Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Glæsileg einbýlishús á Flúðum Í næsta nágrenni: Golfvöllur Flugvöllur Öll þjónusta Sundlaug og fleira... Frábært útsýni! Norðurhof – Flúðum 189 fm. með bílskúr Sýning kl. 14 - 17 sunnudag www.grandahus.is Sími: 860 7160 Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is LANDEIGENDUR Borgarhafn- arfjalls, sem er við þjóðgarð Vatna- jökuls skammt sunnan við Skála- fellsjökul, eru afar ósáttir við framgöngu vinnuhóps sem í vikunni setti upp mastur fyrir Neyðarlín- una á Hestgerðishnútu, sem er syðsti hluti fjallsins. Án þess að biðja nokkurn eigendanna um leyfi var ekið yfir lönd þeirra á stórri skurðgröfu, traktor og vagni og liggja eftir vinnuvélarnar djúp svöðusár í mosa, melum og mýrum fjallsins á u.þ.b. 2 km kafla. Gátu engar skýringar gefið „Þetta eru sár sem aldrei gróa. Sums staðar eru þetta næstum hnédjúp för ofan í jarðveginn,“ seg- ir einn landeigendanna. „Það er fínt að fá mastrið og nauðsynlegt af ör- yggisástæðum en það var hægt að fara aðrar leiðir að hlutunum.“ Landeigendur ráku vinnuhópinn burt áður en hann náði að klára verk sitt. Mastrið er komið upp á hnút- una en er án rafmagns. „Ég held þeim sé alveg sama þó þeir hafi farið svona með landið,“ segir landeig- andi og þegar krafist var skýringa hafði hópurinn enga haldbæra. Þó sagðist einn í hópnum ekki hafa vit- að að leyfi þyrfti til að fara yfir land- ið en það þótti landeigendum heldur ótrúverðug skýring. Vinnuvélarnar fóru einnig yfir merktar gönguleiðir og eyðilögðu þær. „Við gerum okkur enga grein fyrir því hvað þarf til að laga þetta. Þetta verður í raun aldrei lagað. Þetta er óbætanlegt tjón í nátt- úrunni.“ Landeigendur ætla að fá hjálp fagaðila við að græða svæðið. Ollu óbætanlegu tjóni í jarðvegi  Vinnuvélar óku yfir Borgarhafnarfjall án leyfis landeigenda og skildu eftir sig djúp för  Voru að setja upp sendi fyrir Neyðarlínuna  „Sár sem aldrei gróa,“ segir einn landeigenda Í HNOTSKURN »Landeigendur ætla að fáfagaðila í landræktun til að fara yfir skemmda svæðið og hjálpa til að bæta tjónið. »Landeigendur óttast aðbúið sé að eyðileggja landið sem þeir segja andlitið á Vatnajökulsþjóðgarði. Skemmdirnar blasi við af veginum sem liggi upp á jök- ulinn. »Telja landeigendur ljóstað 17. grein náttúru- verndarlaga hafi verið þver- brotin. Unnið er nú að nið- urstöðu í málinu í samvinnu við framkvæmdaraðila. Svöðusár Þessi sjón blasti við landeigendum Borgarhafnarfjalls í vikunni. LÖNG biðröð myndaðist við líflegt morgunverð- arborð undir beru lofti í gærmorgun á Selfossi. Um var að ræða árlegt boð fyrirtækja á Selfossi á árlegu sumarhátíðinni Sumar á Selfossi. Fjöl- breytt dagskrá var um allan bæ í gær en auk hefðbundinna dagskrárliða, grillveislu, flug- eldasýningar og dansleikjahalds var árlegum Sléttusöng hnýtt við dagskrána á svæði Gest- húsa í bænum. Morgunblaðið/Golli Selfyssingar samtaka við morgunverðinn ÞRÍR bílar eru mikið skemmdir eftir að eldur kviknaði í bifreið, sem var lagt í stæði í Álftamýri, um kl. fjögur aðfaranótt laugardagsins. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en upptök hans eru ókunn. Ekki leikur grunur á íkveikju. Samkvæmt upplýsingum slökkvi- liðs kviknaði í Suzuki bifreið sem varð alelda með þeim afleiðingum að eldurinn teygði sig yfir í bíla sem var lagt sínum hvorum megin við bifreið- ina. Að sögn slökkviliðs eru mögu- legar skemmdir á fjórða bílnum. Bílar urðu eldi að bráð Arnarstapi | Netabáturinn Bárður SH frá Arnarstapa hefur náð þeim merka árangri á þessu kvótaári að hafa komið með yfir 1.000 tonn að landi. Báturinn er aðeins um 20 tonn að stærð og þrír menn í áhöfn. Pétur Pétursson skipstjóri og út- gerðarmaður Bárðar SH segir að sl. haust hafi aflinn verið frekar tregur en eftir áramót hafi verið mokafli. „Við höfum verið hér á Arnarstapa og svo róið frá Ólafsvík og það er sama hvar trossurnar eru lagðar, það er alls staðar fiskur, þvert á spár fiskifræðinga.“ Pétur segist ekki oft skipta um net. „Ég var með eina trossu í fjöru- tíu daga og hún var orðin gegnum- slitin og þegar við tókum hana í land voru 800 kíló í henni og alls fiskuðust um 35 tonn í þessa trossu sem þykir gott,“ segir Pétur og bætir við að það hafi verið óþarfi að skera þorskkvót- ann svona mikið niður, það væri óhætt að auka kvótann strax, „það er allt kraumandi af fiski í Breiðafirð- inum.“ Í tilefni af því að Bárður SH náði þeim áfanga að koma með 1.000 tonn að landi á þessu fiskveiðiári færði Fiskmarkaður Íslands áhöfninni vel skreytta rjómaköku með mynd af bátnum, og voru tertunni gerð góð skil. Kominn yfir 1.000 tonn Morgunblaðið/Alfons Finnsson Fögnuður Áhöfnin á Bárði hefur tilefni til að fagna góðu gengi. LÖGREGLAN á Sauðárkróki þurfti að beita varnarúða gegn tveimur mönnum aðfaranótt laugardagsins. Mennirnir voru með ólæti og hafði annar þeirra brotið rúðu í nálægum bíl. Þegar lögreglan mætti á staðinn snerust mennirnir gegn henni og sýndu mótspyrnu við handtöku og þurfti þá að beita úðanum. Mennirn- ir gistu fangageymslur. Beitti varnarúða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.