Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 11
Hrosshvalur Skepnan er fyrst nefnd í Grágás, lagasafni þjóð- veldisaldar, en þar er lagt bann við að neyta kjöts hans. Hross- hvalir, rétt eins og rauðkemb- ingar, eru fullir ágirndar og illsku og verða aldrei saddir af manndrápum. Rauðkembingur Atkvæðamesta illhvelið við Íslandsstrendur. Ill- kvittni hans er takmarkalaus. Hann brýtur skip ef færi gefst, siglir undir hvali og særir þá á kviðnum með beinplötunum á hryggnum. Hárbrúsk- arnir bera sýkingu í sárið og þegar hval- urinn drepst étur rauðkembing- urinn hræið. Jón Baldur Hlíðberg myndlist- armaður hafa sent frá sér bókina Íslenskar kynjaskepnur, þar sem kvikindum þessum eru gerð ít- arleg skil. Sigurður lagðist í grúsk og gróf upp lýsingar forfeðranna á kynjaskepnunum. Þessar lýs- ingar hafði Jón Baldur til hlið- sjónar þegar hann vann mynd- irnar. Í bókinni er hverju dýri lýst ítarlega, útbreiðsla þess á Íslandi sýnd á korti og skuggamynd sýnir stærð dýrsins. Í sumum tilvikum er stærðin miðuð við mannshönd, í öðrum er viðmiðið meðalmaður, en í einstaka tilvikum dugar ekkert minna en Hallgrímskirkjuturn til að sýna stærð dýrsins. Moðyrmi úr jörðu Kvikindin eru hin fjölbreytileg- ustu. Sum eru stórhættuleg, þótt ekki séu þau stór. Þannig er með moðyrmið, eða moðorminn. Það fæðist sem venjulegur hvolpur, en ólíkt öðrum hvolpum er það sjá- andi þegar það skríður úr móð- urkviði. Þá er eins gott að farga kvikindinu sem fyrst, því annars sekkur það í jörð að ákveðnum tíma liðnum. Moðyrmið kemur upp aftur löngu síðar á nákvæmlega sama stað og er þá svo ljótt að hver sú skepna deyr sem lítur það. Eina ráðið er að búa svo um hnút- ana að skepnan sjái sjálfa sig í spegli um leið og hún skríður upp úr jörðinni, þá drepst hún sjálf. Önnur smærri kvikindi, sem nefnd eru í bókinni, eru t.d. hinir baneitruðu fiskar eiturgedda og loðsilungur. Og hverafuglinn, sem líkist smávaxinni önd, syndir á bullandi hverum og kafar ofan í þá ef svo ber undir. Hann er hins vegar ekki hættulegur mönnum, öfugt við flestar aðrar skepnur í bókinni. Litlu kvikindin hafa áreiðanlega ekki skotið mönnum skelk í bringu á við stóru skrímslin. Sjómenn hljóta að hafa fyllst mikilli skelf- ingu þegar hafgúfa bylti sér ná- lægt skipum þeirra, enda allra mest sæskrímsla. Hún er svo stór að líkist einna helst landi og menn telja líklegt að aðeins tvö slík dýr séu í höfum heimsins. Bókin Íslenskar kynjaskepnur er í fáu frábrugðin öðrum dýrafræði- bókum. Nema hvað þessar skepn- ur eru ekki raunverulegar. Eða hvað? rsv@mbl.is Eiturgedda Vatnageddan er svo mikið eit- urkvikindi, að hver sá deyr, er hana lítur, segir í bókinni Íslenskar kynjaskepnur. Hana er hægt að veiða með gulli og dugar hún þá vel gegn draugum og alls konar óáran. Undarlegar skepnur á kreiki Urðarköttur Villtir og grimmir kettir lögðust á fé, smærri dýr og fugla. Verstir voru þeir sem grófu sig ofan í kirkjugarða og lögðust á lík. Eini urðarkötturinn sem er heimilisköttur er köttur Grýlu, sjálfur jólakötturinn. Selamóðir Hún kom stundum til hjálp- ar ef hart var sótt að sel í látri. Sann- kölluð ófreskja, ljót ásýndum og gríð- arstór. Og hefur milli augnanna brúsk, „sem er einn skógarbrúskur eða lyng“ samkvæmt Íslandslýsingu frá 1730. Myndir/Jón Baldur Hlíðberg ÝMSAR kynjaskepnur hafa skotið upp kollinum á Íslandi í áranna rás. Moðyrmi og skoffín, skugga- baldur, sæneyti og hrosshvalur. Rauðkembingur, stökkull, vatna- ormur og öfuguggi. Kynjaskepnur þessar eiga sinn sess í þjóðsögum og frásagnir af þeim hafa birst í gömlum ann- álum, enda trúðu landsmenn því um aldir að skepnurnar væru raunverulegar, rétt eins og hrefna, hákarl, lax og silungur, sauðkind og nautgripir. Þeir Sigurður Ægisson, þjóð- fræðingur og guðfræðingur, og MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.