Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 39 Elsku besta amma okkar. Þegar við hugs- um til ömmu kemur alltaf upp sama hjartahlýja myndin af henni sitjandi og hlæjandi. Þó að veikindi hafi hrjáð hana á síðari árum þá lét hún ekki bugast og var áfram lífsglöð og hlýleg við alla sem henni voru nálægt. Það leyndi sér ekki hvað henni þótti vænt um alla, bæði menn og dýr, en ávallt þegar við komum í heimsókn þá spurði hún „hvað segir kisinn Týri gott?“ og svo brosti hún þessu inni- lega brosi sem við munum ávallt muna eftir. Fyrir okkur var amma æðisleg kona sem sá ljósu punktana í lífinu og var ávallt stutt í kímni hjá henni. Við eigum aðeins góðar og hlýjar minn- ingar í hjarta okkar og leið okkur allt- af vel og við vorum velkomin hjá ömmu og afa. Elsku amma okkar. Það er sárt að sjá þig fara frá okkur en um leið erum við þakklát fyrir allar þær stundir sem við fengum með þér. Við munum hugsa vel um afa eins og hann hugs- aði vel um þig. Við munum ávallt elska þig og þú munt alltaf verða í huga okkar. Áslaug Rós, Hannes og Valdís. Elsku amma mín. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, en ég veit að núna líður þér vel. Minn- ingarnar streyma fram og þær mun ✝ Anna Þorgils-dóttir fæddist á Þorgilsstöðum, Fróðárhreppi á Snæfellsnesi, 14. mars 1928. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 25. júlí síðastliðinn. Útför Önnu fór fram frá Bústaða- kirkju miðvikudag- inn 6. ágúst sl. ég varðveita alla mína tíð. Ég gleymi aldrei öllum skiptunum sem ég og Anna Kristín vorum í pössun hjá ykkur afa. Þá var dans- að, spilað á skemmtar- ann og haft gaman. Þér og afa fannst svo gam- an að kenna okkur gömlu dansana og svo var dansað við harm- onikkutónlistina og inn á milli tók afi okkur í kleinu, sem var alltaf jafn vinsælt hjá okkur systrunum. Það er mér mjög eftir- minnilegt þegar þú og afi voruð einu sinni hjá okkur í kaffi í Skógarlund- inum og þar sem ég vissi hversu illa þér væri við köngulær þá laumaði ég einni gervikönguló á borðið hjá þér og gat svo varla haldið niðri í mér hlátr- inum. Eftirvæntingin var mikil að sjá hvernig þú myndir bregðast við. Auð- vitað hoppaðir þú næstum því upp úr stólnum af hræðslu þegar þú tókst eftir kvikindinu á borðinu og ég hló eins og vitleysingur. Ég var auðvitað skömmuð, en það var nú ekki langt í hláturinn hjá þér því að ef einhver var stríðin og glettin þá varst það þú. Ég er mjög stolt af því að hafa fengið stríðnina frá þér. Mér þótti alltaf jafn gaman að vera hjá þér og afa í pössun á virkum dög- um þegar afi var að vinna niðri í Ljós- boganum og ég var með þér uppi í eldhúsinu að útbúa kaffi og með því. Þá beið ég spennt eftir því að þú sagð- ir mér að hringja niður í afa og segja honum að koma upp í kaffi. Ég fékk líka að fara niður með afa í vinnuna og fékk mitt eigið skrifborð og var að vinna í þykjustunni. Þá lá sko á að verða stór, en núna vill maður helst stöðva tímann. Takk fyrir öll árin sem ég átti með þér og allt það sem þú kenndir mér. Ég mun alltaf muna eftir góðsemd þinni, hlýleika og björtu brosi. Elsku amma mín, ég gæti haldið áfram endalaust að skrifa allar góðu minn- ingarnar, en þær mun ég varðveita og geyma í hjarta mínu. Þú ert komin á góðan stað og orðin ein af fallegu englunum, sem vaka yfir okkur. Guð geymi þig, elsku amma. Þín sonardóttir, María. Anna Þorgilsdóttir Númer 13 á stöðinni svarar ekki. Hann er farinn annað. Olgeir Sigurðsson leigubílstjóri kvaddi saddur lífdaga og sáttur við mýs og menn. Hann var einstaklega kátur og hress með birtu í brjósti áður en hann ók á brott í síð- asta sinn. Gleðin og kátínan leyndi sér ekki og engan kvíðboga að finna fyrir brottförina. Hann lagði að venju höndina á handlegginn á ástvinum sínum og sagði með brosi á vör, nú ætla ég bara að vera í stuði með guði héðan í frá. Hann hefði nú ekki verið í daglegu sambandi við almættið, en væri ekki frá því að hann hefði orðið var við eitthvað hinum megin uppá síðkastið. Við sem enn eigum eftir spölkorn hérna megin fyllumst þakklæti. Og kvíðum minna fyrir ferðalokunum. Við vitum að Olli er lagður af stað í Oldsmóbílnum, með olnbogann út um gluggann og apa í framsætinu. Hann gefur kagganum hressilega inn í átt að blóðrauðu sólarlaginu. Og hann snýr örugglega aftur með sólskin í hjarta og opnar hurðina á númer þrettán þegar kallið kemur. Olgeir sér um sína hér eftir sem hingað til. Góða ferð. Páll Benediktsson. Segja má að Olgeir Sigurðsson, oftast kallaður Olli, hafi lifað tímana tvenna. Á sínum uppvaxtarárum kynntist hann þeim aðstæðum sem Olgeir Sigurðsson ✝ Olgeir Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 9. nóv- ember 1924. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 29. júlí síðast- liðinn. Útför Olgeirs fór fram frá Dómkirkj- unni 6. ágúst sl. við sem yngri erum þekkjum ekki. Þjóð- félagsaðstæður voru ekki þær sömu og nú þannig að Olli ásamt sínu samtíðarfólki þurfti virkilega að hafa fyrir hlutunum. Olli ólst upp á Hall- veigarstígnum hjá móður sinni og ömmu. Á þeim tíma voru Þing- holtin kjörið leiksvæði fyrir krakka og ung- linga, margir fótbolta- blettir umkringdir njólum sem mynduðu ævintýralegt umhverfi til fjölbreytilegra leikja og í lok dags voru KFUM-fundir sóttir. Foreldrar hans voru skilin en hann hafði þó mikið samband við föður sinn sem var einn af fyrstu bifreiðastjór- um landsins og erfði frá honum mikla bíladellu sem varð til þess að hann gerðist atvinnubifreiðarstjóri mjög ungur. Olli var óvenju hlýr, skemmti- legur og góðum eiginleikum gæddur, hann var að vísu ekki gallalaus frekar en nokkur annar. Hann og Ranka voru sannarlega höfðingjar heim að sækja og hvenær sem mann bar að garði var stjanað við mann að ógleymdum jólaboðunum með fró- mas, kalkún og öllum þeim kræsing- um sem því fylgdi. Það var gaman að spjalla við Olla um daginn og veginn því hann hafði frá svo mörgum skemmtilegum atvikum að segja og fyrir mér var hann alltaf jafningi þó hann væri kominn á níræðisaldur enda elliglöp aldrei að finna hjá hon- um. Honum var mjög annt um sína stóru fjölskyldu og spurði ávallt frétta af hverjum og einum. Þau hjón- in höfðu gaman af því að ferðast og fóru margar ferðir til útlanda og þá sérstaklega til Flórída og Nebraska þar sem vinafólk þeirra býr. Hann starfaði fyrst hjá Bifreiðastöð Stein- dórs en þó lengstum hjá Bæjarleið- um. Olli var mjög farsæll í starfi enda vinsæll og vinmargur og var meðlim- ur í Kiwanisdeildinni Heklu. Olli sagði mér einu sinni sögu af því þegar honum stóð til boða að taka að sér aukaverk. Verkefnið var að mála Vatnsendamöstrin sem voru það há að þegar upp var komið þá sá maður ofan á flugvélarnar sem komu inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Þetta væri svo sem ekki frásögur færandi nema Olli hafði þann veik- leika að vera ólæknandi lofthræddur. Hann tók samt að sér þetta verk og þegar ég spurði hann að því hvernig honum hefði dottið það í hug eins loft- hræddur og hann væri þá svaraði hann að bragði, það var ekki annað hægt, þetta var svo vel borgað. Það er huggun harmi gegn að Olli virtist sáttur þegar ljóst var að nú væri komið að endalokum. Þetta sagði hann okkur sem stóðum honum næst. Hann vissi að hann hafði lifað góðu lífi, náð háum aldri og ennþá var húmorinn til staðar. Við Olli vorum sammála um að mikilvægt væri að biðja til Guðs áður en ferðalagið hæf- ist og það hafði hann gert. Ég vil að lokum kveðja þig elsku vinur og þakka þér fyrir allt. Jens Arnljótsson. Hún var aðeins 17 ára hún Ragnheiður Margrét, eða Magga hans Nonna eins og við kölluðum hana jafnan, þegar við hittum hana fyrst og nú stöndum við frammi fyrir þeirri bitru staðreynd að þurfa að sjá að baki henni enn ungri að aldri. Magga skilur eftir sig í huga okkar hafsjó góðra minninga um samskipti í rúman aldarfjórðung og þar er stærstur sá fjársjóður sem hún veitti okkur hlutdeild í, börnin fimm og þrjú barnabörn en þau umvafði hún öll ást og umhyggju. Í flestum fjöl- skyldum er það þannig að konurnar sjá um að halda félagslegum sam- skiptum gangandi og Magga var þar engin undantekning. Við verðum henni ævinlega þakklát hversu viljug hún var að heimsækja okkur með hópinn sinn þegar tilefni gáfust og efst í huganum eru allir jóladagarnir sem við höfum eytt saman. Það er líka fátítt að kynnast því í svona stórum systkinahópi hversu nátengd þau eru og góð við hvert annað og á því er engin önnur skýring heldur en gott fordæmi og leiðsögn foreldr- anna. Þau systkinin hafa öll heillast af golfíþróttinni og notið óbilandi hvatningar og stuðnings foreldra sinn. Þau Nonni og Magga fóru þar einnig á undan með góðu fordæmi og áttu á sínum tíma drjúgan þátt í upp- byggingu golfíþróttarinnar á Pat- reksfirði þegar þau bjuggu þar. Elsta dóttirin, Margrét Þórunn, náði þar strax góðum árangri og hin systkinin hafa fylgt í kjölfarið og iðk- að golf undanfarin ár með góðum ár- angri undir handleiðslu traustra að- ila í Keili í Hafnarfirði. Síðustu vikur og mánuði þegar Magga hefur barist við veikindin hefur golfiðkun systkinanna ekki síst orðið til þess að dreifa huganum og takast á við önnur viðfangsefni enda hvatti hún þau óspart til þátttöku í mótum og ferðum fram til síðasta dags. Undanfarin ár hafa þau Magga og Nonni búið á Seltjarnarnesi og það er rétt að geta sérstaklega um og þakka öflugan stuðning sem þau og börnin hafa notið af hálfu skóla- yfirvalda, heilsugæslu og félagslegr- ar þjónustu bæjarfélagsins í lang- varandi veikindum móðurinnar. Við Björg, dætur okkar og fjöl- skyldur þeirra, kveðjum Ragnheiði Margréti með djúpri viðingu og þakklæti fyrir samferðina. Við biðj- um góðan Guð að styrkja Jón Odd, börnin þeirra og barnabörn og aðra aðstandendur í sorginni og blessa minningu hennar. Þórður Jónsson. Kæra Magga Nú kveðjum við þig í hinsta sinn en þú færð að hvílast eftir hetjulega baráttu. Þú áttir alltaf auðvelt með að sjá jákvæðu hliðarnar á hlutunum og horfa fram á veginn. Hvers kyns handavinna eða föndur lék í hönd- unum á þér og var einkar gaman að horfa á þig búa til hvað sem er úr hverju sem er. Það var alveg sama hvernig handavinna það var, þetta var aldrei neitt mál fyrir þig að búa til hvert listaverkið á fætur öðru. Það kom heldur ekki á óvart að þú færir að vinna við að kenna handa- vinnu og fór það þér einkar vel úr hendi. Þú varst fljót að sjá nýjungar og tileinka þér þær. Unun er að sjá handavinnu eftir þig og sem dæmi er ótrúlega fallegur ferðalagsbangsi sem Garðar elsti ✝ RagnheiðurMargrét fæddist í Reykjavík 2. júlí 1964. Hún lést á líknardeild LSH í Fossvogi 28. júlí síð- astliðinn. Útför Ragnheiðar Margrétar var gerð frá Seltjarnar- neskirkju miðviku- daginn 6. ágúst sl. sonur minn fékk að gjöf frá þér. Það voru ófáar stundirnar í frænkuklúbbnum þar sem þú fræddir og kenndir eitthvað nýtt til að föndra eða búa til. Oftast varstu búin að búa til eitt sjálf og ég reyndi að gera eins, en oft ekki með eins góðum árangri og þú. Það verður tómur stóllinn þinn í vetur og erfitt verður að fylla skarð þitt, Magga mín, en við nutum kennslu þinnar og fróð- leiks og eigum það að. Nú eruð þið saman mæðgur og eigið eftir að senda okkur góða strauma. Elsku Jón, Margrét, Björgvin, Þórður Ingi, Áslaug Þóra, Sigrún Ósk, Hanna María, Óliver Dofri, Mímir Máni og Þrymur Orri, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Kveðja, Hrafnhildur og fjölskylda. Vinkona mín og svilkona, Ragn- heiður Margrét, er látin langt um aldur fram. Hetjulegri baráttu henn- ar við krabbameinið er nú lokið og hún hefur fengið hvíld. Enn og aftur erum við minnt á hve lífið er hverfult og hve samvistir með nánum vinum og ættingjum eru dýrmætar og alls ekki sjálfgefnar. Magga, eins og hún var ávallt köll- uð í fjölskyldunni, sýndi ótrúlegan kjark og æðruleysi í veikindum sín- um, hún var alltaf „bara nokkuð góð“ eða „bara hress“, í versta falli „las- in“. Hún kvartaði aldrei og hafði meiri áhuga á að ræða um málefni líðandi stundar og fólkið sitt en veik- indin. Við hlið hennar stóð Jón eins og klettur og hélt þessari stóru fjöl- skyldu gangandi. Magga var bráðgreind og vel máli farin, víðlesin og tæknivædd. Hún hafði leiftrandi húmor og frásagnar- gleði hennar var mikil. Hún var líka þeim hæfileika gædd að kunna að hlusta og hafði áhuga á nánast öllu. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekki á þeim. Allt þetta gerði það að verkum að það var svo skemmtilegt að spjalla við hana og oftast nær fór það svo að tíminn hljóp frá okkur, klukk- an orðin allt of margt og við ennþá í miðju samtali um eitthvað merkilegt. Magga var hlý og áhugasöm um sína nánustu, var með alla afmælis- og merkisdaga á tæru og var ræktar- söm í meira lagi. Áhugamálin voru mörg og margvísleg; handavinna af öllu tagi og þá sérstaklega búta- saumurinn, en þegar kom að honum var sannkölluð listakona á ferð, golf- ið og slysavarnafélagið. En það sem henni var þó hjartfólgnast var fjöl- skyldan, börnin fimm og barnabörn- in þrjú. Fallegu augun hennar leiftr- uðu þegar hún talaði um þessar gersemar sínar og mesta stolt henn- ar og gleði var hve vel þau öll eru gerð og standa sig öll með prýði hvert á sinn hátt. Þegar ég minnist Möggu vinkonu minnar kemur fyrst upp í hugann litagleði, efnisbútar í öllum regnbog- ans litum og öllum hugsanlegum mynstrum, því næst sjónvarpsþátta- maraþon með Gilmore Girls fremst- ar í flokki, samræður og pælingar um fjölskylduna okkar frá öllum mögulegum hliðum, kaffi og súkku- laði, þegar við stálumst á Sex and the City með súrefniskút í tösku og síð- ast en ekki síst allir þeir fögru list- munir sem hún bjó til og gleðja nú hjörtu okkar sem eftir stöndum. Það er með innilegum söknuði en einnig þakklæti í huga sem ég kveð hana Möggu. Ég er þakklát fyrir að hafa haft tækifæri til að fylgja henni í gegnum þrautagöngu síðustu mán- aða og verða vitni að allri þeirri ást og umhyggju sem hefur umvafið hana. Hvíl í friði, elsku vinkona Aðalheiður Björk Olgudóttir. Ragnheiður Margrét Þórðardóttir Það er erfitt að sitja hér í Þýskalandi og reyna að koma í orð því mikla þakk- læti sem ég upplifi núna þeg- ar elskulegur afi minn hefur kvatt þennan heim. Hann var líkast til sá eini úr minni föðurætt sem lét sig mig ein- hverju varða, og frá því ég var lítill drengur hefur hann verið mér afar kær. Ég bið guð og alla englana að passa hann. Með trega í hjarta og full- ur þakklætis sendi ég eig- inkonu og börnum samúðar- kveðjur. Farðu í friði afi minn. Arnar Freyr Halldórsson, Þýskalandi. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.