Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 19 Eftir Ian Buruma H ætta er á því að Belgía leysist upp. Þjóðinni hefur á undanförnum sex mánuðum ekki tekist að mynda rík- isstjórn sem geti sameinað frönsku- mælandi Vallóna (32% íbúanna) og hollenskumælandi Flæmingja (58%) .Konungur Belgíu, Albert II., reynir í örvæntingu að hindra þegna sína í að brjóta ríkið í sundur. Ef við horfum fram hjá konung- inum (sem gæti misst vinnuna) hverj- ir eru það þá sem láta sig þetta ein- hverju skipta? Í fyrsta lagi eru það Vallónar. Þótt frönskumælandi Belg- ar hafi hleypt af stokkunum iðnbylt- ingunni á meginlandi Evrópu á nítjándu öld búa þeir núna í eymd- arlegu ryðbelti sem þarf á stuðningi ríkisins að halda, umtalsverður hluti þess fjárstuðnings kemur frá skött- um sem Flæmingjar borga en þeir eru bæði auðugri og hátæknivæddari. Nokkrir hægrisinnaðir hollenskir draumóramenn fylgjast líka vel með af því að þeir vilja sameina Flæm- ingjaland hollensku fósturjörðinni. En því miður fyrir þá vilja Flæm- ingjar ekkert af því tagi. Þegar öllu er á botninn hvolft varð Belgía sjálf- stætt ríki einmitt til þess að kaþólsku Flæmingjarnir og Vallónarnir slyppu við að verða annars flokks borgarar í hinu hollenska konungsríki mótmæl- enda. En ef til vill ættum við öll að láta okkur þetta skipta, amk. einhverju af því að það sem er að gerast í Belgíu er óvenjulegt en alls ekki einstætt. Tékkar og Slóvakar eru þegar skildir að skiptum og það gerðu líka þjóð- irnar mörgu í Júgóslavíu. Margir Baskar vildu gjarnan segja skilið við Spán, sama er að segja um marga Katalóna. Korsíkumenn vildu fegnir losna við Frakkland og margir Skot- ar við Bretland. Og þá má auðvitað minna á vanda Tíbeta í Kína, Tétséna í Rússlandi og svo framvegis. Enginn vafi er á því að sumar af þessum þjóðum myndu geta komist prýðilega af sjálfar. En sagan sýnir að hrun ríkis hefur sjaldan leitt til góðs þegar tekið er tillit til allra þátta. Söguleg slys Aðskilnaðarsinnar í Belgíu benda oft á að Belgía var aldrei eðlilegt þjóðríki heldur sögulegt slys. En sama má segja um svo mörg slík dæmi ef ekki flest. Venjan er að stað- setja þetta sögulega slys hvað Belgíu snertir snemma á nítjándu öld, um hafi verið að ræða afleiðingar af hruni veldis Napóleons og hroka Hollend- inga. Í raun mætti alveg eins nefna aannað slys á sextándu öld þegar keisara Habsborgaraættarinnar tókst að hanga á syðri hluta Nið- urlanda (núverandi Belgíu) enda þótt héruð mótmælenda í norðri rifu sig laus. Hvað sem því líður urðu þjóðríki oft til á átjándu og nítjándu öld til að vinna að framgangi sameiginlegra hagsmuna sem oft spönnuðu ólíka menningu, þjóðerni, tungu og trúar- brögð. Þetta átti við um Bretland og Ítalíu ekki síður en Belgíu. Vandinn núna er að hagsmunirnir eru ekki þeir sömu og jafnvel ekki sameiginlegir. Evrópusambandið, sem leggur áherslu á að tryggja hagsmuni svæða innan ríkja, hefur veikt myndugleika ríkisstjórna þjóð- ríkjanna. Hvers vegna ættum við að treysta á stjórnvöld í London ef Brussel-fólkið kemur að meira gagni, spyrja Skotar sig. Þegar sameiginlegur hagsmunir hætta að vera í forgrunni fara tunga og menning að skipta meira máli. Ein af ástæðum þess að flæmskum Belg- um mislíkar að þurfa að styðja Val- lóna með skattapeningunum sínum er að þeir líta nánast á þá sem útlend- inga. Flestir Flæmingjar lesa ekki dagblöð eða skáldsögur á frönsku, Vallónar endurgjalda þeim í sömu mynt. Hvor hópur hefur sínar sjón- varpsstöðvar. Og sama er að segja um grunnskóla, háskóla og stjórn- málaflokka. Á sama hátt mislíkar Ítölum í norð- urhluta landsins að skattpeningum þeirra sé varið í aðstoða íbúana í suð- urhlutanum, en þeir deila þó að minnsta kosti sameiginlegu tungu- máli - svona í stórum dráttum - og líka sjónvarpsstjörnum, landsliði í fótbolta og Silvio Berlusconi. Belgar eiga bara konunginn og hann er af þýskum ættum eins og flestir krýndir þjóðhöfðingjar álfunnar. En aftur, af hverju ætti þetta að skipta máli? Finnum við ekki til sam- úðar með Tíbetum í baráttu þeirra fyrir frelsi? Af hverju ættu Flæm- ingjar ekki að geta farið sína leið? Eitt er að styðja þjóð sem sætir kúgun einræðisstjórnar. Og Tíbetar eiga raunverulega á hættu að glata eigin menningu. Það er verra þegar fólk ákveður að sundra þjóðríki vegna þess að það vill ekki deila auð- æfunum, af þjóðernis- eða tungu- málaástæðum. Ef flæmskir borgarar vilja ekki að skattpeningar þeirra renni til Vallóna verður þá atvinnulausum innflytj- endum frá Afríku hjálpað, fólki frá álfu þar sem Belgar réðu yfir stóru svæði, arðrændu það og lögðu þannig að verulegu leyti grunninn að auð- sæld sinni? Það ætti ekki að koma neinum á óvart að flokkur flæmskra þjóðernissinna (Vlaams Belang) er líka andvígur innflytjendum. Örlög Belgíu ættu því að vera áhugamál allra Evrópumanna eink- um þeirra sem vilja Evrópusamband- inu vel. Það sem er að gerast núna í Belgíu gæti farið að gerast í allri álf- unni. Ef ég nefni dæmi, hvers vegna ættu hinir auðugu Þjóðverjar að halda áfram að leggja skattfé í sam- eiginlegan sjóð til að aðstoða Grikki eða Portúgala? Erfitt er að halda uppi lýðræðislegu kerfi af hvaða tagi sem það er, hjá einni þjóð eða í allri Evrópu, ef vitundina um samkennd skortir. Það geri leikinn auðveldari ef þessi vitund er byggð á einhverju sterkara en sameiginlegum hags- munum: tungu, tilfinningu fyrir sam- eiginlegri sögu, hreykni af menning- arafrekum. Evrópuvitundin er enn langt frá því að vera traust í sessi. Slæmar kenndir úr læðingi Ef til vill eiga borgarar Belgíu ekki lengur nógu margt sameiginlegt og betra væri fyrir Flæmingja og Val- lóna að slíta böndin. En vonandi ger- ist það ekki. Skilnaður er aldrei sárs- aukalaus. Og þjóðernisstefna leysir úr læðingi kenndir sem nær alltaf eru slæmar. Við vitum hvað gerðist áður fyrr þegar hugtökin blóð og jörð mörkuðu stefnuna í Evrópu. Evrópusambandið virðist nú óafvitandi vera að ýta undir sömu öfl og einingarhugmyndirnar í álfunni eftir seinni heimsstyrjöld áttu að halda í skefjum. Andlát ríkis í Evrópu Reuters Erfingjarnir „Heldurðu að ég verði nokkurn tíma kóngur?“ gæti Philippe krónprins verið að hvísla að Mathilde prinsessu á hersýningu sem þau sóttu í Brussel í tilefni þjóðhátíðardagsins 21. júlí. Erlent  Þrátefli er í belgískum stjórnmálum og hætta á að ríkið leysist upp  Flæmingjar eru ósáttir við að greiða meira í sameiginlega sjóði en Vallónar »Ein af ástæðum þessað flæmskum Belg- um mislíkar að þurfa að styðja Vallóna með skattapeningunum sín- um er að þeir líta nánast á þá sem útlendinga. Reuters Kreppa Yves Leterme, starfandi forsætisráðherra. Ekki hefur tekist að koma saman nýrri stjórn. Ian Buruma er prófessor í mannréttinda- málum við Bard College. Síðasta bók hans nefnist Morð í Amsterdam: Morðið á Theo van Gogh og takmörk umburð- arlyndis. ©Project Syndicate 2008 Í HNOTSKURN »Belgía er um 30.000 fer-kílómetrar eða innan við þriðjungur af Íslandi. » Íbúar eru um 10,6 millj-ónir, þar af rösklega helm- ingur Flæmingjar sem tala tungu náskylda hollensku. Vallónar tala hins vegar frönsku. Styrkir til nýsköpunar TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐUR • Tækniþróunarsjóður er sjóður sem heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. • Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. • Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. • Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. • Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. • Reglur um viðurkenndan kostnað hafa verið rýmkaðar. Allt að 10 milljónir króna eru nú viðurkenndur kostnaður vegna undirbúnings markaðs- og sölustarfsemi og vegna uppbyggingar innri starfsemi. • Framlag til framúrskarandi verkefna getur numið allt að 30 milljónum króna samanlagt á þrem árum. • Umsóknarfrestur er til 15. september næstkomandi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð eru á heimasíðu Rannís, www.rannis.is Rannsóknarmiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • www.rannis.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.