Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Orkumál eruorðin eitthelzta um- ræðuefnið í bar- áttunni fyrir for- setakosningarnar í Bandaríkjunum. Barack Obama, forseta- frambjóðandi demókrata, sagði í ræðu í fyrradag að sí- vaxandi þörf fyrir innflutta ol- íu væri einhver mesta ógn, sem steðjað hefði að banda- rísku samfélagi. Obama og keppinautur hans, John McCain frambjóð- andi repúblikana, reyna þessa dagana að yfirbjóða hvor ann- an í skammtímalausnum á þeim vanda, sem hátt olíuverð veldur í bandarísku efnahags- lífi. McCain vill hefja rannsókn- arboranir á hafsbotni úti fyrir ströndum Bandaríkjanna, „bora hér og bora núna“. Hann vill líka afnema skatt á benzín, sem dugir þó skammt; skatturinn er átján sent á gal- lonið, sem nú kostar um fjóra dollara. Obama vill setja hluta af varabirgðum Bandaríkjanna af olíu á markað til að auka framboðið á olíu og lækka verðið. Hann vill líka skatt- leggja hagnað olíufélaga til að fjármagna olíustyrk til milli- og lágtekjufjölskyldna í Bandaríkjunum. Þetta eru skammtímalausn- ir, sem frambjóðendurnir telja sjálfsagt nauðsynlegt að setja fram til að róa kjós- endur, en munu þó í raun engu breyta um það hversu háð Bandaríkin eru ol- íunni. Hugmyndir þeirra um lang- tímastefnu í orku- málum eru mun athyglisverðari. McCain hefur meðal annars heitið þrjú hundruð milljóna dala verð- launum þeim sem smíðar raf- magnsbíl sem kemst álíka langt á hleðslunni og bíll knú- inn eldsneyti á tankinum. Hann heitir sömuleiðis skattaafslætti til þeirra, sem kaupa visthæfa bíla. Obama er með svipaðar hugmyndir um skattaafslætti til að ýta undir framleiðslu tvinnbíla í Bandaríkjunum. Hann vill að innan sex ára verði milljón slíkir bílar á veg- unum vestra, að innan fjög- urra ára komi tíundi hluti orkunotkunar Bandaríkja- manna frá endurnýjanlegum orkugjöfum og að árið 2030 hafi dregið úr rafmagns- notkun þjóðarinnar um 15%. Ýmislegt bendir til að Bandaríkjamenn séu loksins farnir að líta á olíufíkn sína sem alvöruvandamál. Ef nýr Bandaríkjaforseti tekur málið föstum tökum, má gera ráð fyrir að áhrifin á heimsvísu verði mikil. Byltingarkenndar tækninýjungar hafa iðulega orðið til í Bandaríkjunum og breiðst þaðan út um heims- byggðina. Ef Bandaríkjunum tekst að verða óháð olíunni, verða það þáttaskil í glímunni við mengun og útblástur gróð- urhúsalofttegunda, sem eru fylgifiskar olíufíknarinnar. Bandaríkjamenn eru loksins farnir að líta á olíufíknina sem al- vöruvandamál} Orkan í umræðunni Hvað hrærist íhuga þeirra, sem losa sig við rusl í næstu hraungjótu? Eða rífa upp mosa og annan gróð- ur með akstri bíla og mót- orhjóla utan vega? Enginn vafi leikur á að al- menningur veltir umhverfis- málum miklu meira fyrir sér núna en fyrir aðeins örfáum árum. Einu sinni var algeng sjón að sjá fólk kasta rusli út um bílglugga, eða tæma ösku- bakkann á næsta bílastæði. Slíkt sést sem betur fer varla lengur. En það þýðir greini- lega ekki að umhverfissóðarn- ir hafi allir séð að sér. Þeir hafa bara flutt sig um set, þar sem enginn sér til. Í Morgunblaðinu í gær lýsti landvörður í Reykjanesfólk- vangi sóðalegri umgengni al- mennings um náttúruperluna, sem leynist í bakgarði höfuð- borgarsvæðisins. Þar njóta fjölmargir útivistar og leitun er að annarri höfuðborg, þar sem svo stutt er í auðnina. Umhverfissóð- arnir sjá þessa auðn sem tæki- færi. Þeir taka til í geymslunni og aka með fullar kerrur út í hraun, finna hentuga gjótu eða gamla malarnámu og henda þar öllu frá sér, í trausti þess að ekki sjáist til þeirra. Í sumum tilvikum eru menn stórtækari. Þeir aka með heilu hlössin af brotnum múr og kasta frá sér úti í guðs- grænni náttúrunni. Vel má vera, eins og landvörðurinn bendir á, að afgreiðslutími Sorpu sé of knappur. Það af- sakar hins vegar ekki sóða- skapinn. Ekkert getur afsak- að slíka umgengni um landið. Sumir telja áreiðanlega óhætt að henda einhverju smávægilegu, því varla muni um það. En margt smátt gerir auðvitað eitt stórt. Og aðrir losa sig við heilu búslóðirnar, eins og landvörðurinn benti á. Hvað hrærist í huga þeirra sem hegða sér á þennan hátt? Varla margt. Ekkert afsakar slíka umgengni um landið}Sóðarnir í bakgarðinum V eit umhverfisráðherra landsins ekki að það er kreppa í landinu? Nú geta alls kyns óþægilegar staðreyndir, eins og efnahags- kreppa, farið framhjá besta fólki vegna þess að það kýs fremur að lifa í sinni þægilegu einkaveröld en horfast í augu við napran raunveruleikann. Stundum er engin ástæða til að vekja fólk af notalegum dag- draumum. En þegar ráðherra ríkisstjórnar á í hlut þá er brýnt að kalla hann aftur til hins raunveruleikans. Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, þarf nauðsynlega að fá fræðslu um efnahagsástand þjóðarinnar. Það stendur samráðherrum umhverfisráðherrans næst að taka að sér það verkefni. Nema þeir séu jafnveruleikafirrtir og umhverfisráðherr- ann – sem er auðvitað ekki útilokað. Þjóðin þarf síst á því að halda þessa dagana, þegar nið- ursveiflan er staðreynd, að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari í herferð gegn fólkinu í landinu. Einmitt það hefur umhverfisráðherra þjóðarinnar gert með ákvörðun sinni um að setja álver á Bakka í heildstætt umhverfismat. Ráðherrann tefur nauðsynlegar framkvæmdir og sendir um leið skilaboð til erlendra fjárfesta um að þeir skuli ekkert vera að álpast hingað til lands. Milljarðafjárfest- ingar geta sem sagt verið háðar geðþótta ráðherrans. Umhverfisráðherrann virðist telja hlutverk sitt að standa með hinni dauðu náttúru hvað sem tautar og raul- ar. Það er í sjálfu sér stefna, en hún hentar miklu fremur í félagsskap fámennra æsingarsamtaka á borð við Saving Iceland en í stjórn landsins þar sem ráðherrar verða að sýna skynsemi, dug og útsjónarsemi ætli þeir ekki að sigla þjóðarskútunni í strand. Umhverfisráðherra hefur fátt unnið sér til frægðar á ráðherrastóli annað en tvöfalt ís- bjarnarklúður. Ekki er ólíklegt að með nýj- ustu ákvörðun sinni sé ráðherra að hugsa um ímynd sína. Innan Samfylkingar varð til fyrir síðustu kosningar fáfengileg stefna sem soðin var saman í örvæntingu og gefið heitið Fagra Ísland. Um þessa stefnu er engin sátt í Sam- fylkingunni. Um það má hins vegar ekki tala því það hentar flokknum ekki. Enginn áhrifa- maður innan Samfylkingar mun þora að við- urkenna að Fagra Ísland er slagorðaplagg sem er óbrúklegt í íslenskum raunveruleika. Samt vita þeir þetta svo að segja allir. Fámennur og hávær hópur innan Samfylkingar skammar umhverfisráðherra og segir hann svíkja Fagra Íslands stefnuna. Skammirnar virðast gera ráðherrann taugaveiklaðan og hann spriklar nú til að sýna sjálfstæði sitt gagnvart ríkisstjórninni og vill fá prik hjá græna lið- inu í Samfylkingunni. Þetta brölt ráðherrans er svo á kostnað vinnandi fólks úti á landsbyggðinni. Hvernig á að koma viti fyrir Þórunni Sveinbjarnar- dóttur? Samráðherrar hennar virðast ekki treysta sér til þess. Kannski væri ráð að senda til hennar hagfræðing. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Einkaveröld umhverfisráðherra Þurfum að gerbreyta lífsháttum okkar Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is E ftir tvo áratugi mun heimsvinnslan á olíu hafa fallið úr um 87 milljónum tunna á dag niður í aðeins um 50 milljón tunnur. Spár um 120 milljóna tunna vinnslu árið 2030 eru með öllu óraunhæfar og því fyrr sem banda- rískt samfélag býr sig undir þessi umskipti, þeim mun minni verða áhrifin. Á þennan veg lýsir Matthew Simmons, fyrrverandi ráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta á sviði olíuvinnslu, sýn sinni á þróun olíuvinnslu næstu ár og áratugi. Simmons fyllir flokk manna sem aðhyllast kenninguna um olíutind- inn, þá kenningu að heimsvinnslan hafi þegar náð hámarki í sögulegu tilliti og muni dala næstu ár og ára- tugi, eftir því sem olíulindirnar fara þverrandi. Inntur eftir þeirri algengu gagn- rýni á olíutindskenninguna að hún laði að sér svartagallsrausara segir Simmons ákveðinn að gagnrýnendur skuldi þurrðarsinnum, sem við get- um nefnt svo, tölfræðilega rök- semdafærslu fyrir skoðun sinni. Simmons heldur áfram og bendir á að hann hafi fyrir nokkrum árum varið fjórum mánuðum í að rannsaka birgðastöðuna víða um heim og í kjölfarið gefið út skýrslu þar sem sýnt hafi verið fram á að margar helstu olíulindanna væru komnar til ára sinna og að hratt gengi á forð- ann. Hann hafi í framhaldinu skorað á kollega sína í olíuiðnaðinum að sýna fram á að honum hefði skeikað. Ljósaskiptin í eyðimörkinni Síðan hafi enginn borið brigður á þessa greiningu, sem tengist um- fjöllunarefni bókar hans Twilight in the desert, sem er öðrum þræði yfir- lit yfir hvernig olíubirgðir Sádi- Araba séu ofmetnar og hvernig þeim muni reynast mjög erfitt að auka olíuvinnsluna í takt við væntingar. Inntur eftir frekari rökum fyrir hinni svartsýnu spá bendir Simmons á að núverandi innviðir olíuiðnaðar- ins séu komnir mjög til ára sinna, fyrirtæki hans, Simmons & Comp- any, hafi komið að fjárfestingu mik- ils meirihluta þeirra verkefna sem varðað hafi nýja olíutækni síðustu áratugi. Út frá þeirri reynslu geti hann fullyrt að endurnýjun innvið- anna muni reynast kostnaðarsöm og að ekkert bendi til að fram muni koma byltingarkennd tækni sem geti gerbreytt stöðu iðnaðarins. Ljóst sé að vinnslutækni á sjó hafi þegar verið þróuð á þann veg að engin bylting kunni að verða þar á, jafnframt því sem umræður um olíu- fjársjóð Kanadamanna í formi tjöru- sands séu á misskilningi byggðar. Vinnsla úr sandinum sé mjög dýr og muni líklega aðeins halda í horf- inu fyrir Kanadamenn næstu ár. Írak breytir ekki myndinni Spurður um þá kenningu Mamd- ouh G. Salameh, þekkts fræðimanns á sviði olíuvinnslu í Mið-Austurlönd- um, að birgðirnar í Írak séu mjög vanmetnar en að sama skapi ofmetn- ar í Sádi-Arabíu og Íran kveðst Sim- mons afar vantrúaður á að í Írak sé að finna geysilegar, vannýttar lindir. Hin almenna sviðsmynd sé sú að olíulindir víða um heim fari hratt þverrandi. Bandaríkin eru land bílsins. Spurður hvaða áhrif þróunin muni hafa á úthverfamenninguna kveðst Simmons telja að Bandaríkjamenn þurfi að venja sig á að vinna fjar- vinnu heima, kaupa mat og vörur í nágrenninu, ásamt því að ferða- mynstur með flugi muni breytast. Hækkandi flutningskostnaður hafi þegar þýtt að í sumum tilfellum borgi sig ekki lengur að flytja hrá- efni heimsálfa á milli, framleiða úr því vörur og flytja síðan aftur yfir hnöttinn. Framtíðin liggi í þorpinu, nálægðinni við vörur og þjónustu. Reuters Tækni Olíuborpallur í Singapúr. Matt Simmons, einn helsti sérfræðingur vestra í fjárfestingu í olíuinnviðum, segir vinnslutækni á sjó mjög þróaða. BANDARÍSKI jarðfræðingurinn Marion King Hubbert er jafnan tal- inn faðir kenningarinnar um olíu- tindinn, en hann var á sínum tíma harðlega gagnrýndur fyrir að halda því fram að olíuvinnslan vest- anhafs myndi ná hámarki í upphafi áttunda áratugarins en síðan dala. Hann reyndist sannspár. Simmons er langt í frá einn um að yfirfæra aðferðafræði Hubberts yfir á heimsvinnsluna, en færð hafa verið rök fyrir því að hún hafi náð hámarki fyrir nokkrum árum. Spurður um hvort markaðurinn muni ekki leysa þá klípu sem olíu- iðnaðurinn sé í og finna leiðir til að auka framboð og þar með lækka verðið segir Simmons að óskhyggja sé að ætla að verðið muni nokkru sinni fara undir 100 dali tunnan. Töluleg gögn renni ekki stoðum undir þá greiningu að eftirspurnin sé í umtalsverðum rénum vegna himinhás olíuverðs. Þvert á móti séu allar líkur á að eftirspurnin muni aukast hratt næstu árin. Fullyrðingar um að næg olía sé til að knýja hagkerfin fram eftir öldinni standist ekki skoðun. GÖMUL KENNING ›› Sérfræðingur Matthew Simmons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.