atla Vigfússon Norðurþing | Mikið hefur verið um ferðamenn í Þingeyjarsýslum þessa dagana og margir leggja leið sína að Dettifossi að vestan þó svo að vegurinn sé ekki upp á það allra besta. Þar er alltaf betra að vera vel dúðaður því úðinn frá fossinum er eins og góð rigning auk þess sem gott er að halda vel í hendurnar á mömmu og pabba svona alveg á brúninni eins og litla ferðafólkið á myndinni sem fannst staðurinn æv- intýralegur. Dettifoss Fossúðinn er eins og rigning og því gott að búast vel. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Fossinn úðar yfir ferðamenn Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands dæmdi í gær karl- mann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Refsingin var skilorðsbundin vegna dráttar sem varð á rann- sókn málsins. Maðurinn sló dyravörð með þeim afleiðingum að hann missti framtönn og skarst á vör. Við hand- töku veittist maðurinn að lögreglumanni, sparkaði í fætur hans og hótaði honum lífláti. Maðurinn bar fyrir dómi að dyravörðurinn hefði farið mannavilt. Maðurinn kvaðst við aðalmeðferð hafa fengið áverka í átökum við lögreglumenn og að lögregla hefði neitað að setja inn í lögregluskýrslu upplýs- ingar um þessi átök. Einnig hefði lögregla lagt honum orð í munn. Því hefði hann neitað að und- irrita framburðarskýrslur. Þessir lögreglumenn komu ekki fyrir dóminn við aðalmeðferð. Framburður vitna fyrir dómi var samhljóða um málsatvik. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásin á dyravörðinn var algjörlega tilefnislaus og ósvífin og að hótun ákærða gegn lögreglumann- inum hafi verið til þess fallin að valda honum ótta um líf sitt. Maðurinn var dæmdur til að greiða sak- arkostnað málsins, kr. 303.680, og skaðabætur til dyravarðarins, kr. 343.175 auk dráttarvaxta. Sló dyravörð og hótaði lögreglu Í HNOTSKURN »Líkamsárásin átti sér stað á skemmti-staðnum Drífanda í Vestmannaeyjum hinn 4. ágúst 2006. »Dyravörðurinn var sleginn eftir að hafareynt að fá ákærða til að fara niður af borði inni á staðnum. Á borðinu hafði ákærði dansað og grýtt bjórglasi skömmu áður í átt að plötusnúð sem neitaði að spila ákveðin lög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.