Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Verðhrun 60-90% afsláttur af öllum vörum í versluninni Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mánud.-föstud. 10-18 Opið laugard. í Bæjarlind 10-15 ALGJÖRT VERÐHRUN Á ÚTSÖLU www.gardheimar.is allt í garðinn á einum stað! Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 GARÐLJÓSIN KOMIN! 20% helgar- afsláttur ÚTSALA 30-60% afsláttur VERÐHRUN SÍÐASTA ÚTSÖLUVIKAAllt að 85% verðlækkun á eldra garni frá Anny blatt dagana 13. og 14. ágúst kl 17:00 - 19:00 í Stekkjarseli 7 (bílskúr). Nýju haustblöðin og -garnið komið. Sími 698-1850 FRÉTTASKÝRING Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is ÞRÓUNARSTIG vefja íslenska rík- isins er mjög lágt samkvæmt grein Hauks Arnþórssonar stjórnsýslu- fræðings í vorhefti veftímarits Stjórnmála og stjórnsýslu. Í þessu felst að vefirnir veita aðallega frétta- tilkynningar og sundurleitar upplýs- ingar en taka ekki heildstætt saman efni hvers málaflokks. Þannig vantar aðgengilegt yfirlit yfir málaflokka stjórnsýslunnar. Haukur segir marga vefina þó veita góða þjónustu og bendir á að margar opinberar stofnanir standi sig ágætlega. Þá séu opinberir vefir flestir á svipuðu stigi sem hann segir skipta miklu máli. Í greininni vísar Haukur meðal annars í könnun Sameinuðu þjóðanna á miðlægri vefþjónustu þar sem Ís- land fær aðeins 57 stig af 100. Á þeim kvarða fengu hin Norðurlöndin á bilinu 76 til 92 stig. Bandaríkin og Bretland fengu 95 stig. Ekki óleysanlegt verkefni Slæma útkomu hins opinbera á Ís- landi segir Haukur koma til af skorti á samþættingu upplýsinga og sam- ræmingu gagnaskráningar og þjón- ustu. Hann segir góðan grundvöll fyr- ir að bæta úr þessu, tölvuvæðing undirstofnanna sé komin vel á veg og netnotkun er útbreidd meðal borg- aranna. Um 90% þjóðarinnar notar veraldarvefinn og því væri að mati Hauks eðlilegt að þróunarstig vefja ríkisins væri hærra en raun ber vitni. Er það mat Hauks að sníða megi af vankanta íslenskra ríkisvefja með heildstæðum gagnagrunnum um hvern málaflokk með upplýsingum og gögnum frá undirstofnunum. Telur hann rétt að sérstök stofnun sinni svo rekstri allra gagnagrunnanna á eins konar ríkisvef. Slík stofnun myndi geta veitt þá yfirsýn yfir ríkisrekst- urinn og sameiginleg verkefni sam- félagsins sem þörf er á. Miðstýring er lykillinn Nýskipan í ríkisrekstri sem kom fram á liðnum áratug telur Haukur meðal annars standa í vegi aukinnar samþættingar og bættrar vefþjón- ustu. Hún byggir á „einingabundinni nálgun verkefna“ og dreifir þannig yfirstjórninni en til að hækka þróun- arstig þjónustunnar þurfi mikla mið- stýringu. Hana hræðist menn innan stjórnsýslunnar því með henni glati stofnanir hluta af sjálfstæði sínu. Ótta við að með miðstýringunni og samræmdri öflun persónuupplýsinga skapist vökull „Stóri bróðir“ segir Haukur ástæðulausan. Í lýðræðisríki þar sem framkvæmd ríkisvaldsins sé eins dreifð og hér á landi og upplýs- ingatæknin er í höndum almennings til jafns við stjórnsýsluna muni fyr- irkomulagið styrkja lýðræðið og auka aðhald með því að gera hjól sam- félagsins sýnileg. Vefnaði hins opinbera ábótavant Morgunblaðið/G. Rúnar Stjórnsýslufræðingur Að mati Hauks Arnþórssonar er þróunarstig vefja íslenska ríkisins mjög lágt. Ísland næstlægst allra landa norðan Pýreneafjallanna Haukur Arnþórsson telur rétt að sett verði á fót stofnunin Rík- isvefur (ohf.) sem stofni og stýri öllum miðlægum gagnagrunnum ríkisins í samvinnu við ráðu- neytin. Þetta segir Haukur réttu leiðina við að takast á hendur samræmda vefvæðingu ríkisins. Hún sé nauðsynleg fyrir starf- rækslu gagnagrunna ríkisins og gefi gögnum þess stjórn- unarhlutverk í þágu árangurs- greiningar og upplýsingagjafar. Hann telur að Ríkisvefur myndi bæta þjónustu við almenning, auka hraða og öryggi í opinberri upplýsingagjöf og styrkja lýðræð- isleg gildi meðal almennings með bættu aðgengi og gagnsæi. Telur rétt að stofna ríkisvef Hvað felst í þróunarstigi vefja? Vefir með hátt þróunarstig veita samþættar upplýsingar á not- endavænan hátt. Hvað er samþætting upplýsinga? Samþætting felur í sér að gögn og upplýsingar eru skráðar með samræmdum hætti samkvæmt einu flokkunarkerfi og samræmdri efnisgreiningu. Samræmd skrán- ing af þessu tagi auðveldar mjög aðgengi notenda. Hvar má nálgast greinina? Grein Hauks, „Vefþjónusta rík- isins“, er að finna á heimasíðu veftímaritsins Stjórnmála og stjórnsýslu, http://www.stjorn- malogstjornsysla.is. S&S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.