Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 23 og Gilla sem tóku við búskapnum. Þar voru mörg handtökin sem þeim fannst vera sjálfsögð og fannst gaman að hjálpa til. Mamma var mjög gestrisin, tók vel á móti gest- um sínum og alltaf var nóg með kaffinu. Hún hafði mikla unun af handavinnu, enda er mikil handa- vinna til eftir hana sem er mörg hver listasmíði. Einnig hafði hún mjög gaman af léttri tónlist og hafði mestan áhuga á harmónikutónlist. Hún var að mestu leyti heimavinn- andi þegar ég var að alast upp og því alltaf til staðar þegar mig van- hagaði um eitthvað. Það er nokkuð sem er ómetanlegt og var hún þannig sterk stoð í mínu uppeldi. Reyndar varð hún mjög veik þegar ég var um 10 ára gömul og lenti inni á spítala um tíma. Þrátt fyrir lang- varandi veikindi, hvert áfallið á fæt- ur öðru, þá var hún lífsglöð, glettin og hafði gaman af lífinu. Þó að mamma hafi verið að berjast við að halda lífi síðustu dagana þá var bar- áttuhugurinn enn til staðar og hún vonaðist til að verða betri á morgun og spurði oft hvort hún væri ekki aðeins betri í dag en í gær. Þó að mamma hafi ekki verið tilbúin að kveðja þennan heim þann dag sem hún andaðist þá veit ég að henni líð- ur vel núna en hún trúði á líf eftir dauðann. Missir pabba er mikill enda voru þau mjög góðir vinir og samrýmd hjón. Góður guð, gefðu pabba og öll- um nákomnum þann styrk sem þarf til að komast í gegnum sorgina. Kristlaug. ✝ Unnur Guðjóns-dóttir fæddist í Reykjavík 9. apríl 1913. Hún lést 28. júlí sl. á hjúkr- unarheimilinu Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík. Foreldrar henn- ar voru Ágústína Guðbrandsdóttir, f. 8. ágúst 1887 á Ísafirði, d. 17. maí 1914, og Guðjón Jónsson skósmiður, f. 21. september 1881 á Gvendarnesi í Fáskrúðs- firði, d. 17.11. 1919. Bróðir hennar Guðbrandur Ágúst, f. í Reykjavík 1. ágúst 1911, dó á barnsaldri. Unnur giftist 29.12. 1934 Guð- mundi J. Kristjánssyni deild- armeinatækni, f. 11. júní 1911 á Sveinseyri í Dýrafirði, d. 23. júlí 2000 í Reykjavík, for. Kristján Jóhannesson, f. 22. júlí 1879 á Kirkjubóli í Þingeyrarhreppi, d. 3. júlí 1912, skipstjóri á Sveins- eyri í Dýrafirði, og k.h. Ólöf Guðmunda Guðmundsdóttir, f. 15. ágúst 1886 á Arnarnúpi í Þingeyrarhreppi, d. 12. maí 1961, húsfreyja á Sveinseyri og í Reykjavík. Börn Unnar og Guð- mundar eru 1) Sjöfn, f. 17. maí 1935 í Reykjavík, maki Tómas Sigurpáll Jónsson f. 28. ágúst 1933, d. 2. mars 1995. Þau skildu. Börn þeirra a) Guð- að Hjarðarfelli til Guðbröndu móðursystur Unnar. Þá var heimilið orðið svo mannmargt, mörg fósturbörn þegar komin á heimilið. Þá fóru þau til Bíldu- dals og dvelur hún í fóstri hjá Guðmundi Jónssyni og Gunnfríði í Kurfu þar til faðir hennar deyr. Þá tók föðursystir hennar Stefanía Jónsdottir og eig- inmaður hennar Ingvar Árnason hana að sér, þau búa í Sól- heimum, hún fermdist í Hafn- arfjarðarkirkju því þá eru þau flutt suður. Stefanía og Ingvar áttu dótturina Ingibjörgu, f. 23. júní 1920, d. 11.2. 1995. Unnur var hjá þeim þar til hún giftist 29.12. 1934 Guðmundi J. Krist- jánssyni. Hún bjó á Suðurgötu (Skólabæ) hjá móðurbróður sín- um, Vigfúsi Guðbrandssyni klæðskerameistara og konu hans, Maríu, meðan hún gekk í kvöldskóla KFUK og hjálpaði til við húsverk í staðinn. Síðar fer hún að vinna hjá Árna Jónssyni heildsala. Upp úr 1970 fer hún að vinna á kaffistofu kennara í Menntaskólanum í Reykjavík og er þar til 70 ára aldurs. Þórdís Kristjónsdóttir frá Bug, Ólafs- vík, f. 31.1. 1932, kemur inn á heimili Unnar og Guðmundar eftir lát föður síns. Þá er hún nýfermd og dvelur hjá þeim, eignast soninn Kristjón 1953 og flytja þau Bandaríkjanna kring- um 1959. Frá árinu 1997 dvelja þau á hjúkrunarheimilinu Selja- hlíð til hinsta dags. Útför Unnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst klukkan 13. mundur Jóhannes, f. 25. ágúst 1954, b) Guðrún, f. 21.2. 1960, maki Guðni Þórðarson, f. 6.9. 1939, börn þeirra a) Hulda Rós, f. 13. júní 1973, b) Sunna Jóna, f. 15. júlí 1975, c) Brynja Þóra, f. 9.9. 1976, 2) Heba Guðmunds- dóttir, f. 25.10. 1938 í Reykjavík, maki Orri Hjaltason, f. 30. júní 1931 í Reykjavík, börn þeirra: a) Örn, f. 18. mars 1962, b) Unnur, f. 30. ágúst 1967, c) Óvína Anna Mar- grét, f. 19. ágúst 1968, 3) Ágúst- ína Guðmundsdóttir, f. 10.10. 1945, sonur hennar og Guð- mundar Ingvars Jónssonar a) Guðmundur Örn, f. 4. maí 1974; maki Pétur Yngvi Gunn- laugsson, sonur þeirra a) Finn- bogi Jökull, f. 18. júlí 1988. 4) Guðjón Guðmundsson, f. 1. apríl 1949, maki Sigríður Káradóttir, f. 11.1. 1951, börn þeirra a) Kári Þór, f. 4.2. 1972, b) Unnur, f. 13.11. 1973. Barnabörnin eru 20 og barnabarnabörnin eru 3 Eftir að móðir Unnar og einkabróður eru látin fór faðir hennar með hana vestur á Snæ- fellsnes, fyrst til foreldra sinna, Jóns og Þórdísar í Ólafsvík, en þau voru orðin of gömul til að taka hana að sér. Síðan fóru þau Móðir okkar hefur lokið langri og farsælli lífsgöngu og er nú komið að kveðjustund. Minningarnar eru margar, bæði ljúfar og skemmtilegar. Á Suður- götunni hefur hún oft horft á ung- an mann ganga þar fyrir hornið, einnig hefur hann tekið eftir henni og seinna er þau hittust á dansleik upphófust kynni þeirra sem entust til æviloka. Systur pabba minntust þess að brúð- kaupsveislan á Lokastíg hjá frænku og frænda eins og við köll- uðum Stefaníu og Ingvar hefði verið svo yndisleg, matur og dans þar sem þetta kvöld var í fyrsta sinn útvarpað danshljómlist og var það við hæfi þar sem ungu brúðhjónin voru miklir dansarar, höfðu fengið verðlaun fyrir dans og um nóttina var gengið yfir Tjörnina „og allt sindraði í stjör- nubirtu og tunglskini“. Hún kunni ótal kvæði, vísur og revíusöng, áhrif frá Bíldudalsdvölinni. Minnisstæð eru ferðalögin sem þau fóru með okkur, fyrst á Wil- lys-jeppanum. Þetta var fyrir tíma bílbelta og barnastóla og var troð- ið eins og hægt var af fólki og pinklum í bílinn, haldið af stað og áð á viðeigandi stöðum eins og t.d. á Staupasteini í Hvalfirði. Ung hafði hún óskað sér þess að kom- ast á Góðrarvonarhöfða, sú ósk rættist. „Skógarsel“, lítill veiði- kofi, langt frá alfaraleið og allt frumstætt, gleymist engum, þar var óendanlegt pláss og morgun- matur og máltíðir eins og á hóteli. Aldrei gleymdi hún textum, þótt hún væri orðin skert kom textinn óskertur frá henni og eftir að hún átti orðið erfitt með að tjá sig hristi hún höfuðið ef við fórum ekki rétt með. Pabbi gaf henni pí- anó þegar hún varð 35 ára, hún hafði lært orgelleik áður, við dæt- urnar vorum látnar læra. Við urð- um ekki snillingar en undirspil okkar dugði, engin veisla án söngs. Fagurkeri var hún og einn- ig afar gjafmild, þótti lík Þórdísi ömmu sinni, sagt var að hún hefði einu sinni farið úr kjólnum þar sem hún stóð og gefið fátækri konu. Spánarferðin 1988 gleymist seint, á 85. afmælisdaginn, sem bar upp á skírdag, var gengið eft- ir ströndinni að veitingastað og dekruðu þjónarnir við þau, síðar var ekið upp í þorp til ættingja þar sem þau tóku þátt í páska- haldi og áfram haldið þar sem sangria var drukkin og paella snædd en borðsálmarnir voru ís- lensk ættjarðarlög. Á stríðsárunum var stofnaður saumaklúbbur ásamt ungum kon- um sem kynntust á Arnbjargar- læk sem voru allar með börn sín þar í dvöl. Síðustu árin bjuggu þau í Selja- hlíð og var hún ákaflega þakklát fyrir alla þá umhyggju og þjón- ustu sem hún fékk þar. Á hjúkrunardeildina fór hún í desember sl. Starfsfólk 3. hæðar, þar sem hún var áður, fagnaði og umfaðmaði hana er þau hittust. Öllu starfsfólki viljum við þakka fyrir þá góðu umönnun sem hún fékk. Síðustu árin þráði hún hvíld- ina, spurði oft um pabba, hvenær hann kæmi? Hún var mikil fyr- irmynd, átti hamingjusama ævi, var elskuð af okkur öllum og vilj- um við þakka henni alla umhyggju og væntumþykju sem hún sýndi okkur. Krafðist einskis, þakkaði okkur alltaf svo vel fyrir heim- sóknirnar, alveg fram á síðustu stundu þótt hún gæti varla talað þá náðum við þessum þakklæt- isorðum hennar. Hún sofnaði svefninum langa með bros á vör. Sjöfn, Heba, Ágústína og Guðjón. Unnur Guðjónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Unni Guðjónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Önnu Þorgilsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, OLGEIR SIGURÐSSON, Kóngsbakka 12, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 29. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 6. ágúst kl. 15.00. Ragnhildur Gísladóttir, Fritz H. Berndsen, Ásta Kristjánsdóttir, Halldór Olgeirsson, Svava Magnúsdóttir, Guðrún Olgeirsdóttir, Jens Arnljótsson, Þórunn Olgeirsdóttir, Haraldur Pálsson, Smári Olgeirsson, Sigríður Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR GUNNARS GUÐMUNDSSONAR, Hátúni 4, Reykjavík. Hansína Magnúsdóttir, börn, tengdabörn, afa- og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður og faðir, MAGNÚS KARLSSON Mímisvegi 8, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 27. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök Lungnasjúklinga, s. 560 4812. Bára Guðmannsdóttir, Guðmann Sigurgeir Magnússon. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG LILJA SVEINBJÖRNSDÓTTIR (Lillý), Keldulandi 13, Reykjavík, sem lést 25. júlí síðastliðinn, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 7. ágúst kl. 11.00. Pétur Bjarnason, Sveinbjörn Fjölnir Pétursson, Birna Imsland, Þóra Birna Pétursdóttir, Júníus Guðjónsson, Fjóla Pétursdóttir, Pétur Sverrisson, Olga Björk Pétursdóttir, Sigurður Sigurþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN SVEINSDÓTTIR frá Sveinsstöðum, Skólastíg 14a, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi, mánudaginn 4. ágúst. Börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGILEIF STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR, Sólvangi, áður Lækjargötu 16, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn 3. ágúst. Tómas Guðnason, Jónfríður Halldórsdóttir, Þórarinn Guðnason, Anna Eymundsdóttir, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.