Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 19 Í tímabundinni efna- hagslægð vekur mér enga furðu, þótt stjórn- arandstaðan sjái hrun heimsins og endalok sögunnar handan við hvert horn. Veik stjórnarandstaða tekur sér gjarnan slíka stöðu gagnvart tilverunni. Sé hún ekki nógu burðug til að koma með sjálf- stæðar tillögur um jákvæða uppbygg- ingu er sá kostur auðveldastur að leita skjóls í úrtölukórnum. Það vekur mér meiri furðu, að hlusta á sífelldan bölmóð forkólfa fjármálastofnana og stórfyrirtækja, sem virðast hvorki hafa sálarstyrk né frumkvæði til að vinna sig út úr tímabundnum erf- iðleikum eftir að hafa grætt meira síð- astliðin tíu-fimmtán ár en dæmi eru um úr Íslandssögunni. Hvar er allur auðurinn, sem þeir rökuðu saman, og átti meðal annars að duga þeim í mögru árunum? Varla hefur hann all- ur farið í einkaþoturnar. Tæpast hafa reyndir menn talið að lífið væri slíkur rósadans, að þeir hefðu endalausan aðgang að gnóttum lána erlendis á hræódýru verði. Þeir ættu að vita, eins og aðrir, að það er jafnöruggt og nótt fylgir degi, að óhófi fylgja alltaf einhvers konar timburmenn. Það er langt síðan ábyrgir stjórnmálamenn sáu fyrir, og sögðu, að framundan væri erfitt að- lögunarskeið eftir langvarandi þenslu. Forystumenn Samfylking- arinnar stöfuðu það ofan í forsvars- menn atvinnulífsins strax á síðasta kjörtímabili. Þeir voru hins vegar blindaðir af velgengninni, og tóku ekki fyrr en í óefni var komið undir þau ráð, sem til dæmis hefðu dugað til að leiðrétta þá kerfisskekkju milli Seðlabankans og banka- kerfisins, sem til lang- frama er stærsti vandi efnahagslífsins. Sterkur grunnur og sérstaða Í dag er staðan ein- faldlega þannig, að það eru engar töfralausnir til að bægja frá timburmönnunum sem fylgja veislunni. Vissulega eru leiðir til að draga úr verknum, og kvíðanum sem fylgja timburmönn- unum, og leggja grunn að betra líf- erni í framtíðinni. Það blasir eigi að síður við, að framundan er löngu fyr- irsjáanleg aðlögun. Hún verður erfið, en fráleitt eins erfið og ætla má af söngnum sem kyrjaður er sameig- inlega af stjórnarandstöðunni og tals- mönnum banka og stórfyrirtækja. Það er ekki kreppa í heiminum, þótt tímabundnar þrengingar séu á láns- fjármarkaði, og satt að segja ólíklegt að núverandi staða þróist í kreppu. Íslendingar búa yfir auðlindum, og auðlindasérþekkingu, sem njóta vax- andi eftirspurnar um alla veröld. Þrátt fyrir bölmóðskórinn munu Ís- lendingar vitaskuld vinna sig gegnum skeið samdráttar, og koma út úr því magrari og stæltari inn í komandi áratug, en líklega nokkrum einkaþot- um fátækari. Staðreyndin er sú, að það er hárrétt hjá forseta Íslands að við stöndum á miklu sterkari grunni en áður til að takast á við erfiðleika, og erum til frambúðar miklu betur stödd en flestar aðrar þjóðir sem eru í svipuðum vanda. Síðustu áratugir hafa einkennst af því að einkaframtakið hefur hamrað á því að hið opinbera kæmi hvergi nærri atvinnu- og fjármálalífi lands- manna og taldi afskiptaleysi ríkisins og óheft frelsi langfarsælast til að ýta undir verðmætasköpun, og sjálf- stæðar lausnir atvinnulífsins. Það vill svo til að ég hef sem jafnaðarmaður verið þeim harla sammála að flestu leyti. Ég er enn þeirrar skoðunar. En nú bregður svo við, að það eru tals- menn einkaframtaksins, einkum stórfyrirtækjanna, bankanna og fjár- málafyrirtækjanna, sem sjá engar lausnir nema þær sem hið opinbera kemur að, annaðhvort með inn- gripum í timburmenn fjármálalífsins, eða beinlínis að ríkið beiti sér sér- staklega fyrir einstökum stór- framkvæmdum. Er þá frjálshyggjan það fyrsta sem deyr í hörðu ári – svo vísað sé til laxnesks minnis? Þetta er ekki síst merkilegt, þar sem það var á þeirra vakt, útrásarvíkinganna og stórauðvaldsins, að fór sem fór. Það voru til dæmis þeir, sem harðast beittu sér fyrir vitlausum ákvörð- unum um fjármögnun húsnæðis og töluðu ákafast fyrir kolröngum tíma- setningum á skattalækkunum. Fóstruríkið og frjálshyggjan Ég tel sjálfsagt að við aðstæður eins og nú eru að skapast spýti ríkið í lófa hagkerfisins með framkvæmdum eins og mikilvægum samgöngubótum, endurbótum á flutningskerfi raforku, ýti undir skynsama orkunýtingu, og skapi frjóan jarðveg fyrir sprotana sem eiga að endurnýja atvinnulíf framtíðarinnar. Það þarf hins vegar að velja vandlega tímann fyrir op- inberar vítamínssprautur. Ég tel líka sjálfsagt að endurskoða bæði forgang í útgjöldum ríkisins og stefnu í pen- ingamálum. Sömuleiðis þarf að grípa til ýmissa aðgerða sem geta linað þjáningar þeirra sem erfiðast munu fara út úr aðlöguninni, ungs fólks og aldraðra. Hugtak frjálshyggjunnar um „nanny state“ er hins vegar að öðlast nýja merkingu andspænis mál- flutningi stórfyrirtækjanna, sem virð- ast beinlínis ætlast til þess að ríkið passi sérstaklega upp á þau í gegnum öldurótið sem er framundan. Það er varla verjanlegt nema að því marki sem það þjónar almennum hags- munum landsins og íbúa þess. Einkaframtakið og stórfyrirtækin verða að kunna sér hóf, bæði um böl- móð, líka gagnvart íslensku krónunni og sömuleiðis varðandi ofurgreiðslur og óhófslúxus. Þau mega heldur ekki gleyma því að í samfélaginu sem þau hafa tekið þátt í að búa til er það hlut- verk þeirra, en ekki ríkisins, að hafa forystu um nýjar leiðir og nýja mögu- leika í uppbyggingu atvinnulífs og verðmæta. Það gera menn ekki með grátstafinn í kverkunum og betlistaf í hendi. Frumkvæði í stað bölmóðs Eftir Össur Skarphéðinsson »Hugtak frjálshyggj- unnar um „nanny state“ er hins vegar að öðlast nýja merkingu andspænis málflutningi stórfyrirtækjanna, sem virðast beinlínis ætlast til þess að ríkið passi sérstaklega upp á þau í gegnum öldurótið sem er framundan. Össur Skarphéðinsson Höfundur er iðnaðarráðherra. Kristinn Góður sopinn Þær eru misháværar, raddirnar sem byggja þetta land. Sjaldheyrt jarmið í heimalningnum barst til eyrna ljósmyndara undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu og var hann hávær eins og heimtufrekum heimalningum er einum lagið: „Loksins mynd af mér í blaðið og ég vil bara segja: Mjólk er góð!“ Blog.is Anna Ólafsdóttir Björnsson | 5. ágúst Verslunarmanna- helgi í góðum gír og smávegis í anda Karate kid Gott að heyra að versl- unarmannahelgin fór betur fram en oft áður og kynferðisbrotum fækkaði verulega, en eitt er of mikið, samt sem áður, vona að við fáum einhvern tíma að heyra af verslunarmannahelgi (og öðrum tilefnum) án nokkurs slíks ósóma. Heyri líka í fréttum að sá ár- angur sem nú hefur náðst sé þakk- aður miklum áróðri gegn nauðg- unum … Meira: annabjo.blog.is Birgitta Jónsdóttir | 5. ágúst Yfir 100 milljón manneskjur tendra kerti fyrir Tíbet Kerti fyrir Tíbet, hið al- þjóðlega framtak Ísr- aelans David Califa, hefur nú laðað að sér 100 millj- ón manneskjur sem hafa staðfest þátttöku sína í verkefninu. Dalai Lama og Robert Thurman hafa opinberað stuðn- ing sinn við verkefnið og hvatt aðra til að taka þátt í þessu alþjóðafriðarátaki fyrir málstað Tíbeta. Vinir Tíbets á Íslandi skipuleggja ljósahátíð í Reykjavík sem lið í þessu verkefni. Meira: birgitta.blog.is Kolbrún Baldursdóttir | 5. ágúst Skössin í bæjarstjórn Kópavogs Stríðið sem þau Gunnar Birgisson og Guðríður Arnardóttir heyja á síðum Morgunblaðsins hlýtur að hafa fangað athygli margra þótt ekki væri nema fyrir einstaklega hugmyndaríkar fyrirsagnir. Skassið tamið (fyrirsögn greinar Guð- ríðar) og Um sköss og leiguþý, en það er einmitt fyrirsögn á grein Gunnars í dag. Ég hef ekki sett mig inn í þessar deilur en sé þó að þær varða ekki einungis eitt eða tvö mál heldur ýmis mál sem öll tengjast stjórnarháttum Kópavogsbæjar. Meira: kolbrunb.blog.is Gestur Guðjónsson | 5. ágúst Árni á Kirkjuhvoli þarf að útskýra sitt mál Ég er steinhissa á því að Ísland skuli ekki vera með í þessu samkomulagi um aðgang að skattaupplýs- ingum á Ermarsundseyj- um. Ég á erfitt með að trúa því að okkur hafi ekki verið boðið að vera með norrænum vinum okkar, svo ann- aðhvort hefur verið tekin meðvituð ákvörðun um að vera ekki með eða ein- hver embættismaður þarf að útskýra af hverju hann les ekki tölvupóstinn sinn. Ég hallast að fyrri skýringunni og þarf Árni Mathiesen fjármálaráðherra á Kirkjuhvoli í Þykkvabæ að útskýra fyrir okkur af hverju hann vill ekki þessar upplýsingar. Þetta getur ekki annað en stráð fræjum efasemda og vantrausts. Hélt að nóg væri komið af þeim þegar. Meira: gesturgudjonsson.blog.is Anna K. Kristjánsdóttir | 5. ágúst 5. ágúst 2008 – Hvar eru femínistarnir núna? Ég var með útvarpið í gangi á mánudagsmorg- uninn og heyrði þá vin- sælt dægurlag á Rás 2, lag sem karlahópur Fem- ínistafélagsins hefur enn ekki gert athugasemd við þótt meira en aldarfjórðungsgamalt sé. Í texta lagsins er manni hrósað sem beitir konur lík- amlegu ofbeldi og stundar framhjáhald Meira: …velstyran.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.