Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 15 M b l1 02 21 10 Hæðasmára 4 · Kópavogur · 555 7355 Síðumúla 3 · Reykjavík · 553 7355 Opið kl. 11-18 virka daga og 11-15 laugardaga. Útsalan er hafin 30-60% afsláttur af völdum vörum Þá nefnir hún fyrirtæki sem leita að viðskiptatækifærum sem felast í að axla samfélagslega ábyrgð. Þá telur hún að margir reyni að halda í þau hlutabréf sem þeir eiga og þreyja þorrann og góuna í þeirri von að þau hækki aftur í verði. Halla segir að það sé jafnvel óskyn- samlegt. Líkur bendi til að biðin geti orðið löng og ávöxtunin óviðunandi á meðan. „Það eru ýmsir athyglisverðir og öruggir kostir sem fólk ætti að líta fremur á eins og málum er háttað í þessu háa vaxtaumhverfi. Vandræði margra fjárfesta stafa m.a. af því að þegar uppsveiflan var sem mest freistuðust allt of margir til þess að taka lán og fjárfesta í flóknum fjármálafurðum. Í þessu fólst einfaldlega of mikil áhætta fyr- ir hinn almenna fjárfesti og var ekki til eftirbreytni.“ Áhættumeðvitund kvenna – Þegar Auður Capital var stofnuð lögðu eigendurnir áherslu á kven- lega nálgun viðfangsefna. Í hverju er hún fólgin? „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á langtímaávöxtun og viljum eiga persónulegt samband við okkar viðskiptavini. Áhættumeðvitund ein- kennir gjarnan konur og við teljum skynsamlegt að hafa hana að leið- arljósi þegar langtímaárangur er markmiðið. Við sjáum til að mynda lítið vit í því að skila viðskiptavinum okkar afburðaávöxtun eitt árið og stórtapi á því næsta. Við viljum fremur sjá góða ávöxtun ár eftir ár. Auður Capital var stofnuð til þess að nýta tækifæri sem eru að mynd- ast í breyttu samfélagi. Við viljum gera hlutina á ábyrgan og skyn- samlegan hátt.“ Treystir íslensku fjármálakerfi Halla telur að þrátt fyrir aðsteðj- andi vanda sé íslenska hagkerfið sterkara og fjölbreytilegra en áður. „Íslendingar þurfa að læra að það er ekki nóg að vaxa með kaupum og samruna fyrirtækja. Menn verða þess í stað að huga að rekstrinum. Vissulega hafa ýmis mistök verið gerð í fjárfestingum undanfarin misseri hér á landi sem erlendis. Við höfðum góðan aðgang að ódýru lánsfé og nýttum okkur það misjafnlega vel. En engu að síður höfum við fjárfest með ýmsum hætti sem á eftir að skila þjóðinni góðum arði í framtíðinni.“ Þekktu sjálfan þig Halla var að lokum spurð hvort hún vildi gefa efnahagsráðgjafa for- sætisráðherra góð ráð hagsýnnar húsmóður. „Eitt er víst. Við getum ekki sóp- að vandanum undir teppið. Nú þurfum við að einbeita okkur að því að lenda þessu hagkerfi. Ríkið sem og einstaklingar þurfa að draga úr útgjöldum sínum. Fyrirtækin þurfa jöfnum höndum að huga að sparnaði og vexti og stjórnvöld verða að skapa til þess skilyrði. Við þurfum að horfast í augu við staðreyndirnar. Ef þjóðin liti í spegil sæi hún ofalda þjóð sem heldur að hún sé tággrönn. Nú þarf ríkisvaldið að spyrja sig hvað það geri sem einkaframtakið getur gert jafnvel eða betur. Með minni umsvifum hins opinbera skapast ný tækifæri handa atvinnu- lífinu. Á næstunni fara tekjur rík- issjóðs minnkandi og við því þarf að bregðast. Ég tel óráðlegt að bregðast við efnahagslægðinni með auknum útgjöldum ríkisins. Það þýðir ekki að dæla í sig 5.000 hita- einingum á dag ef menn ætla sér að grennast. Ég tel einnig að það sé lykilatriði að halda áfram að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og huga að því hvernig það geti orðið samkeppnishæft í al- þjóðlegu samhengi. Þá þarf að spyrja krefjandi spurninga og leita framtíðarlausna hvað varðar hag- stjórn og stjórn peningamála.“ „Íbúðareigendur leigja þess í stað af bönkunum en ná sér sjaldnast upp úr skuldafeninu því að lána- stofnunin stendur skulda- vaktina og sér til þess að hvað eina sem skuldaran- um áskotnast renni til stofnunarinnar.“ Í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem íslensku bankarnir eru í, hafa ýmsir rifjað upp gjaldþrot Íslandsbanka síðla árs 1929. Jónas Haralz, hagfræðingur, segir að þá hafi aðstæður verið gerólíkar. Íslenska bankakerfið var vanþróað og í raun eng- inn seðlabanki í landinu sem gat stutt við bakið á Íslandsbanka. „Árið 1927 voru sett lög um Landsbanka Íslands þar sem hann var gerður að þjóð- banka. Styr hafði staðið milli Landsbank- ans og Íslandsbanka allar götur frá því að hinn síðarnefndi var stofnaður árið 1904. Stjórnendur Landsbankans litu á sig sem stjórnendur viðskiptabanka frekar en seðlabanka og Íslandsbanka sem keppi- naut. Um þetta leyti var alþjóðleg fjár- málakreppa að skella á þótt hún bærist ekki hingað fyrr en árið 1931. Í lögunum var Landsbankinn skilgreindur bæði sem viðskiptabanki og seðlabanki en það var í raun ófært. Jón Þorláksson, sem var forsætis- og fjármálaráðherra 1926-27, gerði ráð fyrir því að smám saman myndi viðskiptadeildin GJALDÞROT ÍSLANDSBANKA ÁRIÐ 1929 greinast frá seðlabankanum en það var þá enn langt í land. Segja má að það sem geti verið líkt með ástandinu þá og nú sé að það vanti nægi- lega sterkan seðlabanka. Árið 1927 hefði ríkisstjórnin átt að taka erlent lán til þess að efla gjaldeyrisforða Landsbankans. Það var ekki gert því að ríkisstjórnin sem þá tók við lagði áherslu á verklegar fram- kvæmdir um allt land. Hún vildi frekar byggja vegi, brýr og hafnir en að skapa öruggan seðlabanka. Hið sama á við nú. Í góðæri undanfar- inna ára hafa menn ekki notað tækifærið til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans í samræmi við gríðarlegan vöxt banka- kerfisins og því er bankinn vanbúinn til að mæta miklum áföllum. Erlendir bankar líta fyrst og fremst til styrkleika bankakerfisins og til þess hvers Seðlabankinn sé megnugur. En hann er á hinn bóginn ekki nógu öflugur til að tak- ast á við mikinn vanda. Auðvitað geta þeir ekki sett sig að öllu leyti inn í allar aðstæður hér á landi og það getum við svo sem ekki heldur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.