Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 42
Ein mestu gleðitíð- indi lífs míns fékk ég að morgni 6. ágústs 1949. Ég var þá 9 ára og var í næturheimsókn hjá Camille föðursystur minni vegna jarðarfarar móðurömmu minnar, Ragnhildar, sem hafði ver- ið jörðuð daginn áður. Á þeim tím- um vissi maður ekkert um að von væri á barni, þau fæddust bara. Æðsta og heitasta ósk mín var að eignast systur. Tvo bræður átti ég, 1 ári og 5 árum yngri en ég, en systir var draumurinn sem nú var orðinn að veruleika. Nú, 59 árum seinna, þarf ég að sjá á eftir henni, þvílíkur söknuður sem ekki verður lýst með orðum. En þetta hafa verið yndisleg ár. Þarna í upphafi var mér meira að segja treyst fyrir að kaupa barna- vagninn hennar, 9 ára gömul, sam- kvæmt auglýsingu í Morgun- blaðinu því ekki áttu allir síma og þá gilti sem oftar fyrstur kemur fyrstur fær. Margar eru minningarnar, m.a. þegar ég týndi henni á róló en Guðsvernd var yfir henni og var hún sótt á lögreglustöðina. Árin liðu og á árunum 1959-1961 deildu við saman herbergi á Kirkjuteignum og svefnsófa, alltaf sáttar. Tommi minn sem ég giftist 1961 elskaði barnabíómyndir og það kom Ragnhildi vel. Við hjónin eignuðumst 3 börn, sem hún elsk- aði og passaði. Ég fékk alltaf 1 mömmufrídag í viku, þá átti hún frí frá skóla. Á þeim árum kynntumst við Nonna, þeim öðlingsmanni og góða dreng sem er bara 1 stykki til af í heiminum. Þau giftust og eignuð- ust sín 3 börn og dæmið snerist við. Ég fyrst og síðan börnin mín urðum nú barnapíur þeirra. Í þeirra barna munni hét ég ekki Erla heldur frænka og heiti enn. Ekki höfum við systur rifist í öll þessi ár, en stundum ekki alveg sömu skoðunar, nema á barnaupp- eldi og stjórnmálum. Síðustu 3 ár hafa verið þungbær og erfið en alltaf var Ragnhildur sterk og duglegust af okkur öllum og dyggilega studd af Nonna. List- fengi hennar hefur aldrei notið sín betur en á þessum árum. Við fjöl- skyldan fengum tækifæri til að kveðja hana á dánardegi hennar í friðarskjóli sem ríkir á líknardeild- inni í Kópavogi og erum þakklát fyrir. Lifðu hjá Guði, elsku Ragnhildur mín, og Guð styrkir Nonna, börnin og fjölskyldur þeirra. Erla systir. Ég er Guði þakklátur fyrir þá gjöf sem hann gaf mér í mágkonu minni Ragnhildi en leiðir okkar lágu saman fyrir rúmum 50 árum en þá var hún aðeins 9 ára litla systir kærustu minnar og við fór- um saman í Stjörnubíó. Síðan þá höfum við verið vinir og fylgdist ég með henni vaxa úr grasi, verða að ungri konu sem kynntist ástinni og þroskaðist, varð eiginkona yndis- legs manns og móðir 3 barna. Á Kirkjuteignum áttum við skemmti- legar og góðar stundir þegar fjöl- skyldan kom saman og mér þótti yndislegt hve hún og Jón voru reiðubúin að passa börnin okkar Erlu, hvenær sem var. Við áttum stórkostlegar gönguferðir þar sem ótrúlegar og hreint frábærar sam- ræður áttu sér stað. Í vor þegar Ragnhildur Kristín Sandholt ✝ RagnhildurKristín Sandholt fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1949. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi 27. júlí síðastliðinn. Útför Ragnhildar fór fram frá Graf- arvogskirkju á af- mælisdegi hennar miðvikudaginn 6. ágúst sl. Erla mín varð veik minnist ég með þakk- læti stuðninginn sem hún sýndi þegar hún hringdi til mín í vinn- una og vildi hafa sam- band við lækninn til að fá sem mestar upplýsingar, hún sem sjálf var fárveik, hafði meiri áhyggjur af veikindum systur sinnar en sínum eigin. Í vetur áður en þau fóru til Egyptalands spurði ég hana hvort hún treysti sér í ferðina, hló hún og sagði: „Elskan mín, ef ég verð þreytt þá á ég farseðil heim, ég vil ekki fyrir nokkurn mun sleppa þessari ferð, þetta eru svo ynd- islegir vinir okkar.“ Svona hugar- far hafði hún alltaf. Hjarta mitt fylltist stolti í brúðkaupi Atla Más og Lilju um daginn og í opnuninni á málverkasýningunni sem nú er nýafstaðin svo tignarleg falleg og sterk eins og drottning svo glöð og æðrulaus. Enn og aftur þakka ég Guði fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga hana Ragnhildi og hann Jón að og sem vini. Elsku svili minn, elsku Eiríkur, Íris og Atli Már og fjölskyldur ykk- ar, ég bið Drottinn Jesú Krist að blessa ykkur öll og ég veit að sökn- uðurinn og missirinn er mikill hjá ykkur en minningarnar eru góðar og þær munu lifa í hjarta okkar allra. Ykkar Tómas. Þegar við Froggi mættum til mömmu á líknardeildina að gista fyrstu nóttina með henni áttum við ekki von á að sú stund væri okkar síðasta saman. Þetta gerðist allt í einu svo hratt, og nú hefur hún kvatt þetta jarð- neska líf. Það er svo margt að minnast þegar maður hugsar til baka að það er erfitt að velja úr, „hún mamma gerði svo ótrúlega margt“. Þær stundir sem ég fór í bæinn með strákunum og jafnvel bara einn, var oftast kíkt við í bankanum hjá mömmu á Lauga- veginum. Svo þegar hún fór að hleypa mér í saumavélina, að sauma fleiri froska. Hún var búin að gera svo oft upp þann gamla að það voru komnir nýir tímar. Stolt- astur er ég samt af henni að hafa haldið út allan brúðkaupsdaginn okkar Lilju fyrir rúmum mánuði síðan. Hún var í svo góðu formi þá að fólk trúði því varla þegar ég var að segja þeim frá því hvað hún væri í raun veik. Þegar ég fékk fréttirnar að mamma hefði greinst með krabba- mein var eins og ský hefði dregið fyrir sólu, þetta gat ekki verið, þetta var mamma mín. En svo eftir fyrstu aðgerð átti þetta að hafa gengið vel. En þegar Pabbi tjáði mér þær fréttir að mamma þyrfti að fara í aðra meðferð var eins og eitthvað kremdi hjartað í mér og lífið fór að snúast á ógnarhraða. En mamma þú hefur kennt mér svo margt, sérstaklega á þessum síðustu árum sem þú hefur þurft að berjast við þennan sjúkdóm, t.d. að lífið er ekki sjálfsagt og það er hægt „að kenna gömlum froskum að dansa“. En ég vona að Steini minn sé bú- inn að taka vel á móti þér. Takk fyrir allt. Atli Már. Elsku Ragnhildur frænka mín verður jarðsett í dag á 59 ára af- mælisdaginn sinn. Enn á ný erum við minnt á hve dýrmætt lífið er og hve mikilvægt það er að nýta vel þann tíma sem okkur er gefinn. Það gerði Ragn- hildur svo sannarlega, studd af nánustu fjölskyldu og vinum. Henni voru færðar fjölmargar vöggugjafir, hreinlyndi, trygg- lyndi, æðruleysi, listrænir hæfi- leikar sem hún gaf okkur hlutdeild í og dásamleg kímnigáfa sem hún fór svo vel með á sinn kyrrláta hátt. Þegar við vorum stelpur bjó ég á Snorrabraut og Ragnhildur á Flókagötu. Fyrsta ferðin mín „ein út í heim“ var til Ragnhildar. Martha móðir mín horfði á eftir mér og Þóra móðir Ragnhildar beið í stofuglugganum og hringdi þegar ég birtist við götuhornið. Fyrsta ferðalagið var að baki. Þetta voru dýrðlegir dagar. Hjá Ragnhildi var bæði „port“ og garð- ur, svefnherbergi með 3 kojum sem við fengum að leika okkur í og krakkaskari sem leikfélagar. Þorsteinsbúð á horni Snorra- brautar og Flókagötu var miðstöð hverfisins. Þar fékkst allt sem mæður í saumaskap vanhagaði um, t.d. teygjur, hnappar og „legging- ar“, ásamt kjólaefnum. Við stóðum á eldhússtólum og mæður okkar „tóku upp“ snið, nældu og mældu. Allt gerðu þessar yndislegu kon- ur fyrir okkur og þó þær væru önnum kafnar voru þær alltaf í góðu skapi. Við fórum saman í Ísaksskóla og æfðum okkur vandlega fyrir skóla- gönguna, t.d. með því að læra að þekkja peningaseðlana og hvað forsetinn héti. Fullvissar um að þetta þyrftum við að kunna. Svo gaman var í skólanum að frí um helgar fannst okkur óþarfi. Við fórum í Vindáshlíð með dúkkur í burðarrúmi og handa- vinnu því þá sátu prúðar stúlkur með handavinnu á rigningardög- um. Við við vorum fermdar sama dag og stuttu fyrir fermingu þegar um- ræðuefnið var hárgreiðsla, kjólar og veisla, veiktist Ragnhildur með 40 stiga hita. Mér fannst þetta nálgast heimsendi og spurði Ragn- hildi í æsing: „Hvað ætlarðu að gera?“ Ragnhildur svaraði rólega: „Ég fermist þá bara seinna.“ Sjálfsagt hefur jafnaðargeð hennar flýtt fyr- ir batanum. Árin liðu og Ragnhildur giftist Jóni sínum. Kærleikurinn var þar í fyrirrúmi og nöfn þeirra gjarna nefnd í sömu andrá. Við hjónin átt- um ómetanlegar samverustundir með þeim þar sem bernskubrekin voru rifjuð upp og framtíðar- draumar reifaðir. Jón umvafði frænku mína enda- lausri umhyggju allt þar til hún fékk líkn frá þraut. Ég og fjölskyldan mín Haraldur, Stefán og Martha biðjum góðan Guð sem öllu ræður að blessa og styrkja Jón, fjölskyldu, ástvini alla og Þóru sem nú þarf að kveðja yngstu dóttur sína. Ég kveð elsku frænku mína með þakklæti. Blessuð veri minning hennar. Jenny Irene. Við sáumst fyrst á dansgólfinu. Árið var 1992 og við vorum að keppa í samkvæmisdönsum. Ragga og Jón voru glæsilegt par og á dansgólfinu ljómuðu þau. Við þekktumst lítið í upphafi en áttum síðar eftir að hittast oft í viku til að æfa saman dans. Það tók okkur smátíma að kynn- ast Röggu, en um leið og við vorum komin í gegn var hún hlý og ynd- isleg og góður vinur vina sinna. Hún var kraftmikil og útsjónarsöm auk þess sem hún var mjög listræn eins og málverkin hennar og aðrir listmunir sýna. Danskjólana sína hannaði hún t.d. að miklu leyti sjálf. Dansinn tók nýja stefnu hjá Röggu og Jóni þegar þau fóru að æfa með frjálsri aðferð og taka þátt í keppnum erlendis auk þeirra íslensku. Við ákváðum fimm pör að fara saman til að keppa í London Open- og International-danskeppn- unum haustið 1999 og æfðum stíft það sumar og skemmtum okkur frábærlega í leiðinni. Auk þess að hristast vel saman varð þetta byrj- unin á mörgum ógleymanlegum ferðum á danskeppnir víðsvegar um Evrópu. Fyrsta heimsmeistara- mótið sem Ragga og Jón kepptu í var í Belgíu og fannst okkur ekki leiðinlegt þegar hótelherbergin okkar lágu saman og með dyrum á milli, sem voru oftar en ekki opnar. Keppnirnar sjálfar taka oft langan tíma og löng bið á milli umferða en með Röggu og Jóni var það aldrei leiðinlegt og gátum við alltaf fund- ið okkur eitthvað til að hlæja að á meðan. En þetta var bara fyrsta heimsmeistaramótið af mörgum og alltaf var svo gaman að þau fóru jafnvel með okkur eftir að þau hættu að keppa. Við hjónin kynntumst Röggu og Jóni ákaflega vel í þessum ferðum og það var einstakt að ferðast með þeim. Við náðum mjög vel saman og gátum endalaust haft gaman af því sem við vorum að gera. Við grínuðumst stundum með að við værum í kross, Ragga og Bjössi voru oft á sömu línunni en Jón og Begga á einhverri annarri. Þótt við værum keppinautar á dansgólfinu var vináttan og vænt- umþykjan allsráðandi utan þess. Í danskeppni í Blackpool lenti ég í því að rennilásinn á kjólnum mín- um bilaði örstuttu áður en bæði pörin áttu að fara aftur inn á gólf- ið. Ragga var ekkert að tvínóna við hlutina og saumaði kjólinn utan á mig þrátt fyrir að vera með langar gervineglur sem þvældust fyrir. Það var okkur mikið áfall þegar Ragga greindist með krabbamein í lok árs 2004 og höfum við fylgst með hetjulegri baráttu hennar með aðdáun og virðingu. Aldrei kvart- aði hún né lét á sér sjá að henni liði illa og alltaf leit hún jafn vel út enda einstaklega glæsileg og falleg kona. Auk dansferðanna áttum við líka margar góðar stundir í frábærum sameiginlegum vinahópi og fórum með honum í margar ferðir bæði innanlands og utan. Um síðustu páska fór hópurinn saman til Egyptalands, en þá var Ragga orð- in sárþjáð af veikindum sínum, en það var okkur afar dýrmætt af hafa þau hjón með í för. Við þökkum að leiðarlokum vin- konu okkar, Röggu, fyrir yndisleg- ar samverustundir og ómetanlega vináttu í gegnum árin. Elsku Jón, Eiríkur, Íris, Atli og fjölskyldur, við fjölskyldan vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykkur. Bergþóra og Björn. Það er erfitt að kveðja góða vin- konu í blóma lífsins. Minningarnar hrannast upp um ævintýralegar ferðir innanlands og utan, gleði- stundir heima hjá hvort öðru, ferð- ir í sumarbústað, leikhúsferðir og síðast en ekki síst minningar um einlæga vináttu. Allt sem Ragn- hildur tók sér fyrir hendur, gerði hún með stæl. Það má líka segja að hún hafi kvatt með stæl. Á síðustu metrunum náði hún að sjá yngsta son sinn kvænast og halda síðan sína einka-málverkasýningu að Minni Borg, þar sem við fengum að sjá úrval af hennar myndum, sem hún hefur málað undanfarin ár. Það var yndislegt að vera viðstödd opnun sýningarinnar og sjá stolta myndlistarkonu ganga um og sýna myndir sínar. Kynni okkar ná aftur til 1984. Þá var ungur og stórhuga hópur sem gekk um hlíðar Graf- arvogs og valdi sér reit fyrir hús sín. Í þeim hópi vorum við ásamt Jóni og Röggu. Örlögin höguðu því þannig til, að við völdum okkur skika í nágrenni hvort við annað. Við vorum öll áhugasöm um að styðja vel og vinna að uppbyggingu á íþrótta- og skólastarfi í nýja hverfinu okkar og þannig kynnt- umst við fyrst. Vorum öll í þeim hópi, sem lagði grunn að Foreldra- félagi Foldaskóla og Ungmenna- félaginu Fjölni. Vinskapurinn styrktist enn frekar þegar við byrjuðum að dansa saman sam- kvæmisdansa í Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Þar myndaðist sterkur vinahópur, sem dansaði saman í mörg ár og tók þátt í dans- keppnum. Við köllum hópinn okkar A1A2 (sambataktur) og hefur þessi hópur smám saman breyst úr danshóp í ferðahóp. Margar ferðir hafa verið farnar utan- og innan- lands. Í innanlandsferðunum voru það alltaf Ragga og Jón, sem voru í broddi fylkingar og leiddu okkur á toppinn og í og úr alls kyns ófær- um og þóttumst við oft heppin að sleppa lifandi úr svaðilförunum. Í þessum stóra vinahópi vorum við sex sem búum í Grafarvogi og köll- uðum okkur „Sex í sveit“ hópinn. Þessi hópur fór saman í sumarbú- stað á hverju hausti, í leikhús nokkrum sinnum á vetri og í jeppa- verðir um hálendið. Jón og Ragga fóru fyrir hópnum og kenndu okk- ur á hættur hálendisins og hvernig skyldi keyra yfir ár. Við kölluðum þær ferðir gjarnan „Áfangi – Jeppi 101“. Einnig fórum við í göngu- ferðir, m.a. frá Hesteyri yfir að Görðum í Aðalvík. Í þeirri ferð var m.a. vaðið fyrir Kirfi til að komast yfir í Skáladal. Á meðan við skoð- uðum dalinn hafði fallið að og ófært sömu leið tilbaka. Eina leiðin var því að klífa háan klettavegg innst í dalnum og upp á Darra. Ragga og Jón skokkuðu létt á fæti en við hin lafhrædd og börðumst við lofthræðsluna. Síðasta utan- landsferð A1A2 hópsins var um páskana, þegar við héldum til Egyptalands. Ragga hikaði ekki við að fara í ferðina, þó veikindin væru orðin alvarlegri og fór hún í flestar skoðunarferðirnar með okk- ur. Að hætta við eða gefast upp var hreinlega ekki til í hennar orða- forða. Við yljum okkur nú við allar góðu minningarnar um góða vin- konu. Við biðjum góðan Guð að styðja vin okkar Jón og börn þeirra Írisi, Eírík og Atla Má og þeirra maka og börn við þeirra mikla missi. Aníta og Þór, Fríða og Kristinn. Mig langar í örfáum orðum að minnast Röggu. Ég kynntist henni þegar við fjölskyldan fluttum í Grafarvoginn þegar ég var 12 ára. Við Íris dóttir hennar urðum fljót- lega bestu vinkonur og upp frá því var ég heimagangur á heimili hennar. Ég dáðist af þessari mömmu sem var svo mikill kraftur í. Hún dansaði, var í badminton, tók þátt í alls konar félagsstarfi, var dugleg að rækta vini sína og var traust og góð mamma. Ragga var ekki bara yndislega falleg, heldur klár, hlý og listræn. Þau Jón voru alveg sérstaklega sam- heldin og flott hjón, þau voru mín fyrirmynd af ást og kærleik og ég sagði stundum við Röggu að þegar ég yrði stór ætlaði ég að verða eins og þau. Elsku Jón, Íris mín, Eiríkur, Atli, Einar, Ástí, Lilja, Þóra, Dída, barnabörn, systkini og aðrir að- standendur, megi góður guð styrkja ykkur með kærleik og hlýju. Þórunn Birna. Það dýrmætasta sem kona getur eignast í lífinu næst sinni fjöl- skyldu eru góðar vinkonur. Þær veita gleði og umhyggju og næra sálina. Ég er að kveðja slíka vin- konu. Hún Ragnhildur vinkona mín er búin að kveðja þennan heim. Við kynntumst sem litlar stelpur í Laugarnesskóla, síðan lá leiðin í Gagnfræðaskóla verknáms í Braut- arholti. Þar urðum við átta vinkon- urnar og þá varð saumó til … Við höfum haldið hópinn síðan, þó svo að ég hafi flutt til Ástralíu. En allt- af þegar ég kom heim til Íslands var svo gaman að hitta vinkon- urnar. Það eru til margir sauma- klúbbarnir á Íslandi en enginn þeirra hefur haldið upp á fimm- tugsafmælið sitt eins og við gerð- um. Allur skarinn, ásamt þeirra ynd- islegu eiginmönnum, kom til okkar Geira alla leið til Ástralíu árið 1999. Þar áttum við saman há- punkt tilverunnar. Þessar minningar eru ómetan- legar. Svo var það óvissuferðin okkar á Íslandi árið 2002. Jeppaferð upp 42 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.