Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 43
um fjöll og firnindi. Það var eins og á unglingsárum okkar í gamla daga. Ítalíuferðin þegar við urðum 55 ára og svo margar stundir sem við munum geyma í hjarta okkar. Við Geiri áttum dásamlegan eft- irmiðdag með Röggu, eins og hún var alltaf kölluð, og Jóni í þeirra fallega sumarbústað í fyrra. Snjór- inn féll svo fallega á trén í Gríms- nesinu. Ekki átti ég von á að það væri síðasta stundin okkar saman. Hún Ragga kenndi okkur margt í baráttu við veikindi sín. Alltaf sýndi hún styrk og jákvæðni þó svo að hún væri þjáð. Hún atti dásam- legan mann sem hlúði að henni, fal- leg börn og þeirra fjölskyldur sem hún var afar hreykin af. Hún sendi mér oft myndir á netinu sem mér þótti svo vænt um að fá. Þar sem ég er svo langt í burtu kveð ég hana Röggu vinkonu mína með trega. Elsku Jón, Eiríkur, Íris, Atli Már og fjölskyldur. Guð veri með ykkur á þessum erfiðu stundum, við munum geyma hana Röggu í hjarta okkar. Guðrún Katrín Ingimarsdóttir, Ásgeir Helgason, búsett í Ástralíu. „Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perl- ur. Hjarta manns hennar treystir henni … hún gerir honum gott … hún vinnur fúslega með höndum sínum … Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda … Kraftur og tign er klæðnaður hennar, og hún hlær að komandi degi. Hún opnar munninn með speki, og ást- úðleg fræðsla er á tungu hennar. Synir (börn) hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni: „Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öllum fram!““ Á þennan hátt hefst lofræða Sal- ómons í orðskviðum Biblíunnar um væna konu. Svo sannarlega er það væn kona sem í dag verður til moldar borin og við kveðjum með miklum söknuði og trega en þó af- spyrnu þakklát fyrir að líf okkar var auðgað með þátttöku hennar og fjölskyldu í lífi okkar. Ekkert okkar systkina getur ímyndað sér lífið án hennar eða fjölskyldunnar allrar, tengingin milli fjölskyldna okkar var sérstök, og eigum við öll okkar eigið sett minninga um frá- bæra frænku þó svo vinátta og tengsl hvers og eins hafi verið mjög svo ólík. Ásgeir Þór er elstur og naut þess vegna fyrstur einstakrar um- hyggju og áhuga Ragnhildar og Jóns, fór hann með þeim í útilegur og alls kyns stúss strax á unga aldri. Guðlaug kom svo nokkrum árum síðar en hennar fyrsta minn- ing tengist hrotum Ásgeirs afa og ákveðinni Jesúmynd sem hékk fyr- ir ofan hjónarúm þeirra ömmu svo og hinum merka brúðkaupsdegi Ragnhildar og Jóns. Síðan koma Arnars fyrstu minningar þegar Ei- ríkur var fæddur og kom í pössun í Stóragerðið. Hins vegar er okkar síðasta minning hin mikilsmetna stund með „frænku“ á líknardeild- inni í Kópavogi þar sem við feng- um að njóta samvista við hana góða en stutta stund þar sem hún svo hetjulega og í æðruleysi dró sinn síðasta andardrátt síðar um kvöldið. Allt sem skeði þarna á milli, öll þessi ár, sem þó hafa liðið hratt, allar merkilegar stundir s.s. afmæli, útskriftir, fyrstu fjárfest- ingarnar þ.e. bílarnir, íbúðirnar og fyrirtækin, vinnurnar, barneignirn- ar, ferðalögin, já þroskaferillinn í heild sinni, þar áttu hún og Jón sitt þátttökusæti, sín innlegg „speki og fræðslu“ eins og Salómon orðaði svo vel, og erum við óumræðilega þakklát fyrir. Ragnhildur var stór- brotinn karakter, ákveðin, framsýn og stórmerkilegur frumherji en ekki síst listamaður í eðli sínu sem sjá má í verkum hennar hvort sem litið er á heimili hennar, listaverk, garðinn en einnig samband hennar við Jón og börnin. Hún var hreint frábær. Að kveðja er erfitt, en líf okkar hefur verið gætt svo miklu að við verðum að vera þakklát, halda áfram og elska lífið eins og hún gerði og þannig halda minningunni um „væna konu“ á lofti. Elsku Jón, Eiríkur, Ástý, Íris, Einar, Atli Már, Lilja og börn, svo og öll þið hin sem einnig hafið misst mikið, Drottinn blessi ykkur og varðveiti, hann umvefji ykkur með kærleika sínum og veiti ykkur huggun í sorginni Ásgeir Þór, Guðlaug og Arnar. Ástkær vinkona er fallin frá og minningar um yndislega stúlku sitja eftir og ylja okkur sem minn- umst hennar með hlýhug og þakk- læti fyrir allar ánægjulegu stund- irnar sem við áttum með henni. Frá því við vorum sextán ára hefur vinskapurinn haldist óslitinn, þrátt fyrir að nokkrar í hópnum hafi búið á erlendri grundu um lengri eða skemmri tíma. Við nefndum þetta að vísu „saumó“ til málamynda, en það var nánast yf- irskin, því tilgangurinn var aðal- lega að hittast. Á þeim árum sem við vorum að stofna fjölskyldu og eiga börn voru þetta hefðbundnar stundir með kaffi og meðlæti en þegar börnin stækkuðu og við fórum að hafa meiri tíma fyrir okkur sjálfar ákváðum við að nú væri tími ferða- laganna runninn upp. Þá fannst okkur tími til kominn að taka karl- ana okkar í hópinn og haldið var til Ástralíu þar sem ein okkar býr með sinni fjölskyldu. Þetta var á 50 ára afmælisárinu og haldin var mikil veisla okkur öllum til heiðurs þar sem Ragga og Jón sýndu dans eins og þeim einum er lagið. Ragga hafði tekið með þennan yndislega samkvæmiskjól og það geislaði af henni. Aftur fimm árum seinna ferðuðumst við um Ítalíu og var þá rætt um hvað gera skyldi á sex- tugsafmælisárinu. En því miður er nú höggvið skarð í hópinn og Ragga okkar er ekki lengur með , hún sem var ætíð svo jákvæð og hélt okkur við efnið, jafnvel þegar við vorum latar að hittast og hún orðin mikið veik hó- aði hún okkur saman í kaffihlað- borð. Ragga var mjög listræn og lék allt í höndunum á henni, hvort sem var hannyrðir, leirlist eða olíumál- un og sótti hún tíma í Myndlista- skóla Kópavogs í vetur þrátt fyrir að vera orðin mjög máttfarin, hún mætti einfaldlega þegar hún gat. Endaði sú önn með sýningu í Gerð- arsafni í tilefni af afmæli skólans. Nýlega hélt Ragga sýningu á myndunum sínum í Minniborg í Grímsnesi, þar sem saman voru komnir vinir og vandamenn til að gleðjast með henni og fjölskyld- unni sem nú hefur misst svo mikið. Jón og Ragga voru einstaklega samhent hjón, þau áttu mörg sam- eiginleg áhugamál, fyrir utan dans- inn þá voru ferðalög bæði innan og utanlands þeim báðum hjartfólgin, þau ferðuðust mikið, nú síðast alla leið til Egyptalands þrátt fyrir að Ragga væri orðin mikið veik. Jón og Ragga æfðu lengi sam- kvæmisdansa og kepptu allt fram til þess tíma sem Ragga veiktist, unnu þau oft til verðlauna, enda einstaklega glæsilegt par á dans- gólfinu. Það hlýtur að vera erfitt að horfa uppá sína nánustu heyja vonlausa baráttu við illvígan sjúk- dóm og fá ekkert að gert. Ragga stóð sig alla tíð eins og hetja þrátt fyrir allar þær erfiðu lyfjameðferð- ir sem hún gekk í gegnum. En fjölskyldan gerði allt til að Röggu liði sem best og Jón stóð eins og klettur við hlið hennar þar til yfir lauk. Við sendum Jóni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi þeim styrk á erfiðum tímum. Rannveig Ásbjörnsdóttir, Katrín Torfadóttir, Kristín Káradóttir, Jóna Helgadóttir, Þuríður Sigurðardóttir, Jóhanna Þorgrímsdóttir og makar. Fyrir hartnær sautján árum keyptu sjö fjölskyldur saman jarð- irnar Ármúla I og II í Nauteyr- arhreppi, í Norður-Ísafjarðarsýslu, nú Hólmavíkurhreppi. Í þessum hópi voru Ragnhildur Sandholt, Ragga og eftirlifandi eiginmaður hennar Jón Eiríksson. Í kjölfar kaupanna hófust reglubundnar ferðir í Ármúla þar sem fjölskyld- urnar komu saman á hverju ári við leik og störf, við viðhald fasteigna og uppbyggingu jarðanna. Lífshlaup Röggu var einstaklega farsælt. 25. apríl 1970 gekk hún að eiga lífsförunaut sinn Jón Eiríks- son til 38 ára og var hjónaband þeirra einstaklega náið og ástríkt og einkenndist af gagnkvæmri virðingu. Jón og Ragga voru bæði samhent og samstíga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og deildu þau fjölbreyttum áhugamálum ætíð saman. Ragga var glæsileg kona, fé- lagslynd, lífsglöð, glaðvær og kát og ætíð stutt í dillandi hláturinn. Hún var einstaklega vinnusöm og dugleg og nutu Ármýlingar ríku- lega dugnaðar hennar og ósér- hlífni. Við fráfall Röggu er skarð fyrir skildi. Ármýlingar senda Jóni, börnum, barnabörnum og ástvinum öllum innilegustu samúðarkveðjur við fráfall Ragnhildar Sandholt. Grímur og Hildur, Pétur og Birna, Rúnar og Diljá, Viðar og Guðrún, Þorsteinn og Fanný. Það verða stundum á vegi manns einstaklingar, sem lýsa upp til- veruna og gott er að vera með. Einmitt þannig einstaklingur var Ragnhildur Sandholt, eða hún Ragga okkar. Nú hafa örlögin gripið í taumana og er komið að kveðjustund. Og þó að söknuðurinn sé sár er það samt þannig að þegar litið er til baka eru samverustundir okkar svo ein- stakar að fyrir þær ber að þakka. Það viljum við gera í dag. Við erum nokkur hjón sem kynntumst í dansskóla. Sum okkar höfðu verið viðloðandi dans frá barnæsku, önn- ur byrjuðu að dansa á fullorðins- aldri. Í fyrstu var hópurinn sund- urleitur, sumir þekktust þó innbyrðis. Smám saman urðum við að einum vinahópi og í dag köllum við okkur dans-, göngu- og ferða- hópinn A1A2. Þetta skrýtna nafn, A1A2, er talning í sömbu, en okkur þótti alltaf jafn skondið þegar einn danskennarinn var að reyna að fá okkur til að dansa eftir þessum takti. Á sumrin var venjan að hittast og ganga um bæinn eða á næstu fjöll. Síðan var ómissandi að fara í útilegur, gönguferðir um hálendið eða með ströndum. Jón varð for- inginn og við gerðum eins og hann sagði. Okkur grunar að Jón hafi gert eins og Ragga sagði, þannig að á sinn hátt var hún foringinn á bak við tjöldin. Þau Jón og Ragga bjuggu líka yfir meiri þekkingu á landinu en við hin og voru reyndir ferðagarpar. Þetta var skemmti- legur tími. Ragga og Jón höfðu alltaf verið mikið útivistarfólk og á þeim árum þegar sum okkar vissu ekki hvað gönguskór voru voru þau á flandri um landið með börnin sín. Í ferðalögum okkar um landið var Ragga iðulega í fararbroddi. Þar var hún á heimavelli. Oft var það nú þannig að þegar við hin skriðum úr pokunum á morgnana mátti sjá Röggu koma skokkandi niður fjallshlíðina, búna að fá sér morg- ungönguna. Það fóru fáir í skóna hennar, hvort sem það voru dans- eða gönguskór, og því var það mikið reiðarslag þegar hún veiktist. Hún sem var hreystin uppmáluð. Hvernig mátti þetta vera? Þegar Ragga lauk fyrstu lyfjameðferðinni hittumst við heima hjá þeim Jóni og var ákveðið að nú myndi hóp- urinn leggjast í ferðalög. Það gerð- um við síðan vorið 2006. Við áttum yndislegan tíma saman í tæpar tvær vikur í Suður-Karíbahafi. Strax þá ákváðum við að fara í aðra ferð tveimur árum síðar og ferðuðumst um Egyptaland nú um páskana. Það gladdi okkur að hún skyldi ná að koma með og í okkar augum var hún hetja. Aldrei var neinn bilbug á henni að finna og æðruleysið ótakmarkað. Við munum sakna þess að sjá Röggu ekki framar svífa um dans- gólfið í örmum Jóns eða klöngrast upp einhverja fjallshlíðina í fram- tíðinni, en það var frábært að vera samferðamaður hennar þau ár sem við áttum saman og það er gott að geta sagt að hún var vinur okkar og eitt er víst að hún mun lifa í hjörtum okkar um ókomin ár, því hún sett mark sitt á tilveru okkar. Við vottum Jóni og fjölskyldu hans okkar innilegustu samúð og þökkum fyrir þá lukku að hafa kynnst þessari listakonu lífsins, henni Röggu. Hvíl í friði elsku vinkona, hjart- ans þökk fyrir samveruna. Fyrir hönd dans-, göngu- og ferðahópsins A1A2 Ólafur Ólafsson. Það fylgir því sérstök upplifun og andrúmsloft að taka þátt í upp- byggingu nýrra hverfa. Við sem vorum meðal þeirra fyrstu sem fluttu í Grafarvoginn um miðjan ní- unda áratug síðustu aldar fundum fyrir þessu. Við vildum búa þannig um hnútana að hverfið okkar yrði það besta að búa í og að sem fjöl- breyttust þjónusta kæmi sem allra fyrst, ekki síst fyrir börnin okkar. M.a. í þessum tilgangi ákváðum við árið 1986 að taka þátt í stofnun Fé- lags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, en við töldum félagið kjörin vett- vang til að þoka málum áfram til heilla fyrir hverfið. Auk undirrit- aðs voru meðal fyrstu stjórnar- manna í því félagi hjónin Jón Ei- ríksson og Ragnhildur K. Sandholt. Það má fullyrða að það sé nokkuð óvenjulegt að hjón gegni samtímis stjórnarstörfum í félagi. Það þótti hins vegar sjálfsagt þeg- ar Jón og Ragnhildur áttu í hlut. Ég efast um að ég hafi kynnst samhentari hjónum í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Það hefur því ávallt verið eðlilegt og sjálfsagt að hafa nöfn þeirra beggja á vörum samtímis. Í félagsstörfunum þróað- ist vinátta sem hefur enst fram á daginn í dag. Ég minnist ótal stjórnarfunda í heimahúsum þar sem kraftur og gleði réð ríkjum, fjölda skemmt- ana, ferðar til Englands, kosninga- vinnu, bæði fyrir og á kjördag þar sem Jón og Ragnhildur voru oftar en ekki þau sem mest lögðu af mörkum. Allt vekur þetta gleði þegar ég hugsa til baka. Fyrir nokkru keyptu Jón og Ragnhildur sér sumarhús skammt frá sumarhúsi okkar hjóna í Grímsnesinu. Hugsuðum við okkur gott til glóðarinnar að geta átt þar mikil og góð samskipti við þau. Það gekk eftir en því miður urðu stund- irnar færri en við reiknuðum með vegna veikinda Ragnhildar. Það verður erfitt að hugsa sér Jón án Ragnhildar. Góðar minn- ingar ylja hins vegar og á vinátt- una bar aldrei skugga. Fyrir það ber að þakka. Við hjónin óskum Ragnhildi Guðs blessunar og vott- um Jóni og börnum þeirra samúð okkar. Reynir Karlsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 43 Elsku amma okkar, núna ertu farin frá okkur 92 ára að aldri, þín er sárt saknað, ég er ekki enn búinn að átti mig á því að þú sért farin frá okkur. Þú veiktist og við skiptumst öll á að sitja hjá þér. Nóttina sem þú lést hringdi Elísabet systir í mig og til- kynnti mér það og við Móna fórum í hvelli upp eftir til þín og kvöddum þig. Núna er afi loksins búinn að fá þig til sín eftir langa bið og núna færðu að hitta öll systkinin þín, pabba og foreldra þína, og ég veit að þú átt eftir að fylgjast með okkur hérna niðri og leiðbeina litlu langömmu- börnin þín áfram í lífinu. Þú varst besta kona í heimi, varst alltaf að hjálpa öllum og gast aldrei neitað um neitt. Ég man þegar ég bjó hjá þér með mömmu og Mónu, þá gastu dundað með okkur endalaust, við spiluðum Svarta Pétur fram og aft- ur, aldrei fékkstu nóg. Svo þegar við áttum að mæta í skólann á morgn- ana þá varst þú löngu vöknuð á und- Ásta Bjarnadóttir ✝ Ásta Bjarna-dóttir fæddist á Hóli í Bolungarvík 9. janúar 1916. Hún lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 31. júlí síðastliðinn. Ásta var jarð- sungin frá Foss- vogskirkju 6. ágúst sl. an okkur og varst tilbúin með mat áður en við færum í skól- ann og varst með nesti handa okkur, passaðir alltaf að við fengum nóg að borða. Við elskum þig endalaust mikið, þú verður skærasta stjarnan á himnum. Elsku amma okkar, guð geymi þig og munum við geyma minningu þína í hjört- um okkar um ókomna tíð. Hvíldu friði. Helena Dögg, Lilja Dís og Andri Snær. Það er gott að eiga góða ömmu og ég var svo heppin að eiga eina slíka og fá að njóta samvista við hana í heil 34 ár. Ég var svo heppin að fá að alast upp að mestu leyti hjá ömmu, alltaf höfðum við nóg að dunda saman, man svo vel hvað þér þótti gaman að syngja og mála enda eru til mörg listaverkin eftir þig. Þú varst alltaf svo hjartahlý og vildir allt fyrir alla gera, varst alltaf svo hjálpsöm og sagðir aldrei nei við neinu, sama hvað það var. Manni leið alltaf svo vel í návist þinni og var gjörsamlega endurnærður. Þú hafðir alltaf svo mikla ást og hlýju að gefa og alltaf var til nóg af henni hjá þér, alltaf varstu til staðar fyrir mig og alltaf gat ég leitað til þín, hvort sem var á nóttu eða degi. Við ræddum um heima og geima, allt milli himins og jarðar, og alltaf var svo gaman að spjalla við þig, þú varst svo fróð um alla hluti. Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur, sem erfitt er að sætta sig við. Ég er svo þakklát fyrir allar þess- ar hlýlegu og innilegu og góðu stundir sem við höfum átt saman. Ég varðveiti þær vel í minninu og mun aldrei gleyma þeim. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég veit að afi hefur tekið vel á móti þér, og hefur ef til vill beðið með óþreyju í gegnum þennan erf- iða tíma. Ég veit að þú ert núna hvíldinni fegin, amma mín, ég kveð þig og minnist þín með söknuð í hjarta og þakklæti. Guð geymi þig og þína fallegu sál. Amma mín, hvíl í friði. Þín Elísabet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.