Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 21
✝ Lárus ArnarKristinsson, fyrrverandi sjúkra- flutninga- og slökkviliðsmaður, fæddist hinn 14. ágúst 1937 í Kefla- vík. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánu- daginn 28. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru þau Málfríður Larsdóttir, f. 13. mars 1912 á Út- stekk, Helgustaðahr., S-Múlasýslu, d. 7. júlí 1996, og Kristinn Helga- son, f. 28. ágúst 1905 í Keflavík, d. 9. apríl 1995. Lárus átti eina alsyst- ur, Þuríði, f. 11. janúar 1941, sem er gift Arnóri Hannessyni, og eina uppeldissystur, Jakobínu Báru Jónsdóttur, f. 12. apríl 1949, sem er gift Gunnari Ólafssyni. Lárus kvæntist Kristínu Rut Jó- hannsdóttur, f. 9. júlí 1940 á Hofsósi í Skagafirði, hinn 14. október 1962, og áttu þau saman þrjá syni, þeir eru: 1) Jóhann Kristinn, f. 14. sept- ember 1958, kvæntur Kolbrúnu Kristinsdóttur, f. 13. febrúar 1962. Búsett í Keflavík og börn þeirra eru a) Lárus Kristinn, f. 9. maí 1980, bú- settur í Noregi. Á hann einn son, Jóhann Benjamín, f. 22. ágúst 2003, b) Helgi Lars, f. 3. nóvember 1983, í sambúð með Ástu Sigurlaugu Tryggvadóttur, f. 3. júlí 1983, og eiga þau saman eina dóttur, Rúnu Mjöll, f. 15. nóvember 2003. Eru þau búsett í Keflavík, c) Kristín Rut, f. 17. mars 1990, búsett í Keflavík. 2) Hafsteinn, f. 13. júlí 1960, og er hann kvæntur Höllu Benedikts- dóttur, f. 28. júní 1963. Eiga þau tvær dætur, Heiðrúnu, f. 7. ágúst 1988, og Rann- veigu, f. 19. nóvember 1992. Eru þau búsett í Kópavogi. 3) Sigvaldi Arnar, f. 9. júlí 1974, og er hann í sambúð með Berglindi Kristjáns- dóttur, f. 5. maí 1980. Eiga þau saman soninn Alexander Frey, f. 15. janúar 2007. Eru þau bú- sett í Njarðvík. Fyrir á Sigvaldi dótturina Thelmu Sól, f. 9. nóv- ember 1999. Lárus fæddist og ólst upp í Kefla- vík. Hófst starfsferill hans í fiskbúð föður hans við Hafnargötu í Kefla- vík. Árið 1964 hóf Lárus störf hjá Slökkviliði Suðurnesja. Það var síð- an árið 1970 sem hann hóf störf hjá Sjúkrahúsi Keflavíkur þar sem hann mótaði starf sjúkraflutningamanna á svæðinu. Lárus starfaði einn á sjúkrabifreiðinni á Suðurnesjum í rúm fimm ár en með dyggri aðstoð lögreglunnar. Hann starfaði sem slökkviðliðs- og sjúkra- flutningamaður í 37 ár og var mikill frumkvöðull í því starfi. Lárus sinnti starfi sínu alla tíð af alúð og var það fremur hugsjón hans en atvinna. Lárus var þekktur fyrir að vera mikill veiðimaður og skipti ekki máli hvort um skotveiði eða stang- veiði var að ræða. Hann var mikill viskubrunnur um veiðistaði og varla er það vatn eða sú á til á Íslandi sem hann þekkti ekki til og vissi hvernig ætti að bera sig að við veiðarnar. Þá var Lárus einnig meðlimur í Frí- múrarareglunni Sindra. Útför Lárusar fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, miðvikudaginn 6. ágúst, kl. 14. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín elskandi eiginkona. Elsku besti pabbi minn. Að kveðja þig er eitthvað sem ég bjóst ekki við að gera næstu áratug- ina. Í mínum huga varstu maður sem átti bara alltaf að vera hér hjá okkur. En svo fór sem fór, þú ert farinn frá okkur og það er hrikalega erfitt að skrifa þessi orð á blað. Barátta þín við þennan illvíga sjúkdóm var stutt en svo sannarlega hetjuleg. Það sem mér er efst í huga eru allar stundirnar í kotinu á Hofsósi. Þar vor- um við og mamma öll sumur frá því að ég man eftir mér. Ógleymanlegar eru allar veiðiferðirnar með þér, ef orðið veiði kom fram einhvers staðar þá prófuðum við það. Afar skemmtilegt þótti okkur að fara í lækinn hjá Egg- ert og þaðan komum við aldrei fisk- lausir. Sjóferðirnar á „togaranum“ Dolla voru einnig ógleymanlegar. Yf- irleitt var lestin fyllt og svo var farið í land og þú flakaðir niðri á bryggju á Hofsósi, oft langt fram á nótt. Þú varst og ert án efa besti maður sem ég hef kynnst. Þú helgaðir líf þitt því að hjálpa og bjarga öðrum, starfaðir sem sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður í 37 ár. Með leyfisbréf nr. 1, undirritað af forseta Íslands, starfaðir þú í fimm ár einn á sjúkrabílnum og hefur það án efa verið erfitt oft á tíðum. Ég verð alltaf stoltur af þér og mun ég aldrei gleyma þér. Alveg sama var hvar maður kom á landinu, alltaf rakst maður á einhvern sem þekkti Lalla á sjúkrabílnum. Þú varst alltaf mjög barngóður maður og öll börn hefðu verið glöð að eiga afa eins og þig pabbi minn. Voru þau Thelma Sól og Alexander Freyr mjög heppin að eiga þig að þó að það hafi verið í alltof stuttan tíma. Samband ykkar Alexanders var að þróast í eitt- hvert sterkasta samband sem ég held að hafi nokkurn tíma verið á milli afa og afabarns. Þú varst mikið veikur síðustu vikurnar og komst ekki í heimsókn til okkar, eins og þú gerðir á hverjum degi áður en þú veiktist, en enn segir Alexander „afa“ ef dyra- bjallan hringir. En þú þarft ekki að hafa áhyggjur, við Berglind og öll fjöl- skyldan munum halda nafni þínu á lofti og segja honum allt sem um þig er að segja og hann mun kynnast þér betur í gegnum okkur. Ég fer með hann í Ásana, lækinn og síðast en ekki síst á hann Dolla og mun ég ávallt segja honum frá þér í þessum ferðum okkar í framtíðinni. Alexander á án efa eftir að verða mjög fiskinn eins og afi hans og hann á eftir að landa mörg- um stórfiskum með stönginni sem afi hans átti. Þekking þín á veiði var ótrú- leg, en það var ekki til sú á sem þú þekktir ekki til, alla bestu veiðistaðina og hvernig best var að veiða ána. Alexander ætlar að passa ömmu sína eins og þú baðst hann um að gera. Það er mikill söknuður hjá öllum en við vitum nú að þrautagöngu þinni er lokið og þú ert kominn á fallegan stað. Þar ertu örugglega að labba með Tyson eða þá að veiða eins og þér fannst skemmtilegast að gera. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og megi Guð varðveita sálu þína. Mamma stóð sig eins og hetja í bar- áttu þinni og á hún mikið hrós skilið fyrir það. Bless elsku pabbi minn og takk fyrir mig. Þinn sonur Sigvaldi. Lárus Arnar Kristinsson  Fleiri minningargreinar um Lárus Arnar Kristinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 21 MINNINGAR Mig langar með fáum orðum að kveðja afa minn og þakka honum fyrir þær stundir sem við áttum saman. Veiðimaður varst þú mikill, og eitt af því skemmtilegasta var þegar við fórum á honum Dolla út á sjó og kvöldstundirnar á Hofsósi þar sem við borðuðum ís, sungum, spjölluðum og hlóg- um. Guð geymi þig, elsku afi minn Kristín Rut. HINSTA KVEÐJA ✝ Ásta Bjarnadótt-ir fæddist á Hóli í Bolungarvík 9. jan- úar 1916. Hún lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 31. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Bjarni Jón Bárð- arson útvegsbóndi á Hóli í Bolungarvík, f. 14.3. 1878, d. 9.5. 1957 og Kristín Sal- óme Ingimund- ardóttir húsfreyja í Bolungarvík, f. 14.12. 1878, d. 24.4. 1974. Systkini Ástu eru Jóhanna Össurína, f. 1900, d. 1906, Karítas, f. 1902, d. 1925, Bárður Árni, f. 1903, d. 1943, Öss- urína Guðmunda, f. 1906, d. 1988, Halldóra Jóhanna, f. 1907, d. 1934, Ragnar Ingimundur, f. 1909, dáinn sama ár, Laufey, f. 1911, d. 1984, Lilja, f. 1912, d. 1985, Steingrímur Guðmundur, f. 1914, d. 1916, Stein- grímur Benedikt, f. 1918, d. 1994, og Jóna Halldóra, f. 1921. Ásta giftist 18. nóvember 1940 Georg Alexander Sigurjónssyni frá Lambanesi í Fljótum, f. 20.7. 1916, d. 15.4. 1978. Foreldrar hans voru er Halldór Snær, 2) Helena Dögg, f. 20.12. 1984, börn hennar eru Lilja Dís og Andri Snær Hólmarsbörn, 3) Ramóna Lísa, f. 16.11. 1987, fyrir átti Jóhanna Elísabetu Viðars- dóttur, f. 18.12. 1973, dóttir hennar er Kolbrún Sara Runólfsdóttir. D) Sigurjón Óskar, f. 21.1. 1960, dóttir hans er Sandra, f. 29.1. 84. Ásta ólst upp á Ísafirði frá eins árs aldri hjá systkinunum Bjarn- eyju Helgu Bjarnadóttur og Jó- hanni Bjarnasyni bátasmið. Ásta fór ung til Siglufjarðar til að salta síld og þar kynntist hún mannsefni sínu Georg. Þau hófu sinn búskap á Siglufirði og bjuggu þar í 12 ár en fluttu þá suður og keyptu lítið hús í Smálöndum þar sem þau bjuggu öll sín hjúskaparár. Síðar flutti Ásta í Gnoðarvoginn og enn síðar í Álfta- mýrina. Ásamt húsmóðurstörfum vann Ásta mikið við saumaskap, m.a. í Feldinum í Reykjavík í nokk- ur ár en einnig vann hún í Lýsi hf. um árabil. Ásta hélt líkamlegum styrk og andlegri heilsu allt fram á síðasta æviár sitt, ávallt létt í lund, jákvæð og brosmild. Fyrir tveimur árum lenti hún á spítala vegna meiðsla í baki og átti ekki aft- urkvæmt heim á ný en dvaldi eftir það á Vífilsstöðum við gott atlæti. Ásta verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 11. Sigurjón Sigurðsson vörubifreiðastjóri á Siglufirði, f. 1885, d. 1974 og Elísabet Val- gerður Jakobsdóttir húsfreyja á Siglufirði, f. 1891, d. 1943. Börn Ástu og Georgs eru A) Elsa Bjarney, f. 18.6. 1941, d. 3.1. 2005. B) Bjarney, f. 11.10. 1946, maki Samúel Vilberg Jónsson, f. 26.2. 1944. Börn þeirra eru 1) Ásta, f. 22.3. 1966, maki Gunnar Örn Rúnarsson, f. 23.3. 1965, börn þeirra eru Egill Örn, Anton Örn og Eva Lind, 2) Pálína Sigurrós, f. 17.5. 1969, maki Kristinn Samsonarson, f. 1.6. 1965, börn þeirra eru Þórdís, Bjarney og Selma Vilborg, 3) Kári, f. 20.11. 1973, maki Ásta Sveinsdóttir, f. 29.7. 1973, börn þeirra eru Krist- ófer Daði og Birna Karen, 4) Harpa, f. 24.1. 1985, sambýlismaður Rúnar Bjarnason, f. 10.8. 1983, dóttir þeirra er Salka Rannveig. C) Jóhanna, f. 4.2. 1950, maki Valgeir Hafþór Matt- híasson, f. 21.3. 1947, d. 29.7. 2006, þau skildu, börn þeirra eru 1) Georg Alexander, f. 11.3. 1980, sonur hans Nú hefur þú elskuleg móðir okkar kvatt þennan heim og ert komin á annað tilverustig þar sem pabbi hefur örugglega tekið vel á móti þér ásamt Elsu systur. Við viljum þakka þér fyrir lífið sem þú gafst okkur, ástina, kærleikann og uppeldið sem við búum svo vel að. Þú varst alveg yndisleg manneskja og alltaf tilbúin til að hlusta á og hjálpa þeim sem þurftu á því að halda. Minning þín mun lifa með okkur alla tíð. Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veizt, að gömul kona var ung og fögur forðum, og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest. Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni bezt. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin – þar sem kærleikurinn býr. (Davíð Stefánsson.) Með söknuði við kveðjum þig. Hvíl í friði, elsku mamma. Bjarney, Jóhanna og Sigurjón. Elsku amma mín, mig langar að þakka þér fyrir allar stundirnar sem ég fékk að eiga með þér. Við áttum svo margt sameiginlegt og deildum áhuga á ýmsum hlutum. Þegar ég kom til þín þegar ég var yngri fékk ég alltaf að teikna eitthvað eða mála og þú kenndir mér svo margt um mynd- list. Ég man hvað mér þótti gaman að eiga ömmu sem kynni að mála svona flottar myndir. Þegar ég gisti hjá þér sat ég sko ekki auðum höndum, held- ur lést þú mig hafa nóg fyrir stafni og vorum við alltaf að dunda okkur eitt- hvað, við spiluðum, máluðum og fór- um oft í leikinn falinn hlutur. Þá er mér sérstaklega minnisstætt hversu þolinmóð þú varst ætíð því oft á tíðum var ég dálítið erfið og mikill galsi í mér. Það gerði ekkert til, þú varst alltaf jafn hjartahlý og góð, það bók- staflega streymdi frá þér kærleikur og góðmennska. Þegar ég varð eldri kom í ljós að við deildum einnig áhuga á dulspeki og draumum. Svo oft hringdi ég í þig til að fá álit þitt á hinu og þessu er varðaði drauma og þú varst alltaf með góð svör á reiðum höndum, hvort sem ráðleggingarnar færu fram í gegnum síma eða með bréfaskiptum til annarra landa, svo sem þegar ég var sem skiptinemi úti í Guatemala. Þú varst heiðarleg og góð kona, réttvís og full af visku og mér fannst svo gaman að hlusta á þig ausa úr viskubrunninum og er ég margs vísari eftir þær stundir. Það var líka spennandi að fá að róta í bókunum þínum og fékk ég stundum að taka með mér heim eina og eina bók sem þér fannst að ég þyrfti að lesa. Elsku Ásta amma mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og kveð þig með söknuði. Ég mun geyma þig í hjarta mínu um alla tíð. Augun þreyttu þurftu að hvíla sig. Það er stundum gott að fá að sofa. Armar drottins umlykja nú þig, okkar er að tilbiðja og lofa. Við þér tekur annað æðra stig, aftur birtir milli skýjarofa. Enginn nær flúið örlögin sín aldrei ég þér gleymi. Nú ert þú sofnuð systir mín sæl í öðrum heimi. Hlátra og hlýju brosin þín í hjarta mínu geymi. (Haraldur Haraldsson) Guð geymi þig, þín Harpa. Ásta Bjarnadóttir  Fleiri minningargreinar um Ástu Bjarnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, JÓN GAUTI JÓNSSON, f. 29. desember 1945, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, mánudaginn 4. ágúst. Útförin verður tilkynnt síðar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Hólmfríður Árnadóttir, Sigrún Jónsdóttir, Jón Gauti Jónsson, Sigrún Magnúsdóttir, Sólveig Ásta Gautadóttir, Vignir Bjarnason. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐFINNA BJARNADÓTTIR frá Gerðisstekk við Norðfjörð, Hraunbúðir, áður Hrauntúni 11, Vestmannaeyjum, sem lést föstudaginn 1. ágúst verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 9. ágúst kl. 10.30. Gísli Einarsson, Ellý Gísladóttir, Kristbjörg Einarsdóttir, Tryggvi Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA BJARNADÓTTIR, Vífilsstöðum, áður til heimilis í Álftamýri 44, sem lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 31. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag miðvikudaginn 6. ágúst kl. 11.00. Bjarney Georgsdóttir, Samúel V. Jónsson, Jóhanna Georgsdóttir, Sigurjón Óskar Georgsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.