Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is VÍSBENDINGAR eru um að mögu- lega hafi stuðningur við jafnrétti kynjanna inni á heimilinu og á vinnu- markaði náð há- marki sínu í Bandaríkjunum og í Bretlandi og nú kunni að halla undan fæti. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar, sem unnin var á vegum Cam- bridge-háskóla í Bretlandi. Frétt um könnunina hefur verið birt á vef VR. Könnunin sýnir ekki að jafnrétt- isbaráttan sem slík eigi undir högg að sækja en niðurstöðurnar virðast hins vegar benda til þess að vaxandi stuðningur sé við gamaldags hug- myndir um að staða konunnar sé inn- an veggja heimilisins, ekki á vinnu- markaðnum. Jacqueline Scott, prófessor við Cambridge-háskóla og höfundur könnunarinnar, segir að viðhorf til stöðu kvenna á vinnumarkaði og á heimili virðist vera á þann veg að aukin atvinnuþátttaka kvenna sé á kostnað bæði konunnar sjálfrar og fjölskyldu hennar. „Það kann að vera að viðhorf hafi breyst nú þegar mesti sjarminnn er farinn af súper- mömmunni og draumurinn um framakonuna, sem jafnframt bakar smákökur og les fyrir börnin á kvöldin, er utan seilingar að mati venjulegs fólks,“ segir hún. Jafnréttishugsjónin á sér lengri sögu í Bandaríkjunum og Bretlandi en víða annars staðar. Þar virðist nú hins vegar gæta aukinna efasemda. Um miðjan tíunda áratuginn töldu um 50% kvenna og 51% karla í Bret- landi að atvinnuþátttaka konunnar myndi ekki bitna á fjölskyldunni. Nú eru þessar tölur 46% meðal kvenna og 42% meðal karla. Breytingarnar eru jafnvel enn meiri í Bandaríkj- unum. Árið 1994 töldu 51% að at- vinnuþátttaka konunnar myndi ekki bitna á fjölskyldunni en árið 2002 var hlutfallið komið niður í 38%. „Ég spyr hvar karlarnir eru í þessu samhengi. Forsenda fjöl- skylduvæns samfélags er jafnrétti inni á heimilum,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastýra Vinstri grænna. Dvínandi stuðningur? Mögulega hefur fylgi við jafnrétti kynjanna þegar náð hámarki sínu Drífa Snædal „Jafnrétti hefur farið í bylgj- um í gegnum tíðina og það þarf að verja áunnin réttindi. Þess vegna er verið að hamast daginn út og inn í jafnrétt- isbaráttunni,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastýra Vinstri grænna. „En það eru blikur á lofti og ég hef áhyggjur. Nýleg rann- sókn á Akureyri sýndi að ung- lingar þar eru mun íhaldssam- ari í kynjaviðhorfum en þeir voru fyrir 10 árum. Þetta sýnir bara þörfina á baráttunni.“ „Blikur á lofti“ Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is ÍSLENSKIR fiskútflytjendur náðu sterkri stöðu á svissneska markaðn- um eftir uppbyggingarstarf í rúm- lega áratug. Svo var komið árið 2006 að þrjár stærstu stórmarkaðakeðj- urnar í Sviss, sem eru með 75% af allri ferskfisksölu, ákváðu að kaupa eingöngu íslenskan þorsk. Þegar best lét var heildarmarkaður fyrir ís- lenskan þorsk í í Sviss 2 til 3 þúsund tonn upp úr sjó. „Við unnum með stórfyrirtækjum eins og Iceland Seafood, HB Granda og Brimi, en einnig minni fyrirtækj- um eins og Sjávariðjunni á Rifi, sem útvegaði okkur mikinn þorsk, línu- veiddan af dagróðrarbátum – ferskt og fínt hráefni.“ Og þó að kröfurnar séu miklar er kosturinn við sviss- neska markaðinn sá, að sögn Hilmu Sveinsdóttur, sem rekur Ice-co GmbH., að verðið er hátt og eftir- spurnin helst stöðug allt árið. Fluttu sig yfir í eldisþorsk Svo gerðist það í fyrra að þrjár stærstu stórmarkaðakeðjur Sviss hættu að selja villtan íslenskan þorsk. Ástæðan sem gefin var fyrir þeirri ákvörðun var sú að ekki hefur verið vottað að veiðarnar séu sjálf- bærar. „Það gekk einhver bylgja yfir um að nú ætti allur fiskur að vera vottaður,“ segir Hilma. „Svisslend- ingar vilja ekki taka þátt í ofveiði og því vilja keðjurnar annaðhvort vott- aðan villtan þorsk, til dæmis af MSC [Marine Stewardship Counsil], eða þær skipta einfaldlega yfir í eldis- þorsk.“ Þessi þróun var þó ekki alls óvænt, því umræðan hafði verið mikil í Sviss, þar sem umhverfismál eru of- arlega á baugi. Allt frá árinu 2004 hafði Ice-co sett þrýsting á íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi um að fá vottun á íslenskar fiskafurðir. „Við höfum átt fundi með sjávarútvegsráðherra og hagsmuna- aðilum, en af ýmsum ástæðum hafa menn ekki verið tilleiðanlegir að taka þátt í þessu í samræmi við óskir svissneskra kaupenda.“ Afleiðingin er sú að talsvert hefur dregið úr fiskútflutningi frá Íslandi til Sviss og tekjutapið er tilfinnan- legt fyrir Ice-co. „En okkur tókst með mikilli vinnu að selja þeim eld- isþorsk frá Íslandi, sem vegur eitt- hvað á móti. Þetta hefur hinsvegar líka slæmar afleiðingar á Íslandi, til dæmis fyrir Sjávariðjuna á Rifi, sem byggði sína afkomu að miklu leyti á þessum viðskiptum og missir þau mitt í kvótaniðurskurðinum. Þannig að talsvert miklir hagsmunir eru í húfi. Og það er ekki góð þróun að á þessum kröfuharða markaði, þar sem greitt er hátt verð, skuli íslensk- ur þorskur vera orðinn annars flokks vara.“ Hún segir að það sé í raun sár- grætilegt að íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfið, sem sé eitt það besta og þróaðasta í heiminum, hafi ekki verið vottað. Þar af leiðandi fáist ekki við- urkennt að Íslendingar stundi ábyrgar fiskveiðar. „Af því að þetta er ekki vottað með stimpli, þá fáum við ekkert fyrir það,“ segir hún. „Stórmarkaðir geta ekkert nýtt sér þetta í markaðssetningu sinni, þar sem lagt er upp úr grænum áherslum, og þess vegna geta þeir ekki keypt af okkur fiskinn. Það er of flókið að koma þessum skilaboðum til kúnnans eftir öðrum leiðum. Ég held að umhverfismerkingar séu stærsta hagsmunamálið í íslenskum sjávarútvegi í dag. Það er í raun ótrúlegt hversu litlu fjármagni, mannafla og rannsóknum er varið í þær. Við erum búin að vinna 80% af heimavinnunni með því að koma á fót fiskveiðistjórnunarkerfinu og eigum aðeins 20% eftir til þess að vera með pálmann í höndunum, eina þjóðin í heiminum með vottaðar veiðar á villtum þorski. Við höfum eytt mikl- um fjármunum í að bæta nýtingu á flökum, en arðurinn af þeirri fjár- festingu er aðeins brot af því sem við fengjum við vottun á fiskveiðistjórn- unarkerfinu.“ Hvað þarf til þess? „Fyrst og fremst vilja hjá stjórn- málamönnum og hagsmunaaðilum. Ég veit að unnið er í þessum málum núna, sem betur fer. En það er full- seint í rassinn gripið, að minnsta kosti fyrir svissneska markaðinn. Það hafa einnig orðið ákveðin vatna- skil í sölumálum á þorski. Í fyrsta skipti í áratugi eru þorskkaupendur í Evrópu ekki nauðbeygðir til að eiga viðskipti við Íslendinga. Nú er það valkostur að fara yfir í eldisþorskinn. Ef Norðmenn ná viðlíka árangri þar og í laxi, þá er ófyrirséð hvaða afleið- ingar það hefur fyrir íslenskar þorskveiðar og þorskeldi. Við mun- um alltaf eiga undir högg að sækja hvað framleiðslukostnað varðar, en okkar svar gæti verið að fara út í líf- ræna ræktun á þorski, eins og Skot- ar og Írar gerðu í eldislaxi. Ger- breyttar forsendur varðandi umhverfismerkingar og umhverfis- mál almennt, þorskeldi, orkuverð og fleira kallar á endurskoðun á því hvernig við Íslendingar byggjum upp arðbæran sjávarútveg í framtíð- inni.“ Ljósmynd/Margrét Þóra Þórsdóttir Tekjutap Hilma Sveinsdóttir, sem rekur Ice-co GmbH., segir grætilegt að ís- lenska fiskveiðistjórnunarkerfið hafi ekki vottun um sjálfbærar veiðar. Vilja stimpil sem allir þekkja Svissneskir stórmarkaðir hætta að selja íslenskan villtan þorsk því vottun um sjálfbærar veiðar vantar Fyrstu skref Ice-co inn á sviss- neska markaðinn voru stigin með gát árið 1994. „Það kom okkar á óvart að við komum alltaf að lokuðum dyrum,“ segir Hilma Sveinsdóttir. „Svisslendingar vilja fá örugg- ar sendingar í hverri viku árið um kring, en tilhneigingin hjá Íslendingum var sú að ef betra verð fékkst í Ameríku í nokkr- ar vikur, þá fóru þeir þangað með fiskinn. Síðan, þegar þeir ætluðu að snúa aftur til Sviss, var þeim úthýst.“ Lokaðar dyr í upphafi VEGFARENDUR við Hallgrímskirkju ráku margir hverjir upp stór augu í gærmorgun en fána Tíbets hafði verið komið fyrir á einum vinnupallinum við kirkjuna. Ekki er vitað hverjir voru að verki en málið er í skoðun hjá lögreglunni. Ekki virðist sem lögbrot hafi verið framið en það verður í verkahring framkvæmdaaðila að fjarlægja fánann. Í tilefni af Ólympíuleikunum hafa margir notað tækifærið til að beina sjónum að málefnum Tíbeta en þeir berjast fyrir sjálfstæði sínu og aðskilnaði frá Kína. Morgunblaðið/Kristinn Blakti á Hallgrímskirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.