Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er miðvikudagur 6. ágúst, 219. dagur ársins 2008 Orð dagsins: „Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann.“ (Jóh. 14, 7.) Styr stendur um Ólympíuleikana,sem hefjast í Peking hinn daginn og það er ekki að ófyrirsynju. Talað hefur verið um að nú séu í vændum hinir gleðisnauðu Ólympíuleikar, skipulag fullkomið en lítið um kátínu. x x x Þar verða hins vegar margiríþróttamenn, sem spennandi verður að fylgjast með. Sumir íþróttamenn vekja meiri forvitni en aðrir. x x x Hvernig fór til dæmis bandarískasundkonan Dana Torres, sem er orðin 41 árs og ól nýlega barn, að því að öðlast keppnisrétt á leikunum? Hún hefur unnið til níu verðlauna á Ólympíuleikum. Hún var 14 ára þeg- ar hún setti fyrsta heimsmetið og þegar hún vann í fyrsta skipti gull á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984 voru fæstir keppinautar hennar fæddir. Torres segir að nýjungar í þjálfun hafi hjálpað sér að komast í form, þar á meðal sérstakar teygju- æfingar. Hún hefur haft átta manna aðstoðarlið sér til fulltingis og kostar það átta milljónir króna á ári. Hún mun keppa í tveimur greinum og gæti því bætt tveimur verðlaunapen- ingum í safnið í Peking. x x x Spretthlauparinn Nery Brenes fráCosta Rica kemur úr allt öðru umhverfi. Hann ólst upp í hafn- arbænum Limon sem er í herkví glæpagengja. 30 manns hafa verið myrtir í bænum á þessu ári. Brenes er að margra hyggju besti íþrótta- maður, sem Costa Rica hefur alið og miklar vonir eru bundnar við hann í landinu. Árum saman gat Brenes rétt með herkjum önglað saman nægu fé til að einbeita sér að íþróttinni. Þegar hann fékk 640 þúsund krónur í verð- laun fyrir að ná fjórða sæti á heims- meistaramótinu gaf hann peningana fjölskyldum, sem misst höfðu sína nánustu, í Limon. Er annað hægt en að halda með íþróttamanni, sem hef- ur sigrast á slíkum erfiðleikum? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Reykjavík Stúlka Einars- dóttir fæddist 20. júlí. Hún vó 4.350 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigríð- ur Hlíf Valdimarsdóttir og Einar Logi Sveinsson. Reykjavík Guðmundur Tóm- as fæddist 18. mars sl. Hann vó 3.255 g og var 50 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Ás- geir Guðmundsson og Gyða Sigríður Einarsdóttir. Reykjavík Aðalheiður Krist- ín fæddist 26. apríl .sl. Hún vó 3.980 g og var 52 cm. For- eldrar hennar eru Ragnar Bjartur Guðmundsson og Jónína Auður Hilmarsdóttir. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 starfsamt, 4 stig, 7 aka, 8 óviljugt, 9 fum, 11 sefar, 13 guð, 14 hélt, 15 þráður, 17 ímynd, 20 títt, 22 ærslahlátur, 23 baunin, 24 heift, 25 ota fram. Lóðrétt | 1 gosmöl, 2 plokka, 3 kögur, 4 sælgæti, 5 frek, 6 endurtekið, 10 loforð, 12 gyðja, 13 kyn, 15 spakur, 16 kaðall, 18 giska á, 19 vera ólatur við, 20 árni, 21 ferming. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 spilaborg, 8 sonur, 9 allur, 10 far, 11 maula, 13 geisa, 15 starf,18 álfan, 21 lof, 22 lygna, 23 arnar, 24 snakillur. Lóðrétt: 2 pöndu, 3 lirfa, 4 bjarg, 5 rölti, 6 ásum, 7 þráa, 12 lár, 14 ell, 15 sálm, 16 angan, 17 flakk, 18 áfall, 19 fundu, 20 nýra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. © Puzzles by Pappocom www.sudoku.com Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 g6 5. Rc3 Bg7 6. Bd2 O–O 7. Db3 b6 8. Re5 Bb7 9. cxd5 cxd5 10. Be2 Rbd7 11. f4 Rxe5 12. fxe5 Re4 13. Rxe4 dxe4 14. Bb4 a5 15. Bc3 Bh6 16. Kd2 Bd5 17. Bc4 e6 18. h4 Bg7 19. Bxd5 Dxd5 20. Dxd5 exd5 21. b4 a4 22. b5 Hfc8 23. Bb4 Hc4 24. Be7 He8 25. Bf6 Bh6 26. Bg5 Bxg5 27. hxg5 Hec8 28. Hhc1 Kf8 29. Hxc4 Hxc4 30. a3 Ke7 31. Hc1 Hxc1 32. Kxc1 Ke6 33. g4 Ke7 34. Kd2 Kf8 35. Kc3 Kg7 36. Kb4 h5 37. gxh6+ Kxh6 38. Kxa4 Kg5 39. Kb4 Kxg4 40. a4 Kf3 41. a5 Kxe3 42. axb6 Kd3. Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Búdapest. Stórmeistarinn Zlatko Ilincic (2519) frá Serbíu hafði hvítt gegn Anh Duong (2445) frá Víetnam. 43. e6! fxe6 44. b7 og svartur gafst upp enda mun vænt- anleg drottning hvíts stöðva frípeð svarts á e-línunni. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Stutt í þvingun. Norður ♠ÁKD ♥K2 ♦Á43 ♣ÁK1054 Vestur Austur ♠1075 ♠82 ♥D876 ♥G95 ♦G975 ♦K862 ♣96 ♣G873 Suður ♠G9643 ♥Á1043 ♦D10 ♣D2 Suður spilar 7♠. Vestur kemur út með lítinn tígul og sagnhafi flýgur upp með ásinn – eng- inn kærir sig um tapa alslemmu í fyrsta slag. En hvernig á svo að spila? Fimm slagir á lauf leysa málið, en það er of snemmt að múlbinda sig við þann möguleika. Með hjartatrompun í borði eru slagirnir orðnir tólf og þá er stutt í þann þrettánda með þving- un. En allt í réttri röð: Fyrst er tromplegan könnuð með ♠ÁK. Þegar báðir fylgja er óhætt að stinga hjarta. Síðan fer sagnhafi heim á ♣D og spil- ar trompunum til enda. Bæði ♦D og ♥10 eru öflug hótunarspil. Eigi annar mótherjinn gosann fjórða í laufi með ♦K eða hæsta hjarta lendir hann óhjákvæmilega í kastþröng. Hér er austur með ♦K til hliðar við ♣Gxxx og ræður ekki við síðasta trompið. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú gætir komið auga á ýmislegt til að hafa áhyggjur af í lífi þínu, en þú ákveður að hunsa það. Þú kýst að sjá allt þetta góða, og það ræður ríkjum í lífi þín- um. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er auðvelt að sjá hvað virkar. Þú skiptir um lag, jafnvel tóntegund og laðar fólk að þér. Þú ert að sjá ljósið; með réttri framkomu geturðu látið hlutina gerast. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert mjög félagslyndur í dag. Þú vilt gera allt með öðrum, hvort sem það er eitthvað djarft eða bara að kúra heima. Veldu því rétta félagsskapinn. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Að viðurkenna að þú hafir rangt fyrir þér, segja að þér þyki þetta leitt og að það muni aldrei endurtaka sig, virðist ein- falt og gott. Af hverju gera ekki fleiri það? (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú hættir loks að velta þér upp úr hlutunum. Þegar þú hefur hvöt til að gera eitthvað, læturðu af því verða. Eftir á fær árangurinn þig til að pæla í af hverju þú ef- aðist um sjálfan þig. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert vinsæll. En einn vinur þinn þarfnast þín meira en allir hinir samanlagt. Reyndu að finna tíma fyrir ykkur tvo, svo hann fái alla þína athygli óskipta. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er ekki sjálfselska að næra sköp- unarþrána eins og margir vilja telja þér trú um. Að vekja þinn innri listamann upp til lífsins kemur mannkyninu til góða. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Rífðu upp stemninguna í kringum þig, líka hvað varðar líkama þinn, föt, heimili og bíl. Ef þér líkar efnisheim- urinn þinn, ertu rólegur hið innra. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú getur þess vegna stokkið í sjóinn fyrir einhvern, en bara fyrr þennan rétta „einhvern“. Það sem þú gefur eftir gæti virst fullýkt fyrir flesta, en er þér eðli- legt. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Allir eru að leita að einhverju nýju og fersku, einhverju til að slúðra um. Þú kannt nýjustu taktana sem allir þrá, en í raun eru þeir bara endurunnir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Venus hefur blessað þig með góðum smekk. Ef þú passar þig ekki, getur fólk flokkað þig sem snobbara! Næmi þitt fyrir fagurfræði laðar að ást, vini, peninga og völd. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Vinskapur krefst framlags, og und- anfarið hefur það verið í formi peninga. Gjafmildi þín fer fram úr því sem þú hefur efni á, en þú færð þetta allt til baka. Stjörnuspá Holiday Mathis Frændsystkinin Jökull Breki Arn- arson og Anika Ýr Magnúsdóttir héldu tombólu á Skóalvörðustíg og söfnuðu 5.103 krónum til styrktar Rauða krossi Íslands. Hlutavelta GUÐRÚN Olga Stefánsdóttir fagnar 25 ára af- mæli sínu í dag. Hún er nú búsett í Boston í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum ásamt sambýlismanni sínum Garðari Haukssyni. Móð- ir hennar er Ólafía Þórdís Gunnarsdóttir og faðir hennar er Stefán Ólafsson. Hún á jafn- framt tvo bræður. „Kærastinn minn ætlar að vera svo elskulegur að bjóða mér út að borða á flottan franskan veitingastað í kvöld. Svo ætl- um við til New York um helgina til að fara á langþráða Radiohead-tónleika. Það hefur lengi verið draumur hjá okkur,“ segir hún, aðspurð hvernig hún muni fagna deginum stóra. Olga hefur nú búið í Boston í tvö ár. Upphaflega hélt hún þangað til að klára meistaranám í verkfræðum og hefur nú unnið í eitt ár í fjár- málageiranum þar í borg. „Við flytjum svo heim saman núna í sept- ember. Það verður örugglega gott að koma heim en Boston er alveg frábær borg og við eigum eflaust eftir að sakna hennar.“ Henni er 10 ára afmælisdagurinn á Grundarfirði minnisstæður. „Þá fékk ég stultur í afmælisgjöf og allur bekkurinn kom í heimsókn og það var alveg frábært veður. Algjört sumarafmæli,“ segir hún og hlær. Um áhugamál sín segir Olga: „Ætli það séu ekki aðallega þessi hefðbundnu, að dvelja í góðra vina hópi og svona. Svo finnst mér gam- an að fara í fjallgöngur.“ haa@mbl.is Guðrún Olga Stefánsdóttir er 25 ára í dag Tónleikar með Radiohead ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is 6. ágúst 1907 Lárus Rist fimleikakennari synti yfir Eyjafjarðarál, al- klæddur og í sjóklæðum. Þótti þetta frækilegt sundafrek. 6. ágúst 1933 Hakakrossfáni var skorinn nið- ur við hús þýska vararæð- ismannsins á Siglufirði. Fimm menn voru dæmdir fyrir verknaðinn, þeirra á meðal Steinn Steinarr skáld. 6. ágúst 1951 Peter Scott fuglafræðingur kom úr fyrsta leiðangri sínum til að rannsaka heiðargæsir við upptök Þjórsár. Scott er talinn eiga þátt í því að Þjórsárver voru friðuð, en þar eru stærstu varpstöðvar heiðargæsa í heimi. 6. ágúst 1958 Opnuð var sýning á 46 mál- verkum eftir Guðmund Thor- steinsson, Mugg, sem Elof Rysebye hafði gefið Listasafni ríkisins. Morgunblaðið sagði þetta rausnargjöf sem ekki yrði metin til fjár. Meðal mál- verkanna var „Sjöundi dagur í Paradís,“ eitt þekktasta verk Muggs. 6. ágúst 2000 Þorgeirskirkja við Ljósavatn í Suður-Þingeyjarsýslu var vígð. Á bökkum Skjálfandafljóts var sýnt á táknrænan hátt hvernig Þorgeir Ljósvetningagoði fleygði goðunum í Goðafoss að lokinni kristnitökunni eitt þús- und árum áður. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá…

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.