Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 17
EPA MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 17 Sigríður segir að í þá daga hafi ferðamenn haft lengri tíma til að staldra við og njóta Íslandsdval- arinnar en nú. „Fyrst þeir voru að koma til Íslands á annað borð tóku þeir oft allt sumarið í að ferðast og dvöldu því hjá okkur í nokkra daga. Maður kynntist því gestum sínum vel og þeir stöku sem komu hingað voru meiri sérvitringar en sá breiði hópur ferðamanna sem kemur nú til dags. Þeir höfðu frá mörgu að segja og opnuðu sögur þeirra marga glugga fyrir sveitastelpu sem hafði hvergi farið,“ segir Sigríður sem hafði há- leita framtíðardrauma. „Þegar ein- hver spurði mig hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór svaraði ég að ég ætlaði að verða ferðamaður. Fyrir mér var ferðamennska lífsstíll og lífsstarf.“ Með auga ferðamannsins Það kemur kannski lítið á óvart að í dag er Sigríður rekstrarstjóri Farfuglaheimilisins við Sundlauga- veg og tekur virkan þátt í alþjóða- starfi samtakanna. „Ferðaþjón- ustan er heillandi hringiða allt árið um kring. Við Íslendingar verðum að passa að halda í heimilislegt and- rúmsloft þegar við tökum á móti fólki og vinna af fagmennsku og heilindum, meðvituð um ábyrgð okkar sem gestgjafa í dýrmætu landi. Það sem einkennir far- fuglaheimili á Íslandi fram yfir aðra gistingu er hversu mikil áhersla er lögð á samveru gestanna og að gefa þeim val um þjónustu. Þannig lækk- ar kostnaðurinn og gesturinn kemst af með minna. Margir nýta sér far- fuglaheimilin vegna þessa en fyrir flesta er þetta ekki síður lífsstíll og leið til að kynnast landinu, sjálfum sér og öðrum. Starfið mitt er skemmtilegt og mér finnst ég í raun vera ferðamaður eins og ég ætlaði mér að vera. Þótt ég sé ekki búin að ferðast eins mikið og ég hefði viljað þá umgengst ég ferðamenn á hverj- um degi og samstarfsfólk mitt kem- ur víða að og hefur margt reynt sem er einnig mjög gefandi.“ Hún segir það vera sér dýrmætt að hafa alist upp þar sem gestir voru alltaf velkomnir. „Þannig kynntist ég lífinu, sjálfri mér og staðnum með augum ferðamannsins. Að umgang- ast svo marga ferðamenn gaf mér innsýn í hvað veröldin er merkileg og miklu stærri en sveitin mín. Ég lærði líka að meta sveitabæinn því út frá gestunum sá ég hvað Berunes var sérstakur staður að búa á og hvað Ís- land er fallegt. Þeir settu í raun sýn mína í öðruvísi samhengi.“ Hún man sérstaklega eftir því þegar þýskur vinnumaður, sem hafði veturdvöl hjá þeim, keyrði fjölskyld- una úr jólaboði seint um kvöld. „Það var ís yfir öllum vegum og ég man hvernig hringlaði í keðjunum á Land Rovernum. Vinnumaðurinn stoppaði bílinn snögglega á miðjum vegi og sagðist einfaldlega ekki geta haldið áfram. „Sjáið þið ekki norðurljósin?“ sagði hann. Það voru fljúgandi norð- urljós um allan himininn og glampaði á svellið og hann dró okkur þarna út úr bílnum um miðnætti til að horfa upp í himininn. Mér fannst ég þá ekki hafa upplifað norðurljósin áður. Það er eins og maður þurfi ný augu til að benda manni á sjálfsagða hluti.“ www.simnet.is/berunes www.hostel.is Í HNOTSKURN »Gamli bærinn á Berunesivar byggður 1907. »Á Berunesi hefur veriðstarfrækt farfuglaheimili síðan 1976. »Á Berunesi er gistiplássfyrir 45 gesti í gamla bæn- um, smáhýsum og nýja bæn- um. »Alls eru 26 farfuglaheimiliundir nafni Hosteling International á Íslandi. »Það stærsta er Farfugla-heimilið við Sundlaugaveg í Reykjavík. »Yfir 5000 farfuglaheimilieru starfrækt í 60 löndum í heiminum. Berufjörður Gamaldags sveitaandi svífur yfir Berunesi. Sigríður segir gesti oft nefna að heimilislegt andrúmsloft á Berunesi og stórbrotið umhverfi þess sé eins og þeir höfðu ímyndað sér að Ísland væri. Pétri Stefánssyni fannst grábölvað á sunnudagað það komu engin blöð út. „Og saknaði ég þess. Í einni pásunni horfi ég í gaupnir mér og orti: Á þessum vota drottins degi er dauft á mínum vinnustað, og heldur slæmt að hafa eigi við höndina sitt Morgunblað.“ Og Pétur orti þegar verslunarmannahelgin leið undir lok: Þagnað nú er gleðigeim, gestum hrúgað saman. Öllum snúið aftur heim. Allt er búið gaman. Hallmundur Kristinsson bætti við: Nú eru víða lokalög leikin er kveðja gestir, ekki svo sárir margir mjög en móðir úr hófi flestir. Loks Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit: Nú er út um nautn og sleik nú er þjóðin lúin. Nú er þynnkan nokkuð keik nú er helgin búin. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Þagnað gleðigeim - kemur þér við Raforka verður sett á markað fyrir áramót Er Davíð á förum úr Seðlabankanum? Hriktir í stoðum litlu sparisjóðanna Réttindalausir geitunga- banar í Reykjavík Bubbi þakklátur fyrir að vera á lífi eftir helgina Hvað ætlar þú að lesa í dag? Sérblað um heimili og hönnun fylgir blaðinu                   ! "    # $ # % & ' ( )     #      * #  + #   # % & '  ( ,-   .     +* .!* !/ !(0            #  *      */  !       /   /        #     *  (         1 * . *   /    +          ! .   (            *!+   !     /          2.  (  + 3.* 4 !    * . 3   * *   ! #   ( ,     *   1  # 2.       !  #  (0      56 788888 !"#"$" % &' (')$*+")(+,#"- ./0 1 (') $ +")(2 +3'4"5"+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.