Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 21 Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 - 4 í íbúð í viku. Sértilboð 31. ágúst og 7., 14. eða 21. september. Aukavika kr. 15.000. Sértilboð á Planetarium Village - glæsileg gisting! Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Aðeins örfáar íbúðir í boði! Bibione í ágúst og september frá kr. 49.990 Terra Nova býður einstakt tilboð á gistingu á Planetarium Village 31. ágúst og í brottförum í september. Glæsilegt nýtt íbúðahótel á Bibione ströndinni stutt frá miðbænum. Frábær aðbúnaður og einstaklega fallegar og glæsilegar íbúðir þar sem hvergi hefur verið til sparað. Stórt sundlaugasvæði með frábærri aðstöðu, móttöku, sundlaugarbar og skemmtilegu leiksvæði fyrir börnin. Skemmtidagskrá í boði. Góð eldunaraðstaða, öryggishólf, gervihnattasjónvarp, loftkæling o.fl í öllum íbúðum. Frábær gistivalkostur á ótrúlegum kjörum! Bibione er sannkölluð paradís, fyrir fjölskyldur jafnt sem einstaklinga, með einstak- ar strendur, frábæra veitingastaði og fjölbreytta afþreyingu. undur, drakk líka. Hann beitti óspart sálfræðilegum hyggindum þótt hann væri hirðulaus í fjármálunum. Trampe greifi æfur Sólarlaust var fyrstu viku eftir byltinguna. Trampe greifi var æfur í fangageymslu sinni og samdi í hug- anum frásögn sem hann síðan skráði fyrir ensku stjórnina, jafnframt því sem hann aumkvaði sjálfan sig fyrir ömurlegt hlutskipti sitt. Jörundur fór í opinbera heimsókn til Ólafs Stephensens í Viðey, sem áð- ur hafði verið stiftamtmaður og naut virðingar. Hann minntist ekki orði á byltinguna heldur hélt svo mat að komumönnum að þeir komust við ill- an leik á brott, illa haldnir af ofáti. Byltingin spurðist nú út um landið og verndarinn varð æ konunglegri í framkomu og opinberum tilskip- unum sínum, notaði hinar kon- unglegu fornafnsmyndir Vér, Oss og Vor. Þegar mánuður var liðinn frá bylt- ingunni var allt farið að ganga eins og í sögu. Danir héldu sig innan dyra meðan eignir þeirra voru smám sam- an gerðar upptækar, Trampe greifi var enn í fangavist en Phelps hélt áfram að kaupa tólg, fisk og ull- arsokka. Jörundur reið um sveitir landsins með átta manna lífvarðasveit sinni, sem hann hafði látið sauma á græn klæði. Hann athugaði danskar vöru- birgðir og hve mikið opinbert fé emb- ættismenn hefðu undir höndum. Á meðan dreif Phelps sápuframleiðandi í að láta reisa virki við höfnina í Reykjavík. Þar var komið fyrir nokkrum eldgömlum fallbyssum sem grafnar voru upp úr flæðarmáli skammt frá Reykjavík. Bræði Trampe greifa fór dagvax- andi. Lokaður inni í koldimmri kompu varð hann að draga fram lífið á fæði sem sjómenn kvörtuðu yfir. „Ég var í stuttu máli sviptur í níu vik- ur öllum þægindum sem ég hafði vanist og varð að þola allar þær þján- ingar, sem harðstjórinn hafði á valdi sínu að leggja á mig,“ sagði hann síð- ar í skýrslu sinni. Meðan greifinn mátti þola þessa smán afréð verndarinn að halda dansleik til að fagna byltingunni og lokum kauptíðarinnar, sem gengið hafði venju fremur vel. Konur fóru í hátíðarbúninga sína og Jörundur steig dans við konu biskupsins og fleiri konur. Líf og fjör færðist í dansinn. Gullöld Íslands var að hefjast, nýja ríkið var að verða tveggja mánaða gamalt. En úti á fló- anum var þrísiglt skipt sem stefndi þöndum seglum til Reykjavíkur. Þetta var enska hersnekkjan Tal- bot, undir stjórn Írans Padd Jones. Hann skyggndist um í sjónauka sín- um og sá hinn nýja fána Íslands og Phelps-virki. „Guð minn góður!“ sagði hann. Fregnin var þá sönn. Versna tekur í málum Um kvöldið eftir að Talbot var lagst að landi tókst Trampe greifa að sleppa og komast um borð í Talbot þar sem hann sagði sorgarsögu sína, sem og sagði hann Jones sitthvað um framkomu Jörundar, að dauðadómur biði hans í Kaupmannahöfn. Jones var ekki viss um að víkingaleyfi Margaret & Anne dygði til allra þeirra aðgerða sem þeir Phelps og Jörundur höfðu haft í frammi. Hann var heldur ekki sannfærður um að breska stjórnin myndi sætta sig við framferði hins danska Jörundar, enda hafði hann sannfrétt að hann væri breskur stríðsfangi. Þegar Phelps hafði lesið bréf skip- stjórans þessa efnis fór ljóminn af Ís- landsförinni og hann óttaðist nú að af- urðir landsmanna, sem hann hafði keypt fyrir 50 þúsund pund, yrðu gerðar upptækar. Jörundur trúði dagbók sinni fyrir því að „skipstjóri á herskipi getur ekki ráðið yfir breskri verslun heldur er það skylda hans að veita henni vernd sína. Jones skipstjóri hefði að vísu haft nokkurn rétt til að haga sér eins og hann gerði ef landsmenn hefðu mótmælt athöfnum okkar.“ Sannleikurinn var hins vegar sá að Íslendingar virtust flestir harla ánægðir með breytinguna. Trúin á verndarann dvín Svo fór að stjórnarferli Jörgesens lauk án nokkurra stórviðburða. Her- skipið Talbot beindi fallbyssum sín- um að timburhúsum höfuðstaðarins og klerkar og embættismenn fóru að missa trúna á verndarann Jörgen Jörgensen – Jörund hundadagakon- ung, og sáu eftir að hafa fylgt honum að málum. Skipverjar af Talbot drógu niður hinn nýja íslenska fána og drógu danska fánann að húni í staðinn. Við- staddir Danir ráku upp fagnaðaróp. Tíu dagar liðu áður en hægt var að sigla Margaret & Anne burt frá Ís- landi. Jörundur gekk virðulegur um götur bæjarins meðan ný stjórn var sett á laggirnar að tilhlutan Jones skipstjóra. Hún átti að fara með völd þar til búið væri að skera úr um það í Englandi hvað gera skyldi við Trampe greifa og fleiri aðila málsins. Phelps var orðinn þunglyndur enda lögðu Danir hald á ýmsar vörur sem hann hafði þegar greitt fyrir. Þann 25. ágúst 1809 lögðu skipin Margaret & Anne og danska skipið Orion af stað til Englands. En það kviknaði í því fyrrnefnda og þá kom Orion og Jörundur til hjálpar. Hann bjargaði fimmtíu manns yfir í Orion. Í Margaret & Anne varð sprenging og lýsi og tólg flaut stafna á milli með- an allt brann sem brunnið gat. Orion sneri aftur til Reykjavíkur með fólkið. Þar var herskipið Talbot enn. Loks sigldu svo skipin áleiðis til Englands og fengu harða útivist. Jör- undur konungur var á leið í útlegð og úr henni sneri hann ekki aftur. „Er til nokkur maður á Íslandi, sem getur að réttu lagi kvartað yfir mér? Hefi ég skert eignir nokkurs manns eða svipt nokkurn mann frelsi? Hrópar saklaust blóð á hefndir yfir mér?“ segir Jörundur í dagbók- arskrifum sínum. Nei, það kvartaði enginn nema Danir – en þeir fengu ekki að gert, þeir fengu ekki Jörund framseldan, né heldur skaðabætur. Jörundur hundadagakonungur sat í skamman tíma í ensku fangelsi en lenti að fengnu frelsi í spilaskuldum og var sendur í útlegð til Ástralíu. Þar er sagt að hann hafi verið held- ur vel liðinn, elti m.a. uppi stroku- menn og hafði á þeim taumhald. Hann er sagður vera fyrirmynd að þekktri höggmynd sem fékk nafnið Spilakóngurinn. Jörundur lést í Hobart í Tasmaníu 61 árs gamall árið 1841. Hann kenndi harðneskju foreldra sinna um það sem aflaga fór í lífi hans og skapgerð og vandaði þeim ekki kveðjur í dagbókarskrifum sínum. Í bók Rhys Davies, Jörundur hundadagakonungur, ævintýri hans og æviraunir, sem þessi samantekt er m.a. byggð á, segir m.a.: „En hvað sem fyrir honum hefir vakað, þá er það víst , að hann hefði orðið eftirtektarverður konungur – vegna sjómannshörku sinnar og bók- menntahneigðar... Nýjar sögur hefðu getað orðið til undir stjórn hans.“ En svona fór um sjóferð þá. gudrung@mbl.is Ef við setjum Jörund inn í nútíðinaþá væri líklegt að búið væri aðgreina hann með ofvirkni og at- hyglisbrest, hegðun hans er lýst þannig í dagbókarbrotum hans,“ segir Björn Harðarson sálfræðingur. „Jörundi var hafnað bæði af móður sinni og í skóla. Hann hefur því líklega þróað með sér mikla löngun til að fá við- urkenningu. Mjög oft hefur þetta í för með sér stjórnsemi og líka hræðslu við að aðrir stjórni viðkomandi. Jörundur horfir á fólk sem ógnun og andstæðinga en þróar líka með sér hæfileika til að sjá veikleika fólks og hæfni til að ná stjórn- inni í samskiptum. Einstaklingur af þessu tagi gæti þróað með sér und- irgefni í samböndum eða mikla af- brýðisemi. Bróðir hans var tekinn fram yfir hann og það hefur valdið mikilli minnimáttarkennd og ótta við höfnun. Vegna minnimáttarkenndar hefur hann þróað með sér valdasýki sem í raun er tilraun til að fá viðurkenningu móður sinnar undir niðri. Jörundur var spilafí- kill. Vanlíðan hans og reiði hefur ýtt honum út á þá braut, þetta hefur verið hans leið til flótta frá slæmri líðan.“ Hefði Jörundur getað orðið góður kon- ungur? „Menn sem hafa einhvers konar minni- máttarkennd og hafa upplifað mikla höfnun þróa oft með sér löngun til að komast langt og margir slíkir ná því tak- marki – verða yfirmenn og stjórnendur og sumir duglegir í því starfi. Þeir geta stjórnað vel en það má deila um hvort þeir eru „góðir“ sem slíkir. Jörundur hefði ábyggilega orðið mikill stjórnandi en varla samúðarfullur við þegna sína.“ Mikill stjórn- andi en varla samúðarfullur Morgunblaðið/Árni Sæberg Ofvirkur Björn Harðarson sálfræðingur telur að nú myndi Jörund greindur með of- virkni og athyglisbrest og haldinn minni- máttarkennd og valdasýki. Sálfræðingurinn Jörundur hundadagakonungur erminnisstæður í íslenskri sögu oghefur orðið mörgum umfjöllunar- efni. Ef einhver slíkur kæmi hingað nú og byði vörur á lágu verði og lán á lág- um vöxtum gæti það hugsanlega haft áhrif á stjórnmálalíf í landinu, en skyldi koma Jörundar hafa haft áhrif, t.d. á ís- lenska sjálfstæðisbaráttu? „Mín skoðun er að hann hafi haft merkilega lítil áhrif á íslenska sjálfstæð- isbaráttu, maður hefði getað búist við að áhrifin yrðu meiri,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar: Íslenska þjóðríkið – uppruni og endi- mörk. En hver voru þá að þínu mati áhrif af komu Jörundar og valdatöku hans? „Áhrifin voru minni fyrir þá sök að tíminn var ekki „réttur“, Íslendingar voru ekki tilbúnir í þessum efnum. Hug- myndin um sjálfstætt Ísland var ný fyrir þeim og efnahagsástandið tæplega þann- ig að menn gætu búist við að landið gæri verið efnahagslega sjálfstætt.“ En hvað með verslunarfríðindin sem Jörundur kom á á þeim stutta tíma sem hann ríkti? „Vandinn var sá að þetta gerðist á erf- iðum tíma, í miðjum Napóleonsstyrjöld- unum þar sem öll verslun var mjög erfið. Þetta var einfaldlega of stuttur tími til að menn fyndu kosti frjálsrar verslunar. Þetta var spennandi og dramatískur atburður. Áhrif hans voru helst þau að sýna möguleika á því að Ísland væri komið fyrir alvöru inn á breskt áhrifa- svæði, svona til lengri tíma séð og ekki síst frá sjónarhóli danskra stjórnvalda.“ Á áhrifasvæði Breta Morgunblaðið/Ásdís Langtímaáhrif Guðmundur Háldánarson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands tel- ur áhrif Jörundar í sjálfstæðisbaráttu Íslend- inga furðu lítil en komið landinu inn á breskt áhrifasvæði að áliti danskra stjórnvalda. Sagnfræðingurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.