Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 37 sögðu mér bara að vera róleg því kon- urnar tvær sem stóðu við götuhornið og biðu rólegar pössuðu þig þangað til við kæmum. Auðvitað þekkti allt fólk- ið í nágrenninu barnafjölskylduna frá Íslandi. Ég man svo vel hvað þær horfðu með mikilli hrifningu á ykkur litlu krílin. Við komum með leikföng og það var gaman að fylgjast með þér þegar mamma þín var að segja þér að þessi leikföng væru fyrir litlu börnin en hin fyrir þig til að leika þér með þegar tvíburarnir væru sofandi. Það var alveg yndisleg sjón að horfa á þig svona kotroskinn að tala um litlu börnin og sjálfur svo lítill, enda voruð þið oft kölluð þríburarnir okkar á milli í fjölskyldunni. Árin líða við leik og störf og fram- tíðin er björt. En skyndilega breytist allt. Enginn er undir það búinn að takast á við þennan illvíga sjúkdóm. Nú er hann farinn frá okkur fallegi frændi minn. Hann gaf okkur svo mikið með jákvæðni, hugrekki, bar- áttuvilja og ekki má gleyma kímnigáf- unni sem kom svo sterkt fram í skrif- um hans á netinu. Minningin um Bjarna Pál mun lifa í hjörtum okkar. Megi góður Guð styrkja ykkur öll í sorginni. Hvíl í friði, gullið mitt. Daði og Halldóra afasystir. Bjarni Páll, stóri bróðir bestu vin- konu minnar, er látinn. Ég trúi þessu ekki ennþá, að svo hress og góður strákur fái þessi örlög. Hann sem átti tvítugsafmæli fyrir örfáum mánuðum en þrátt fyrir veikindin hélt hann flott partí fyrir nokkra vini sína og þá sá maður hversu lífsglaður hann var. Það sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um hann Bjarna er hversu stutt var alltaf í brosið hjá honum og að hann hafði svo ótrúlega gaman af öllu og þá sérstaklega því sem hann gerði með skátunum. Þegar ég hugsa út í það, þá man ég ekki eftir að hafa séð Bjarna Pál í vondu skapi, hrein- lega eins og það væri ekki til í honum. Sumt er bara svo óskiljanlegt í þessu lífi að maður verður hálfdofinn við tilhugsunina. En eitt er víst að Bjarni lifði ótrúlega góðu lífi þótt ekki væru árin fleiri en tuttugu. Minning Bjarna Páls lifir lengi og bið ég Guð að styrkja fjölskyldu og vini hans á þessum erfiðu tímum. Elsku Droplaug, Kristján, Anna Björk, Birkir, Baldvin og aðrir ætt- ingjar, ég samhryggist ykkur inni- lega. Sigrún. Það er með miklum trega að við kveðjum Bjarna Pál Kristjánsson sem lést þriðjudaginn 15. júlí eftir erf- ið veikindi. Bjarni Páll var einn af fyrstu nemendum sem lærðu á fiðlu í Tónskólanum Do Re Mi og stundaði hann fiðlunámið í nær áratug. Hann tók þátt í tónleikum og samleik sem fyrir hann var lagt og setti það ekki fyrir sig þó oft lékju yngri krakkar með. Systkini Bjarna Páls, þau Anna Björk og Birkir, voru einnig við nám við skólann, bæði á píanó. Það er minnisstætt er þau léku saman á jóla- tónleikum, Anna Björk og Birkir fjór- hent á píanó og svo Bjarni Páll á fiðl- una. Foreldrar Bjarna Páls tóku mikinn og virkan þátt í foreldrafélagi skólans og var Droplaug þar í for- ystuhlutverki í fjölmörg ár. Bjarni Páll var mjög félagslyndur og æðru- laus og setti sinn svip á fiðludeildina með glaðlyndi sínu. Við kennarar Tónskólans Do Re Mi þökkum Bjarna Páli góð kynni og sjáum á bak góðum dreng sem var kallaður burt allt of snemma. Foreldrum og systkinum hans vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. kennara við Tónskólann Do Re Mi, Vilberg Viggósson skólastjóri og Ágústa Jónsdóttir fiðlukennari. Elsku besti Bjarni Páll, okkur langar til að þakka þér fyrir allar stundirnar sem þú gafst okkur. Þær voru svo ótrúlega góðar og við getum ekki komið því í orð hvað okk- ur þykir óendanlega vænt um þig. Þú ert svo góður, hugulsamur og subbu- lega fyndinn og gáfaður. Þú ert svo mikill húmoristi að þú gast gert grín að eigin veikindum svo að þetta varð léttara fyrir okkur öll. Til dæmis þeg- ar þú varst beðin um að gera eitthvað en glottir og sagðir: „Neibb, ég er með krabba,“ og skellihlóst. Þú ert manneskjan sem allir líta upp til og þú verður alltaf súperskátinn okkar. En við munum sakna þín og skáta- starfið verður aldrei samt án þín. Bryndís Silja, Gauti, Guðrún, Heimir, Hildur Birna, Katla Sigríður, Kristín María, Ragn- heiður Freyja, Snorri Steinn, S. Rakel, Snædís, Sif, Óli Björn, Laufey, Nanna og Þorvaldur. Það er erfitt að kveðja þig Bjarni Páll en dagurinn er runninn upp þar sem við þurfum að fylgja þér til hinstu hvílu. Þegar maður hugsar um tímann sem við áttum saman renna margar góðar minningar fram í huga okkar, minningar sem við munum aldrei gleyma. Þú varst einstakur strákur og hafðir mikinn húmor fyrir hlutun- um og náðir að töfra fram bros á öll- um á skringilegustu tímum. Það er svo margt sem maður skilur ekki, elsku Bjarni, en við erum ánægð með að núna ertu kominn á betri stað þar sem þú þarft ekki að berjast leng- ur við sjúkdóminn og þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Við munum að eilífu sakna þín, elsku Bjarni Páll. Brynjar, Hákon Þór, Andri Týr, Rakel Ósk, Anna Marta, Tinna María, Edda Karítas og Ester. Það er fimmtudagur og í dag kem- ur safnið fram. Við erum á leiðinni upp að Ásólfsstöðum, á móti safninu. Tilhlökkunin leynir sér ekki í aftur- sæti bílsins, í dag koma Bjarni Páll og tvíburarnir. Þetta var árleg tilhlökk- un, um réttahelgina skyldi ýmislegt skemmtilegt brallað. Á réttadags- morguninn vakna allir hressir þó að teygst hafi úr kvöldinu vegna langra sögustunda. Við sátum lengi saman og spjölluðum, stundum horfðum við á góða kvikmynd. Þegar við hittumst urðum við að einum stórum systkina- hópi. Jafnvel þegar við vorum lítil og langt hafði verið síðan við hittumst síðast þá small hópurinn alltaf strax saman. Hápunktur réttadagsins var heimreiðin. Eftir að hafa velst um í al- menningnum fram eftir degi hófst umræðan um hver skyldi tvímenna með hverjum þetta árið. Hver fengi að halda um taumana, hvaða hesti skyldi riðið? En réttirnar voru ekki eina tilefnið til samfunda. Þegar við hittumst settum við oft upp leikrit, ekki skorti hugmyndaflugið, hvorki í leikmyndagerð, búningahönnun né persónusköpun. Í kjölfar leikritanna fylgdu oft tónleikar. Eins og í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur skipti miklu máli að allir væru saman. En þó að misvel gengi að finna útsetningar fyrir þennan óvenjulega samansetta hóp listamanna þá léku þau sexhent á slaghörpuna; Anna Björk, Birkir og Helga. Jóhanna var blásaradeildin og Bjarni Páll og Dóra spiluðu iðulega saman á einu fiðluna sem tiltæk var. Nauðsynlegt var að þau héldu þétt- ingsfast utan um hvort annað til þess að tvíhöfðaði fiðluleikarinn gliðnaði ekki í sundur. Bjarni Páll lét ekki sitt eftir liggja að láta fiðluleikarann verða skoplegan og skemmtilegan en um leið færan á hljóðfærið. Þetta ein- kenndi í raun öll okkar samskipti við Bjarna Pál, hann var ljúfur og kátur og bæði gott og skemmtilegt að vera með honum hvort sem var í leik eða starfi. Þegar við komumst á ferming- araldur hófust mikil veisluhöld sem gáfu tilefni til fleiri samverustunda. Þetta voru kærkomin tækifæri til þess að styrkja vináttuböndin, góðar stundir sem við munum aldrei gleyma. Nú hefur verið höggvið skarð í hópinn sem ekki verður fyllt. Hæfi- leiki Bjarna til þess að lýsa lífinu á spaugilegan hátt átti ekki minnstan þátt í því að gera þennan hóp að því sem hann var. Nú stöndum við eftir fimm, við munum áfram mynda sam- heldinn hóp og verðum að gera okkar besta til þess að halda minningu Bjarna Páls á lofti. Við hlökkum til að fimmtudagurinn fyrir réttir renni upp. Systurnar á Hæli, Dórótea Høeg Sigurðardóttir, Helga Høeg Sigurðardóttir, Jóhanna Høeg Sigurðardóttir. Amma og lang- amma okkar er nú farin í óvissuferðina miklu. Afi Guðmund- ur bíður hennar vafalaust hinum megin og fagnar komu hennar. Margar minningar birtast við þessi tímamót enda var amma og lífið í kringum hana stór hluti af æskunni. Ávallt var farið á sunnu- dögum í langan bíltúr upp í Hæð- argarð þar sem amma og afi bjuggu. Hæðargarður var þá við austurenda Reykjavíkur og þótti bara allnokkurt ferðalag af Haga- melnum. Undantekningalaust var amma í eldhúsinu að galdra fram dýrindis kökur og fjölbreytta rétti. Allt var þetta gert fumlaust og með glaðværð enda stutt í dillandi hlát- urinn hjá henni. Eins og venja var á þeim tíma þá sinnti húsbóndinn at- riðum eins og spjalli við gesti og svo þurfti auðvitað að sinna pípunni góðu. Afi og amma voru afar dugleg að skoða landið okkar og tóku margar myndir á þeim ferðalögum. Hvern vetur var glærusýning úr ferðalög- unum. Mörg ferðalaganna voru vegna mikils laxveiðiáhuga afa og amma sá um að maturinn væri fyrsta flokks og þjónustan myndi slá út hvaða lúxusveiðihús í dag. Ekki er vitað hvort amma veiddi en að því var aldrei spurt í þá daga. Þau höfðu aðgang að litlu húsi á Vesturlandi sem hét Skógarsel. Það var gaman að koma þangað og þrátt fyrir fáa fermetra og skort á nú- tímaþægindum var enginn óánægð- ur. Eftir á að hyggja er ekki gott að átta sig á hvernig nokkrar fjöl- skyldur komust fyrir í húsi sem myndi flokkast sem gestakofi í dag en það var ómetanlegt innlegg í reynslubankann að kynnast nægju- seminni. Þarna sameinaðist stór- fjölskyldan og amma sá til þess að allt gengi snurðulaust af sínum ein- staka myndarskap. Síðar meir var gjarnan hópast í Munaðarnesið í sama tilgangi en það var önnur stemning. Amma stundaði að mestu heim- ilisstörf en vann um alllangt skeið á kaffistofu kennara við Menntaskól- ann í Reykjavík. Það var gaman að heimsækja ömmu þar en um hríð var það þannig að föðuramman bak- aði kleinur fyrir kennarana og á hverjum degi var farin ferð með kleinur frá annarri ömmunni til hinnar. Barnabarnið og ritari fékk gjarnan það hlutverk að sendast með kleinurnar inn og fékk að laun- um kökubita. Þarna voru margir lærðir menn og þurfti að umgang- ast þá með lotningu. Nokkrum ár- um síðar varð sendillinn einn af hin- um lærðu og amma stóð vaktina ennþá, nú gegnt skólastofu sendils- ins. Það var sérstakt ánægjuefni að öll börnin skyldu kynnast lang- ömmu sinni og tvö þeirra kynntust einnig Guðmundi langafa. Síðustu árin var minnið farið að gefa sig og hægt og sígandi minnkaði þróttur- inn. Í einni af síðustu heimsóknun- um kom langamma börnunum mjög á óvart þegar hún flutti hverja vís- una á fætur annarri og skemmti sér konunglega. Hún er eflaust hvíld- inni fegin en hennar er sárt saknað hérna megin. Örn, Guðrún, Ásgerður, Bragi og Sigrún Heba. Elskuleg amma mín hefur nú fengið sína hinstu hvíld. Efst í huga er þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt hana að, þakklæti fyrir hennar einstöku umönnun og hið góða skap sem smitaði út frá sér. En sjálf var hún þakklátust Unnur Guðjónsdóttir ✝ Unnur Guðjóns-dóttir fæddist í Reykjavík 9. apríl 1913. Hún lést 28. júlí sl. á hjúkr- unarheimilinu Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík. Útför Unnar fór fram frá Fossvogs- kirkju 6. ágúst sl. allra. Hún kunni að gefa, hvort sem um var að ræða gjafir eða af tíma sínum og góð- semi. Ég held að hún hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu sem nefnist vanþakklæti, á allri sinni lífsleið. Minningarnar eru margar og eru mér mikils virði. Samveru- stundirnar í Skógar- seli, þessum litla kofa sem rúmaði endalaus- an fjölda gesta og þar sem hún galdraði fram matmálstíð- ir úr litlum kolaofni, án rafmagns og rennandi vatns. Það voru ófáar ferðirnar sem ég fór að sækja vatn í Hítará sem síðan þurfti að sjóða. Ég var ekki laus við stolt yfir því að fá hlutverk í heimi hinna fullorðnu og það hvarflaði að mér að kannski myndum við ekki lifa af án hennar við þessar frumstæðu aðstæður. Að minnsta kosti ekki svona auðveld- lega. Hún hafði ráð undir rifi hverju og var í sérstöku sambandi við Bola sem bjó á næsta leiti og beið spenntur eftir að fá að baula á óþekk börn ef svo bar undir. Hún kenndi mér alls kyns skemmtilegar vísur, kapla og útsaum. Níu ára kunni ég óteljandi kapla (í minning- unni 26, en það finnst mér ótrúlegt nú). Vísurnar voru flestar grín og fór hún gjarnan með eina þeirra og hló við þegar allir kraftar virtust horfnir. Hún bakaði ófáar pönnu- kökurnar og vöfflurnar ofan í mig enda vissi hún að ég var með vömb, kepp, laka og vinstur í þessum efn- um. Það var því erfið upplifun, fyrsta árið mitt í MR, þegar ég fann bökunarlyktina úr kennarastofunni beint á móti, en amma mín bar ábyrgðina á henni. Og ég fékk ekk- ert! Ég var sannarlega með mat- arást á henni ömmu.Nú er hún komin til afa sem hún saknaði sárt. Þau leiddust eins og ástfangnir unglingar er þau komu háöldruð í heimsókn til mín til Parísar fyrir um 10 árum. Nú ganga þau sjálf- sagt um hönd í hönd í Paradís. Guð blessi þig, amma mín. Unnur Orradóttir. Nú er ég kveð elskulega tengda- móðir mína Unni Guðjónsdóttur er mér efst í huga þakklæti og virðing. Það er margs að minnast eftir langa og ánægjulega samfylgd og margt sem kemur upp í hugann. Það var árið 1971 sem ég kom fyrst með Guðjóni í Hæðargarðinn. Var ég strax hjartanlega velkomin og varð ein úr fjölskyldunni. Heimilið var fallegt og smekk- legt, glæsilega veitingar alltaf á borðum og allir vinir ávallt vel- komnir. Verð ég að minnast þess þegar við vorum ung og við komum seint heim í Hæðargarðinn, beið þá eftir okkur uppdekkað borð með veislumat og ekki nóg með það heldur var einnig tilbúin sósa á hitabrúsa með öllum kræsingunum. Þetta hafði ég hvergi áður séð. Unga fólkið átti ekki að vera mat- arlaust eftir kvöldröltið. Svona hugsaði tengdamóðir mín vel um okkur. Hefur oft verið vitnað í þess- ar veislur í okkar vinahópi. Unnur var einstök kona, lagleg, hlý og með næman smekk. Þeir eru ófáir fallegu hlutirnir sem hún er búin að færa okkur hjónunum. Alltaf þótti mér jafngaman að umgangast tengdaforeldra mína, að ógleymdum öllum veiðiferðum og ferðalögum um landið sem við fór- um saman. Hún hafði þann góða eiginleika að sjá alltaf það jákvæða í fari hvers og eins, og aldrei var gerður mannamunur. Hefur hún verið mér einstök fyrirmynd. Guð blessi minningu Unnar, og vil ég þakka ógleymanlegar stundir sem við áttum saman. Sigríður Káradóttir. Nú þegar amma mín er farin vil ég minnast hennar í örfáum orðum. Ég man ósjaldan eftir ömmu í eld- húsinu þegar ég var lítill strákur. Á þeim tíma bjó ég með móður minni í kjallaranum og það var amma sem tók á móti mér eftir skóla, gaf mér brauð, súrmjólk eða eitthvað annað áður en hún hleypti mér aftur út til að leika mér. Einnig þau ár sem ég átti mjög erfitt uppdráttar í skól- anum, þá var amma alltaf til staðar að strjúka tárin úr augunum og veita mér þá ást og stuðning sem mig vantaði. Undir það síðasta spurði hún mig oft „Var ég vond við þig“ og var það skírskotun í það að ég var oft ódæll sem krakki og hún þurfti að skamma mig endrum og eins. En aldrei var það svo mikið að ég muni eftir því. Ég á eingöngu góðar minningar um samskipti mín við ömmu, hún huggaði mig, hjúkraði mér, gaf mér að borða og þá ósjald- an að ég svaf uppi hjá afa og ömmu var alltaf vel hugsað um mig og breitt yfir mig fyrir svefninn. Ömmu minnar sakna ég sárt og mun ætíð minnast. Hvíli hún friði. Guðmundur Örn Ingvarsson. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson) 6. ágúst sl. var jarðsett elskuleg amma okkar, Unnur Guðjónsdóttir, og viljum við systkinin minnast hennar í nokkrum orðum. Það sem kemur upp í hugann þegar ömmu Unnar er minnst er bros hennar, kitlandi hlátur og glaðvær söngur. Hún er og verður okkur fyrirmynd í mildri og já- kvæðri framkomu við samferða- menn en amma Unnur var einstak- lega björt og umhyggjusöm manneskja. Það leyndi sér ekki að hlýleg framkoma hennar kom frá dýpstu hjartarótum og var heiðar- leg speglun á innri líðan. Ef til vill var það góða skaplyndið sem gerði ömmu að ákaflega fallegri mann- eskju hið ytra og besta veganestið er að líkjast henni á einhvern hátt. Í hjörtum okkar kveðjum við, með söknuði, fyrirmynd okkar og gleðigjafa. Takk elsku amma. Guðmundur og Guðrún Tóm- asbörn, Hulda Rós, Sunna Jóna og Brynja Þóra Guðnadætur. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞORBJÖRG V. JÓNSDÓTTIR frá Patreksfirði, síðast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, lést laugardaginn 26. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks á H1 á Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun og hlýju. Jakob V. Kristjánsson, Guðrún Gestsdóttir, Erna Jakobsdóttir, Þórir Dan Björnsson, Kristján Þór Jakobsson, Ásdís I. Sveinbjörnsdóttir, Jakob Freyr Jakobsson, Lilja Hrönn Hauksdóttir og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.