Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 23 MENNING Safnasafnið við Svalbarðs-strönd í Eyjafirði stendurvið þjóðveginn og vekur forvitni og laðar inn í húsakynnin vegfarendur sem á sumrin sjá þar glaðlega „móttökunefnd“ ut- anhúss: fólk af ýmsum stærðum og gerðum í útfærslu Ragnars Bjarnasonar alþýðulistamanns. Í fjölbreytni sinni bjóða þær alla flóru mannanna velkomna og slá jafnframt tóninn fyrir andrúms- loft og áherslur safnastarfsins.    Þetta vinalega safn er afurðhugsjónastarfs og alúðar hjónanna Níelsar Hafstein mynd- listarmanns og Magnhildar Sig- urðardóttur geðhjúkrunarfræð- ings sem hafa rekið það í 11 ár án fastra tekna en með sívaxandi stuðningi frá opinberum aðilum, fyrirtækjum og einkaframlögum. Starfsemin fer fram í þremur samtengdum húsum; í glæsilegri nýbyggingu auk tveggja húsa er tengjast menningarsögu Sval- barðsstrandarhrepps nánum böndum. Annað er heimili hjónanna en þar var áður starf- ræktur barnaskóli og haldnar ýmsar samkomur, hitt er gamla kaupfélagið. Safn og heimili fléttast því saman og persónuleg nærveran ljær safninu sérstakt yfirbragð í formi hlýlegs viðmóts hjónanna ekki síður en í ræktarlegum gróðri innanhúss (takið eftir bleiku og gulu Hawaii-rósunum!) og í garði sem sjónrænt (með gluggum) og hljóðrænt (með lækjarniði) er samþættur safn- rýminu. Einnig má fá nasasjón af heimilisrými hjónanna í gegnum glugga á milli húsa en slík skör- un einkarýmis og opinbers safn- rýmis er mjög óvenjuleg. Safn- eignin, að viðbættum gjöfum, er sprottin af söfnunarástríðu þeirra hjóna en þess má geta að Níels hóf að sanka að sér vísi að „byggðasafni“ þegar sem ung- lingur í sveit.    Viðmót safnsins mótar reynslusafngesta. Í samtali við und- irritaða lýsir Níels þeirri um- breytingu sem hann sjái stundum á safngestum er virka þreytuleg- ir í upphafi heimsóknar en fara frá safninu endurnærðir og áhugasamir líkt og eftir „vítamín- sprautu“. Stafsemin lýtur einkum að alþýðulist og iðnaðarvöru svo sem brúðusafni og leikfangasafni en „með ívafi framsækinnar myndlistar sem tekur mið af safninu, eign þess og umhverfi“ eins og Níels greinir frá. Fram- setning safngripa og sýninga er til þess fallin að má út hefð- bundin mörk milli „alþýðumenn- ingar“ og „hámenningar“ og búa til afslappað andrúmsloft þar sem allir geta fundið sig á skapandi hátt. Svo virðist sem safngestir, sem annars sýna samtímamyndlist og söfnum lítinn áhuga og bera fyrir sig skilningsleysi, njóti áreynslu- laust þess sem Safnasafnið býður upp á. Ef til vill vegna þess hvernig þar skarast list lærðra sem leikra – sem minnir jafn- framt á að myndlistin sækir gjarnan í brunn alþýðlegs hand- verks og óheftrar tjáningar barna eða geðfatlaðra, og einmitt þetta allt er á boðstólum á sýn- ingum safnsins til 12. október.    Sjá má verk eftir ýmsa mynd-listarmenn. Í gryfju á neðri hæð safnsins hefur Aðalheiður S. Eysteinsdóttir skapað „lifandi“ fjárréttarstemmningu úr viði og ýmsum fundnum hlutum. Hinar samsettu fígúrur kallast á vissan hátt á við samklipp úr plasthúð- uðum þakjárnsafgöngum eftir iðnaðarmanninn Óskar Beck á efri hæðinni. Þar setja verk Rósu Sigrúnar Jónsdóttur einnig skemmtilegan svip á rýmið og á sýningu Gjörningaklúbbsins undir hinni viðeigandi yfirskrift, „Gest- risni“, blandast t.d. kleinur, lopi, gæruskinn, skotthúfa og silf- urskúfur saman við nælon, neon og stórisa, auk menningaráhrifa úr austurvegi eða frá Afríku. Hugurinn hvarflar til Herðu- breiðarverka nævistans Stórvals þegar staðið er inni í eins konar snjóhettu í verkinu Fjallkona sem vissulega er býsna herðabreið. Í Svalbarðsstrandarstofu og í sal með innréttingum og munum úr aflagðri verslun Ásgeirs G. Gunn- laugssonar og Co. (sem komin er frá Reykjavík) eru einnig sýn- ingar sem lýsa skapandi samspili þess sem nýtt er og gamalt í hand- og hugverki.    Lifandi þræðir tengja samanallar þessar sýningar, hvort sem um ræðir verk atvinnu- eða áhugafólks. Safnið er í marghátt- aðri samræðu við samfélagið. Hvað snertir nánasta umhverfi má nefna forláta teppi úr þæfðri ull sem safnið fékk að gjöf frá leikskólabörnum á Svalbarðseyri með mynd af safninu eins og það blasir við frá eyrinni. Á neðri hæð eru sýningar á afurðum ár- legra samstarfsverkefna safnsins og grunnskólabarna á Svalbarðs- eyri og á Grenivík og er þar sýn barnsins framlag til merkingar- starfs safnsins. Hugmyndaauðgi og sköpunargleði sjást einnig í verkum ýmiss hagleiksfólks og má þar nefna frumlega skreytta geisladiska Jóhönnu Bjarnadóttur frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Huglistar-hópurinn frá Akureyri og einkar tjáningarrík verk Ingv- ars Ellerts Óskarssonar eru til sýnis í tengslum við þátttöku Safnasafnsins í „List án landa- mæra“ en Ingvar glímdi á sinni ævi við geðklofa. Í Safnasafninu er leitast við að draga fram skapandi neista ein- staklingsins í samfélagslegu sam- hengi og bent á hvernig hin ýmsu svið mannlífsins geta sameinast í slíkum neista. Jafnframt er safnið sjálft frjór jarðvegur hins sam- félagslega sköpunarkrafts – og það mitt í fjarðarfegurðinni. annajoa@simnet.is Skapandi skörun rýma AF LISTUM Anna Jóa » Framsetning safn-gripa og sýninga er til þess fallin að má út hefðbundin mörk milli „alþýðumenn- ingar“ og „hámenn- ingar“ og búa til af- slappað andrúmsloft þar sem allir geta fundið sig á skapandi hátt. Rík tjáning Ingvar Ellert Óskarsson og ein af myndum hans á sýningu í Safnasafninu (manneskjan á myndinni ver fuglinn í brjósti sínu). Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is MÚLASTOFA, menningarsetur Jóns Múla og Jónasar Árnasona, verður opnuð í Kaupvangi á Vopnafirði í dag kl. 14. Í tengslum við Múlastofu er nú í fyrsta sinn efnt til menningarhátíðar, sem á að verða árviss viðburður, og ber hátíðin það viðeigandi nafn, úr einum ástsælasta texta Jónasar: Einu sinni á ágústkvöldi. Magnús Már Þorvaldsson, menningarmálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps, segir hugmyndina að opnun Múla- stofu byggða á því að þeir bræður voru Vopnfirðingar og þar stendur Kirkjuból, hús foreldra þeirra, enn. „Ég flutti hingað til Vopnafjarðar frá Þórshöfn haustið 2002. Ég komst þá fljótlega að því að þessir andans bræður hefðu fæðst hér og fór brátt að garfa í málinu. Áður en langt um leið hafði ég fengið sveitarstjórann og sveitarstjórnina á sveif með mér, og var svo heppinn að ná í Björn G. Björns- son sem er meistari í þeim fræðum að hanna sýningar.“ Listræn upplifun í Múlastofu „Við viljum bera áfram til komandi kynslóða hversu stórmerkilegir þessir bræður voru, og það sem eftir þá liggur. Við setjum setrið þannig upp að flutningur tónlist- ar, leiklistar og annars listræns efnis verður mjög fyr- irferðarmikill. Við verðum með stórar myndir sem gaman er að skoða, texta þeim tengdan og svo auðvitað tónlistina þeirra, upplestur og annað sem kemur til með að auka áhrifin. Þarna verða líka munir sem fjölskyldur þeirra hafa lánað, eins og trompet Jóns Múla, ritvélin hans Jónasar og Lenínstyttan hans Jóns. Þetta eru munir sem til- heyra þeirra sögu.“ Magnús Már segir opnun Múlastofu stóran áfanga, en þó sé stærsta verkið eftir. „Við eigum eftir að þróa þetta inn í framtíðina. Við þurfum til dæmis að leita uppi ýmiss konar efni sem þeir sem hingað sækja geta hagnýtt sér. Til þess erum við með grúsk-herbergi fyrir þá sem vilja læra meira um verk og sögu bræðranna. Við verðum með nót- ur að lögum Jóns og leikrit og texta Jónasar, en þurfum að leita fanga víð- ar. Ríkisútvarpið er lykilaðili í þessu sambandi og hefur veitt okkur dygga aðstoð. Allt þetta er framtíðarsinfónía fyrir okkur.“ Leggja af stað í langferð Þegar Magnús Már er spurður hvernig Vopnfirðingar hafi tekið verkefninu spyr hann að bragði hvort hann eigi að vera heiðarlegur. „Ég veit ekki hvort þeir skynja ennþá hversu merkilegt setrið er. Ráðamenn gera það og hafa stutt þetta með stolti. En hinn almenni Vopnfirðingur virðist ekki vera búinn að kaupa það ennþá hvað Múla- stofa getur þýtt, bæði í menningarlegu tilliti og í ferða- þjónustu. En það á eftir að koma seinna þegar fólk er búið að ganga þar um gólf og sjá hvaða stórvirki hefur verið unnið þarna, og íhuga möguleikana til fram- tíðar. Komið er síðan að stórviðburði í kvöld, þegar hin eiginlega tónlist- arhátíð, Einu sinni á ágústkvöldi, hefst. Eyþór Gunnarsson kemur með stór- sveit sína, sem hann setti saman bein- línis vegna þessa viðburðar til að spila lög Jóns Múla og Jónasar. Annað kvöld verða heimamenn með dagskrá. Þá fer nú fólk vonandi að tengja og sjá að það er heilmikið í kringum þetta. Við erum að leggja af stað í langferð,“ segir Magnús Már. Einu sinni á ágústkvöldi Bræðurnir Jón Múli Árnason og Jónas Árnason. Múlastofa Jóns Múla og Jónasar Árnasona opnuð á Vopnafirði Jón Múli og Jónas Árnasynir áttu með sér einstaklega frjótt samstarf á tíu ára tímabili er þeir sömdu einhverja vinsælustu söng- og gamanleiki sem hér hafa komið fram. Samvinna þeirra að leikritagerð hófst árið 1954 er Ríkisútvarpið frumflutti gamansöngleik þeirra Delerium Búbónis, rétt fyr- ir jólin. Báðir voru bræðurnir skrifaðir fyrir textanum, Jón Múli hafði að sjálfsögðu samið lögin en Jónas söngtextana. Á þessum árum var Ríkisútvarpið öflugur leikmiðill og vakti leikurinn mikla athygli og var fljótlega endurfluttur. Hann var síðan leikinn í Iðnó 1959 í talsvert breyttri mynd. Næst kom Rjúkandi ráð, haustið 1959, þá Allra meina bót 1961 og loks Járnhausinn í Þjóðleikhúsinu 1965. Öll hafa þessi verk bræðranna verið flutt á sviði um allt land, ótal sinnum. Bræðurnir nutu einnig farsæls starfsferils hvor í sínu lagi. Jónas var rit- höfundur og alþingismaður um árabil. Jón Múli var þulur í Ríkisútvarpinu, djassmaður og kennari við djassdeild Tónlistarskóla FÍH. Bræðralag Í dag Kl. 14 Múlastofa opnuð. Kl. 20 Stórsveit Eyþórs Gunn- arssonar leikur lög Jóns Múla í Miklagarði. Á morgun Kl. 20 Samkór Vopnafjarðar, Húnarnir og hljómsveit Pálma Gunnarssonar, Park Projekt, í Kaupvangi. Dagskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.