Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 33 BARA nafnið á hópnum er nóg til að gefa Íslendingum ær- legan hroll (stundum mér líka) því það kann að hljóma eins og hrokafullur trúboða- hópur, kominn til að hjálpa vanþróuðum víkingunum upp úr fá- tækt og heimsku. En fæstir gera sér grein fyrir því að nafnið varð til þegar hópur ís- lenskra umhverf- issinna sem var orðinn þreyttur á aðgerða- leysi samlanda sinna, kallaði eftir alþjóðlegri hjálp við að stöðva eyðileggingu íslenskra öræfa vegna orku- framleiðslu fyrir stór- iðju. Í kjölfarið komu saman umhverfis- og mannúðarsinnar alls staðar að frá Evrópu, söfnuðu pening, stund- uðu rannsóknir og lögðu alla sína orku í að skilja og reyna að stöðva þetta stórslys. Með sömu aðferðum og hafa reynst árangursríkar í breskri náttúruverndarbaráttu, evr- ópskum herferðum gegn kjarnorku- framleiðslu og alþjóðlegri baráttu gegn stríði, var áætlunin að reyna að stöðva eyðileggingu vistkerfa þess- arar einstöku eyju. En markmið þeirra reyndist á endanum mun erf- iðara en þeir bjuggust við. Íslenskt sinnuleysi Skoðanakönnun Gallup frá 2007 sýndi að 58% þjóðarinnar voru andsnúin stóriðjuvæðingu Íslands, og nýjar kannanir gefa til kynna að sú tala fari hækkandi. Í lýðræðisríki eins og Íslandi ætti það að þýða eitt- hvað, en samt heldur ríkisstjórn landsins ótrauð áfram stór- iðjuáætlun sinni, án þess að taka tillit til kosningaloforða og fyrrnefndrar andstöðu. Þá er vert að spyrja: hvernig ætla þessi tæpu 60% að láta andstöðu sína heyrast? Ætla þau kannski bara að sitja hjá og horfa á náttúru landsins hverfa, þrátt fyrir ósætti sitt? Og þegar SI gerir allt vit- laust einu sinni enn, ætla þessi 60% þá að láta reyna á sínar eigin aðferð- ir; skrifa bréf eða bloggfærslu? Eða einfaldlega gagnrýna allar þær til- raunir sem gerðar eru til að vinna fyrir málstað þeirra? Ísland er eyja þar sem fólk er var- kárt, oft efins og hrætt við að segja skoðun sína upphátt; þar sem ut- anaðkomandi ábendingum er tekið af tortryggni. Í þessu einstæða sam- félagi hefur borgaraleg óhlýðni og beinar aðgerðir nú verið reyndar, en hvorki verið velkomnar né mætt skilningi. Ergelsi talskonu Eftir að hafa búið á þessu fallega landi í rúmt ár er ég farin að skilja ís- lenskt hugarfar betur og hvers konar skilningi aðgerðir SI mæta. Ólíkt öðrum Evrópulöndum, getum við bú- ist við því að hvert smáatriði aðgerða okkar sé vandlega skoðað og birt í fjölmiðlum, jafnvel með nákvæmum upplýsingum um áform okkar, skoð- anir og meiningu, en samt sem áður eru það gefnu jakkarnir, skrýtnar hárgreiðslur og asnaleg föt, sem verða umtalsefni eftir á. Ég trúi því sjálf að aðferðir okkar hafi hugsanlega ekki alltaf verið í samræmi við að- stæður. Við höfum verið gagnrýnd fyrir að vera kærulaus, skemmt okk- ur og ekki viljað sam- ræður, og þó ég skilji oft sjónarmið þessarar gagnrýni, verð ég mjög svekkt þegar ég sé ástríðufull skilaboð okk- ar týnast í þeirri um- ræðu. Trúið því sem þið viljið, en við erum að reyna að hreyfa við ástríðu fólks, brjóta múra hefðbundinna þögulla íslenskra mót- mæla og fyrst og fremst reyna að stöðva þessi ómannúðlegu fyrirtæki frá því að tortíma einum af síðustu öræfum Evr- ópu. Á sama tíma bend- um við á hvernig mann- réttindi fólks í þriðja heiminum eru brotin aftur og aftur fyrir skammtímagróða ís- lensks samfélags. Þó vel geti verið að margir Ís- lendingar skilji það ekki, er helsta áhyggjuefni sumra okkar að sjaldgæf og einstök náttúra Íslands tapist. Við einfaldlega getum ekki setið kyrr og horft á landið drukkna, brotna og hverfa. Eins og svo margir aðrir varð ég bókstaflega ástfangin af þessu landi um leið og ég steig hingað fæti og þykir jafnvænt um það og mitt eyðilagða heimaland. Ég veit að flestir Íslendingar eru stoltir af náttúrufegurð þessa lands og finna fyrir sársauka og vanmætti þegar þeir sjá gljúfur sprengd í loft upp og fossum drekkt. En hvers vegna eru þá svo margir hræddir við að stíga örlítið skref fram á við, tjá skoðun sína og hjálpast að við að vernda landið? Að vera í fullu starfi og eiga fjölskyldu er vissulega tíma- frekt, en að velja sér það að líta framhjá þeirri staðreynd að þetta stórslys á sér stað beint fyrir framan nefið á okkur, er óábyrgt fyrir okkur og komandi kynslóðir. Fyrsta skrefið getur verið að skrifa eitt bréf, blogg- færslu, tala við fjölskylduna, ná- granna og vini. Því meira sem við gerum, því öflugri verður baráttan. Sem talskona SI í sumar hef ég orðið vitni að lygum um sjálfa mig, áreiti á götum úti og morðhótunum á internetinu. Uppbyggjandi gagnrýni er okkur nauðsynleg en fyrrnefndar árásir eru ekki til neins. Búðir okkar, aðgerðir og aðferðir geta vel verið rangar fyrir íslenskt samfélag. En ef þið trúið á málstaðinn – eruð mót- fallin þessari iðnvæddu ný- lendustefnu – og vitið betur hvernig á að stöðva hana, hvet ég ykkur til að eyða ekki tímanum í að skálda upp lygasögur um SI og reyna að brjóta á bak aftur baráttu okkar. Heldur ekki sitja ein í þögninni, heldur gerið eitt- hvað sjálf. Hvað sem er, til þess að reyna að bjarga þessari einstöku náttúru frá glötun, því hún mun svo sannarlega hverfa ef ekkert er að gert. Ergelsi talskonu Miram Rose skrifar um hugsjónir og aðgerðir Saving Iceland Miriam Rose » Aðferðir okkar eru eflaust ekki allt- af réttar og mega vel sæta gagnrýni. En hvað ætla Ís- lendingar að gera til að koma í veg fyrir tor- tímingu lands- ins? Höfundur er jarðfræðingur og tals- maður Saving Iceland. HINN 7. júní sl. fórum við þre- menningarnir, Lilja dóttir mín, Jens Á. Jónsson tengdasonur minn og ég austur að Urriðafossi í Þjórsá með viðkomu á Stokkseyri og Selfossi. I Svo undarlegt sem það er, hafði ég aldrei komið að Urriðafossi, enda nýja brúin yfir Þjórsá ekki komin lengst af ævi minnar. En hvílík opinberun. Afburðagott veð- ur var þennan dag og myndaði sól- in regnboga yfir fossinum, svo úr varð ólýsanleg fegurð. Hefur nokk- ur maður getað hugsað sér að eyði- leggja slíka perlu. Jú, þegar árið 1918 kom út bókin „Vandkraften í Thjórsá Elv, Island“ eftir verkfræðinginn G. Sætersmoen, Kristiania, Gröndahl & Söns Boktrykkeri. Gottfred Sætersmoen var fæddur 1870 og dó 1962. Hann var kvæntur Helgu Jóns- dóttur Jakobssonar (1896-1977) lands- bókavarðar. Þau skildu. II Bók Gottfreds er mjög fróðleg, þar sem hann lýsir virkjunarmöguleikum á 6 virkj- unum í Þjórsá. Þegar er búið að virkja við Búrfell og Hrauneyj- arfoss, en eftir eru Hestafoss, Þjórsárholtsvirkjun, Skarðsvirkjun og Urriðafossvirkjun. Menn skiptast í tvo hópa um þær virkj- anir, sem óbyggðar eru, annars vegar landeyðingarmenn og hins vegar landverndarmenn. Ég til- heyri síðari flokknum. En af hverju var hætt við allar þessar virkj- anir á sínum tíma? Tvær ástæður hafa verið nefndar, fyrri heimsstyrjöldin 1914- 1918 og fjárglæfra- menn, sem að Tit- anfélaginu stóðu. Þeim var ekki treyst. Bóndadóttir frá Bratt- holti, Sigríður Tóm- asdóttir (1871-1957), lagði á sig ófáar ferðir til Reykjavíkur til þess að hindra virkjun Gullfoss, oft fótgangandi í stormi og byl. Brattholt átti virkj- unarréttinn að hálfu. Mál hennar tapaðist í réttarsölunum, en leigu- taki Gullfoss gleymdi að borga leig- una, svo samningurinn féll úr gildi. III Ég hélt að minning Sigríðar í Brattholti væri landsmönnum heil- ög, en nú virðast þjónar Mammons ætla að hafa betur, Urriðafoss- virkjun er á teikniborðinu, jarðir hafa verið keyptar upp, skipulagi breytt, aðeins eftir að hnýta loka- hnútinn. Ég skora á landsmenn alla að bregða sér austur að Urriðafossi og ganga í lið með okkur land- verndarmönnum og selja ekki sál fyrir ál. Urriðafoss – perlan í Þjórsá Leifur Sveinsson mótmælir Urriðafossvirkjun » ...nú virðast þjónar Mammons ætla að hafa betur, Urriðafoss- virkjun er á teikniborð- inu, jarðir hafa verið keyptar upp, skipulagi breytt, aðeins eftir að hnýta lokahnútinn. Leifur Sveinsson Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Urriðafoss Sólin myndar regnboga yfir fossinum. Verðlaunatillaga +Arkitekta að nýjum Listaháskóla við Laugaveg hefur verið fyrirferðamikil í um- ræðunni síðustu daga. Bæði af góðu og slæmu. Helst lýtur gagnrýnin að umfangi byggingarinnar og áhrifum á götumynd Laugavegarins, en byggingin verð- ur um 14,5 þúsund fermetrar að stærð og krefst niðurrifs gamalla bygginga við sögufræga götu. Mörgum sárnar þær fórnir þótt til- gangurinn sé göfugur. Ekki er tek- in nein sérstök afstaða hér hvort magnið sé of mikið fyrir reit upp á rétta þrjú þúsund fermetra eða hvort tilgangurinn réttlæti mikið niðurrif gamalla bygginga. Staðsetning á nýbyggingu Listaháskólans hefur verið í gangi um alllangt skeið, og lauk, eða var talið ljúka, með samningi ríkisins við eignarhaldsfélagið Samson pro- perties um makaskipti á lóðum í Vatnsmýrinni og umræddri horn- lóð við Laugaveginn. Óskir Listaháskólans um að vera í iðu mannlífs og byggðar vógu þar þungt. Hins vegar virðist lítt hafa verið skoðað hvort á þessu sama svæði væru aðrar ríkislóðir, eða aðrir möguleikar, sem gætu haft sömu jákvæðu eiginleikana. Þegar vel er að gáð virðast þeir vera nokkrir. Nú er það svo að harla ólíklegt er að þróun mála verði á þá leið að fallið verði frá uppbyggingu Listaháskólans á umræddi hornlóð við Laugaveginn. Meiri líkur eru á að unnið verði að lausn sem sætti betur sjónarmið uppbyggingar og verndunar á þessum stað. En ef svo skyldi nú fara, að fallið yrði frá samn- ingum við Samson um uppbyggingu á þessum reit má velta upp öðrum möguleika sem gæti reynst far- sæll og jafnvel heppi- legri. Við Hverfisgötu 113-115 standa skrif- stofur lögreglustjór- ans á höfuðborg- arsvæðinu á lóð sem er um 8 þúsund fer- metrar að stærð. En það mun fljótlega breytast. Samkvæmt vef dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er stefnt að því að byggja nýjar höfuðstöðvar undir starfsemi lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu á næstu árum á öðrum stað. Staðarvalsvinna fyrir það virðist farin af stað og líklega má vænta ákvörðunar um nýjan stað á næstu misserum. Lóðin við Hverfisgötu er í eigu Reykjavíkurborgar en húseignir í eigu íslenska ríkisins. Á undanförnum árum hefur ver- ið mikil uppbygging í og við Borg- artún og má jafnvel segja sem svo að þangað sé það svæði, sem í hugum flestra kallast miðborg Reykjavíkur, að þróast. Reitur lög- reglustöðvarinnar liggur þar á mikilvægum stað mitt á milli Laugavegarins og Borgartúns, við umferðarmiðstöðina Hlemm og borgartorgið Hlemmtorg. Nýr Listaháskóli á reitnum við Hlemm gæti reynst góð leið til að binda betur saman þessa tvo hluta mið- borgarinnar, þann gamla og þann nýja, auk þess að hafa ýmsa aðra kosti í för með sér. Reiturinn við Hlemm er mikið til auður og vannýttur. Núverandi byggingar eru komnar til ára sinna og vænta má endurnýjunar og niðurrifs að hluta, hvað svo sem kemur í staðinn. En á 8 þúsund fermetra reit má hæglega koma fyrir 14 þúsund fermetra bygg- ingu. Nýtingarhlutfall yrði þannig um 1,7, sem er álíka og á mörgum nálægum reitum. Inni á reitnum mætti jafnvel koma fyrir nem- endagörðum í ofanálag. Hlemm- torgið býr yfir ýmsum kostum sem getur prýtt gott borgartorg og gæti vel rúmað fleiri viðburði og meira mannlíf en það gerir í dag. Nýr Listaháskóli gæti reynst mikil vítamínsprauta fyrir það, og þar með einnig fyrir Laugaveginn. Og ekki spillir nálægðin við miðstöð strætisvagna fyrir nemendur í list- um, sem ekki eru þekktir fyrir mikil fjárráð. Nýr Listaháskóli á þessum reit með stórfengnum arkitektúr myndi blasa við frá Sæ- braut, Snorrabraut og Rauð- arárstíg, ólíkt reitnum við Lauga- veg sem byrgður er sýn nema rétt þegar komið er að honum. En eins og fyrr sagði eru litlar líkur á öðru en að áfram verði haldið áfram með uppbyggingu Listaháskólans á núverandi horn- lóð við Laugaveg. En ef svo ólík- lega skyldi fara að staðsetningin yrði endurskoðuð enn á ný er þessari ábendingu hér með komið á framfæri. Listaháskóli við Hlemm? Samúel T. Pétursson skrifar um skipu- lagsmál »Ef svo ólíklega skyldi fara að stað- setning á nýjum Listaháskóla yrði end- urskoðuð gæti reitur lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu reynst góður kostur. Samúel T. Pétursson Höfundur er skipulagsverkfræðingur og starfar við fasteigna- og skipu- lagsþróun. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugrein- ar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi ein- stakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.