Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 27 Morgunblaðið/Ómar Í dag, laugardag, ná hátíðahöld hinseg- in daga í Reykjavík hámarki með gleðigöngu í miðborginni. Á und- anförnum árum hefur umfang hátíða- haldanna farið sívaxandi. Árið 1999 voru fyrst skipulagðir útitónleikar undir merkjum Gay Pride, alþjóð- legrar hreyfingar samkynhneigðra. Þá mættu 1.500 manns. Árið eftir komu 15.000. Undanfarin ár hafa um og yfir 50.000 manns sótt hátíðahöldin. Gleði- gangan og það sem henni fylgir er hátíð sem aðeins 17. júní og menningarnótt í Reykjavík standast einhvern samjöfnuð við. Hin gríðarlega þátttaka er til merkis um að allur almenningur á Íslandi styður rétt- indabaráttu samkynhneigðra. Gleðigangan er sannkölluð fjölskylduhátíð, þar sem allar kyn- slóðir samfagna samkynhneigðum. Í ár er enn ríkari ástæða fyrir samkyn- hneigða að fagna en undanfarin ár. Í sumar náðu þeir hér um bil fullu lagalegu jafnrétti á við gagnkynhneigða, er lög um heimild trú- félaga til að staðfesta samvist samkynhneigðra para tóku gildi. Á þessu ári fagna Samtökin ’78 ennfremur þrjátíu ára afmæli sínu. Barátta þeirra hefur borið meiri árangur en starf flestra sambærilegra samtaka í öðrum löndum; mannréttindi samkynhneigðra eru nú betur tryggð en víðast hvar í heiminum. Breytingin á þremur áratugum er gífurleg. Í upphafi starfs samtakanna voru þau hálf- gerður leynifélagsskapur. Böll og samkomur á þeirra vegum fengust ekki auglýst í Ríkis- útvarpinu. Samkynhneigðum voru valin orð eins og kynvillingar og öfuguggar. Það kostaði mikið hugrekki að koma út úr skápnum fyrir þrjátíu árum, en þeir sem það gerðu hafa sann- arlega rutt brautina fyrir aðra með góðum ár- angri. Er réttindabaráttunni lokið? Er réttindabaráttu samkynhneigðra þá lokið? Er hægt að afleggja gleðigönguna héðan í frá? Flestir svara því væntanlega neitandi. Í fyrsta lagi er áfram ástæða til að fagna ár- lega fjölbreytileika mannlífsins á Íslandi og minna rækilega á að ekki eru allir eins, en engu að síður allir fæddir jafnir og eiga allir sömu óskiptanlegu og óumsemjanlegu mannréttindi. Í öðru lagi er fullu jafnrétti samkynhneigðra á við gagnkynhneigða ekki náð. Enn gilda til dæmis tvenn hjúskaparlög í landinu og hvorki löggjafinn né þjóðkirkjan vilja kalla hjónaband samkynhneigðra sínu rétta nafni. Það er engu að síður stór áfangi í baráttu samkynhneigðra innan kirkjunnar að þeir skuli nú, eins og gagnkynhneigðir, geta sótt vígslu og blessun kærleikssambands síns til hennar. Eftir fáein ár mun flestum líklega þykja eðlilegt að sam- kynhneigðir geti hlotið sömu hjónavígslu og gagnkynhneigðir. Í þriðja lagi er baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra langt í frá lokið í mörgum ríkjum heims. Enn eru samkynhneigðir víða beittir grófri mismunun og ofbeldi. Hluti af dagskrá hinsegin daga að þessu sinni var fyr- irlestur Svyatoslavs Sementsov frá Hvítarúss- landi, en þar í landi eru fjölmiðlar undir hæl einræðisstjórnar Lúkasjenkós forseta notaðir skipulega til að hæða og níða samkynhneigt fólk, eins og fram kom í Morgunblaðinu í vik- unni. Lýðræðisríki brjóta mannréttindi Því miður tíðkast brot á mannréttindum sam- kynhneigðra ekki aðeins í vanþróuðum einræð- isríkjum, heldur líka í löndum, sem þykjast hafa mannréttindi í heiðri. Í þeim hópi eru náin vinaríki Íslands, til dæmis Eystrasaltsríkin, en Íslendingar tóku virkan þátt í baráttu þeirra fyrir sjálfstæði, lýðræði og endurreisn mann- réttinda. Í þeim öllum, sérstaklega þó í Lett- landi og Litháen, eru réttindi samkynhneigðra enn brotin. Í gleðigöngunni í dag munu fulltrú- ar Verndarvættanna, samstarfsvettvangs Samtakanna ’78 og Amnesty International, dreifa blöðrum og kortum til stuðnings sam- kynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans- gender-fólki í Lettlandi. Í skýrslum Amnesty International um ástand mannréttindamála í ýmsum ríkjum Austur-Evrópu er víða að finna ófagrar lýs- ingar á því hvernig brotið er á mannréttindum samkynhneigðra. Hér á landi er gleðigangan ein af stærstu hátíðum sumarsins í höfuðborg- inni og fer fram í friði og samheldni. Í Lett- landi, Litháen, Rússlandi, Póllandi, Rúmeníu, Moldóvu og Ungverjalandi hafa gleðigöngur samkynhneigðra ýmist verið bannaðar á und- anförnum árum eða þá að stjórnvöld hafa ekki veitt göngufólki viðunandi vernd fyrir árásum hatursmanna samkynhneigðra. Það segir sína sögu að oft taka aðeins fáeinir tugir eða hundruð manna þátt í þessum göng- um, samanborið við tugi þúsunda í smáborg- inni Reykjavík. Í Austur-Evrópu verða þátt- takendur í viðburðum á vegum samtaka samkynhneigðra oft fyrir „hótunum og op- inberum fjandskap jafnvel áður en lagt er upp í gönguna“, að því er segir í fréttatilkynningu Amnesty frá því í maí síðastliðnum. „Gerð eru hróp að þeim, hrækt á þá og flöskur, egg, saur og hnefar látnir dynja á þeim, stundum að lög- reglunni ásjáandi.“ Í fyrra bannaði borgarstjórnin í Vilníus í Litháen einróma mannréttindagöngu, þar sem meðal annars átti að krefjast réttinda samkyn- hneigðra. Gangan var bönnuð af „öryggis- ástæðum“ vegna þess að göngumönnum höfðu borizt hótanir. Á svipuðum tíma bannaði borg- arstjórinn í Vilníus hópi, sem var á ferð um Austur-Evrópu á styrk frá Evrópusamband- inu, að koma til borgarinnar. Fólkið hafði dreift upplýsingum „í þágu fjölbreytni, gegn mismunun“. Borgarstjórinn studdi sömuleiðis strætisvagnabílstjóra í borginni, sem neituðu að aka vögnum með auglýsingum frá sam- tökum samkynhneigðra í landinu. Í yfirlýsingu frá borgarstjóranum kom fram að hann væri andvígur „opinberri birtingu á hugmyndum samkynhneigðra“ í borginni. Í fyrra var sömuleiðis lagt fram á þingi Litháens frumvarp um bann við því að „hvetja til samkynhneigðar“ meðal barna, þ.e. að sýna samkynhneigða og sambönd þeirra í jákvæðu ljósi, til dæmis í fjölmiðlum og í skólum. Lettar lögfesta mismunun Amnesty hefur gagnrýnt stjórnvöld í Lettlandi harðlega fyrir afstöðu þeirra í málefnum sam- kynhneigðra. Leyfi fyrir gleðigöngu, sem fara átti fram undir merkjum Gay Pride árið 2005, var afturkallað eftir að forsætisráðherra Lett- lands, Aigars Kalvitis, sagði í sjónvarpsviðtali að hann gæti engan veginn sætt sig við að „skrúðganga kynferðislegra minnihlutahópa“ færi fram í miðborginni, í næsta nágrenni dóm- kirkjunnar. „Lettland er ríki byggt á kristnum gildum. Við getum ekki auglýst hluti, sem meirihlutinn í samfélaginu sættir sig ekki við,“ sagði Kalvitis. Í framhaldinu úrskurðaði dómstóll hins veg- ar að ólögmætt væri að banna gleðigönguna. Um 300 manns mættu í gönguna, en um 1.000 stóðu fyrir mótmælum gegn henni. Í það sinn tókst lögreglu að verja göngufólkið fyrir árás- um mótmælenda. Árið eftir var gleðigangan bönnuð á grund- velli „öryggisástæðna“. Ekki tókst að fá bann- inu hnekkt fyrir dómstólum. Þrátt fyrir beiðni samtaka samkynhneigðra um vernd lögreglu á tveimur öðrum viðburðum þá um sumarið fékkst engin lögregluvernd og í bæði skiptin var ráðizt á þátttakendur. Í fyrra var gangan haldin í lokuðum almenn- ingsgarði í Riga. Um 400 manns mættu, þar á meðal félagar úr Amnesty frá öðrum Evrópu- löndum. Í ár fór gangan loks fram með friðsamlegum og eðlilegum hætti. Það er þó langt frá því að mannréttindi samkynhneigðra séu tryggð í Lettlandi. Fyrir þremur árum gekk þing landsins svo langt að setja bann við hjónabandi samkynhneigðra í stjórnarskrá landsins. Sama ár var frumvarp til breytinga á vinnumark- aðslöggjöf fellt á þingi, en það kvað á um að mismunun gegn samkynhneigðum á vinnu- markaði yrði bönnuð, til samræmis við löggjöf Evrópusambandsins. Fjandsamleg stjórnvöld í Póllandi Ástandið í mannréttindamálum samkyn- hneigðra er líklega verst í Póllandi af aðildar- ríkjum ESB. Það snarversnaði eftir að Lech Kaczynski var kjörinn forseti og hóf að stjórna landinu ásamt Jaroslaw bróður sínum, for- sætisráðherra og leiðtoga flokksins Laga og réttlætis. Tónn stjórnvalda í garð samkyn- hneigðra hefur mildazt á ný eftir að Borg- aravettvangur Donalds Tusk komst til valda í fyrra. Kaczynski situr hins vegar enn á for- setastóli. Þegar hann var borgarstjóri í Varsjá fyrir þremur árum lagðist Kaczynski gegn gleði- göngu samkynhneigðra, sagði að hún yrði „klámfengin“ og myndi særa tilfinningar trú- aðra. Gangan var farin engu að síður og mættu 2.500 manns. Í baráttunni fyrir forsetakosn- ingarnar lýsti Kaczynski því yfir að hann myndi áfram beita sér fyrir því að banna slíka viðburði; „það verður ekki leyft að hvetja op- inberlega til samkynhneigðar“. Um svipað leyti lýsti þáverandi forsætisráð- herra Póllands, Kazimierz Marcinkiewicz, því yfir að ef einhver reyndi að „smita aðra af sam- kynhneigð“ yrði ríkið að grípa inn í og hindra slíka „frelsisskerðingu“. Svipuð og verri ummæli hafa fallið af vörum margra stjórnmálamanna í Póllandi á opinber- um vettvangi. Árið 2006 sagði þingmaðurinn Wojciech Wierzejski um áformaða gleðigöngu: „Ef öfuguggarnir fara að sýna sig á að berja þá með kylfum.“ Um hugsanlega þátttöku stjórn- málamanna frá Vestur-Evrópu í göngunni sagði hann: „Þeir eru ekki alvöru stjórn- málamenn, heldur bara hommar. Nokkur kylfuhögg munu fæla þá frá því að koma aftur. Hommar eru skræfur samkvæmt skilgrein- ingu.“ Stuttu síður sagði talsmaður borgarstjórans í Varsjá að gleðigangan væri „ósiðleg og ógn við íbúa Varsjár“. Þetta var nokkrum dögum eftir að Geir H. Haarde forsætisráðherra hafði verið aðalræðumaður á hátíð samkynhneigðra hér á Íslandi, þar sem auknum réttindum var fagnað. Héraðssaksóknari í Varsjá neitaði að taka til greina kæru á hendur Wojciech Wierzejski vegna ummæla hans. Að mati saksóknarans voru þau hvorki ógnandi né hægt að túlka þau svo að þingmaðurinn hefði hvatt til glæp- samlegs athæfis. Getum borið höfuðið hátt Á meðan ástandið er svona í sumum nágranna- og vinaríkjum okkar er full ástæða til að Ís- lendingar flykkist ár hvert í gleðigöngu sam- kynhneigðra, til að fagna fjölbreytileikanum og styðja réttindabaráttuna. Það er sömuleiðis full ástæða til, þegar ís- lenzkir stjórnmálamenn hitta kollega sína t.d. frá Eystrasaltsríkjunum og Póllandi, að þeir taki upp málefni samkynhneigðra og hvetji til að mannréttindum þeirra verði sýnd full virð- ing. Ísland getur nú borið höfuðið hátt í þess- um efnum og verið öðrum fyrirmynd. Gleðiganga í þágu mannréttinda Reykjavíkurbréf 090808 1978 Samtökin ’78 stofnuð 1992 Mismunun varðandi samræðisaldur afnumin 1996 Staðfest samvist lögleidd og bann við árásum á fólk vegna kynhneigðar sett í hegningarlög 2000 Samkynhneigðum heimilað að stjúpættleiða barn maka síns 2006 Réttarstaða samkynhneigðra og gagnkynhneigðra para jöfnuð. Samkynhneigðum leyft að frumættleiða börn og lesbíum að fara í tæknifrjóvgun. 2008 Trúfélögum heimilað að stað- festa samvist samkynhneigðra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.