Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 23
Mundi var ásamt tveimur öðrum fatahönnuðum val- inn til að taka þátt í tísku- sýningu í Kaupmannahöfn á dögunum. Þar sýndi hann vetrarlínuna 2008 og segir hann lykilhugtök þeirrar línu vera fiska og sjómenn. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 23 Hulda Björnsdóttir skrifar frá Kína. Íkringum kínversku áramótin ífebrúar er mikið um að fólkgifti sig og þá eru fallegar brúðir, í hvítum síðum kjólum ásamt mönnum sínum í jakkafötum eða kjólfötum, algeng sjón á hótelunum þar sem veislurnar eru haldnar. Um sexleytið koma brúðhjónin sér fyrir í anddyrinu til að taka á móti gestum. Úti bíður fagurlega skreyttur eðalvagn sem þau hafa komið í og búið að kveikja á gos- brunninum. Það er hægt að sjá efna- hag þeirra nýgiftu á bílunum sem standa fyrir utan. Þeir eru allt frá smáum fólksbílum upp í stóra eð- alvagna en allir eru skreyttir blóm- um. Brátt fara ættingjar og vinir að tínast að og allir eru óskaplega glað- ir og hamingjusamir. Mikið tekið af myndum bæði á vídeó og venjulegar myndavélar. Eftir veisluna fara svo ættingjar og vinir heim og ég gat ekki betur séð en þeir væru leystir út með gjöf- um því þeir voru með alls konar góð- gæti undir hendinni í fallegum um- búðum. Skömmu eftir að ég flutti heim til mín af hótelinu, en heimili mitt er úti í sveit, var ég á ferð um nágrenn- ið. Það var hádegi og ég að leita mér að stað þar sem ég gæti fengið eitt- hvað í svanginn, því engin eldavél var í húsinu mínu. Ég kom að þar sem margt fólk var samankomið og verið að elda mat og lyktin yndisleg. Greinilega var þetta fínn staður. Ég lagði bílnum skammt frá og gekk svo varlega í áttina að veit- ingastaðnum. Úti voru nokkrar kon- ur sem mér virtust hafa það hlut- verk að þvo upp matarílátin en fjórir karlar elduðu og enn fleiri karlar báru diska hlaðna mat ótt og títt inn í skúrinn. Það hlaut að vera ægilega mikið að gera þarna í hádeginu. Ég var hálfhikandi og vissi ekki alveg hvort ég ætti að hætta mér inn þar sem mér sýndist mest- megnis dýrindisfisk- réttir í boði, en ég er auðvitað grænmet- isæta, og eins leit út fyrir að vera troðfullt út úr dyrum, kannski fengi ég ekki neitt sæti. Fólkið sem var fyr- ir utan, og ég reikn- aði með að væri veit- ingafólkið, horfði á þennan útlending og var svo sem ekkert að gefa sig að konunni en eitthvað í fasi þeirra benti til að ég væri ekki sérlega velkomin þarna, það fannst mér skrít- ið því fram að þessu hafði ég alls staðar verið boðin velkomin þar sem ég birtist. Eftir að hafa staðið nokkra stund og virt að- stæður fyrir mér ákvað ég að aka í burtu og sjá hvort ég fyndi ekki annan stað þar sem ekki væri eins mikið um fisk. Ég ók inn eftir götunni en sneri svo við því fyrsti stað- urinn var mest spennandi. Þegar ég kom aftur að skúrnum sá ég að eitthvað var um að vera. Ég nam staðar í nokkurri fjarlægð og fylgdist með. Í dyrunum stóð par og skálaði við þá sem inni voru. Eftir að hafa skálað nokkrum sinnum hurfu þau aftur inn í skúrinn. Hvað var þetta? Jú, nú rann upp fyrir mér ljós, þetta var brúðkaup í sveitinni, þarna var brúðurin ekki í hvítu held- ur fallegum kínverskum hefð- bundnum klæðnaði, enginn eðalvagn beið fyrir utan en gleðin og ham- ingjan skein út úr andlitunum og hamingja ættingja og vina var ekki minni en hjá þeim sem ég sá í hót- elanddyrinu. Engan mat fékk ég þarna og mér var alveg sama, ég hafði orð- ið vitni að mismunandi venjum og siðum og það veitti mér meiri ánægju en að þurfa að útskýra á lélegri kínversku að útlendingurinn borðaði ekki fisk. Hamingja Í Kína er mikið um dýrðir í brúðkaupum. Boðflenna í brúðkaupi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.