Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 47 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GLEÐILEGAN VALENTÍNUSAR- DAG, JÓN GLEÐILEGAN VALENTÍNUSAR- DAG, LÍSA ERTU AÐ SEGJA AÐ ÞÚ HAFIR RANGT FYRIR ÞÉR? ÉG HAFÐI SÍÐAST RANGT FYRIR MÉR Í ÁGÚST ÁRIÐ 1958... ÚFF! AUÐVITAÐ, KALLI BJARNA... OG ÉG HEF HAFT RANGT FYRIR MÉR ÁÐUR... ÉG MAN ÞEGAR ÉG HAFÐI SÍÐAST RANGT FYRIR MÉR... ÉG HELD AÐ ÞAÐ HAFI VERIÐ ÁRIÐ 1958... ÞAÐ VAR Í JÚLÍ... NEI, Í ÁGÚST ÉG SÉ ÞIG, HOBBES! ÞETTA VAR ÖMURLEGT KAST! TÍGRISDÝR KUNNA EKKI AÐ KASTA! ÉG KASTAÐI BARA FYRSTA BOLTANUM SVO ÞÚ SNÉRIR ÞÉR VIÐ HVER ER LYKILLINN AÐ ÞVÍ AÐ VERA Í HAMINGJUSÖMU HJÓNABANDI? ANNAÐ OKKAR VERÐUR AÐ STJÓRNA... ...OG ÞAÐ ER ÉG SEM STJÓRNA !! NEI, ÞAÐ ER ÉG SEM STJÓRNA !! GRÍMUR, „FYNDNUSTU DÝRAMYNDBÖNDIN“ ERU Í SJÓNVARPINU ÉG HORFI EKKI LENGUR Á ÞENNAN ÞÁTT! AF HVERJU? ÞEIR NOTA HÝENUHLÁTUR SEM DÓSAHLÁTUR NONNI HEFUR GERT GÓÐA HLUTI FYRIR FYRIRTÆKIÐ JÁ, ÞAÐ ER FRÁBÆRT ÞETTA ER NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SEM GÓÐ STJÓRNUN SNÝST UM. MAÐUR VERÐUR AÐ NÝTA ÞÁ HÆFILEIKA SEM STARFSFÓLK MANNS HEFUR Í STAÐ ÞESS AÐ REKA ÞAÐ? GÓÐUR STJÓRN- ANDI LÆRIR AF MISTÖKUM SÍNUM ANNAR ÞÁTTUR MEÐ JONAH JAMESON... ÞÁTTURINN HANS JONAH JAMESON VERÐUR VINSÆLLI... HJÁ OKKUR ER DARA DORSET... BETUR ÞEKKT SEM KONA KÓNGULÓARMANNSINS ÞÚ FÆRÐ EKKI AÐ HORFA Á BOLTANN! ÉG ÆTLA AÐ HORFA Á JONAH JAMESON Velvakandi ÞAÐ rignir á þessa ferðalanga sem bregða yfir sig regnhlífum meðan þeir fylgja leiðsögumanninum og hlusta af einbeitingu á fróðleiksmola um Reykjavík. Morgunblaðið/G.Rúnar Í leiðsögn um borgina Þakkir til RÚV MIG langar að þakka fyrir góðan þjóðlaga- þátt á RÚV, hann heit- ir „Viltu syngja minn söng“. Þátturinn er í umsjón Kristjönu Arn- grímsdóttur sem er mjög skemmtileg og fróð. Í þættinum fyrir stuttu var flutt lag sem heitir Haustvísa og var flutt á sænsku, mér þætti gaman að vita meira um það lag og hvort það væri til ís- lenskur texti við það. Þóra. Þróum Laugaveginn sem verslunargötu ÞEGAR umræður um byggingu tón- listarhúss á umdeildum stað í borg- inni stóðu sem hæst var að sjálf- sögðu rætt um það í sundlaugarpottinum. Yfirleitt kem- ur fólk á sama tíma í sundið og þeir sem koma árla morguns eru í eldri kantinum. Flestir voru hlynntir því að Laugavegurinn yrði látinn þróast áfram sem verslunargata og reynt yrði að greiða fyrir því að fólk kæm- ist ferða sinna á auðveldan hátt til að versla í þeim gömlu og grónu versl- unum sem eru þar til húsa. Það er vissulega misráðið að staðsetja fyr- irferðarmikla skólabyggingu við Laugaveginn og yrði ekki til þess að bæta ímynd borgarbúa á Sjálfstæð- isflokknum sem nú ræður ríkjum í borgarstjórn Reykjavíkur. Eldri borgari. Ísbirnir og „dauð náttúra“ Íslands ÉG hef oft dáðst að hinum ágætu pistlum Kolbrúnar Bergþórsdóttur, nema þeim síðasta sem birtist í Morgunblaðinu 6. ágúst. Þar er þessa undarlegu setningu að finna: „Umhverfisráðherrann virðist telja hlutverk sitt að standa með hinni dauðu náttúru hvað sem tautar og raular.“ Er pistlahöfundur að tala um landið, jörðina sem hefur fætt og klætt mannkynið öldum saman? Síð- an hvenær eru norðlenskar heiðar og öræfi kölluð dauð náttúra? Svo er það ísbjarnarsöngurinn. Ég þakka umhverfisráðherra fyrir að láta skjóta ísbirnina eða koma ekki í veg fyrir það. Líf þessara dýra í búrum hefði varla orðið ánægjulegt. Og ef þau hefðu orðið fólki að bana er hætt við að hin svokallaða ímynd Ís- lands hefði orðið skuggaleg. Þuríður Guðmundsdóttir. Viltu „miðann“? Svo virðist sem starfs- maðurinn á kassanum í matvöruversluninni sé að móta nýja stefnu hjá viðskiptavinunum. Hann spyr jafnan hvort maður vilji „miðann“, sem heitir nú reyndar kvittun. Tilefni þessara skrifa er að und- irritaður hefur í tvígang á stuttum tíma verið að versla í versl. Nóatúni, þar sem kassastúlkan hefur ekki einu sinni haft fyrir því að spyrja hvort ég vildi kvittun, heldur hent henni beint í rusladall fyrir neðan sig. Þetta er auðvitað siðlaust með öllu og rakinn dónaskapur. Hefði haldið að útgangspunkturinn í þessu væri að maður vildi kvittun nema annað væri tekið fram. M.a.s. hefur þetta gengið svo langt að þegar sá sem þetta ritar var að kaupa rafmagns- tæki upp á 12 þús. krónur ekki alls fyrir löngu, þá var spurt: „Viltu mið- ann?“ Hjálmtýr Baldursson. Ekki þörf á nafnabreytingu FELLIBYLJIR eru yfirleitt nefnd- ir nöfnum sem raðað er eftir staf- rófsröð og fimmti fellibylurinn í Kar- íbahafinu heitir Edward, en í Ríkisútvarpinu kalla þeir þennan fellibyl Játvarð. Þeir hafa ekkert leyfi til að breyta nafninu og það er ekkert þjóðlegt við það. Þeir verða að athuga að það verður að kalla hlutina réttum nöfnum, það á ekki við að setja nýyrði hér því nafnakerfi fellibylja er alltaf byggt á stafrófs- röð. Ólafur Sigurgeirsson.           Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Kaffi og blöðin í Krókn- um kl. 11-12, matur. Bólstaðarhlíð 43 | Föstudaginn 15. ágúst kl. 12.30 verður farið frá Bólstað- arhlíð 43 í dagsferð í Viðey. Stað- arleiðsögn og kaffihlaðborð. Verð 2.200 kr. Skráning í s. 535-2760. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Ferðakl. Flækjufótur í samvinnu við Bændaferðir fer í 8 daga ferð til Þýskalands hinn 22- 29 sept. nk. Eigum nokkur sæti laus. All- ar uppl. í síma 898-2468. Allir velkomnir í ferð með Flækjufæti. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofa FEBK í Gullsmára 9 er opin mánu- daga og miðvikudaga kl. 10-11.30, s. 554-1226 og í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 15-16, s. 554-3438. Fé- lagsvist er spiluð í Gullsmára á mánu- dögum kl. 20.30 og í Gjábakka á miðvikudögum kl.13 og á föstudögum kl. 20.30. Stjórn FEBK. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Þriðjud. 12. ágúst kl. 9 verður opnað að afloknu sumarleyfi starfsfólks, m.a. vinnustofur og spilasalur opinn, kl. 10. 30 létt ganga um nágrennið. Hæðargarður 31 | Munið Gáfumanna- kaffið virka daga kl. 14.30-15.30 í ágúst. Engin inngönguskilyrði. Hugmyndabank- inn opinn. Ertu með hugmynd sem þú vilt koma í framkvæmd í félagsstarfinu í vetur? Skráning á námskeið frá 25. ágúst til 29. ágúst. Haustfagnaður 5. september. Uppl. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Ringó og pútt á flötinni við Gerðarsafn kl. 13. Uppl. í síma 564-1490 og 554-5330.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.