Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 31 Valdaþorsti? Suma þyrstir í völd og áhrif, aðra kannski bara í gos. Svo mikið er víst að í Stjórnarráðinu verður gosþorstanum svalað á næstunni. Golli Blog.is Hallur Magnússon | 8. ágúst Alvarleg viðvörun til Framsóknar- flokksins! Það að Framsóknar- flokkurinn í Reykjavík skuli einungis fá 2,1% fylgi í skoðanakönnun um fylgi flokkanna í borgstjórn Reykjavíkur er alvarleg viðvörun til Framsóknarflokksins á landsvísu! ... Málefnaleg staða flokksins í Reykja- víkurborg er sterk. Borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík er sterkur. Það dugir ekki til fylgis. Skýringuna hlýtur að vera að leita annars staðar og þá í landsmálunum. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir það að Framsóknarmenn hafi í gegnum tíðina leikið lykilhlut- verk í að halda uppi atvinnustigi og velferð á Íslandi og að flokkurinn hafi réttilega gagnrýnt efnahagsstefnu nú- verandi ríkisstjórnar, þá hefur flokk- urinn ekki náð að koma fram af þeim styrk og þeirri festu sem nauðsynleg er til að kjósendur hafi traust á flokknum til að leiða enn einu sinni uppbyggingu atvinnulífs og velferðar. Núverandi flokksforysta Framsókn- arflokksins hefur haustið til að snúa þessari þróun við. Ef flokksforystunni tekst það - þá er flokkurinn kominn á beinu brautina íslensku þjóðinni til heilla. Ef flokksforystunni tekst það ekki þá þarf að skipta henni út á næsta flokksþingi og fela ungu kyn- slóðinni í flokknum að taka við. Fram- tíðin á nefnilega að vera hennar! Meira: hallurmagg.blog.is Í grein Einars Bene- diktssonar og Jónasar Haralz í Morg- unblaðinu 8. ágúst segir m.a. að eðlilegt sé að Seðlabankinn geri sjálf- ur grein fyrir því hvernig endurbæta megi núverandi fyr- irkomulag peninga- mála. Enn fremur seg- ir: „Þetta hefur bankinn ekki gert í greinargerðum sínum fram að þessu, sbr. síðustu skýrslu bankans, Peningamál 2008, 2, og fyrri skýrslur af sama tagi.“ Sé með þessu gefið til kynna að Seðla- bankinn hafi látið hjá líða að gera eitthvað sem honum bar að gera þá er misskilningur á ferð. En þessi orð urðu mér tilefni til að benda á erindi sem ég flutti í maí sl. og birt var á heimasíðu Seðlabankans. Þar held ég því fram að æskilegt sé að fleiri en Seðlabank- inn styðji við verð- bólgumarkmiðið. Leyfi ég mér að birta hér tvær málsgreinar úr er- indinu. Í þeim er reyndar ekki að finna tillögur um nýtt fyrirkomulag pen- ingamála, en lesendur efnis frá Seðlabank- anum munu kannast við að bankinn hafi oft fjallað um atriðin sem nefnd eru. „Það að halda aftur af verðbólgu er ekki auðleyst vandamál. Síðustu ár hafa ýmsir kraftar lagst á sveif með þensluöflunum og þar með verðbólgu- hættunni. Framkvæmdirnar á Aust- urlandi eru gjarnan nefndar enda voru þær óvenjustórar. Þær komu þó ekki á óvart og hefðu einar sér ekki valdið verulegum verðbólguþrýstingi. Aðflutt vinnuafl hjálpaði til. Öðru máli gegndi um stóraukna almenna eft- irspurn. Það að halda verðbólgu ná- lægt 2,5% hefði verið auðveldara við- fangsefni hefði eftirspurn verið minni. Hún var mikil vegna hækk- unar launa, lækkunar skatta, mikillar bjartsýni, m.a. vegna hás atvinnu- stigs og ekki síst greiðs aðgangs að löngum lánum með vöxtum sem um tíma fóru lækkandi. Þegar boðaðar höfðu verið rýmri lánareglur Íbúða- lánasjóðs töldu bankar að sér vegið og tóku að keppa á veðlánamarkaði sem kunnugt er. Hvort tveggja var óheppilegt, að reglur Íbúðalánasjóðs skyldu rýmkaðar þegar spenna hafði myndast í hagkerfinu og að bankar skyldu fara offari í veitingu íbúðalána sem að talsverðu leyti runnu til neyslu. Því veikara sem aðhaldið er á öðrum sviðum því harðara aðhald þarf Seðlabankinn að veita því hon- um ber að keppa að því að halda verðbólgu nálægt markmiðinu 2,5%. Þá hefði það einnig hjálpað til ef fyrr hefðu komið fram upplýsingar um hversu kröftuglega þjóðarskútan sigldi upp úr öldudalnum sem hún lenti í upp úr aldamótunum. Seðla- bankinn, eins og aðrir, býr ávallt við óvissu um þróun í framtíð, matið á stöðunni á líðandi stund og því miður einnig um þróun nýliðinna ára. Von- andi tekst að finna leiðir til að bæta vísbendingar um hagþróun. Líklega vilja allir hafa hér litla verðbólgu. Markmið sem Seðlabank- anum hefur verið falið að stefna að er að hún sé að jafnaði um 2,5%, líkt og í helstu viðskiptalöndum okkar. Stundum má draga þá ályktun af um- ræðunni að þetta sé of strangt mark- mið eða jafnvel að unnt sé að víkja því til hliðar um sinn. Sé það gert er hætt við að hærri verðbólga en ella festist í sessi, jafnvel að gam- alkunnug víxlverkun kaupgjalds og verðlags myndist á ný og valdi enn meiri verðbólgu en nú er. Þegar mörg öfl vinna gegn markmiðinu um litla verðbólgu er hætt við að nota þurfi tæki Seðlabankans þannig að það hafi óþægileg hliðaráhrif. Því er æskilegt að fleiri en Seðlabankinn taki ábyrgð á verðbólgumarkmiðinu. Stórfelldar launahækkanir eru t.d. óæskilegar ef hætt er við að þær flæði um allan launastigann þótt í fyrstu sé ætlunin að þær nái aðeins til lítils hóps. Bönkum ber að gæta hófs við lánveitingar og launþegum og lánþegum að fara vel með fé. Sparnaðarhneigð landsmanna mætti gjarnan vera meiri en hún er.“ Fyrirkomulag peningamála Eftir Eirík Guðnason » Sé með þessu gefið til kynna að Seðla- bankinn hafi látið hjá líða að gera eitthvað sem honum bar að gera þá er misskiln- ingur á ferð. Eiríkur Guðnason Höfundur er bankastjóri í Seðlabanka Íslands. Forsætisráðherra hefur lýst yfir áfanga- sigri ríkisstjórnarinnar við stjórn efnahags- mála. Sigurinn felst í því, að gengið hefur eftir sú ætlan rík- istjórnarinnar að ná að aðstoða stóru bankana þrjá við að sýna hagn- að við erfiðar ytri að- stæður á lánamarkaði heimsins. Aðþrengdir íslenskir bankar um lausafé hafa náð að sýna undraverðan árangur í rekstri með því að gengisfella krón- una um 40% á nokkrum mánuðum án afskipta Seðlabanka og skapa í leiðinni verðbólgu sem mælist tæp 14% á ársgrundvelli, sem hefur gef- ið af sér gríðarlega aukningu í vaxtatekjum. Viðskiptavinir bank- anna sjá síðan ótrúlega hækkun á höfuðstól á verðtryggðum lánum sínum sem og lánum í erlendri mynt. Jafnframt þessu hefur stórlega dregið úr viðskiptahalla þjóð- arbúsins. Gott og vel. Tvö markmið rík- isstjórnar Sjálfstæð- isflokks og Samfylk- ingar eru að nást. En hverjar eru afleiðing- arnar gagnvart al- menningi við að ná þessum árangri? Hægt er að grípa í gamalt slagorð úr kosningabaráttu frá síðustu öld og nota sem samnefnara fyrir afleiðingar efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart einstaklingum og fjöl- skyldum en það er leiftursókn gegn lífskjörum. Gera má ráð fyrir að efnahagsstefnunni sem nú er fylgt, sé í anda formanns bankastjórnar Seðlabankans, sem sagði fyrir nokkrum mánuðum síðan að „með illu skal illt út reka“. Að mati Seðla- banka og ríkisstjórnar, hafði al- menningur lengi lifað um efni fram, en alls ekki útrásarvíkingarnir. Skyldi því taka hart á þessari óráð- ssíu almennings sem hefur nú birst okkur í 20-30% kjaraskerðingu á aðeins örfáum mánuðum. Þetta er sannkölluð sjokkmeðferð sem al- menningur og fyrirtæki fá að finna fyrir nú um stundir. Það versta er þó að enginn veit hvað rík- isstjórnin er að gera eða ætlar sér að gera til að bæta ástand heimila og fyrirtækja í nánustu framtíð. Efnahagsstefna ríkisstjórn- arninnar sem felst í gamla trikkinu að fella gengið, er að sliga heimili og fyrirtæki á áður óþekktum hraða. Fjölskyldur sem þurfa að halda úti skuldsettu heimili og bíl eru að horfa upp á eigið fé brenna upp með ógnarhraða. Rekstrarkostn- aður rýkur upp, matur, eldsneyti, afborganir og annar tilkostnaður við að sjá fjölskyldunni farborða er að verða mörgum ofviða. Hver er efnahagsstefna ríkistjórnarinnar gangvart almenningi? Hún er eng- in enn sem komið er og kannski orðið fullseint að koma með hana fram, sé hún á annað borð til. Ekki er hægt að búast við að Samfylk- ingin komi með lausnir þjóðinni til handa. Samfylkingin hagar sér eins og málfundafélag í stjórnarsam- starfinu. Allir hafa ráðherrar Sam- fylkingarinnar skoðanir á málefnum þjóðarinnar en mismunandi þó og þurfa að koma henni á framfæri við þjóðina, þannig að engin skilur lengur hver er stefna Samfylking- arinnar við að ná tökum á efnahags- vandanum. Þetta er ekki sú leið- sögn sem þjóðin á skilið. Stjórnmálamenn eru kosnir til að ráða för, sýna festu og hugrekki en ekki til að svala þörfum sínum fyrir hégóma og tildur er fylgir völdum. Í aðdraganda síðustu kosninga var gert lítið úr kosningastefnu Framsóknarflokksins sem birt var undir kjörorðunum „Árangur áfram, ekkert stopp“. Þar var útlist- uð leið til að mæta samdrætti sem óhjákvæmilega fylgdi lokum bygg- ingar álvers í Reyðarfirði og virkjun við Kárahnjúka. Mun meira vægi fékk stefna Samfylkingarinnar um Fagra Íslandi og þótti tímamótap- lagg. Í ljósi sögunnar er hægt að spyrja hvor kosningastefnan er raunsærri og nær sannleikanum? Hvorri stefnunni hefði verið betra að fylgja? Sjálfstæðisflokkurinn er alveg viss en Samfylkingin er enn á málfundi um það hvort stefnan um Fagra Ísland sé komin í gagnið eð- ur ei. Á meðan blæðir fjölskyld- unum út undir leiðsögn Sjálfstæð- isflokksins og Samfylkingarinnar. Leiftursókn gegn lífskjörum Eftir Guðlaug G. Sverrisson » Það versta er þó að enginn veit hvað ríkisstjórnin er að gera eða ætlar sér að gera til að bæta ástand heimila og fyrirtækja í nánustu framtíð. Guðlaugur G. Sverrisson Höfundur er formaður Framsókn- arfélags Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.