Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 29 UMRÆÐAN Á MESTU þreng- ingartímum íslensku þjóðarinnar, var þurfa- lingum komið fyrir hjá bændum sem buðu lægst. Ef lægri tilboð fengust frá öðrum sveitarfélögum en heimabyggð viðkom- anda, máttu ómagar sæta hreppaflutn- ingum. Slíkir voru nefndir nið- ursetningar, en lægra varð ekki komist. Líf þessara umkomuleys- ingja var einn allsherjarhryllingur. Eins og mörgum er kunnugt, sjá ríkiskaup um tilboðsgerðir af ýmsu tagi fyrir ráðuneytin. Aldrei hef ég þó upplifað að boðið væri í umönnun fatlaðra á sama hátt og gerðist á hallærisöldunum, fyrr en ríkiskaup fyrir hönd heilbrigðisráðherra, bauð út umsjá 12 mikið fatlaðra ein- staklinga í SEM-húsi. Góðir Íslend- ingar! Engin veit hver næstur er á slysabekkinn, eða farlamast af elli eða sjúkdómum. Þingmenn virðast halda að þeir séu hafnir yfir að verða fyrir slíkum búsifjum. Reynd- ar hafa þeir tryggt sig fyrir efna- hagslegum þrengingum með eft- irlaunalögunum. Þar undanskil ég Ögmund Jónasson, sem greiddi at- kvæði gegn þeim og ég tel einlæg- asta málsvara aldraðra og fatlaðra. Reyndar ber hann höfuð og herðar yfir alla þingmenn í skilningi á hvað þurfi að gera í málefnum fatlaðra. Í viðtali Spegils á RÚV hinn 23. júlí, undrast hann þá mannfyrirlitningu og lítilsvirðingu sem lýsir sér í út- boði ríkiskaupa. Engin annar lét sig varða. Jafnvel Jóhanna Sigurð- ardóttir lét sem sér kæmi málið ekki við og eigi vitað hvort þögnin þýddi já eða nei. Reyndar kemur það ekki á óvart. Samfylkingin hefur ekki verið fötluðum vinveitt og er nú í samstarfi við flokkinn sem reynst hefur þeim og öldruðum verstur, að Framsókn meðtalinni. Við (ómag- arnir) 12 mótmæltum umsvifalaust svo miðaldalegri mannfyrirlitningu og finnst hópnum heilbrigð- isráðherrann færast æðilangt frá mannréttindaákvæðum stjórn- arskrárinnar. Síðasta júlídaginn, var á vegum heilbrigðisráðuneytisins fundur í húsi SEM með Þórunni Ólafsdóttur hjúkrunarforstjóra, Þórdísi Magnúsdóttur deildarstjóra Heilsugæslunnar og fulltrúa frá ráðuneytinu, með þeim tólf sem sett voru á uppboð. Í stuttri grein gefst ekki pláss til að út- skýra flumbrugang, hraða og leynd þessa útboðs. Þórdís var for- mælandi og sagði út- boðið hafa verið nauð- syn, sem búið væri að slá af í bili. Reyndar hafði eitt tilboð komið í okkur, en verið of hátt og því hafnað. Þar með var nýja fyrirkomulag- inu, sem átti að taka við „ómögunum“ 12 daginn eftir fundinn, sjálfhætt. Ástæðu útboðsins sagði Þórunn vera manneklu og ef ekki fengist viðunandi tilboð, yrði að skerða umönnun þessa hóps. Ég tal- aði á eftir henni og fann sérstaklega að hvernig komið hefði verið fram við fatlaða gegnum tíðina og hve glámskyggn núverandi stjórnvöld væru. Að ræða um þjónustu við fatl- aða án þeirra, væri ótrúleg lítilsvirð- ing. Ekkert spurt um þarfir þeirra. Aðeins gluggað í gömlum skýrslum. Svo undarlegt sem það virðist, fannst Þórunni og co., eina tilboðið sem barst gott fyrir þjónustuþega. Það kostaði bara of mikið eins og allt fyrir okkar líka. Hjúkr- unarfræðingar og sjúkraliðar eru lægst launuðustu menntastéttir landsins. Fyrir þessar stéttir, líka starfsfólk Félagsþjónustunnar, greiða ríki og sveitarfélög ekki veik- indadaga samkvæmt lögum. Þau heilbrigðu eru látin bæta vinnu þeirra veiku á sig án aukagreiðslu. Það er ekki nóg að í lagi þyki að þræla út þeim með lágu launin og sem annast fólk. Vinnugleði og mór- al er spillt. Þegar svo er komið fyrir mannréttindum á Íslandi, þykir rík- isstjórninni í lagi að láta þjóðina taka hundruða milljarða lán til bjargar bönkum á borð við Kaup- þing, þar sem forstjórinn hefur 62 milljónir á mánuði. Ég vil upplýsa almenning um að ástand okkar 12 í SEM-húsi er með þeim hætti, að við mundum veslast upp ef sú lágmarksþjónusta sem nú er viðhöfð yrði skert. Líkja má því við að setja ósjálfbjarga út á Guð og gaddinn. Það er þjóðarskömm ef stjórnvöld komast upp með að gefa einstaklingum færi á að græða á ósjálfbjarga fólki. Slíkir eru til. Það sést vel á ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi og víðar. Uppboð á 12 mikið fötluðum einstaklingum? Albert Jensen skrifar um aðstöðu fatlaðra » Það er þjóðarskömm ef stjórnvöld komast upp með að gefa ein- staklingum færi á að græða á ósjálfbjarga fólki. Albert Jensen Höfundur er fv. byggingameistari. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Vandað og vel staðsett 1.440 fm atvinnuhúsnæði. Um að ræða heila húseign á 4 hæðum með lyftu. Eignin skiptist í fjölmörg skrifstofuherbergi, opin vinnurými, kaffistofur, snyrtingar og skjalageymslur. Þrír inngangar eru í húsið. Tilbúið til afhendingar strax. Næg bílastæði, 8 í bílageymslu og 26 á steyptum palli við húsið. Samtals 33 bílastæði fylgja þessari eign. Húsið hefur mikið auglýsingagildi. 80% fjármögnun fyrir traustan kaupanda. Nánari upplýsingar veitir Dan Wiium s. 896-4013 Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 jöreign ehf TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA TIL LEIGU EÐA SÖLU GRENSÁSVEGUR – HORNHÚS Sundagarðar 2 – Til leigu Til leigu 2. og 3. hæðin í þessu glæsilega vel innréttaða húsi. Hvor hæð 500 fm. Mötuneyti á efstu hæð fyrir starfsfólk. Næg bílastæði. Leigist saman eða hver hæð fyrir sig. Til afhendingar strax. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf. - Fasteignafélag Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160 – karl@kirkjuhvoll.com Til leigu í SMÁRANUM Glæsilegt 330m² skrifstofurými á 4. Hæð í lyftuhúsi við Hlíðasmára með 10-15 vinnustöðvum, fullbúnu fundarherbergi og kaffistofu. Ljósleiðaratenging er inn í rýmið og tölvulagnir í stokkum. Dúkur á gólfum og flúrsentlýsing í loftum. Möguleiki á að skipta rýminu i 2 hluta með sérinngang. Mánaðarleiga kr. 590.000.- auk vsk. Sími 511 2900 Mb l 10 34 51 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.