Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra telur að aðgerðir stjórnarinnar í „að gera ekki neitt“ séu þegar farnar að skila jákvæðum árangri. VEÐUR Niðurstöður skoðanakönnunarGallup, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík fékk minna en 27% fylgi, eru áfall fyrir flokkinn. Fylgi flokksins hefur ekkert auk- izt þrátt fyrir að nýr oddviti, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafi tekið við forystunni.     Innan Sjálfstæð-isflokksins heyrast þær raddir að það eina, sem geti orðið til bjargar fyrir næstu borg- arstjórnarkosn- ingar, sé að Hanna Birna verði borgarstjóri fljótlega og geti farið að láta verkin tala.     Mjög fáir sjálfstæðismenn hafa íraun nokkra trú á samstarfinu við Ólaf F. Magnússon. Þeir telja borgarstjóra ekki treystandi, hann sé í stöðugum einleik, sem muni ágerast ef eitthvað er þegar hann hefur stólaskipti við Hönnu Birnu.     Margir sjálfstæðismenn spyrjahvort leita eigi á ný eftir meiri- hlutasamstarfi við framsóknar- menn. Lítill málefnaágreiningur virðist vera milli þeirra og Óskars Bergssonar, nýs borgarfulltrúa Framsóknar.     Framsóknarmenn gætu haft áhugaá slíku samstarfi. Þeir hafa einskis notið í samstarfinu við Sam- fylkinguna og VG í minnihluta. Sam- fylkingin er raunar svo full sjálfs- trausts þessa dagana vegna skoð- anakannana, að hún telur sig ekki þurfa á atbeina smáflokka að halda.     Sjálfstæðismenn þurfa að spyrjahvort muni fara meira í taug- arnar á kjósendum, enn ein meiri- hlutaskiptin eða áframhaldandi samstarf við borgarstjóra, sem hleypur sífellt útundan sér. Svarið er ekki auðfundið. STAKSTEINAR Óskar Bergsson Nýtt samstarf við Framsókn? SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                   * (! +  ,- . / 0     + -                             12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (               !    :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).?   "                                               *$BCD                           !  "          #  $% &   !   *! $$ B *!   #$ % &  $ &   '  (&) ( <2  <!  <2  <!  <2  #'&%  * +,-! (.  CB E                  <    87   '     "              !     '     ($)* "  +        #  $, &      B   "  2           !     ! &        -    -     #  $. /0 (11  (& 2 (  !(* +3      Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ MENGUN þungmálma í hafinu um- hverfis Ísland er lítil samkvæmt nýrri skýrslu Matís. Í um 20 ár hefur verið í gangi árlegt vöktunarverk- efni á mengunarefnum í lífríki hafs- ins við landið. Kannað er hvort magn mengandi efna í hafinu fari vaxandi, hvort heilsa manna sé í hættu vegna neyslu sjávarfangs og hvort lífríki sjávar stafi hætta af mengun. Mældir eru þungmálmarnir kad- mín, blý, kvikasilfur, kopar og sink. Skiptir þetta verkefni miklu máli fyrir sölu íslenskra sjávarfanga á er- lendum mörkuðum þar sem hægt er að sýna fram á með vísindalegum gögnum að íslenski fiskurinn sé veiddur í ómenguðu umhverfi. Hafið Lítið finnst af þungmálmum í sjónum umhverfis Ísland. Lítil meng- un þung- málma Undir alþjóðlegum viðmiðunarmörkum BRESKA fjármálaeftirlitið hefur þrýst á stærstu banka Englands að safna milljörðum punda í nýtt fjármagn svo þeir verði nógu öflugir til að standa af sér þær fjármálaþrengingar sem mögulega eru framundan. Áhættusamar fjárfestingar hverfandi Morgunblaðið leitaði til Fjármálaeftirlitsins til að kanna hvort svipuðum tilmælum hefði verið beint til íslensku bankanna. Í tölvupósti bárust þau svör frá Jónasi Fr. Jónssyni, forstjóra Fjár- málaeftirlitsins, að reglulega væru haldnir fundir með stjórnendum stóru viðskiptabankanna og með stjórnendum annarra fjármálafyrirtækja eft- ir atvikum. Þar væru rædd ýmis mál er snúa að stöðu og rekstri, m.a. eiginfjárstaða. „Ef ástæða þykir til þá beinir Fjármálaeftirlitið til fjármála- fyrirtækja að styrkja eigið fé sitt. Ef litið er sérstaklega til stóru viðskiptabank- anna þriggja þá eru eiginfjárhlutföll þeirra sterk í alþjóðlegu samhengi eða 10,9% að meðaltali á meðan lágmarkið er 8%.“ Í ræðu sem Jónas hélt í apríl sagði hann það við- skiptabönkunum þremur til hróss að þeir áttuðu sig snemma á mikilvægi áhættustýringar í rekstri sínum. Sem dæmi nefndi hann að fjárfestingar þeirra í sérlega áhættusömum fjármálagerning- um væru hverfandi. ylfa@mbl.is Eiginfjárhlutföll bankanna sterk Í HNOTSKURN »Forstjóri breska fjármálaeftirlitsins villkoma í veg fyrir að bresku bankarnir fari jafnilla út úr fjármálaþrengingunum, sem mögulega eru framundan, og krepp- unni sem var í Bretlandi á 10. áratugnum. »Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármála-eftirlitsins, segir eiginfjárhlutföll stóru viðskiptabankanna sterk í alþjóðlegu sam- hengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.