Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er laugardagur 9. ágúst, 222. dag- ur ársins 2008 Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.) Víkverji reynir eftir fremstamegni að hugsa fagrar og já- kvæðar hugsanir þessa dagana, mitt í öllu kreppu- og bölsýnistali. Hann reynir að hugsa sem allra minnst um peninga en það reynist erfitt þegar annar hver maður barmar sér yfir verðlagi, skuldum og öðrum fjár- hagstengdum erfiðleikum. Ekki þarf meira til hjá Víkverja en að opna tekjublað Mannlífs til að sökkva í þunglyndi og harma örlög sín. Við blasa launaupphæðir svo svakalegar að Víkverja svimar. Það er magnað að hugsa til þess að sumir hafa í mánaðarlaun upphæð sem dugar fyrir einbýlishúsi á besta stað í Reykjavík. Eða jafnvel glæsihýsi í London. Víkverji reynir að líta á björtu hliðarnar og þakka fyrir að hafa atvinnu yfirleitt. Víkverji fór í útilegu með fjöl- skylduna í sumarfríinu (sem var allt- of stutt) og naut fegurðar Vest- fjarða. Á tjaldstæðum var Víkverjafjölskyldan eins og tíma- skekkja, í hefðbundnu tjaldi á skut- bíl að borða grillaðar pylsur, innan um fellihýsi, húsbíla með fullbúnu eldhúsi og stofu og lúxusjeppa. Þó birti til þegar önnur sígauna- fjölskylda dúkkaði upp á tjaldstæði á sambærilegri bíldruslu, með enn ódýrara tjald, prímus og unnar kjöt- vörur. Hver rúmsentimetri í bíl sí- gaunanna var nýttur, líkt og hjá Vík- verjafjölskyldu. Lítil samskipti voru þó á milli tjalda, utan þau að bera saman aldur barna, helstu afrek og nýtingu á skutbílum. Víkverji taldi nokkuð víst að hann þyrfti stærri bíl í næstu útilegu en þá benti sígauna- konan í næsta tjaldi honum á þá aug- ljósu staðreynd að þeim mun stærri sem bíllinn væri, þeim mun meira drasli yrði troðið í hann. Annars þótti Víkverja merkilegt, þegar hann var nánast einn á tjald- stæði með sinni fjölskyldu, að nýir gestir þyrftu að koma sér fyrir upp við tjaldið hans á sínum risajeppa með risafellihýsi, þegar nægt var plássið. Kannski dreymdi þá um gamla tíð, tjalddruslu og kolagrill? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 varasamar, 8 þekkja, 9 rotin, 10 guð, 11 hluta, 13 hagnaður, 15 fjárrétt,18 vísa, 21 elska, 22 bækurnar, 23 eldstæði, 24 siðsama. Lóðrétt | 2 spyr, 3 fisk- ur, 4 aðfinnsla, 5 óbeit, 6 far, 7 röskur, 12 verkur, 14 upptök,15 harmur, 16 stríðni, 17 rannsaka, 18 uglu, 19 þátttaka, 20 beitu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 belja, 4 gauða, 7 landi, 8 ruddi, 9 rúm, 11 alin, 13 hrín, 14 aðila,15 farm, 17 föng, 20 fló, 22 rakki, 23 lynda, 24 annað, 25 temja. Lóðrétt: 1 belja, 2 langi, 3 akir, 4 garm, 5 undir, 6 arinn, 10 úrill, 12 nam, 13 haf,15 forna, 16 ríkan, 18 ösnum, 19 grafa, 20 firð, 21 ólöt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Bb4 5. e5 h6 6. Bd2 Bxc3 7. bxc3 Re4 8. Dg4 Kf8 9. Bd3 Rxd2 10. Kxd2 c5 11. h4 Rc6 12. Df4 c4 13. Bg6 De7 14. Hh3 Ke8 15. Bh5 Rd8 16. Hg3 Hg8 17. a4 Kd7 18. Bf3 b6 19. Hg4 Bb7 20. Re2 Bc6 21. Rg3 g5 22. De3 f5 23. exf6 Dxf6 24. Rh5 Dg6 25. Hg3 Rf7 26. a5 b5 27. He1 Hae8 28. Kc1 Kc7 29. Bg4 gxh4 30. Hf3 He7 31. Rf6 Hd8 32. Df4+ Kb7 33. Bxe6 Hc7 34. Kb2 Dxg2 35. a6+ Kb6 36. Bxf7 Hxf7. Staðan kom upp á opna alþjóðlega mótinu í Fíladelfíu í Banda- ríkjunum sem lauk fyrir skömmu. Bandaríski alþjóðlegi meistarinn Ro- bert Hess (2484) hafði hvítt gegn landa sínum Boris Privman (2215). 37. Rxd5+! Bxd5 38. Dxh6+ Kc7 39. Hxf7+ Bxf7 40. Df4+ Kb6 41. Df6+! Kc7 42. Dxf7+ Hd7 43. Df4+ og svart- ur gafst upp enda stutt í að hann verði mát. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Fallin lauf. Norður ♠105 ♥63 ♦Á109732 ♣962 Vestur Austur ♠3 ♠KD9742 ♥87 ♥95 ♦KG86 ♦D54 ♣ÁD10874 ♣G3 Suður ♠ÁG86 ♥ÁKDG1042 ♦– ♣K5 Suður spilar 4♥. Austur vekur á 2♠, veikum, og suður strýkur hökuna hugsandi. Hökustrokið skilar þó litlum árangri og suður stekk- ur á endanum í 4♥. Dobl og síðan 4♥ hefði haldið slemmu betur inni í mynd- inni. En það er engin slemma í þessum kortum. Einspilið í spaða kemur út, drottning austurs drepin og trompin tekin af vörninni í tveimur umferðum. Hvað svo? Það virðist rökrétt að spila spaða á tíuna, en þá kemur ♣G í gegnum kóng- inn og vestur kemst út á þriðja laufinu. Austur fær þannig slag á ♠9 í lokin. Loka þarf útgönguleið austurs í laufi og það gerir sagnhafi með því að spila ♣K áður en hann fer í spaðann – enda nokkurn veginn öruggt að vestur á ♣Á. Lauf austurs eru þá fallin þegar hann lendir inni á ♠K og hann verður að spila tígli eða spaða frá níunni. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er notalegt að eiga samskipti við fólk sem hugsar á sömu nótum. Gott að það skilur mann. En það sem er ólíkt með ykkur gerir allt enn áhugaverðara. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er eins og þú sért að missa af einhverju. Eins og þú sért að hlaupa á eft- ir strætó. Stoppaðu og náðu andanum. Þú ert þar sem þú átt að vera. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú reynir að bæta líf þitt, og vinnur aftur á bak. Þér finnst lausnirnar vera allt um kring og það er rétt. En til að finna þá réttu þarftu að vita hver vandinn er. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Eitt af áhugamálum þínum er að gera meira og græða meira en þú ætlaðir. Láttu þetta eftir þér. Þú veist hvað þú færð mikið út úr þessu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú þarft ekkert frekar samþykki samferðamanna þinna, en það gefur þér samt orku. Þú hefur mikla lyst á öllu í kvöld – varaðu þig á græðginni! (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það hjálpar þér ekki að taka skyndiákvarðanir. Farðu þér hægt. Keyptu þér tíma. Svo skaltu notfæra þér alla þína skapandi hæfileika og ná frábær- um árangri. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Oftast ert þú sá bjartsýni í hópnum, en stundum missir þú líka vonina. Þér finnst vinir þínir blaðra eintóma vitleysu, en þetta er vitleysan sem þú þarfnast. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert að byggja upp sam- bönd eins og þú vilt hafa þau. Vertu ögr- andi og hagaðu þér eins og þú vilt að fé- lagar þínir geri. Hafðu sambandið traust frá upphafi. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ferð næstum yfir strikið á því sem telst þér sæmandi. En hver segir til um hvað sé sæmandi? Það er sam- komulag allra aðila þá stundina. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er verið að velja og hafna fólki. Allir verða stressaðir og óttast um frama sinn. Vertu góður við þá sem sitja eftir þegar þú verður valinn. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú vinnur með fólki og skemmtir því um leið. Þar sem þú elskar að koma því á óvart velurðu að gera aldrei það sama. Það er erfitt en vel þess virði. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Hvað þarf ég að segja þér oft að þú sért skyggn? Ef þú hefur ekki skilið það enn færðu sönnun á því í dag. Það nægir ekki að gruna það, þú verður að trúa því. Stjörnuspá Holiday Mathis 9. ágúst 1851 Við slit Þjóðfundarins í Reykjavík hrópuðu þingmenn: „Vér mótmælum allir.“ Einni öld síðar var afhjúpuð minn- ingartafla um fundinn í hátíð- arsal Menntaskólans í Reykja- vík, þar sem fundurinn var haldinn. 9. ágúst 1946 Catalina-flugbátur frá Flug- félagi Íslands nauðlenti á Við- eyjarsundi eftir að bilun varð í hjólabúnaði. Flugvélin var að koma með nítján farþega frá Akureyri og hafði flogið yfir borginni í þrjár klukkustundir áður en eldsneytið þraut. Flugstjóri var Magnús Guð- mundsson. „Er það þakkað flugfimi Magnúsar að svo vel tókst með lendingu,“ sagði í Morgunblaðinu. 9. ágúst 1979 Menntamálaráðuneytið gaf út tilkynningu um friðun gamalla húsa á svonefndri Bernhöft- storfu í miðbæ Reykjavíkur. 9. ágúst 1998 Minnisvarði um útileguhjónin Fjalla-Eyvind og Höllu var af- hjúpaður á Hveravöllum. Varðinn hlaut nafnið „Fangar frelsisins“ og er eftir Magnús Tómasson. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá … Á morgun, 10. ágúst, verður Er- lendur M. Magn- ússon 50 ára og í tilefni af því verður opið hús í Þjóðdansaheim- ilinu, Álfabakka 14a (2. hæð), kl. 15-18. Ættingjar og vinir eru velkomnir að gleðjast með afmælisbarninu og þiggja létt- ar veitingar. 50 ára „Ég ætla mér að skreppa vestur í Búðardal í mína heimahaga,“ segir Kristinn Jónsson um hvað hann ætli að gera í tilefni sextugsafmælisins í dag, „[ég] ætla ekkert að halda upp á þetta sérstaklega nema fyrir sjálfan mig og mína nánustu.“ Hann flutti það- an fyrir átta árum til að hefja viðskiptafræðinám á Bifröst, þaðan lá leið hans til Reykjavíkur. Kristinn var lengi viðriðinn sveitarstjórnarmál í heimasveit sinni og sat þar í átta ár sem oddviti fyr- ir Framsóknarflokkinn. „Það sem þjóðina vantar í þessum hamförum öllum, bæði í borg og ríki, [er] sterkur Framsóknarflokkur,“ útskýrir hann með miklum sannfæringarkrafti, þá væri staðan öðruvísi. Tíu ára afmælið er Kristni minnisstæðast. Daginn áður hafði bróðir hans komið heim með nýjan traktor og á afmælisdaginn fékk Kristinn að gjöf að keyra nokkra hringi í kringum húsið. „Það móðgast kannski einhverjir, en það er sú gjöf sem ég man einna best eftir.“ Afmælisbarnið á helst frí á veturna, enda mest að gera í vinnunni á sumrin. „Síðustu páska fór ég til Dóminíska lýðveldisins. Svo hef ég ver- ið í Pétursborg og í Tallinn þar áður,“ svarar hann þegar blaðamaður spyr hvert hann fari helst. „Ég hef aðallega farið til að skoða mig um, nema í Dóminíska lýðveldinu, þar er ekkert að gera nema slappa af,“ útskýrir Kristinn, sem tekur sér gjarnan bílaleigubíl og skoðar sig um á viðkomandi stað. | andresth@mbl.is Kristinn Jónsson deildarstjóri sextugur Heim í Búðardal á afmælinu ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.