Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 13 spurningu?“ spyr Vilhjálmur hvasst. „Það eru embættismenn. Stjórn- málamenn eiga að taka ákvarðanir og við þá hefur ekki verið rætt. Það er því ekki hægt að fullyrða að Björn Bjarnason hafi rangt fyrir sér þegar hann leggur til að látið verði á það reyna hvort þessi undanþága geti fengist. Auðvitað þarf umræðan að fara fram. Íslendingar þurfa að skjóta styrkari stoðum undir efnahagslífið áður en við getum látið okkur dreyma um myntbandalag af einu eða öðru tagi.“ Almenningur fær skellinn „Mér finnst að almenningur sé látinn taka mesta skellinn,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Hún segist vísa þar til atlögu bankanna og Seðlabankans að húsnæðismark- aðinum og nefnir einkum spá bank- ans um allt að 30% lækkun á hús- næðismarkaðinum. „Hefði þessi spá Seðlabankans gengið eftir hefði vísitalan hækkað mun minna vegna þess hversu mikið vægi húsnæðisliðurinn hefur í neysluvísitölunni. Mikill hluti spari- fjár almennings er bundinn í hús- næði og þar með hefði hluti þess ver- ið gerður upptækur.“ Nokkrir viðmælendur lýstu áhyggjum af stöðu fólks sem fjár- magnaði húsnæðiskaup að mestu með erlendum lánum. Ingibjörg seg- ir að talsvert af húsnæði sé í raun yf- irveðsett vegna gengisfalls krón- unnar. „Flestir hafa reynt að þreyja þorrann og góuna í þeirri von að ástandið lagist á næstu 3-5 árum. Uppboðum er víst ekki ennþá farið að fjölga að ráði. Það hefur þó flogið fyrir að stefnuvottar hafi nóg að gera um þessar mundir. Það líður ef til vill einhver tími þar til eitthvað fer að gerast. Ef ekkert verður að gert óttast ég að víða verði þröng í búi þegar líður á haustið.“ Lán Íbúðalánasjóðs of lág Ingibjörg bendir á að Bretar hafi dælt fjármunum inn á markaðinn til þess að forðast gjaldþrot banka sem standa tæpt m.a. vegna bankakrepp- unnar í Bandaríkjunum. Á sama hátt ættu íslensk stjórnvöld að auka vægi Íbúðalánasjóðs með því að hækka hámarkslánin. „Hefðu lánin fylgt verðlaginu síð- an þau breyttust 1. júlí 2004 væru þau nú 23 milljónir kr. Þegar lán- unum var breytt gerðu menn ráð fyrir að þau dygðu fyrir fjögurra herbergja íbúð. Eins og staðan er nú hafa hámarkslán sjóðsins í raun lækkað.“ – Telurðu þá að þeim 30 millj- örðum sem átti að verja til þess að endurfjármagna íbúðalán bankanna hefði verið betur varið til þess að styrkja stöðu sjóðsins? „Eins og stöðu mála er háttað og þróunin hefur orðið sé ég ekki betur en að Íbúðalánasjóður sé eina hald- reipi kaupenda á Íslandi. Tökum dæmi: Fólk sem ætlar að kaupa fjögurra herbergja íbúð, sem kostar kannski 35 milljónir, fær 20 milljónir hjá Íbúðalánasjóði á 5,5% vöxtum og viðbótarlán hjá sparisjóðunum sem ber 8,4% vexti. Hámarkslán spari- sjóðanna til íbúðakaupa eru 9,1 millj. Það er því 2,9% munur á lánum sjóðsins og sparisjóðanna. Dæmið er einfalt. Viðbótarvextirnir, 2,9%, kosta lántakendur 263.900 á ári eða meira en 10 milljónir á 40 árum ef lánið er til svo langs tíma. Þetta er íslenskum almenningi boðið upp á í nafni frelsis og einka- væðingar. Það er engin ástæða til þess að halda Íbúðalánasjóði niðri. Bankarnir eru hvort eð er ekki á markaðinum sem stendur. Lausa- fjárskorturinn sér til þess enda pen- ingarnir komnir út um víðan völl. Stjórnvöld trúðu á einkavæð- inguna og það gerði ég líka. Nú höf- um við bitið okkur illilega í hælana og verðum að læra af því.“ Ingibjörg segir að Neytenda- samtökin og talsmaður neytenda mættu huga betur að stöðu lánþega hjá bankastofnunum, en samnings- staða þeirra sé í raun engin. Nefnir hún sem dæmi að selji maður íbúð sem keypt var með lánum frá bönk- unum árið 2004 fái nýr kaupandi ekki sambærileg kjör. Fleiri dæmi nefnir hún máli sínu til stuðnings. „Fjölmiðlar eru einnig veru- leikafirrtir. Þar fjasa menn yfir mis- munandi verði á kaffibollum og öðru sem telst vart til nauðsynja. En fáir vekja máls á þeirri stöðu sem lántak- endur eru í.“ Bankarnir eru leigusalar Nokkrir viðmælendur ræddu það sem kallað hefur verið innrás bank- anna á húsnæðismarkaðinn haustið 2004. Forstjóri Íbúðalánasjóðs sagði í viðtali við Ríkisútvarpið 29. júlí síð- astliðinn að þessi lán hefðu hjálpað ýmsum að endurfjármagna sig með hagstæðum hætti. Einn viðmælandinn hafði orð á því að grunur léki á að aðalástæða inn- rásarinnar hefði verið sú að íslensku bankarnir hefðu gjarnan viljað verpa eggjum sínum í húsnæðiskörf- una enda hefðu íbúðir jafnan verið talin góð fjárfesting og bankana „Í raun bera tvö hlutafélög meginábyrgð á slæmri gjaldeyrisstöðu okkar um þessar mundir, Eimskipa- félagið og FL Group. Þar gáðu menn ekki að sér og fjárfestu á ýmsum sviðum sem þeir höfðu ekki næga þekkingu á. Tap FL Group varð meira en þekkst hefur í allri Íslandssögunni og það kom að skulda- dögunum. Sumar eignirnar hafa verið óseljanlegar og eign hluthafa hefur hreinlega gufað upp.“ Þ að verður að segja sem er að menn fóru allt of geyst í sakirnar,“ segir Bubbi Morthens. Hann lýsti því í viðtali við Morgunblaðið 19. júlí síðastliðinn hvernig honum reiddi af í viðskiptum með hlutabréf. Inntur eftir nánari skýr- ingum segir hann: „Hvað sem hver segir gættu menn ekki að sér og slepptu alveg fram af sér beislinu. Þetta á sér- staklega við um FL Group, enda hafa þar bók- staflega tugir milljarða gufað upp og horfið. Og bankarnir eru einnig seldir undir sömu sök.“ Bubbi segir að fjármálaráðgjafar, sem hann átti samskipti við, hafi reynst sér vel og vafalaust ráðið honum heilt eftir því sem þeir vissu best. „Ég get alveg sagt þér að ég vildi fjárfesta og gíra mig upp með því að taka 100 milljóna króna lán sem ég ætlaði að nota til að kaupa hlutabréf. En ágætur maður, sem ég átti aðgang að í bank- anum mínum, bað mig að gera það ekki heldur fjárfesta eingöngu fyrir þá peninga sem ég ætti sjálfur og væri tilbúinn að tapa. Ég fór að ráðum hans og þess vegna er ég ekki öreigi. Fjárfestingar mínar í FL Group, Eimskipum og Exista enduðu með skelfingu. Allur sparnaðurinn fór fyrir lítið. Ég gætti þess ekki að dreifa áhætt- unni því að ég trúði á þessi fyrirtæki.“ Bubbi fjárfesti talsvert í erlendum fyrirtækjum og var spurður hvort það hefði skilað arði. Hann hló áður en hann svaraði spurningunni. „Ég sá alveg um þessar erlendu fjárfestingar sjálfur. Einu sinni sagði mín innri rödd mér að selja hlutabréf sem voru farin að lækka og ég gerði það. En ég lagði fé í Ericsson-símafyrirtækið og um tíma skiluðu þau hlutabréf miklum arði. Síðan hrundu þau og ég stóð eftir slyppur og snauður.“ Brotnar fjölskyldur og sjálfsvíg Bubbi segir að á Íslandi hafi ríkt algert gullæði undanfarin 3-4 ár. Almenningur hafi tekið þátt í því og jafnvel reyndir fjármálamenn. „Fólk sagði að úr því að Jón í næsta húsi hefði stórgrætt svona gæti það gert það líka og kapphlaupið um gróðann hófst. Við kunnum fótum okkar ekki forráð og menn veltu allt of lítið fyrir sér hvar og hvernig þeir festu fé sitt. Án þess að ég nefni nöfn þá tóku stjórnvöld þátt í þessum hrunadansi með því að hvetja almenning leynt og ljóst til að fjárfesta í fyr- irtækjum og það jafnvel áður en þau komust á al- mennan markað. Hvernig fór það? Margir misstu nær allt sitt.“ Bubbi segir að fjöldi fólks hafi haft samband við sig og umboðsmann sinn eftir að Morgunblaðið birti viðtalið við hann. Hafi fólk lýst hremmingum sínum og þeim ógöngum sem það rataði í eftir mis- heppnaðar fjárfestingar. „Það er greinilegt að ýmsir hafa verið með mikið fé á milli handanna og sumir höfðu tekið gríðarleg lán til að fjárfesta fyrir. Fólk ætlaði að láta arðinn greiða afborganirnar. Þegar gengið féll og hlutabréfin hrundu brast allt. Það eru dæmi þess að foreldrar og systkini hafi orðið að standa skil á ábyrgðum og því miður má víst rekja einhver sjálfsmorð hjá fólki á besta aldri til þessara atburða.“ Þegar Bubbi er inntur eftir því hvort hann geti vísað á viðmælendur segir hann það af og frá. „Flestir fyrirverða sig fyrir að hafa látið ginnast svona og geta ekki hugsað sér að koma fram undir nafni. Fólk ber harm sinn í hljóði og heilu fjöl- skyldurnar eiga nú um sárt að binda.“ ÁBYRGÐIN ER FYRST OG FREMST MÍN Morgunblaðið/Ómar Gullæði Bubbi Morthens segir menn allt of lítið hafa velt fyrir sér hvar þeir festu fé sitt og hvernig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.