Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is SÉ tekið mið af stöðunni á al- þjóðlegum lánsfjármörkuðum í dag er einfaldlega of dýrt fyrir íslenska ríkið að taka lán til að styrkja gjaldeyrisforðann. Þetta kemur fram í viðtali við Árna M. Mathiesen á fjár- málavefnum Bloomberg. Verð á erlendu lánsfé sé óviðunandi og því beri að fresta skuldabréfaútgáfu um sinn. Vísar Árni þar til að þess að skuldatrygg- ingaálag íslenska ríkisins hefur hækkað nær fjórfalt það sem af er ári. Kostar nú 5% ofan á út- gefið bréf til fimm ára að tryggja að ríkið standi við skuldbindingar sínar gagnvart fjárfestum. Árni ítrekar þetta í viðtalinu: „Samþykkjum við skilmála, sem eru greinilega óviðunandi, og greinilega ekki í neinu samhengi við það sem við erum að gera, né í neinu samhengi við það hvernig við sjáum bankana, þá værum við að skrifa undir með þeim sem taka stöðu gegn okkur.“ Milli steins og sleggju Hann segir að frestun komi í veg fyrir að Seðla- bankinn nái að styrkja gjaldeyrisforðann, en hagnaður af erlendri skuldabréfaútgáfu yrði not- aður til þess og myndi þannig minnka bilið milli Seðlabankans og eigna bankanna. Eignir þeirra séu rúmir 11 þúsund milljarðar, þrefalt meiri en sem nemur fjárlögum. Ríkisstjórnin vilji því að Seðlabankinn efli gjaldeyrisforðann, með það að markmiði að vera trúverðugri þegar kemur að því að lána við- skiptabönkunum. Sérfræðingur Bloomberg telur hins vegar að ríkisstjórnin sé á milli steins og sleggju þegar kemur að lántöku og í raun þurfi Seðlabankinn að gefa út skuldabréf sem fyrst. Ástandið muni ekki batna það sem eftir er af árinu og gæti í raun versnað. Árni telur að aukning gjaldeyrisforðans sé ekki eitthvað sem megi búast við í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Hins vegar sé ljóst, að sé tekið mið af vægi bankanna sé nauðsyn á öflugri gjaldeyrisforða en ella, og hann þurfi að byggja upp með tímanum. Það sé ekki kostur í stöðunni að minnka bankana til að forðinn falli betur að eignum þeirra. „Við metum það svo að bankarnir séu ekki í bráðri hættu á að reka í þrot,“ segir Árni að lok- um. „Ef rekstur bankanna gengur vel og er stöð- ugur myndi ég ekki vilja sjá þá minni.“ Of dýrt að efla gjaldeyrisforðann nú  Skuldatryggingaálag ríkisins hefur hækkað fjórfalt það sem af er ári  Skilmálar lántöku óviðunandi  Með lántöku væri verið að skrifa undir með þeim sem hafa tekið stöðu gegn okkur Í HNOTSKURN »Seðlabankinn gerði fyrr áárinu gjaldmiðlaskipta- samning við þrjá norræna seðlabanka, sem þýðir að hann hefur aðgang að 500 milljónum evra frá hverjum þeirra, auk milljarðs frá öðrum lánalínum. »Gjaldeyrisforðinn var í lokjúlí um 227 milljarðar króna og hefur bankinn því að- gengi að um 620 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri, miðað við gengi evru í gær. Árni M. Mathiesen FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is BÚÐARHÁLSVIRKJUN er ein af fjórum virkjunum sem Lands- virkjun er að undirbúa á Suður- landi. Verður fljótlega boðinn út í einu útboði vél- og rafbúnaður fyrir Búðarhálsvirkjun sem og þrjár fyr- irhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem töluverður styr hefur staðið um. Öll leyfi liggja hins vegar fyrir vegna Búðarhálsvirkjunar. Virkjunin þótti óhagkvæm Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segist vona að framkvæmdin hafi jákvæð áhrif á efnahags- og atvinnulífið og ýti af stað öðrum framkvæmdum síðar. Undirbúningur Búðarhálsvirkj- unar hófst árið 2002 en honum var slegið á frest aðeins ári síðar þar sem hvorki varð af orkusölu Lands- virkjunar til stækkunar Norðuráls, sem þá var í undirbúningi, né vatns- miðlun við Norðlingaöldu. Virkjunin þótti þannig óhagkvæm með tilliti til orkusölu. Nú hefur orkuverð hinsvegar hækkað umtalsvert auk þess sem aukins áhuga hefur orðið vart. Verne Holding hefur samið við Landsvirkjun um rafmagnssölu til netþjónabús og Rio Tinto Alcan (RTA), sem á álverið í Straumsvík, hefur átt í samningaviðræðum við Landsvirkjun um aukna orkusölu. Þessir samningar gera virkjun við Búðarháls loks hagkvæma. Standa þarf við samninga Vegna ýmissa vandkvæða ætlar Landsvirkjun ekki að bjóða út byggingarframkvæmdir í virkjanir við Þjórsá fyrr en 2009. Ráðist er í Búðarhálsvirkjun nú til að hægt verði að standa við fyrrnefnda samninga við RTA og Verne Hold- ing en áætlað var að orkan í þau verkefni kæmi úr Þjórsá. Að sögn Árna Finnssonar, for- manns Náttúruverndarsamtaka Ís- lands, sýnir þessi fyrirhugaða fram- kvæmd að illa gangi hjá Lands- virkjun að ná fram markmiðum sínum við Þjórsá. „Það er ánægju- legt að Landsvirkjun sjái að hún kemst ekki lengra í bili með hinar virkjanirnar og þá er þarna til kost- ur sem er ekki eins umdeildur.“ Byrjað á Búðarhálsvirkjun  Landsvirkjun hefur á ný framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun en þeim var frestað árið 2003  Þessi 80 MW virkjun verður tekin í notkun árið 2011 en áætlaður kostnaður er 15-20 milljarðar                                                 LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu mun hafa allan vara á í dag þegar gleðiganga Hinsegin daga fer fram. Ekki hefur enn tekist að finna þann sem sendi hótunarbréf vegna göngunnar. Sprengjuleit- arsérfræðingar verða á staðnum. Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn hjá LRH, fundaði með forsvarsmönnum göngunnar í gær- morgun. „Við verðum með ýmsar örygg- isráðstafanir og skipuleggjendur sömuleiðis,“ segir Geir Jón en þær verða ekki útlistaðar í smáatriðum. Segir hann ástæðulaust að hvetja fólk til að halda sig fjarri í dag . Sprengjuleit í göngu INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra lýsti í gær yfir miklum áhyggjum vegna átakanna sem brotist hafa út í Suður- Ossetíuhéraði í Georgíu. Kvað hún það sérstakt áhyggjuefni að öryggi óbreyttra borgara hefði verið stefnt í voða og lagði hún áherslu á að fundin yrði friðsamleg lausn á deilunni sem allra fyrst. Áhyggjufull vegna átaka AÐ fara út að ganga með hundinn getur verið vandkvæðum bundið, sérstaklega þegar maður er ekki ýkja hár í loftinu. Hundar hafa oft allt aðra skoðun á því en eigandinn hvert skal halda, rétt eins og púðluhundurinn sem stendur svo bí- sperrtur á Ægisíðu og veit vel hvað hann vill. Morgunblaðið/Kristinn Vegir liggja til allra átta á Ægisíðunni Landsvirkjun undirbýr nú alls fjórar virkjanir á Suðurlandi. Auk Búðarhálsvirkjunar er um að ræða þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár: Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafoss- virkjun. Þeim hefur verið harð- lega mótmælt af íbúum í ná- grenni Þjórsár og hafa samtökin Sól á Suðurlandi haft sig tölu- vert í frammi vegna þeirra. Í haust er búist við dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur varðandi vatnsréttindi samkvæmt svo- nefndum Títan-samningum en eigandi jarðarinnar Skálmholts- hrauns hefur höfðað mál gegn ríkinu, Landsvirkjun og Flóa- hreppi. Verði dóminum áfrýjað til Hæstaréttar má búast við endanlegri niðurstöðu í málinu í lok ársins. Mótbyr Landsvirkjunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.