Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 1
S U N N U D A G U R 1 0. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 216. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er FRAMÚRSTEFNU- LEGUR OG FERSKUR HÖNNUNMUNDA MOÐYRMI, EITUR- GEDDA, SKOFFÍN UNDARLEGARSKEPNUR Vinsældir Baracks Obama valda því að honum er líkt við poppstjörnur. Keppinautur hans, John McCain, reynir nú að beita þessari stað- reynd gegn honum. VIKUSPEGILL McCain óttast vinsældir Obama Þrjátíu ár eru síðan lýst var yfir neyðarástandi í hverfi í Niagara Falls-borg í Bandaríkjunum. Það reyndist byggt ofan á mörg þúsund tonnum af eitruðum efnaúrgangi. Þegar eitrið flaut um Love Canal Belgar ná ekki að mynda ríkis- stjórn og nú er svo komið að óttast er að ríkið kunni að leysast upp. Konungur Belgíu berst örvænting- arfullur gegn þeim örlögum. Er Belgía að líða undir lok? Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is ÞRJÁR stærstu stórmarkaðakeðjurnar í Sviss eru hættar að selja íslenskan villtan þorsk, en þær seldu eingöngu ís- lenskan þorsk áður og eru með 75% hlutdeild í ferskfisk- markaðnum þar í landi. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sú að ekki hefur verið vottað að þorskveiðar séu sjálfbærar við Íslandsstrendur, að sögn Hilmu Sveinsdóttur hjá Ice- co GmbH., sem staðið hefur fyrir útflutningi á þorski til Sviss. Nam heildarútflutningur á þorski til Sviss 2-3 þús- undum tonna upp úr sjó þegar mest var árið 2006. Allt frá árinu 2004 hafði Ice-co sett þrýsting á íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðila í sjávarútvegi að fá vottun á íslenskar fiskafurðir. „Við höfum átt fundi með sjávarút- vegsráðherra og hagsmunaaðilum, en af ýmsum ástæðum hafa menn ekki verið tilleiðanlegir að taka þátt í þessu í samræmi við kröfur Svisslendinga,“ segir Hilma. „Stór- markaðirnir vilja bara stimpil sem allir þekkja, þannig að þeir geti selt fiskinn sem góða vöru á háu verði. Ég held að umhverfismerkingar séu stærsta hagsmunamálið í ís- lenskum sjávarútvegi í dag.“ Lokað á villtan þorsk  Vantar vottun á sjálfbærar þorskveiðar við Ísland  Stærsta hagsmunamálið í íslenskum sjávarútvegi Í HNOTSKURN» Viðræður eru á lokastigium að sjávarútvegsfyr- irtæki hér á landi taki upp MSC-vottun, sem þýðir að var- an fengi áletrun MSC. » Þegar varan er merktþannig segir það neyt- endum að fiskurinn sé úr stofni nýttum með sjálfbærum hætti,“ að sögn Gísla Gíslasonar, ráð- gjafa fyrir MSC á Íslandi.  Vilja stimpil sem allir þekkja | 4  „Ég ber fulla ábyrgð á því hvernig fór,“ segir Bubbi Morthens í sam- tali við Morg- unblaðið um ófarir sínar í fjárfestingum. Hann segist ekki hafa gætt þess að dreifa áhættunni heldur fjárfesti í þremur innlendum fyr- irtækjum sem hann hafði ofurtrú á, Eimskip, Exista og FL Group. Allur sparnaðurinn hafi farið fyrir lítið. „Þá keypti ég líka hlutabréf í Er- icsson-símafyrirtækinu sem skiluðu mér góðri ávöxtun um tíma. En ég seldi þau ekki þegar þau hrundu. Áður var ég efnaður, en nú er ég nokkurn veginn á floti,“ segir Bubbi. »12 Bubbi Morthens Allur sparnaðurinn fór  Jón Karl Helgason hefur gert fjölmargar kvikmyndir og sjón- varpsþætti. „Mér finnst heimild- armyndin skemmtilegust,“ segir hann. „Kvikmyndirnar eru eins og túr á togara; þú ferð út, fiskar og kemur svo aftur í land; mannskap- urinn fer í sparifötin og drekkur sig fullan. Svo skilur leiðir og allt er búið. En heimildarmyndin er með þér lengi, lengi, sumar árum saman og þær verða svona einhver sam- fella í lífinu, sem er bæði notaleg og skemmtileg.“ »24 Kvikmynd eins og túr á togara  „Ég hef heyrt í íbúum og versl- unareigendum í kring. Þeir eru fegnir að fá Listaháskóla Íslands á svæði, þar sem nú er meðal annars tattústofa, karókíbar og stripp- staður,“ segir Páll Hjaltason arki- tekt hjá +Arkitektum. +Arkitektar unnu vinningstillögu að nýju húsi Listaháskóla Íslands á Frakkastígs- reit ásamt dönsku arkitektastof- unni Adapt. Páll kveðst hissa á þeirri deilu sem upp hefur komið eftir að vinn- ingstillagan var kynnt. »11 Arkitektinn undrandi á deilunni Leikhús í sumar >> 45 SÆRÐ kona í Gori í Georgíu eftir loftárás í gær, minnst fimm manns féllu í árásinni. Þotur Rússa vörpuðu sprengjum á íbúðarblokkir í Gori og her- bækistöðvar víða í landinu í gær, einnig Poti við Tskhinvali, höfuðstað Suður-Ossetíu, þar sem þeir styðja uppreisnarmenn. Rússar fullyrða að um 1.500 manns hafi fallið í Tskhinvali í árásum Georgíuhers undanfarna daga. Svartahaf sem er olíuútflutningsborg. Tugir manna munu hafa fallið og þúsundir voru á flótta frá átakasvæðunum. Georgía fór í gær fram á vopnahlé en Rússar segjast nú ráða yfir Reuters Mannfall í loftárás Rússa á Gori

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.