Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Æi, það hefur ekkert gengið upp hjá henni, Haarde minn. Helguvíkurpeyjarnir óku niður fína skiltið hennar og ekki veiddist kvikindi í konunglega danska ísbjarnarbúrið, iss, ég held að henni sé ekki of gott þó hún fái að freta svolítið á þennan krummaskuðslýð. VEÐUR Ásmundi Jóhannssyni er mikið ímun að brjóta niður kvótakerf- ið. Auðvitað hefur það ekkert með það að gera að hann seldi helmings- hlut sinn í útgerðarfélaginu Festi hf. í Grindavík, kvóta og skip, fyrir tugi milljóna árið 1991. Honum finnst bara eðlilegt að hann fái að veiða fiskinn sem er í eigu þjóðarinnar.     Ein réttlætinginer sú að kvót- inn hafi verið „hirtur“ af hon- um, þ.e. kvótinn sem hann ekki seldi. „Árið 1988 áttum við eftir 186 tonn, en feng- um upphaflega 1.150 tonn.“     Eitthvað hafa staðreyndir skolasttil hjá Ásmundi, enda langt um liðið. Festi átti 237 tonn þorskígilda árið 1988 og var auk þess úthlutað rúmum 2% af loðnukvótanum eða sem nam 17.933 tonnum! Þar að auki átti félagið aðeins 384 þorskígildis- tonn í upphafi kvótakerfisins. Skerð- ingin nam því tæpum 150 tonnum.     Eins og fram kom í blaðinu í gærvoru loðnuveiðar bannaðar að hluta á viðmiðunarárum kvótakerf- isins og loðnuskipin veiddu meira en ella af botnfiski. Þegar loðnukvótinn jókst þótti því eðlilegt að botnfisk- heimildir loðnuskipa skertust. Af um 50 loðnuskipum sluppu örfá við skerðingu. Hjá sumum var hún mun meiri en á Þórshamri, sem var í eigu Festar, jafnvel 100%.     En Ásmundi finnst á sér brotið ogvill veiða fisk þjóðarinnar, þó að hann hafi reyndar ekki deilt ágóð- anum af kvótasölunni með þjóðinni. Nú hafa 87% kvótans gengið kaup- um og sölum. Ásmundur vill taka kvótann af þeim sem lögðu allt undir og keyptu kvóta. Hann vill líka taka kvótann af þeim sem stunduðu sína útgerð og seldu aldrei. Nú á að fórna fiskveiðistjórnunarkerfinu svo Ás- mundur fái að veiða aftur! STAKSTEINAR Ásmundur Jóhannsson Ásmundur veiðir fisk þjóðarinnar SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                               ! "      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                    #$ $#%# &         :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                                 *$BC                               !"  !#$ %!  #! %  !&       ' ( )  "  %    *! $$ B *! '" ( !  " !   )   !* <2 <! <2 <! <2 ')!( $# + $&,-% # $.  DB E                    8   *  $  +    !&'     %  B   " 2  , +   +          %     !& %$      $  -  . $ #' ( /   *       )   !"  !#$ #! !&         - %    %! -! #!!   #  ' ( 0  "       /0##  11  $# ! 2  % + $& Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR TVÆR rússnesk- ar sprengjuflug- vélar flugu inn á íslenska flugum- sjónarsvæðið á fimmtudags- morgun og flugu hringinn í kring- um Ísland. Sam- kvæmt upplýs- ingum frá utanríkisráðu- neytinu barst engin tilkynning frá Rússum vegna flugsins. Ratsjár- stofnun fylgdist með fluginu allan tímann. Um var að ræða Tu-160 Black- jack-sprengjuflugvélar sem voru í eftirlitsflugi. Samkvæmt upplýsing- um frá utanríkisráðuneytinu komu flugvélarnar inn á íslenska flugum- sjónarsvæðið úr því norska við aust- anvert landið um klukkan 6.30 á fimmtudagsmorgun. Þær yfirgáfu svo íslenska flugumsjónarsvæðið um klukkan 10.30. Utanríkisráðuneytið hafði ekki samband við rússnesk yfirvöld vegna málsins. Íslensk stjórnvöld hafa margoft ítrekað við Rússa að láta vita af ferðum sínum inn á íslenska flugumsjónarsvæðið. haa@mbl.is Sprengju- flugvélar flugu yfir Rússar í eftirlitsflugi á flugumsjónarsvæðinu Tu-160 Blackjack- sprengjuflugvél. VINSTRI grænir hafa lagt til að teknar verði upp viðræður við SÁÁ um búsetuúrræði fyrir 20 manns. Samtökin eiga land í Vík á Kjalarnesi en Vinstri grænir vilja að yfirstandandi viðræðum við Heilsu- verndarstöðina/Alhjúkrun um húsnæði í Norðlinga- holti verði slitið. Að sögn Þorleifs Gunnlaugssonar, borgarráðs- fulltrúa Vinstri grænna, telur flokkurinn að heppi- legra sé fyrir fyrrnefnda einstaklinga, sem sumir hverjir hafa dvalist í Byrginu og eru afar veikir, að dvelja fyrir utan bæinn og fá þann frið sem þeir þurfa á að halda. Í landi Víkur sé hægt að sinna fólkinu vel faglega. „Þetta er staður sem fólk dvelst kannski á í eitt til tvö ár. Við teljum að það henti fólkinu betur að vera við þessar aðstæður [utan við bæinn] en að vera inni í mjög stóru sambýli í íbúðar- hverfi, fyrir utan þá andstöðu sem það mætir frá nágrönnunum.“ Öðruvísi horfir við á Njálsgötu Spurður hví Vinstri grænir hafi í fyrra stutt und- irbúning heimilis fyrir tíu heimilislausa karlmenn á Njálsgötu 74 svarar Þorleifur því til að þar hafi horft öðruvísi við. Í því tilfelli hafi verið um að ræða menn sem drukku og héldu sig í miðborginni. Nán- ast ógerlegt sé að vista þá annars staðar en í nálægð við miðborgina þar sem þeir leita þangað í sífellu. „Við teljum betra að halda utan um þetta í heimili sem er þá statt þarna [í miðbænum], þar sem við getum passað upp á að það séu ekki læti, en að mennirnir séu sofandi úti á götu eða inni í grenjum í miðborginni og valdi miklu ónæði. Við teljum bæði fyrir þetta fólk og nágrannana að það sé betra að ákveða málið á þennan háttinn vegna þess að það er ekki hægt að koma þessu fólki út úr miðborginni.“ ylfa@mbl.is Vilja frekar viðræður við SÁÁ Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir heppilegra að fólkið dvelji utan borgarmarka NÝ þjónustubygging við Gufu- neskirkjugarð var vígð til notkunar nýverið. Byggingin er fyrsti áfangi framkvæmda við kirkjugarðinn af fimm. Að sögn Heimis Janusarsonar, forstöðumanns Gufuneskirkju- garðs, hýsir byggingin skrifstofur og aðstöðu fyrir almenning og starfsfólk. „Það er löngu tímabært að fá al- vöru starfsaðstöðu hingað. Við höf- um verið í 80 fermetra bráða- birgðaaðstöðu í fjölda ára og erum núna að færa okkur yfir í 500 fer- metra,“ segir Heimir. Hann bætir við að nýtt líf hafi tekið við í byggingunni. „Svo er húsið gullfallegt og það er svona heildarstíll á því.“ Arkitektastofan Arkibúllan varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni fyrir bygginguna og tillaga þeirra hefur hlotið mikið lof. Hún var unn- in í heild sinni í samstarfi við tvær myndlistarkonur. Iðulega hafa listamenn unnið sín störf eftir að hús eru risin en í þessu tilviki voru þeir með í ráðum frá upphafi. „Við hjá Arkibúllunni erum mjög sáttar við bygginguna enda lítur hún alveg eins út og við sáum fyrir okkur,“ segir Hólmfríður Jóns- dóttir hjá Arkibúllunni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þjónustuhús Aðstaðan í Gufuneskirkjugarði hefur verið bætt. Aðstaðan í Gufunes- kirkjugarði bætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.