Morgunblaðið - 09.08.2008, Page 1

Morgunblaðið - 09.08.2008, Page 1
L A U G A R D A G U R 9. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 215. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF ÚTSÝNIÐ ÚT ÚR HÓTEL FLATEY ER EINSTAKT REYKJAVÍKREYKJAVÍK Magnús og Jóhann á Menningarnótt LESBÓK Var Margaret Thatcher arftaki Johnny Rotten? Var pönkið undanfari frjálshyggjunnar hér á landi? Hug- myndafræði pönksins teygði anga sína víða, bæði til hægri og vinstri. Enn er barist um arfleifð pönksins Ísland getur farið með stærra hlut- verk í menningunni, að mati Ro- lands J. Augustine, annars stofn- enda og eigenda eins virtasta gallerís New York-borgar. Stærra hlutverk í menningunni Alexander Solzhenítsyn hafði feng- ið sig fullsaddan af 20. öldinni. Hann var enn harður gagnrýnandi sem virtist þó að mörgu leyti kom- inn í þrot þegar hann lést í vikunni. Harður gagnrýn- andi kominn í þrot SÖFNIN Í LANDINU síða 15 í Lesbók ÓLYMPÍULEIKARNIR í Peking voru settir með glæsilegri opnunarhátíð í gær og keppni hefst af fullum krafti í dag. Ragna Ingólfsdóttir keppti fyrst Íslendinga í nótt og sjá má allt um hennar frammistöðu á mbl.is. Örn Arnarson fór fyrir ís- lenska hópnum sem fánaberi en alls taka 27 Ís- lendingar þátt í Ólympíuleikunum og þar af eru 14 handknattleiksmenn. | Íþróttir Reuters Leikar hafnir í Peking Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VILHJÁLMUR Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, og Ög- mundur Jónas- son, formaður BSRB, taka vel í hugmynd Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmda- stjóra Alþýðu- sambands Ís- lands, um að forystumenn vinnumarkaðarins vinni sam- an að því að huga að lausnum efnahagsvand- ans. Gylfi segir að góð samskipti vinnumark- aðarins og stjórnvalda skapi Íslendingum betri tækifæri til að taka á svona vanda en þegnum flestra ríkja heims. „Við áttum okk- ur ekki á því hvaða auðlind felst í nálægðinni á Íslandi,“ segir hann. Peningamálastefna að þrotum komin Framkvæmdastjóri ASÍ segir að mikil mótsögn og pattstaða ríki í peningamála- stefnunni og mjög flókið og erfitt sé að vinna úr henni. Hún sé að þrotum komin og sé or- sakavaldur óstöðugleikans á Íslandi. Lausn vandans felist ekki í því að ríkið taki stórt lán til að styrkja gjaldeyrisforðann, 200 til 2.500 milljarða, og það sé ekki vænlegt til ár- angurs að gera skattgreiðendur ábyrga fyr- ir 500 milljarða króna láni. Umræðan snúist um hvernig koma megi bönkunum til bjarg- ar, þegar þeir skili metafkomu, í stað þess að snúast um fólkið og fyrirtækin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkis- ráðherra, segir rétt að frumkvæðið að þjóð- arsátt komi frá aðilum vinnumarkaðarins þar sem forsendur kjarasamninga séu að bresta. Þeir komi þó ekki til endurskoðunar fyrr en í febrúar en hugsanlegt sé að stjórn- völd komi þar að fyrir þann tíma. Til í slaginn saman Samvinna auðveldar lausn efnahagsvanda Í HNOTSKURN » Þjóðarsátt-arsamning- arnir frá 1990 hafa oft verið sagðir nauðsyn- legt skref til þess að binda endi á margra ára verð- bólguskeið.  Vilja vinna saman | Miðopna  „Það er hægt að koma þessu vatni í skip. Þau skip þarf að út- búa á sérstakan hátt til að þau geti flutt vatn. Það á að vera hægt að dæla vatni í skipin, sigla þeim þangað sem hörmungar eru og hjálpa þeim sem þurfa á vatni að halda. Þarna gætum við gefið mikið vatn og gert mikið góðverk. Mér finnst þetta vera það sem við eigum að gera,“ segir Jón Ólafsson í viðtali en vatnsverksmiðja í eigu hans tekur senn til starfa í Ölfusinu. Með henni verður til eitt fullkomnasta vatnsátöppunarfyr- irtæki í heimi. „Ég vonast til að á næstu fimm árum takist mér að búa til umgjörð um verkefnið,“ segir Jón. »24 Vatnsskip til bjargar á þurrkasvæðum Jón Ólafsson  Nálgunarbanni hefur verið beitt í tiltölulega fáum tilfellum. Í því felst frelsisskerðing þar sem heimilt er að leggja bann við því að viðkom- andi komi á tiltekinn stað eða svæði. Maður sem sætir nálg- unarbanni er þó ekki undir sér- stöku eftirliti lögreglu. Skiptar skoðanir eru um bannið en athygli vakti í fyrradag þegar meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á að framlengja nálgunarbann yfir manni sem grunaður er um að hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu sína langvarandi ofbeldi. »14 Viss skilyrði þarf að upp- fylla fyrir nálgunarbann  Eins og staðan er í dag á erlend- um lánsfjár- mörkuðum er einfaldlega of dýrt fyrir ís- lenska ríkið að taka lán til að efla gjaldeyr- isforðann, segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra á vef Bloomberg, í viðtali sem tekið var við hann í gær. Vísar Árni þar til að þess að skuldatryggingaálag íslenska rík- isins hefur hækkað nær fjórfalt það sem af er ári. »4 Skilmálar lántöku eru óviðunandi að sinni Árni Mathiesen Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HERIR Georgíu og Rússlands börð- ust í gær af hörku í georgíska upp- reisnarhéraðinu Suður-Ossetíu og óttast menn að stórstyrjöld geti haf- ist á Kákasussvæðinu öllu. Enn var óljóst í gær hver réði yfir héraðshöf- uðstaðnum Tskhinvali. Georgíu- menn sögðu að Rússar hefðu gert loftárásir á herstöðvar í Georgíu og grandað nokkrum herflugvélum. Leiðtogi uppreisnarmanna í S-Ossetíu, Edouard Kokoity, sagði að mörg hundruð manns hefðu fallið í sprengjuárásum Georgíumanna á Tskhinvali en ekki var hægt að stað- festa þær tölur. „Ég sá lík á götunum, innan um húsarústir, í bílum,“ sagði Lyudmila Ostayeva, kona sem flúði til þorps nálægt rússnesku landamærunum. Rússar voru sagðir hafa gert loft- árás á Vaziani-herflugvöll nálægt höfuðborginni Tbilisi í Georgíu en þar höfðu um 1.000 Bandaríkjamenn bækistöð í júlí er þeir þjálfuðu her Georgíu. Ríkið hefur sótt um aðild að Atlantshafsbandalaginu og hvatti stjórnin í gær Bandaríkin til að koma sér til hjálpar. Um 2.000 Georgíuher- menn eru í Írak en helmingur liðsins verður nú kallaður heim. | 20 Barist um Tskhinvali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.