Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FINGRAFÖR geta nú ekki aðeins sagt lögreglunni hver var hvar, held- ur líka hvað hann handlék áður en hann var þar. Ný aðferð til að beita massagreiningu getur gert rann- sóknarlögreglu kleift að greina efni sem kynnu að vera í jafnvel ör- smæsta magni í fingraförum sem finnast á vett- vangi glæps. Þannig er hægt að ljóstra upp um hvort fingurgóm- arnir hafi verið í snertingu við til dæmis eiturlyf, byssupúður eða sprengiefni. Vísindamenn við Purdue-háskóla í Indiana í Bandaríkjunum eru enn að þróa tæknina. Tæki til þessara nota eru nú þegar í notkun, en 40 slík hafa þegar verið seld. Enn á þó eftir að gera þau nettari og ódýrari. Aðferðin byggist á því að örlitlum dropa rafhlaðins vökva, vatns eða blöndu vatns og alkóhóls, eða spraut- að á örsmáan hluta fingrafarsins. Efnasambönd í fingrafarinu leysast upp í vökvanum og fara þaðan í efna- greininn. Vökvinn leysist síðan upp og rafhleðslan færist yfir á efnið úr fingrafarinu. Síðan eru borin kennsl á efnið með massagreiningu. Greining efna í fingraförum er þó ekki lokatakmark vísindamannanna, því þeir vilja gera tækið nógu fíngert til að geta notað það til að bera fljótt og örugglega kennsl á krabbameins- frumur á meðan á skurðaðgerðum stendur. sigrunhlin@mbl.is Fingraför segja okk- ur meira Massagreiningu beitt í baráttunni við glæpi Far Fingrafar hægri þumals. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÞÓTT fögnuðurinn hafi verið mikill í Beijing í gær þegar Ólympíuleikarn- ir voru settir hafa ekki allir getað gleymt skuggahliðum tilverunnar í alþýðulýðveldinu. Víða um heim var efnt til mótmæla við sendiráð Kína og minnt á kúgunina í Tíbet og Xinji- ang. Og margir farandverkamenn sem hafast við í Beijing hafa nú misst vinnuna vegna þess að frestað hefur verið ýmsum framkvæmdum til að trufla ekki leikana, að sögn The New York Times. Einnig hefur verk- smiðjum verið lokað, a.m.k. tíma- bundið, til að draga úr loftmengun. Og hefðu fátæklingarnir ekki get- að útvegað sér atvinnuleyfi voru þeim allar bjargir bannaðar, það gat kostað háa sekt. Atvinnulausum var sumum sagt, með mismunandi kurt- eislegum hætti, að yfirgefa borgina til að koma í veg fyrir að þeir skyggðu á glansmyndina með því að híma á opinberum stöðum með ves- öldina utan á sér. Talið er að um 30.000 erlendir fréttamenn muni sækja borgina heim auk tugþúsunda íþróttamanna og aragrúa áhorfenda. Wang Yongsheng og eiginkona hans, Ma Ernu, voru þreytt, þau biðu á járnbrautarstöð. Þau komu til Beijing frá Innri Mongólíu til að reyna að fá lækna til að meðhöndla Ma sem er með slæman nýrna- sjúkdóm. Ekki var völ á slíkri þjón- ustu í heimabyggðinni. Konan var með stór æxli og húðin grá og guggin. Þau voru búin með alla peningana, hafði verið vísað burt á mörgum spítölum. „Læknarnir sögðu okkur að þeir væru allir svo önnum kafnir við að búa sig undir Ólympíuleikana,“ sagði Ma og brosti eins og hún skildi þetta vel. Máttu ekki trufla glansmyndina Farandverkamenn í Beijing hraktir burt í kjölfar þess að framkvæmdum hefur verið frestað vegna Ólympíuleikanna Reuters Andóf Tíbeskur útlagi við kín- verska sendiráðið í Nýju-Delí í gær. Í HNOTSKURN »Beijing er ein af fjölmenn-ustu borgum heims, íbúar eru taldir vera um 17 millj- ónir. Kínverjar eru alls um 1.300 milljónir. »Ekki er vitað hve margirfarandverkamenn eru í Beijing en giskað er á að þeir séu um fjórar milljónir. »Hundruð milljóna Kín-verja hafa á síðustu ára- tugum flykkst úr sveitunum til borganna í von um vinnu. SVO virðist nú sem flugfélagið Delta Air Lines muni hafa vinninginn í samkeppninni um að bjóða farþeg- um upp á netaðgang um borð, en American Airlines hefur einnig lof- að neti í flugvélum sínum á árinu. Þjónustunni verður hleypt af stokkunum í október, og mun hún kosta andvirði um 800 íslenskra króna á flugleiðum sem eru styttri en þrjár klukkustundir, en í lengri flugferðum mun hún kosta andvirði um 1.000 íslenskra króna. Farþegar með fartölvur og net- síma munu geta tengst þráðlausa netinu um borð. Tæknin byggist á sérstökum loftnetum á flugvélunum, sem tengjast farsímamöstrum á jörðu niðri. Ekki verður leyfilegt að tala í símana eða nota símaforrit á borð við Skype. sigrunhlin@mbl.is Loks hægt að vafra í háloftunum FAGURBLEIKUR flamingófugl í dýragarðinum Hellabrun í München hreinsar fjaðrir sínar. Með hálsinum myndar hann töluna átta, eflaust af ásettu ráði í tilefni af því að myndatökuna bar upp á hinum merka degi 8. ágúst 2008, en dagsetningar sem innihalda svo margar áttur eru ekki á hverju strái. Fuglinum var eflaust fögnuður í hug vegna setningar Ólympíuleikanna í Kína, en þar þykir átta mikil happatala. Hann gæti líka hafa verið upprifinn yfir fjölgun í flæmingjahópi dýragarðsins, en á síðustu tveimur mánuðum hafa sex ungar fæðst. Þegar ungarnir fæðast eru þeir gráir að lit, en þegar þeir verða nógu þroskaðir til að snæða saltvatns- rækju og þörunga fá fjaðrir þeirra rauðbleikan lit eins og foreldranna. Reuters Áttavilltur flæmingi? Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is UTANRÍKISRÁÐHERRA Banda- ríkjanna, Condoleezza Rice, hvatti í gær rússnesk stjórnvöld til að draga strax herlið sitt frá uppreisnarhér- aðinu Suður-Ossetíu í Georgíu. Rússar sendu í gær herlið, stutt skriðdrekum og flugvélum, til að að- stoða aðskilnaðarsinna á svæðinu og harðir bardagar voru á milli stjórn- arhers Georgíu og Rússa. Aðilar kenna hvor öðrum um upp- tökin. Vladímír Pútín, forsætisráð- herra Rússlands, sem er á Ólympíu- leikunum í Beijing, varaði Georgíu- menn við og sagði að árásum af þeirra hálfu yrði svarað. Rússneskir friðargæslumenn hefðu fallið og það væri hörmulegt. „Við höfum sent þungavopn og stórskotalið á vettvang og skriðdrek- um hefur verið fjölgað,“ sagði Pútín. Óttast er að stórstyrjöld sé að hefj- ast og yrði það að sjálfsögðu ójafn leikur. Rússar eiga m.a. 23.000 skrið- dreka en Georgíumenn eiga um 130 skriðdreka. Loftárásir á herstöðvar Mikhail Saakashvili Georgíufor- seti segir að Rússar hafi byrjað átök- in og hafi þeir viljað nýta sér að flest- ir leiðtogar heimsins væru í Beijing og fjarri heimahögum sínum. Banda- ríkin og önnur vestræn ríki reyna ákaft að miðla málum, að sögn Rice. Rússar hafa að sögn Georgíumanna gert loftárásir á Gori og herstöðvar í landinu og fullyrða Georgíumenn að þeir hafi skotið tvær herþotur þeirra niður en því neita Rússar. Héraðið Suður-Ossetía er að meirihluta byggt þjóð sem talar aðra tungu en Georgíumenn og upp úr 1990 slitu íbúar þess sig í reynd lausa. Sams konar ástand er í öðru héraði Georgíu, Abkhazíu, þar hafa Rússar einnig friðargæslulið og flestir Abkhazar hafa fengið rúss- nesk vegabréf. En í báðum héruðum búa minnihlutahópar Georgíumanna sem vilja áfram tilheyra móðurland- inu. Saakashvili hefur heitið því að tryggja að héruðin tvö verði áfram hluti ríkisins. Hann bauð fyrir skömmu Suður-Ossetíu samning um aukið fullveldi innan Georgíu en því boði var hafnað. Yfir helmingur Suður-Ossetíu- manna hefur nú rússneskan ríkis- borgararétt. Sagði Dmítrí Medved- ev, forseti Rússlands, í gær að sér bæri skylda til þess samkvæmt stjórnarskrárákvæðum að verja alla rússneska borg- ara. Georgíumenn hafa sótt um aðild að Atlantshafs- bandalaginu, NATO, í mikilli óþökk Rússa en landið var í meira en tvær aldir hluti Rússaveldis, síðar Sovétríkj- anna. Telja Rússar að fái Georgía að- ild að NATO sé það merki um ásælni Vesturveldanna sem vilji þrengja að Rússlandi á hefðbundnum áhrifa- svæðum þess. Einnig líkja Rússar uppreisnarhéruðunum við Kosovo og segja að þau hafi sama rétt til sjálfstæðis. Rússar dragi innrásarlið sitt á brott Vestræn ríki reyna ákaft að miðla málum í deilunum um Suður-Ossetíu Mikhail Saakashvili          !!"!# $ $   % &   ' (  ) *"+,    -. ,% !!#%- /   , 0,   ,-    %  "+   -   '    1 23  3   "  )$4 $.     4 ,  4- #5%  )63 3- 7, ,  , -   , -'                              !  "     # !   (    %    ,-,    3   8, -   4 - . -  (  ' &,  .    %&'&()%%*+,   $!   /  83     %! 8, -  &$ ' ( )*+ + ,*+ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.