Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 28
Við mættum, svei mér þá, alveg reisa fleiri styttur hér á landi … 32 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is UNDIRBÚNINGUR fyrir hátíð- argöngu Hinsegin daga stendur nú hvað hæst. Heimili Önnu Jonnu Ár- mannsdóttur hefur til dæmis verið breytt í lítið smíðaverkstæði þar sem meðlimir í félaginu Trans- Ísland vinna hörðum höndum. „Við viljum vekja athygli á bæði sýnileika og ósýnileika transgender- fólks,“ segir Anna Jonna og segir að hópurinn verði hress og skrautlegur í göngunni. „Fólk er stundum að velta sér mikið upp úr hver er trans- gender og hver ekki en okkur langar að ýta aðeins við fólki og hvetja til umhugsunar.“ Anna segir sýnileikann sem gang- an skapar skipta miklu máli fyrir transgender-fólk sem bæði þarf að takast á við ýmsa vankanta í laga- umhverfinu og mæta rang- hugmyndum og jafnvel fordómum almennings. Kolbrún Edda Sig- urhansdóttir hefur svipaða sögu að segja en hún er einn af forsprökkum hóps samkynhneigðra foreldra sem verða í ár í fyrsta skipti með skipu- lagt atriði í göngunni. „Gangan hefur breytt miklu fyrir samkynhneigða og sést það hvað best í fjöldanum sem á hverju ári kemur til að samfagna okkur,“ segir Kolla sem vill ekki ljóstra of miklu upp um atriðið sem hópurinn mun bjóða upp á. „Þetta verður í skrúð- göngustíl, þrískipt atriði þar sem já- kvæðni og fjölbreytileiki eru í aðal- hlutverki,“ segir hún og áætlar að um 60 manns muni taka þátt. Gunnar Már Ófeigsson er einn forsprakka hóps samkynhneigðra heyrnarlausra. Hópurinn hefur tek- ið þátt í göngunni frá upphafi en nú verður sett enn meiri orka í atriðið og í fyrsta skipti farið niður Lauga- veg á skrautlegum vagni. „Hópurinn verður í litum regnbogans, hver með sinn lit til að túlka einstaklingsfrelsi þeirra sem eru bæði samkyn- hneigðir og heyrnarlausir,“ segir Gunnar Már. Gangan næstum klár Morgunblaðið/Valdís Thor Athygli „Við viljum vekja athygli á bæði sýnileika og ósýnileika trans- gender-fólks,“ segir Anna Jonna sem sést hér undirbúa gönguna. Fjölbreyttir hópar taka þátt í hátíðargöngunni um helgina transiceland@gmail.com  Á bloggsíðu Kristjáns B. Jónassonar (krist- janb.blog.is), formanns fé- lags bókaútgef- anda, birtist mikið lof um óútkomna bók. „Þetta var nútímalegasta íslenska skáldsaga sem ég hef lesið um langa hríð. Mér fannst aftur eins og íslenskar bókmenntir væru í sambandi við samtímann og næðu að gera honum betri skil en pistlahöfundar, vísindamenn og bloggarar. Þar sem þetta er ekki auglýsing um væntanlega jólabók, heldur einfalt fagnaðarandvarp [...], treysti ég mér eiginlega ekki til að segja hvaða höfundur þetta var.“ Kristján gefur þó nokkuð ít- arlegar upplýsingar um téðan höfund, sem á nokkrar skáldsögur og ljóðabækur að baki og er lýst svo af Kristjáni í lokin: „Ég hélt að hann væri að breytast í tamið lukkudýr yngstu skáldakynslóð- arinnar en nú slítur hann taum- ana og rásar fram eins og óður kappreiðahestur.“ En hvert er skáldið? Lýsing Kristjáns á blogg- inu gæti eiginlega varla átt við neinn annan en Steinar Braga, sem er einmitt að gefa út skáld- söguna Konur í haust, eins og sagt var frá í fimmtudagsblaðinu. Loksins alvöru- skáldskapur á leiðinni  Rangt var farið með stað- reyndir á þess- um stað í blaðinu á föstu- daginn í tengslum við tónleikaferð Bjarkar, hinn svokallaða Volta-túr. Sagt var að með tónleikunum á Spáni í næstu viku lyki rúmlega sjö mánaða tón- leikaferðalagi Bjarkar. Hið rétta er að tónleikaferðin hófst í apríl 2007 og því hefur ferðin staðið yfir í 17 mánuði en á þeim tíma hefur Björk og hljómsveit hennar komið fram á um 80 tónleikum. … og tíu betur Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ er Ben Frost, innanbúðarmaður hjá hinu gróskuríka, framsækna og alíslenska merki Bedroom Community, sem á veg og vanda að komu Kanding Ray hingað sem er listamanns- nafn Frakkans Davids Letellier. Í einmuna blíðu utan við kaffihús á Laugaveg- inum tjáir David mér að þetta sé fyrsta heimsókn hans hingað til lands og eftir tónleikana ætli hann og unnusta hans að fara í tveggja vikna ferðalag um landið. Letellier er því í góðum mál- um og haldist veðurfarið eitthvað á hann eftir að sjá yndislegt, en kannski ekki alveg „rétt“, Ís- land. „Ég kynntist Ben þegar við lékum saman á tónlistarhátíð í Svíþjóð,“ segir Letellier. „Ein löng kvöldstund innsiglaði svo kæra vináttu og í framhaldinu hjálpaði ég honum að setja upp tón- leika í Berlín þar sem ég bý. Hann gerði síðan slíkt hið sama fyrir mig.“ Tilraunakenndur eða hvað? Letellier hefur nú búið í Berlín í sjö ár og segir það einkar gott fyrir mann í hans stöðu. Efna- hagslega sé það skynsamlegt en svo er jarðveg- urinn fyrir sköpun og listræna starfsemi einkar frjór og aðlaðandi. Allt er opið og lítið mál að koma hinu og þessu á koppinn. En Letellier byrj- aði hins vegar búsetu þar sem starfsmaður á arkitektastofu. „Þá var tónlistin til hliðar. Svo hjálpaði ég til við að setja upp innsetningu þar sem tónlist kom við sögu. Ég var hvattur til að gefa þá tónlist út og það varð að fyrstu plötu minni, Stabil, sem út kom hjá Raster Norton árið 2006. Sú útgáfa ein- beitir sér að mestu að tilraunakenndri tónlist og mín myndi teljast fullpoppuð fyrir það merki. Þess vegna hefur verið tekist nokkuð á um tón- listina sem er mjög jákvætt. Það er gott að standa dálítið út úr „katalóknum“ þeirra. Ég er að blanda saman ólíkum straumum og er að stunda hálfgerðan poppuppskurð (eða „pop- surgery“ eins og hann orðar það). Þar sem Ras- ter Norton er mest í hreinni tilraunamennsku (og Letellier notar í þessu samhengi skemmti- lega þversagnakennda lýsingu: „straight experi- mentalism“) er ég því, furðulegt nokk, nokkurs konar „avant-garde“-ás merkisins!“ Letellier vinnur ennþá við arkitektúr og þess vegna er freistandi að spyrja aðeins hvort arkitektúrinn stýri aðkomu hans að tónlist að einhverju leyti. Sneiðir hjá nördisma „Ég er mjög oft spurður að þessu,“ segir hann og brosir. „Og fólk verður vanalega fyrir von- brigðum með svörin! En jú, í báðum tilfellum er maður að byggja eitthvað. Arkitektúr snýst mik- ið um praktísk mál og tæknileg og pólitík og samfélagslegir þættir tvinnast þar inn í. Maður verður að knýja sína listrænu sýn í gegnum þessa hluti. Tónlistin er að mestu laus við þetta, þú getur valið að taka ekki tillit til ofangreindra þátta og komist upp með það. En ég get ekki sagt að arkitektónísk hugsun stýri mér í tónlist- inni, hún byggist í raun algerlega á tilfinningum. Og til að þær komi sem skýrast í gegn forðast ég að vera of tæknilegur. Ég vinn þetta allt fremur einfalt og sneiði vísvitandi hjá nördisma sem oft fylgir svona starfsemi. Mín trú er sú að ef maður dvelur of mikið við þetta tæknilega þá bjóði mað- ur þeirri hættu heim að tónlistin verði flöt, köld og ópersónuleg – eitthvað sem ég stend alls ekki fyrir.“ Poppuppskurður Franski raftónlistarmaðurinn Kanding Ray spilar á mánaðarlegu kvöldi íslenska útgáfufyrirtækisins Bedroom Community á Kaffibarnum í kvöld Morgunblaðið/Frikki David Letellier „Ég blanda saman ólíkum straumum og stunda hálfgerðan poppuppskurð.“ Tónleikarnir hefjast kl. 22 í kvöld. Fyrir þann tíma, og eftir tónleika, munu félagar úr Bedroom Community sjá um að leika tónlist af hljóm- plötum. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.