Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 15
HAFDÍS Vigfúsdóttir flautu- leikari heldur tónleika í Hömr- um á Ísafirði annað kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Sumri í Hömr- um sem Tónlistarfélag Ísa- fjarðar stendur fyrir. Á efnis- skránni eru verk eftir Telemann, Kuhlau, Tomasi, Piazzolla og Takemitsu auk nýs verks eftir Ásrúnu I. Kondrup, sem var samið fyrir Hafdísi á vormánuðum 2008. Hafdís lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Kópavogs 2002 og B.Mus.-gráðu frá Listaháskóla Íslands vorið 2005. Hún stundar nú flautunám hjá Philippe Pierlot í París. Tónlist Takemitsu og Tele- mann í Hömrum Hafdís Vigfúsdóttir DILLI opnar myndlistarsýn- ingu á veitingastaðnum Við Tjörnina á morgun. Formleg opnun verður við suðurenda Tjarnarinnar kl. 15 og eru allir unnendur alþýðulistar vel- komnir. Dilli sýnir 15 myndir unnar með olíupastel á pappír, málaðar á síðustu árum. Í frétt um sýninguna, sem er sölusýn- ing, segir að ómögulegt sé að segja númer hvað þessi sýning sé hjá Dilla því hann hafi ekki haldið tölu yfir þær. Hann sé þó enginn nýgræðingur, enda hafi hann sýnt í San Francisco, Kaupmannahöfn, Reykjavík og á Búðum á Snæfellsnesi. Myndlist Dilli sendir kveðju úr kjallaranum Úr einu af verkum Dilla. MESSÓSÓPRAN-söngkonan Anna Sigga og Marteinn H. Friðriksson dómorganisti koma fram á síðustu hádeg- istónleikum sumarsins í Dóm- kirkjunni á morgun kl. 12.15. Efnisskrá þeirra er tvískipt; ís- lensk sönglög og orgelverk í fyrri hlutanum, m.a. Festingin víða eftir Atla Heimi Sveinsson og Lauffall eftir Hjálmar H. Ragnarsson, en í erlenda hlut- anum flytja þau m.a. Bæn eftir Hugo Wolf, Fuglana eftir Benjamin Britten og Lied der Ruth eftir Petr Eben. Marteinn leikur einnig tvö ein- leiksverk á orgel Dómkirkjunnar. Tónlist Anna Sigga í Dómkirkjunni Anna Sigríður Helgadóttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 15 MENNING Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞAÐ sem ég hafði að leiðarljósi í ár, var að velja bestu tónlistarmenn sem völ var á, en svo vann ég dag- skrána í samráði við þá.“ Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, list- rænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri, hefur orðið en á föstudagskvöld hefst hátíðin í 18. sinn. Listamennirnir sem hún fékk til liðs við sig nú eru bæði úr röðum þeirra reyndustu og virtustu, og þeirra yngstu, sem þó hafa sýnt og sannað að þeim eru allir vegir færir í listinni. Tríó Nordica, skipað þeim Monu Kontra, Auði Hafsteinsdóttur og Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Sig- rún Eðvaldsdóttir konsertmeistari skipa fyrri flokkinn en Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Eyjólf- ur Eyjólfsson tenórsöngvari og Ágúst Ólafsson barítónsöngvari hinn. „Ég er búin að vera mjög spennt að fá þetta fólk á svæðið. Flest hafa þó komið hingað áður en hvorki Ágúst né Ástríður Alda. Það mynd- ast alltaf sérstök og skemmtileg stemning því listamennirnir eru alla vikuna í æfingabúðum á staðnum, í þessari fallegu náttúru, og geta ein- beitt sér að tónlistinni.“ Ástríður alda er næm Þeir Eyjólfur og Ágúst hafa þegar getið sér nafns fyrir frábæran söng; Ágúst var m.a. tilnefndur til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna í fyrra. Sennilega þekkja færri nafn Ástríðar Öldu. „Hún lærði hér heima og svo í Bandaríkjunum og hefur verið að spila bæði sem einleikari og í kammermúsík hér heima og er- lendis. Hún er yngst þeirra sem koma fram. En hún er rosalega góð. Ég hef unnið með henni; hún er mjög næmur tónlistarmaður; hefur góða tækni, góða tilfinningu og hlustar vel. Hún er manneskja sem mjög gott er að vinna með. Hún hef- ur unnið talsvert með Ágústi og Eyj- ólfi, þau eru öll úr Hafnarfirði og hafa reynslu af því að vinna saman.“ Guðrún Jóhanna segir að í ár hafi hana langað að bjóða frekar upp á fleiri stór og bitastæð verk en mörg smærri, þótt þau séu líka með. „Ég spurði söngvarana hvaða ljóðaflokka þeir ættu. Eyjólfur kom með Dicht- erliebe eftir Schumann og Ágúst með Songs of Travel eftir Vaughan- Williams. Þeir syngja svo saman óperuaríur á laugardagstónleik- unum. Sigrún spilar meðal annars Sónötu eftir Ysaye og Tríó Nordica verður með tríó eftir Sjostakovits og fleira.“ Sjálf hefur Guðrún sungið á hátíð- inni síðustu ár, en í ár er hún stikkfrí. „Ja … það var nú planið að ég myndi syngja með strákunum,“ segir hún sposk, „ … en náttúran tók málin í sínar hendur. Ég er kom- in rúma átta mánuði á leið með mitt fyrsta barn og kemst ekki heim frá Madríd þar sem ég bý. Ég fjarstýri þessu bara héðan,“ segir Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir, listrænn stjórn- andi Kammertónleikanna á Klaustri. Listræn fjarstýring frá Madríd Morgunblaðið/G. Rúnar Hafnfirðingarnir Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari og Ágúst Ólafsson baritonsöngvari hafa áður unnið saman. Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri haldnir í átjánda sinn Sigrún Eðvaldsdóttir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Nordica Mona Kontra, Bryndís Halla Gylfadóttir og Auður Hafsteinsdóttir. DJASSHÁTÍÐIN Django Jazz Festival hefst á Akureyri í kvöld og stendur til laugardags. Þetta er í níunda sinn sem efnt er til Django hátíðarinnar, og hefur hún unnið sér fastan sess í menningarlífi bæjarins. Gítarleikarinn Robin Nolan er gestur hátíðarinnar og kemur hing- að með tríó sitt; einnig fiðluleikar- inn Ola Kvernberg og tríó hans. Þá kemur klarínettuleikarinn Chris Tanner einnig fram með sitt dansk- ástralska tríó Chris and Mates. Íslensku hljómsveitirnar Mímósa og Hrafnaspark leika einnig á há- tíðinni og fiðluleikarinn Unnur Birna Björnsdóttir. Django hefst á Akureyri í dag Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Svöl Unnur Birna Björnsdóttir. FÖSTUDAG kl. 21 Dumky tríóið eftir Dvorák Tríó Nordica Dichterliebe eftir Schumann Eyjólfur Eyjólfsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir. LAUGARDAG kl. 17 Söngvar förumanns eftir Vaughan-Williams Ágúst Ólafsson og Ástríður Tangóar eftir Piazzolla Tríó Nordica Stef og tilbrigði eftir Messiaen Inngangur og Rondó Capriccioso eftir Saint-Saëns Sigrún Eðvalds og Ástríður Alda SUNNUDAG kl. 15 Sónata nr. 3 í d eftir Ysaye Sigrún Eðvaldsdóttir Óperuaríur Eyjólfur, Ágúst og Ástríður Píanótríó nr. 2 op. 67 eftir Sjostakovitsj. Tríó Nordica Dagskrá NOKKRIR breskir þingmenn gagn- rýna harðlega breska kvikmynda- eftirlitið, BBFC, fyrir aldurstak- mark á nýjustu myndinni um Leðurblökumanninn, The Dark Knight, en hún er bönnuð börnum undir 12 ára aldri í Bretlandi, merkt 12 A. Það þýðir að 12 ára börn verða að vera í fylgd með full- orðnum. Ian Duncan Smith, fyrrum leiðtogi breska Íhaldsflokksins, segist furðulostinn yfir því að BBFC hafi ekki bannað myndina börnum undir 15 ára aldri. Keith Vaz, þingmaður verkamanna- flokksins, tekur í sama streng. Duncan Smith fór með 15 ára dóttur sinni að sjá myndina og þótti hún afskaplega ofbeldisfull. Reuters Ógnvekjandi Heath Ledger í hlut- verki Jókersins í The Dark Knight. Gagnrýna aldurstakmark Miðvikudag 6. ágúst Græni hatturinn kl. 21 Hljómsveitirnar Mímósa og Hrafnaspark og Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari. Fimmtudag 7. ágúst Ketilhúsið kl. 21.30 Robin Nolan Trio. Föstudag 8. ágúst Græni hatturinn kl. 21.30 Trio Ola Kvernberg. Laugardag 9. ágúst Sjallinn kl. 21. Stórtónleikar með þátttöku allra listamannanna sem koma fram á hátíðinni. Dagskrá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.