Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Skagafjörður | Nýja háspennulínan sem Landsnet áformar að leggja frá Blönduvirkjun í gegnum Skagafjörð til Akureyrar verður í upphafi að- eins rekin á hálfum afköstum. Fulltrúi í sveitarstjórn Skagafjarðar telur að engin rök séu fyrir lagningu svo mikillar línu nema nota eigi hana til að flytja samanlagða orku Blönduvirkjunar og nýrra virkjana í Skagafirði til álvers á Bakka við Húsavík. Landsnet hf. hefur kynnt mats- áætlun fyrir lagningu 220 kílóvolta háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Hún fer í gegnum Skagafjörð að hluta til fjarri núver- andi byggðalínu. Sá kostur að leggja hana um Efribyggð í Skagafirði og þvert yfir fjörðinn í nágrenni Mæli- fellsbæjanna mætir andstöðu land- eigenda og ábúenda. Möstur og línur verða byggð upp miðað við 220 kV spennu. H.v. liggur fyrir að línan verður í upphafi og um ófyrirséðan tíma rekin með 130 kV spennu. Það þýðir að ekki verður fjárfest í dýrum tengivirkjum fyrir 220 kV spennu fyrr en þörf verður á vegna aukinna orkuflutninga. Árni Jón Elíasson, verkefnisstjóri hjá Landsneti, segir að línan verði hluti af meginorkuflutningskerfi landsins og nauðsynlegt að styrkja hana vegna aukinnar raforkunotk- unar og hafa svigrúm til aukins orkuflutnings í framtíðinni. Betra sé að hafa stærri línur og færri til að sem minnst land fari undir. Til álvers á Bakka? Bjarni Jónsson, fulltrúi Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í sveitarstjórn Skagafjarðar, telur að ekkert komi fram í matsáætlun Landsnets sem réttlæti svo mikla háspennulínu, þar sé einungis getið um uppbyggingu atvinnufyrirtækja í Eyjafirði, öryggi og endurnýjun á eldri línum. „Það liggja engin rök fyrir því að leggja hér 220 kV há- spennulínu með því stórfellda raski sem því fylgir nema ef það væri til að flytja samanlagða orku Blönduvirkj- unar og hugsanlegra virkjana í Jök- ulsám Skagafjarðar til stóriðju fyrir norðan, og þá væntanlega á Bakka við Húsavík,“ segir Bjarni. Hraðinn sem sé á málinu styðji þetta. Hann hafi t.d. fyrst frétt af þessum áform- um þegar Landsnet auglýsti mats- áætlun í fjölmiðlum. Sveitarstjórn sem fari með skipulagsvaldið hafi ekki gefist ráðrúm til að fjalla um málið áður en farið var af stað. Þá segir Bjarni að ef tilgangurinn með framkvæmdinni væri eingöngu sá að styrkja raforkutengingar væri hægt að fara í miklu minni og viðráð- anlegri framkvæmd og bjóða upp á þann möguleika að leggja línuna í jörð að hluta. Árni Jón hjá Landsneti segir að ekki sé alltaf vitað hvar orkan verði framleidd og notuð í framtíðinni. Því sé leitast við að byggja meginflutn- ingskerfið upp með sveigjanleika. „Sumir kostir eru fyrirséðir en aðrir ekki. Álþynnuverksmiðjan á Ak- ureyri ýtir á þessa framkvæmd nú.“ Línan verður rekin á hálfum afköstum Morgunblaðið/Einar Falur Háspenna Landsnet hyggst leggja 220 kV háspennulínu til Akureyrar. Hluti af meginorkuflutningskerfinu Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „DOLLARINN styrktist og krónan veiktist en heimsmarkaðsverðið lækkaði. Þannig að gengið og heimsmarkaðsverðið vógu hvort annað í raun upp. Þess vegna hélst verðið óbreytt hjá okkur,“ segir Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skelj- ungi, um eldsneytisverðið í gær. N1 hækkaði eldsneytisverð sitt skyndilega í gærmorgun og verð hjá Olís hækkaði í kjölfarið. Skeljungur hélt sínu verði hins vegar óbreyttu. Bensínið hækkaði um tvær krónur og dísilolía um eina krónu á lítrann hjá N1 og Olís. Fyrirtækin lækkuðu svo verðið aftur síðdegis og kostaði þá lítri af bensíni í sjálfsafgreiðslu 166,70 krónur og dísilolíulítrinn 183,60 krónur. Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði umtals- vert í gær og lýstu margir af því tilefni yfir óánægju sinni með hækkun eldsneytisverðs. Þannig lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 4 dali á tunnuna og var verðið 113,86 dalir síðdegis í gær. Í New York lækkaði verðið um 3,84 dali á tunn- una og fór um tíma niður fyrir 116 dali. Gengi bandaríkjadals styrktist aftur á móti um 3,19% gagnvart íslensku krónunni í gær. Ekki náðist í Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóra hjá N1, um ástæður hækkananna í gær og Samúel Guð- mundsson, framkvæmdastjóri vörustýringasviðs hjá Olís, vildi ekki tjá sig um málið. Ósáttir bifreiðaeigendur Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir, að greini- lega standi ekki á N1 að hækka verð á eldsneyti um leið og gengi krónunnar lækki. Fyrirtækið sé hins vegar mun svifaseinna þegar heimsmarkaðsverð á olíu lækki og/eða gengi krón- unnar hækki. Á vef félagsins er bent á að kostn- aðarverð á hvern lítra af bensíni og dísilolíu sé nú svipað eldsneytisverði snemma í liðnum maí en eldsneytisverð sé nú töluvert hærra. Óánægja með hækkun eldsneytisverðs  Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði umtalsvert í gær en krónan veiktist um leið  N1 og Olís hækkuðu eldsneytisverð sitt en Skeljungur hélt sínu óbreyttu Morgunblaðið/Jim Smart Bensín Heldur áfram að sveiflast. SAMTÖKIN Hugarafl, félag fólks sem notar geðheilbrigðisþjónustu, stóðu fyrir táknrænum mótmælum fyrir utan kínverska sendiráðið í gær. Fólkið var með grímu fyrir andlitinu til að vekja athygli á því að kínversk yfirvöld hafa meinað geðfötluðum að sækja Ólympíuleikana í Peking. Herdís Benediktsdóttir, félagi í Hugarafli, segist vera forviða yfir því að kínversk yfirvöld segi geðfatlaða ekki velkomna á Ólympíuleikana. Hún kveðst jafnframt vera sár út í forseta Íslands, sem verður viðstaddur leikana, fyrir að vekja ekki máls á þessu grófa mannréttindabroti með afgerandi hætti. Setningarathöfn leikanna fór fram á hádegi á íslenskum tíma í gærdag og þeir standa yfir til 24. ágúst. haa@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Mótmæltu hróplegum mannréttindabrotum Flóahreppur | Um 215 athugasemd- ir bárust hreppsnefnd Flóahrepps vegna nýs aðalskipulags fyrrum Villingaholtshrepps sem auglýst var fyrr á árinu. Flestar at- hugasemdirnar fela í sér mótmæli vegna Urriðafossvirkjunar í Þjórsá sem gert er ráð fyrir í skipulaginu. Athugasemdirnar voru lagðar fram á vinnufundi hreppsnefndar síðastliðinn mánudag. Aðalsteinn Sveinsson, oddviti hreppsnefndar, segir að athugasemdir og ábend- ingar hafi borist um ýmislegt annað en virkjunina, meðal annars um lagningu vega, skógrækt og þétt- býlissvæði. Stór hluti mótmælanna var hins vegar vegna fyrirhugaðrar virkjunar og mikill hluti þeirra að stofni til samhljóða bréf. Aðalsteinn segir að farið verði yfir allar athugasemdirnar á næstu dögum og vikum og þeim svarað. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi hreppsnefndar sem verður 28. ágúst. Aðalsteinn segir ekki víst að þá verði hægt að afgreiða málið. Mikil vinna sé í því að fara yfir at- hugasemdirnar og hugsanlega þurfi að leita eftir álitum sérfræð- inga um einstök atriði. Skipulag sem gerir ráð fyrir þremur virkjunum í neðri hluta Þjórsár hefur verið afgreitt í öðr- um sveitarstjórnum sem hlut eiga að máli, síðast í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi. helgi@mbl.is 215 athuga- semdir vegna skipulags ARNÓR Sigur- jónsson hefur störf sem fulltrúi íslenskra stjórn- valda hjá yfir- herstjórn NATO í Mons í Belgíu. Honum er ætlað að sinna verk- efnum fyrir utan- ríkisráðuneytið og Varnar- málastofnun Íslands. Þegar Bandaríkjaher hvarf af landi brott árið 2006 létu stjórnvöld bóka að Ísland myndi senda fulltrúa til Belgíu enda bæru Íslendingar nú ábyrgð á eigin vörnum. haa@mbl.is Arnór fulltrúi í yfirstjórn Arnór Sigurjónsson INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra heldur í dagsferð til Vestfjarða nk. mánudag. Þar mun hún funda með m.a. Fjórðungs- sambandi Vestfirðinga og fram- kvæmdastjórum sveitarfélaga. Heimsóknin er í beinu framhaldi af ferð ráðherrans til Grænlands fyrr í sumar, þar sem rædd voru mál- efni norðurslóða og þeir möguleikar sem felast í auknum samskiptum og þjónustu við Austur-Grænland. Ráðherra heldur vestur Hvers vegna þarf að leggja nýjaháspennulínu frá Blöndustöð til Akureyrar? Tilgangurinn er að styrkja megin- flutningsleiðir raforku á Norðurlandi, að því er fram kemur í matsáætlun Landsnets sem kynnt hefur verið. Verkefnið er jafnframt fyrsti áfang- inn í að styrkja og tvöfalda byggða- línu hringinn um landið. Þá kemur fram í matsáætluninni að yfirstand- andi uppbygging iðnaðar í Eyjafirði (álþynnuverksmiðja) kalli á hraða byggingu línunnar. Hvers vegna er ekki gert ráð fyrir að hún fylgi núverandi byggða- línu í Skagafirði? Eftir að Blöndustöð kom er styttra að fara beina stefnu á Vatnsskarð en að leggja hana fyrst niður í Langadal. Tveir kostir eru til skoðunar um Skagafjörð, ný línuleið ofan bæja í Efribyggð og eftir Héraðsvötnum í nágrenni núverandi byggðalínu. Eftir að komið er í Norðurárdal mun fyr- irhuguð háspennulína að mestu liggja við hlið núverandi byggðalínu til Akureyrar. S&S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.