Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 11 FRÉTTIR Eftir Sigurð Boga Sævarsson „BARNSFÆÐING er ævintýri sem lætur mig aldrei ósnortna. Oft kemur fyrir að ég felli tár af gleði um leið og foreldrarnir þegar þeir sjá nýfætt barnið. Svo fæðingin gangi sem best þarf ljósmóðir að vera í nánum tengslum við foreldr- ana og komast nálægt þeim. Ef fólk er opið geta bæði móðir og faðir vaxið mjög sem einstaklingar af því að eignast barn og slíkt finnst mér sem ljósmóður ánægjulegt að upp- lifa,“ segir Guðlaug Einarsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Hlökkuðum til samninga Ljósmæður standa í kjarabar- áttu. Nýverið gekk BHM frá kjara- samningi við ríkið sem öll aðild- arfélög bandalagsins, utan Ljósmæðrafélags Íslands, sam- þykktu. Ljósmæður krefjast hærri launa og nú hefur um það bil helm- ingur þeirra 200 kvenna sem eru í félaginu sagt upp störfum. Í dag eru viðmiðunarlaun ljós- mæðra 306 þúsund kr. á mánuði, miðað við dagvinnu. Það segir Guð- laug mun lægri laun en bjóðast öðrum þeim stéttum sem ljós- mæður bera sig saman við með til- liti til menntunar, sérhæfingar, ábyrgðar og fleiri sambærilegra þátta. Ljósmóðurfræði sé sex ára nám á háskólastigi og nauðsynlegt sé að launin taki mið af því. „Við ljósmæður höfðum hlakkað mikið til samninganna enda töldum líklegt að þar fengjum við þá leið- réttingu á launum okkar sem vænta mætti og við höfum barist fyrir í mörg ár,“ segir Guðlaug. Hún vísar aukinheldur til þess ákvæðis stefnuyfirlýsingar núver- andi ríkisstjórnar þar sem segir að gera skuli gangskör í að bæta kjör þeirra stétta þar sem konur eru í meirihluta. Í dag virðist sér hins vegar að þessi klausa sé orðin tóm því ekkert hafi orðið úr efndum enn. „Ef þau kjör sem okkur ljós- mæðrum bjóðast eru ekki kyn- bundinn launamunur þá kalla ég eftir annarri og betri skýringu,“ segir Guðlaug og bendir á að á næstu áratug fari 44% þeirra ljós- mæðra sem nú starfa á eftirlaun. Tíu nýjar ljósmæður útskrifist á ári hverju frá Háskóla Íslands og vissulega gæti sá fjöldi fyllt í skörðin, en æ fleiri ljósmæður velji sér hins vegar annan starfsvett- vang launanna vegna. Það sýni best alvöru málsins. Hlé hefur verið á samningaviðræðum frá því snemma í sumar en næsti fundur er í dag. Starfið heillaði Sex ára gömul, þá sveitastelpa vestur á Barðaströnd, ákvað Guð- laug Einarsdóttir að verða ljós- móðir og segist hún hafa drukkið það í sig með móðurmjólkinni. „Mamma mín, Bríet Böðv- arsdóttir, ætlaði sem ung kona í Ljósmæðraskólann og hafði fengið þar inni. Hún valdi hins vegar að gerast bóndi fyrir vestan og eign- ast átta börn. Ljósmóðurstarfið heillaði mig alltaf, vafalaust vegna þess hvernig mamma talaði um það,“ segir Guðlaug sem lauk BS- prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og námi í ljós- móðurfræðum fjórum árum síðar. Hún starfaði eftir það um nokkurt skeið á Landspítalanum og Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Fór síðan í vetrarlangt til Hollands þar sem hún vann með sjálfstætt starf- andi ljósmæðrum við heimafæð- ingar. Hátíð samfélagsins „Dvölin í Hollandi var lærdóms- rík. Þar í landi fæðir þriðja hver kona barn sitt heima og það var fróðlegt að kynnast því hvað sam- félaginu ytra finnst heimafæðingar sjálfsagður kostur. Einnig var fróð- legt að kynnast því hvað Hollend- ingar gera mikla hátíð úr barns- fæðingunum. Þar sem eru nýfædd börn í húsi er búið að skreyta allt og storkur úr tré er úti í garði. Fyrir vikið er barnsfæðing í raun hátíð samfélagsins alls. Mér finnst alltaf kraftaverki líkast þegar barn kemur í heiminn og mér finnst við hæfi að fólk nálgist atburðinn sem slíkan,“ segir Guðlaug. Í þessu sambandi rifjar hún upp keisaraskurð á fæðingardeild á Manhattan fyrir nokkrum árum hvar hún var viðstödd. „Keisaraskurðinn var líkastur því sem verið væri að taka botnlanga. Á skurðstofunni gekk starfsfólkið út og inn og malaði nöldurslega um daginn og veginn. Aðstæðurnar minntu engan veginn á barnsfæð- ingu enda á allan hátt sneyddar þeim hátíðleika, kærleika og virð- ingu sem mér finnst nauðsynlegur. Ég hef því þessa fæðingu í New York sem dæmi um hvernig fæðing eigi ekki að vera.“ Fæðingardeild í fremstu röð Lengst af ljósmóðurferli sínum hefur Guðlaug starfað á Selfossi. Fyrst frá 1999 til 2001 og síðan aft- ur frá 2005 eftir fjögurra ára dvöl í Danmörku, þar sem hún vann einn- ig við ljósmóðurstörf. „Ég leitaði eftir því að komast til starfa úti á landi og var svo heppin að fá starf á Selfossi,“ segir Guðlaug. Hún segir samhentan hóp þeirra tíu ljósmæðra sem starfa við Heil- brigðisstofnun Suðurlands hafa – í samvinnu við lækna og aðra – byggt upp fæðingardeild í fremstu röð. Meginþorri barnshafandi kvenna á Suðurlandi velji að fæða börn sín þar. Fæðingar, þar sem fyrirséð er að einhver áhætta sé á ferðum, er hins vegar vísað á Landspítalann. „Íslensk heilbrigðisþjónusta er í fremstu röð á heimsvísu og því er mikilvægast af öllu að halda í starfsfólkið með góðum launum. Börn halda áfram að fæðast en það er hins vegar spurning hvernig við ætlum að standa að þjónustu við barnshafandi fjölskyldur í framtíð- inni. Hvernig viljum við standa að fæðingarþjónustu og búa að barns- hafandi fjölskyldum? Það er mikið í húfi og vona innilega að við náum samningum við ríkið sem fyrst,“ segir Guðlaug en næsti samn- ingafundur ljósmæðra og ríkisins er 6. ágúst nk. Það fallegasta sem ég veit Fyrstu ljósmóðurár sín hélt Guð- laug skrá yfir öll börn sem hún tók á móti. Í fyllingu tímans fóru dag- bókarskrifin hins vegar út um þúf- ur en þá voru „ljósubörnin“ orðin 150 talsins. „Ég sé mikið eftir því að hafa hætt að telja „ljósubörnin“ mín. Á móti kemur að á lítilli fæðing- ardeild eins og á Selfossi gefst oft tækifæri til að hitta foreldrana þeg- ar þeir koma aftur og gjarnan er með þeim barn sem mér er þá sagt að ég hafi tekið á móti. Mér finnst ég eiga svolítið í þeim. Og þetta ræður því að starf ljósmóðurinnar er aldrei nein rútína. Grátur við fæðingu er eitt það fallegasta sem ég veit, að heyra lífið í barninu er yndislegt. Sérstaklega þegar barnið lætur bíða svolítið með að heyra í sér, þá bergmálar fyrsti gráturinn andstæðurnar mjög skýrt.“ Guðlaug segir lengingu fæðing- arorlofsins hafa gjörbreytt sam- félaginu og hljóti að skila miklum árangri í jafnréttisbaráttu kynjanna. Betur megi þó ef duga skuli og markmiðið hljóti því að vera að orlof foreldra verði tvö ár, fyrr en síðar. „Það er mikilvægt að haldið verði áfram á þessari braut svo bönd feðra og barna styrkist. Við getum ekki náð jafnrétti í samfélaginu ef konur einoka upplifunina af börn- um. Ferðaorlofið hefur í raun skap- að nýja kynslóð feðra og foreldra. Eldri ljósmæður segja afana nú finna í gegnum syni sína hvers þeir fóru á mis við og í gegnum börnin uppgötva þeir nýja vídd og æv- intýri sem þeir vissu ekki að væri til.“ Að heyra lífið í barninu Ljósmynd/Egill Bjarnason Gleðitár „Felli tár af gleði um leið og foreldrarnir þegar þeir sjá nýfætt barnið,“ segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins. Guðlaug Einarsdóttir ákvað sex ára gömul að verða ljósmóðir. Hún segir mikilvægt að laun ljósmæðra hækki. Margt hefur breyst með lengra fæðing- arorlofi. Í HNOTSKURN »Meðalgrunnlaun ljós-mæðra eru í dag 306 þús- und kr. á mánuði. »Helmingur ljósmæðra hef-ur sagt upp störfum. »Guðlaug Einarsdóttir for-maður Ljósmæðrafélags- ins starfar á Selfossi, þar sem hún segir vera fæðingardeild í fremstu röð. »Lengra fæðingarorlof hef-ur gjörbreytt samfélaginu. Í umfjöllun um Mosfellsprestakall í Morgunblaðinu í gær láðist að geta þess að til þess að hægt sé að skipta prestssetursjörðinni Mosfelli í Mos- fellsbæ í tvær fasteignir þarf skipt- ingin að hafa hlotið umfjöllun og samþykki Kirkjuþings. Þetta kom skýrt fram í auglýsingu um presta- kallið sem birt var bæði í Lögbirt- ingarblaði og í Morgunblaðinu. Sóknarprestsembættinu í Mosfells- prestakalli fylgir nú prestsset- ursjörðin Mosfell í Mosfellsbæ og er það eina prestsembættið á höfuð- borgarsvæðinu sem prestssetur fylgir. Kirkjuráð telur eðlilegt að embættinu fylgi ekki áfram skyldur við jörðina enda prestakallið stórt og annasamt og hefur mannfjöldi aukist þar undanfarin ár. Af þeim sökum verður lögð fram tillaga á Kirkju- þingi í haust um skiptingu prestsset- ursins í tvær sjálfstæðar fasteignir, annars vegar íbúðarhús með hæfi- legri lóð, sem tilheyri áfram embætt- inu, og hins vegar Mosfellsjörðina sem yrði þá á forræði Kirkjuráðs. ÁRÉTTING Kirkjuþing þarf að samþykkja breyt- ingar við Mosfell @ Fréttirá SMS ETC Borhamar Verð kr. 19,990.- 3 ára ábyrgð Gard Heyrnarhlífar m/útvarpi. Verð kr. 2,999.- Gard vinnuhanskar. Verð kr. 299.- ETC Málband 3m. Verð kr. 299.- ETC Geirungssög 1600w. Verð kr. 19,990.- 3 ára ábyrgð Teknos þakmálning 3L Verð kr. 3,299.- Málning og Byggingavörur Skútuvogur 13 Sími 517 1500 Virka daga kl. 8:30 - 18 Laugardaga kl. 11 - 14 50% afsláttur 40% afsláttur 40% afsláttur 50% afsláttur 30% afsláttur 30% afsláttur 30% afsláttur Frábær kynningarverð á Woodex aqua viðarvörn. 3L kr. 3,490.- SÚPER AFSLÁTTUR HJÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.