Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MEÐ lögum um Lýðheilsustöð frá árinu 2003 var starf- semi nokkurra „ráða“ sameinuð, og var ætl- un löggjafans að efla lýðheilsu. Með eflingu lýðheilsu var átt við aðgerðir til að við- halda og bæta heil- brigði þjóðarinnar eða tilgreindra hópa í þjóðfélaginu með skipulegum og viðurkenndum að- ferðum. Með lögunum voru sam- einuð í einni stofnun áfengis- og vímuvarnir, manneldi, slysavarnir, tóbaksvarnir og önnur forvarna- og heilsueflingarverkefni á vegum rík- isins. Þannig voru m.a. þáverandi áfengis- og vímuvarnaráð, manneld- isráð, slysavarnaráð og tóbaks- varnaráð sameinað í eina rík- isstofnun. Margir voru til þess að gagnrýna fyrirhugað fyrirkomulag, sérstaklega heilbrigðisstarfsmenn. Stóðu vonir manna til þess að með nýju fyrirkomulagi yrði lýðheilsu- starfsemi samhæfðari og öflugari og fjármagn var tryggt til reksturs- ins. Reynslan af rekstri Lýð- heilsustöðvar hefur að mínu mati ekki verið góð. Í stað fyrirhugaðrar samhæfðrar og öflugrar stofnunar er nú komið þögult bákn. Ég tel að það hafi verið mistök að koma á þessari stofnun. Kraft- urinn sem var í þeim „grasrótarhreyfingum“ sem sameinuðust er horfinn. Starfsemin hefur einkennst af máttlausum dýrum úr- ræðum og þunglamaleg yfirstjórn og skrifræði hafa tekið við. Það er að mínu mati mun happadrýgra fyrirkomulag að láta grasrótina njóta sín og leyfa áhuga- félögum og fyrirtækjum að takast á við verkefnin. Talandi dæmi um þetta er t.d. Forvarnarhús Sjóvá sem tekið hefur forystuna í slysa- vörnum á Íslandi, Krabbameins- félagið, og samtökin Heimili og skóli. Þar iðar allt af krafti frum- kvæði og framkvæmdagleði. Þá er það stór galli á starfsemi Lýð- heilsustöðvar að læknisfræðileg ráðgjöf hefur verið of takmörkuð, en heilsuvernd og heilsuefling snýst um læknisfræði þegar öllu er á botninn hvolft. Það er mín skoðun að leggja eigi Lýðheilsustöð niður í núverandi mynd. Í staðinn má t.d. skipa sérstakan fulltrúa, jafnvel „umboðsmann heilsunnar“, við embætti Landlæknis sem veitt gæti ráðgjöf og samhæft starf hinna ýmsu aðila. Það yrði þá raunveruleg „lárétt nálgun“ lýðheilsustarfs. Hjá Lýðheilsustöð starfar nú mikið af hæfileikaríku fólki sem er vel fallið til forystu í hinum ýmsu verk- efnum. Með þessu fyrirkomulagi myndu að mínu mati fjármunir nýt- ast mun betur og lýðheilsustarf í landinu verða virkara, öflugra,ódýr- ara fyrir þjóðina en jafnframt meira hvetjandi fyrir þá sem leggja vilja þessu starfi lið. Það vakir alls ekki fyrir mér að bregða fæti fyrir það starf sem unnið er heldur vil ég benda á að þessum málaflokki er að mínu mati betur fyrir komið í hönd- um öflugra félagasamtaka og fyr- irtækja. Lýðheilsustarf á villigötum? Guðmundur Björnsson skrifar um lýðheilsustarf Guðmundur Björnsson »Reynslan af rekstri Lýðheilsustöðvar hefur að mínu mati ekki verið góð. Í stað fyr- irhugaðrar samhæfðrar og öflugrar stofnunnar er nú komið þögult bákn. Höfundur er endurhæfingarlæknir með meistaragráðu í viðskiptum og stjórnun og starfar sem læknisfræðilegur ráðgjafi fyrir atvinnulífið. „Norðurheim- skautssvæðið er loft- vog fyrir umhverf- isheilbrigði jarðarinnar og þar má taka púlsinn á heiminum. Inúítar sem lifa norðar en aðrar þjóðir eru kan- arífuglinn í kolanámu jarðarinnar.“ Þessi orð mælti fulltrúi inn- fæddra í ræðu sem hann hélt hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem hann lagði áherslu á að þjóðir sem búa við norðurheimskautið hefðu vitað í áratugi af eigin reynslu og þekkingu, það sem nú er staðfest af vísindamönnum: Að heimurinn okkar hlýnar á ógnvænlegum hraða, svo búast má við að mann- kynið muni standa frammi fyrir nýjum breytingum og ógnum. Milliríkjanefnd um loftslags- breytingar (IPCC) gaf út fjórðu matsskýrslu sína í fyrra. Sam- kvæmt skýrslunni hefur magn koltvísýrings, sem losað er út í andrúmsloftið, aukist gríðarlega á síðustu árum. Fari fram sem horf- ir, getur hugsast að meðalhitastig jarðarinnar muni hafa hækkað um 6,4°C við lok 21. aldar. Auk ann- arra breytinga er varað við hugs- anlegri bráðnun heimskautaíssins í skýrslunni og enn meiri öfgum í veðurfari. Ógnin af hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar heimskautaís- hellnanna er vel þekkt en sá möguleiki að ísinn í Norður-Íshafi bráðni á sumrin er varhugaverður af öðrum ástæðum. Lengi vel hefur þykk ísbreiðan á norðurheimskautinu komið í veg fyrir siglingar kaupskipa og nýt- ingu auðlinda á sjávarbotni. Ef ís- breiðan á norðurheimskautinu hop- ar eða hverfur yfir sumarmánuðina gæti það orðið til þess að þjóðir heimsins fari að bítast á um auð- lindir svæðisins. Það gæti leitt til aukins pólitísks þrýstings en auk þess haft hræðilegar afleiðingar fyrir hið einstaka og viðkvæma vistkerfi á svæðinu. Í kalda stríðinu var Norður-Íshafið mik- ilvæg siglingaleið kjarnorkudrifinna kaf- báta Austur- og Vest- urblokkanna sem ferð- uðust undir ísbreiðunni með ógn- vænleg sprengjuflugs- keyti innanborðs. Ef nýtt tímabil hern- aðarbrölts hæfist á svæðinu myndi það auka enn frekar hin alvarlegu áhrif hnattrænnar hlýn- unar. Við verðum nú þegar að láta til skarar skríða og beita öllum ráðum til þess að koma í veg fyrir slíkt. Eyðing kjarnorkuvopna á norð- urheimskautssvæðinu verður að vera fyrsta skrefið. Síðastliðið sumar kom kanadíski Pugwash- hópurinn með þá tillögu að land- svæðið norðan norðurheimskauts- baugsins yrði kjarnorkuvopnalaust svæði og þar með yrði öll umferð, prófun eða notkun slíkra vopna bönnuð á svæðinu. Meðlimir al- þjóðasamtaka Soka Gakkai (SGI) hafa unnið sleitulaust að því að losa heiminn undan ógninni sem stafar af kjarnorkuvopnum. Til- lagan sem kanadíski Pugwash- hópurinn setti fram er í fullkomnu samræmi við stefnu SGI og því langar mig að lýsa yfir stuðningi okkar við þessa mikilvægu tillögu. Suðurheimskautssamningurinn frá árinu 1959 lagði bann við að suðurheimskautið yrði notað í hernaðarlegu skyni. Hann bannaði kjarnorkusprengingar og losun geislavirks úrgangs sunnan 60° breiddargráðu. Það gerði suð- urheimskautið að fyrsta svæðinu í heiminum sem var yfirlýst kjarn- orkuvopnalaust svæði. Í kjölfar þess voru stofnuð svipuð svæði í Suður-Ameríku, Karíbahafinu, Suður-Kyrrahafi, Suðaustur-Asíu, Afríku og Mið-Asíu og einnig Mongólíu. Landssvæðin á suðurhveli jarðar eru að mestu leyti vernduð af sam- þykktum um kjarnorkuvopnalaus svæði. Þær samþykktir hafa einnig öðlast kjölfestu í Asíu. Slíkar sam- þykktir hamla útbreiðslu kjarn- orkuvopna og hvetja til afnáms þeirra. Með samþykktum um kjarn- orkuvopnalaus svæði hafa yfir 100 lönd og rúmur helmingur rík- isstjórna heimsins sett fram þá skoðun sína að kjarnorkuvopn skuli bönnuð samkvæmt alþjóða- samþykktum. Með því að koma umræðunni af stað og stofna kjarnorkuvopna- laust svæði á norðurheimskautinu og víðar getur komist skriður á það ferli að almennt verði talið eðlilegt að kjarnorkuvopn verði gerð ólögleg. Á endanum yrði gerð alþjóðleg samþykkt um allsherj- arbann við kjarnorkuvopnum. Með því að gera suðurheim- skautið að kjarnorkuvopnalausu svæði hefur ekki einungis verið komið í veg fyrir hernaðaryfirráð yfir Suðurskautslandinu, heldur hefur það einnig orðið til þess að koma á alþjóðlegu samstarfi á sviði vísindarannsókna. Það er von mín að yfirlýsing um norðurheim- skautið sem kjarnorkuvopnalaust svæði verði mikilvægt skref í því ferli að viðurkenna þetta einstaka vistkerfi, menningarperlu og þjóð- flokkana á svæðinu sem sameig- inlega menningararfleifð mann- kynsins og veita þeim verðskuldaða vernd og virðingu. Sameinuðu þjóðirnar ættu að vera driffjöður í því að gerð verði slík samþykkt en almenningur og hin ýmsu félagasamtök gegna einnig mjög mikilvægu hlutverki í því samhengi. Segjum nei við kjarnorkuvopn- um á norðurheimskautssvæðinu Daisaku Ikeda skrifar um kjarn- orkuvopnalaus svæði Daisaku Ikeda » Fjallar um tillögu Pugwash-hópsins að gera norðurheimskauts- svæðið að kjarnorku- vopnalausu svæði og mikilvægi þess í tengslum við hlýnun jarðar. Höfundur er forseti SGI, stofnandi Soka-háskólanna og Toda- stofnunarinnar um friðarransóknir og handhafi friðarverðlauna SÞ. TILEFNI þessa greinarkorns er að vekja athygli á góðri grein Ragnheiðar El- ínar Árnadóttur al- þingismanns er birtist í Viðskiptablaðinu 24. júlí sl. undir yf- irskriftinni „Af hverju má Garðabær ekki lækka skatta?“ Eins og fram kem- ur í greininni þá var það eitt af stefnu- málum Sjálfstæð- isflokksins í Garðabæ að fella niður fast- eignaskatta af íbúðar- húsnæði 70 ára og eldri Garðbæinga í áföngum á kjör- tímabilinu. Þegar málið kom síðan til umfjöllunar í bæj- arstjórn Garðabæjar að afloknum kosningum þá var um það þverpólitísk samstaða, málið var afgreitt einróma og hrint í framkvæmd. Það kom því sem blaut tuska framan í þá sem um málið fjölluðu, ekki síst eldri borg- ara, þegar einn úr þeirra hópi kærði málið til ráðuneytis sveit- arstjórnarmála. Skemmst er frá því að segja að samgönguráðuneytið felldi úrskurð sinn í maí sl. og gerði Garðabæ að falla frá áform- um um frekari afslætti til 70 ára og eldri. Það skal áréttað að viðkom- andi afsláttur átti að koma til við- bótar tekjutengdum afslætti til tekjulágra ellilífeyrisþega. Að sjálfsögðu gerði bæjarstjórn sér grein fyrir að e.t.v. gæti verið ágreiningur um túlkun á 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4 frá 1995 en það er ekki einsýnt með þá túlkun. Einnig er kveðið á um sjálfsákvörð- unarrétt sveitarfélaga í stjórnarskrá Íslands. Á tyllidögum er rætt um að gera þurfi átak í málefnum aldraðra. Eitt það fyrsta sem þá kemur til umræðu er að gera þurfi eldra fólkinu kleift að búa sem lengst heima í íbúðum eða húsum sín- um. Mikilvægur liður í því væri að fella niður fasteignagjöldin. Eldra fólk býr oft í stóru húsnæði með háu fast- eignamati og er þess vegna gert að greiða há fasteignagjöld sem eru oft á tíðum mjög íþyngjandi fyrir við- komandi. Það er einróma álit bæjarstjórnar Garða- bæjar að búa eigi svo um hnútana að sveit- arstjórnum sé heimilt að fella niður fast- eignaskatta af íbúðar- húsnæði 70 ára og eldri íbúa óháð tekjum og efnahag. Gera þeim sem þess óska þannig kleift að búa lengur í húsnæði sínu og auka þannig lífsgæði og ánægju þessa hóps. Svo er það allt önnur um- ræða þessu tengd að fast- eignagjöldin eru síðustu leifar eignaskattsins sem ríkisstjórnin lagði af fyrir nokkrum árum góðu heilli. Það er skoðun undirritaðs að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði ætti að leggjast af fyrir fullt og allt með sömu rökum og eignarskatt- urinn á sinni tíð. Ég fagna frumkvæði Ragnheiðar Elínar Árnadóttur alþingismanns og vona að henni verði vel ágengt í þessu mikla hagsmunamáli eldri borgara. Fasteignagjöld eldri bæjarbúa í Garðabæ Erling Ásgeirsson skrifar um fasteignaskatta í Garðabæ Erling Ásgeirsson »Eitt það fyrsta sem þá kemur til umræðu er að gera þurfi eldra fólkinu kleift að búa sem lengst heima í íbúðum eða húsum sín- um. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Garðabæ. STAKSTEINAR Morgunblaðsins 28. júlí sl. fjölluðu um að bakslag hefði komið í þróun hins frjálsa hagkerfis í heiminum og að opinber rekst- ur hefði sótt í sig veðrið, einnig á Ís- landi. Langt fram eftir síðustu öld tókust á sósíölsk hagkerfi, þar sem Sovétríkin voru mest áberandi, og kapítalísk hagkerfi, með Bandaríkin sem fánabera. Hug- myndastríði þeirra lauk með hruni hins sósíalska hagkerfis. Við tók blómaskeið markaðshyggjunnar, þar sem Margaret Thatcher og Ronald Reagan voru mestu áhrifavald- arnir. Fljótlega komu þó brestir í þá glansmynd. Lögmál fjármagns- ins lokuðu augunum fyrir mik- ilvægum þáttum mannlegs sam- félags. Aðferðir frjálshyggjunnar við að auka hagnað sinn bitnuðu á þeim sem minna máttu sín þannig að siðferðisvitund alþjóða- samfélagsins var misboðið. Þá er umgengni fyrirtækja um auðlindir með köflum óviðunandi, svo sem við skógarhögg í regnskógum í Suðaustur-Asíu og Suður-Ameríku eða við vinnslu súráls, of- veiði á fiski o.fl. Annað hnattrænt vandamál er hlýnun lofthjúps jarðar. Það er umfangsmeira en svo aðferðir markaðs- hyggjunnar ráði við það. Það er hins vegar á dagskrá þungavikt- arráðstefna alþjóða- samfélagsins. Skemmst er þar að minnast heims- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um matvæla- öryggi, veðurfars- breytingar og líf- orkugjafa sem haldin var í Rómaborg snemma í júní sl. Hana sóttu fulltrúar 180 ríkja. Menn horfast nú í augu við það að hámörkun á efna- legum hagnaði er ekki það sem mannlíf á jörðinni snýst um, held- ur það að lífsskilyrði á jörðinni verði varðveitt þó að það kosti markaðshyggjuna nokkurt bak- slag. Eftir að hafa verið tryggur les- andi Morgunblaðsins um áratuga skeið sit ég nú og spyr mig: Hvað varð um mannúð og mannvit þeirra Matthíasar og Styrmis? Bakslag í markaðshyggju Matthías Eggertsson skrifar um markaðshyggju Matthías Eggertsson »Hvað varð um mannúð og mannvit þeirra Matthíasar og Styrmis? Höfundur er fyrrv. ritstjóri Búnaðarblaðsins Freys.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.