Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 33
lekanda og greindust á átta ára tímabili 1997-2004 eða um það bil 50 manns á hvoru tímabili. HIV- smituðum fjölgar einnig með hverju árinu sem líður. Smokk- urinn er eina kynsjúkdómavörnin og því er mikilvægt að fólk í áhættuhópum fyrir kynsjúkdóma noti smokka, en það er einkum ungt fólk. Við teljum líklegt að lækkun verðs á einu kyn- sjúkdómavörninni, smokknum, leiði til aukinnar notkunar, auk þess sem kynsjúkdómasmitum og unglingaþungunum fækkar. Þetta var einmitt eitt meginmarkmið okkar með verkefninu Sex-í-viku sem Ástráður var einn aðal- aðstandandi að nú á vormánuðum. Unglingamóttökur, líkt og þær sem reknar hafa verið með góðum árangri á Akureyri og í Hafn- arfirði undanfarin ár, eiga nú verulega undir högg að sækja. Ekki fást fjárveitingar til að standa undir þessari starfsemi, þrátt fyrir að sýnt hafi verið að þjónustan er vel nýtt af aldurs- hópnum sem henni var ætlað að þjóna. Ein meginástæðan fyrir því að þjónustan er ekki betur sótt, er sú að hún hefur lítið verið auglýst, auk þess sem það skortir áþreif- anlega fastmótaða heilbrigð- isáætlun fyrir aldurshópinn 15-24 ára, sem er í mestri áhættu varð- andi kynlíf og aukaverkanir tengd- ar því. Ef litið er til Íslands þá sjáum við að á síðustu 5 árum hafa verið framkvæmdar að meðaltali 193 fóstureyðingar á ári í aldurs- hópnum 15-19 ára. Þetta eru 3-4 fóstureyðingar á viku bara í þess- um aldurshóp. Við í Ástráði teljum þessa tölu vera allt of háa og telj- um að hægt sé að gera mun betur. Þann 1. mars 2006 var byrjað að greiða niður hormónagetn- aðarvarnir fyrir unglingsstúlkur á aldrinum 16 ára til og með 19 ára í Noregi. Þessar stúlkur geta valið sér getnaðarvörn en ríkið borgar fasta krónutölu á móti. Þetta eru 100 norskar krónur á 3 mánaða tímabili en þetta nægir fyrir 3 mánaða skammti af pillunni en ef stúlkun velur sér dýrari tegund verður hún að greiða mismuninn. Pillan er nú þegar lyfseðilsskyld hér á Íslandi og því lítið mál að taka upp svipað kerfi hér á landi. Heilbrigðisráðherra hefur orðið tíðrætt um mikilvægi forvarna og teljum við að hér sé kjörið tæki- færi til að sýna fram á að þetta séu meira en orðin ein. Við gerum okkur grein fyrir að niðurgreiðsla á smokkum og öðrum getn- aðarvörnum mun ekki leysa vand- an en teljum að þetta sé stórt skref í rétta átt. Einnig viljum við sjá að heilbrigðisáætlun sem fjöl- margir, t.d. Guðrún Ögmunds- dóttir, hafa mælt fyrir verði sett í fullan gang og að unglinga- móttökur verði virkjaðar, í stað þess að loka þeim, eins og virðist vera tilhneigingin í dag. Höfundar eru læknanemar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 33 HIN svokölluðu Evr- ópumál eru komin á dagskrá. Og það heldur rækilega. Um nokkurt skeið hefur í fjölmiðlum vaxið ört sá hópur sem talar ákveðið fyrir því að við Íslendingar göng- um í Evrópusambandið. Hættum þessum fífla- látum segja menn, tök- um upp evru og hlekkj- um okkur við klettinn. Það tryggir sem kunnugt er stöðugleikann sem menn þrá svo heitt í timburmönnum útrásarinnar. Allir virðast í orði kveðnu vilja mál- efnalega og upplýsandi umræðu varð- andi tengsl Evrópu og Íslands. Sjálf- ur efast ég um að umræðan geti verið fullkomlega hlutlæg alla leið. Til þess er málið of margþætt og snýst þegar upp er staðið ekki síst um sjálfsvitund og tilfinningar. Það segir mér enginn hvað mér finnst. En, eins lengi og stætt er skulum við vera málefnaleg. Ein möguleg nálgun spurn- ingarinnar hvort skyn- samlegt sé fyrir Íslend- inga að æskja inngöngu í Evrópusambandið er að líta til sögunnar. Segir hún okkur eitt- hvað og hvað þá? Mannkynssagan: Þó okkur sé gjarnt að of- meta þær breytingar sem við upplifum sjálf er um það almenn sátt þegar fullyrt er að síðustu 200 ár af 10.000 árum menningarsögunnar hafi verið ár mikilla breytinga. Hugs- anlega mestu breytinga sem orðið hafa í þessari sögu. Breytingarnar lúta einkum að samgöngum og fjar- skiptum. Það eru samgöngur og fjar- skipti sem eru hreyfiaflið í hnattvæð- ingunni. Það er enginn staður á jarðkringlunni sem ekki er hægt að ná til á innan við sólahring og upplýs- ingar berast heimshorna á milli á nokkrum sekúndum. Í hnattvæðing- unni er ekki boðið upp á þann mögu- leika að vera áhorfandi, þar verðum við Íslendingar þátttakendur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Auð- vitað felast í hnattvæðingu hættur og þær af stærri gerðinni. En fyrst og fremst felast þó í hnattvæðingunni möguleikar fyrir okkur öll, Íslendinga sem aðrar þjóðir. Mörg af stærstu viðfangsefnum samtímans verða ekki leyst nema á heimsvísu. Evrópusam- bandið, með sitt fría flæði inn á við og rammbyggðu girðingar út á við, virð- ist ekki samrýmast því sem er já- kvætt og framsækið við hnattvæð- inguna. Öðru nær, í þessum skilningi er Evrópusambandið varnarsamtök um gömul forréttindi. Evrópusagan: Á margan hátt eru síðustu 500 ár tími Evrópu, á þessu tímabili verður heimurinn evrópskur. Bandaríki Norður-Ameríku urðu evr- ópsk. Vísindi og tækni ættuð frá Evr- ópu drifu hagþróun í öllum heims- álfum og kristin kirkja festi rætur. Margt bendir hins vegar til þess að „sumur Evrópu séu nú hin fegurstu liðin“. Hjáleigurnar hafa víða vaxið óðalinu yfir höfuð. Þetta gerist alls staðar, bæði í íslenskum sveitum og í stóru mannkynssögunni. Evrópa hef- ur alltaf verið og verður vonandi alltaf einhver besti staður sem um getur. Það eru hins vegar önnur svæði heims sem eru líklegri til stórræða á 21. öld- inni og því sem henni fylgir. Svæði þar sem fleiri búa og löndin eru stærri. Land er einmitt eitt sem Evr- ópu skortir, annað er aðgangur að sjó. Ef illa færi í samskiptum Íslendinga og vina okkar og frænda í Evrópu er sjálfsagt að minna á að markaðir sem kynnu að tapast í Evrópu þá má vinna upp annars staðar. Það aðgengi að sjó og landi sem Evrópa fengi með inngöngu Íslands í Evrópusambandið getur hún ekki fengið annars staðar. Íslandssagan: Ekki er allt ýkja- björgulegt í rúmlega 1100 ára þjóð- arsögu okkar Íslendinga. Oft furðar maður sig á kímnigáfu þessa norræna fólks sem á opnum skipum fauk yfir Atlantshafið til þessarar eyju sem einn úr hópnum í geðvonskukasti uppnefndi Ísland. Löngum stundum hefur þetta verði óttalegt basl. Á þessu hefur þó orðið breyting. Það er ekki margir staðir þar sem 20. öldin gerði jafnmargt gott og á Íslandi. Á þessari öld, sem jafnframt er öld þjóðfrelsis og sjálfstæðis Íslendinga, breytist Ísland frá því að vera í upp- hafi aldarinnar fátækasta land Evr- ópu í að vera einn besti staður ver- aldar. Þetta er svokölluð söguleg staðreynd. Blessuð tæknin hentar fáum betur en þeirri þjóð sem byggir Ísland. Fyrir hennar tilstilli fer Ís- land býsna langt með að mega kallast sælureitur. Mér sýnist að þær fórnir sem eru því samfara að velja sér Ís- land til búsetu hafi þegar verið færð- ar. Það gerðu mestan part formæður okkar og -feður. Ávinningurinn af þessu ráðslagi bíður afkomendanna og annarra þeirra sem kjósa sér Ís- land sem heimili. Þrjár smáskissur eins og hér að framan segja að sjálfsögðu ekki alla söguna. Höfundur þessara orða dreg- ur upp þær myndir sem falla að ákveðnum hugmyndum. Þannig er það alltaf, alls staðar. Ofsatrúarmenn gleyma stundum að taka þetta fram. Niðurstaða mín er þessi: Möguleikar Íslendinga eru fágætir. Sjálfstæði, al- menn velmegun, raunverulegt lýð- ræði, ríkidæmi, menntun og víðsýni gætu einkennt okkar ferð og verið þar skýrari einkenni en á því ferða- lagi sem bíður Evrópu. Við skulum ekki gera neitt sem minnkar líkurnar á því að þetta verði að veruleika. Evrópa í sögulegu samhengi Björn Vigfússon skrifar um Evr- ópumál »Möguleikar Íslend- inga eru fágætir. Sjálfstæði, almenn vel- megun, raunverulegt lýðræði, ríkidæmi, menntun og víðsýni gætu einkennt okkar ferð … Björn Vigfússon Höfundur er framhaldsskólakennari á Akureyri. Vorum að fá í sölu vandaðan nýjan 109 fm sumarbústað á eignarlóð. Húsið afhendist fullfrágengið að utan. Þakefni er steinn. Allir gluggar og útihurðir úr Maghony. Að innan er húsið tilbúið undir klæðningu og innréttingar. Allt efni til klæðninga og milliveggja er á staðnum ásamt innihurðum (hvíttaður panell í loftum, hefðbundin tvöföld klæðing á útveggjum og innveggjum). Allir milliveggir uppsettir og einföld klæðning að hluta. Steyptir sökklar og botnplata, gert ráð fyrir gólfhita. Rafmagn og vatn komið í hús. Rotþró frágengin. Búið að skipta um jarðveg á bílastæðum fyrir 3-4 bifreiðar. Bústaðurinn skiptist í: forstofu, þrjú svefnherbergi, gestasnyrtingu, eldhús, stofu, baðherbergi og geymslu. Húsið er sérlega vandað Danskt timburhús. Einnig stendur til boða að fá sumarbústaðinn fullfrágenginn að innan ásamt verönd ef þess er óskað. Stórkostlegt útsýni frá bústaðnum yfir Þingvallavatn og góð fjallasýn. Malbikaður vegur alla leiðina frá Reykjavík að sumarbústaðarbyggðinni. Akstur frá Reykjavík er um 45 mínútur. Læst rafstýrt hlið er inn á svæðið. ÁHUGASAMIR VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÆMUND Í SÍMA 898 2817 (er á svæðinu) VIÐ ÞINGVALLAVATN GLÆSILEGUR SUMARBÚSTAÐUR TIL SÝNIS Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013jöreign ehf Kristinn Valur Wiium sölumaður s. 896-6913 Ólafur Guðmundsson sölustjóri s. 896-4090 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HELDUR betur hefur lifnað yfir tón- listarlífinu undanfarna tvo til þrjá áratugi. Um 100 tónleikar voru haldnir í desember 2007 og tónlist- arhátíðir eru í hverju landshorni, svo dæmi séu nefnd. Nú er Reyk- holtshátíð nýlokið með vandaðri dag- skrá að venju og góðri aðsókn. Glæsi- legir kammertónleikar vöktu athygli, þekktur tenór frá Bandaríkjunum, Donald Kaasch, brilleraði meðal ann- ars í íslenskum sönglögum og aufúsu- gestirnir í Kór heilags Basils frá Moskvu, með raddfagurri söngkonu sem viðbótareinsöngvara, áttu frá- bæra daga, bæði á höfuðbólinu gamla og fyrir norðan. Stefnir í að þeir heimsæki okkur aftur á næsta ári og að þannig verði til hefð sem Steinunn Birna Ragnarsdóttir, stjórnandi há- tíðarinnar, og húsráðendur Reyk- holtsstaðar geta verið stolt af. Enginn vafi leikur á því, í þessari gósentíð tónlistar, að umfjöllun fjöl- miðla er ekki í samræmi við umsvifin. Vissulega eru birtar fréttir eða fréttatilkynningar, jafnvel viðtöl við tónlistarfólk en ýmislegt stingur um leið í augu (og eyru). Almennt er of lítið um hvers konar umfjöllun um listræna hlið alls þessa tónleikahalds. Á ég þá við umsagnir, dóma og um- ræður. Sjónvarpið sinnir tónleikum of sjaldan og of lítið, nema helst sumum sem haldnir eru í Reykjavík og þá að- allega í símskeytastíl, e.t.v. að Listahátíð slepptri. Morgunblaðið er hætt að senda gagnrýnendur út á land og hefur skorið niður rými þeirra í blaðinu. Önnur blöð fjalla helst um dægurtónlist og engin út- varpsstöð nema Rás 1 flytur ferskt tónlistarefni nema í dægurdeildinni sem er vissulega víð og merkileg um margt. Auðvelt er að bera við fjár- skorti því ekki er um áhugaleysi les- enda eða hlustenda að ræða. Um það vitnar aðsóknin að öllum tónleikum landsmanna. Raunveruleg ástæða er líklega miðlunarstefna (eða -stefnu- leysi?) sem tekur mið af því mati eig- enda og/eða stjórnenda að þessi hluti menningar sé mun lítilvægari en víð- feðm umfjöllun um t.d. íþróttir, frægt fólk, bíla eða fjármálaheiminn og er þá ekki gert lítið úr nauðsyn þess að sinna áhugamálum sem flestra. Ekki varð neinn var við nokkurn þann fjöl- miðlamann við vinnu í Reykholti sem kynni að gera einhverju sem þar fór fram listræn skil. Að sjálfsögðu er fjölbreytni og fjöldi tónleika slíkur að ekki er hægt að sinna öllu en einhver skekkja er án efa í því mannrækt- arstarfi sem fjölmiðlar ættu að sinna í þessum efnum. ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON, Fannafold 132, Reykjavík. Betur má ef duga skal Frá Ara Trausta Guðmundssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.