Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Gunnar Bene-dikt Adolfsson fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1934. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 26. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hólm- fríður Benedikts- dóttir Petersen, hús- freyja, f. 9.2. 1902 í Kirkjuskógi í Mið- dölum, Dalasýslu, d. 30.6. 1988 og Adolf J.E. Petersen f. 10.5. 1906 á Ak- ureyri, yfirverkstjóri hjá Vegagerð ríkisins, d. 5.5. 1985. Adolf og Hólm- fríður eignuðust þrjá syni; elstur er Emil Hans Petersen, f. 17.5. 1928, byggingameistari, næstur var Gunnar en yngsti sonurinn lést í fæðingu árið 1935. Gunnar kvænt- ist 21.5. 1956 Ragnhildi Thorlacius, skrifstofum. f. 21.5. 1936. Foreldrar hennar voru Anna Margrét Thorla- cius, húsfreyja, f. 14.8. 1905 á Strýtu í Hamarsfirði, S-Múl., d. 14.5. 1981 og Erlingur Thorlacius, bifreiðastjóri, f. 15.4. 1906 á Bú- landsnesi í Hamarsfirði, S-Múl., d. 1.2. 1981. Börn þeirra eru: 1) Hug- rún, f. 27.7. 1955, kennari, eigin- maður hennar er Ragnar Jón- Gunnar ólst upp í Reykjavík og Kópavogi en foreldrar hans voru meðal frumbyggja Kópavogs. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Ís- lands veturinn 1952-53. Hann lærði rennismíði í Vélsmiðjunni Héðni og bifvélavirkjun hjá Vegagerð rík- isins. Hann lauk prófum í þeim greinum við Iðnskólann í Reykjavík 1956 og 1962 og öðlaðist meist- araréttindi í báðum iðngreinunum. Gunnar starfaði hjá strætis- vögnum Kópavogs á árunum 1962- 78, en þar af starfaði hann sem að- stoðarverkstjóri hjá fyrirtækinu frá 1964. Eftir það starfaði Gunnar sem bifreiðaeftirlitsmaður hjá Bifreiða- eftirliti ríkisins, sem síðar varð Bif- reiðaskoðun Íslands og er í dag Frumherji hf., þar til hann lét af störfum sökum aldurs. Þá var Gunnar prófdómari í bifvélavirkjun frá 1966-82. Hann sat í stjórn Fé- lags bifvélavirkja árin 1963-69 og í stjórn Málm- og skipasmíða- sambands Íslands 1964-70. Gunnar og Ragnhildur hófu bú- skap sinn árið 1957 í Hafnarfirði þar sem þau bjuggu í sjö ár. Eftir það hafa þau átt heimili sitt í Holta- gerði 53, Kópavogi. Útför Gunnars Benedikts Adolfs- sonar fór fram í kyrrþey hinn 31. júlí síðastliðinn. atansson, f. 6.10. 1957, bifvélavirkjameistari. Dætur þeirra eru: a) Margrét Gígja, f. 10.11. 1977, hjúkr- unarfræðingur, sam- býlismaður hennar er Jón Þorgrímur Stef- ánsson, f. 21.5. 1975, tölvunarfræðingur. Synir þeirra eru: Ragnar Vilji, f. 1.4. 1996, Benedikt Sólon, f. 22.5. 2001 og Ívar Darri, f. 20.3. 2006. b) Ragnhildur Anna, f. 28.7. 1986, búfræðingur. c) Bryn- hildur Lea, f. 3.12. 1992, nemi. 2) Erlingur, f. 12.10. 1958, flugstjóri, eiginkona hans er Marfríður Hrund Smáradóttir, f. 7.12. 1958, hjúkr- unarfræðingur og kennari. Dætur þeirra eru: a) Dana Björk, f. 9.3. 1984, flugmaður, b) Anna Rós, f. 6.6. 1989, nemi. c) Regína Bergdís, f. 21.1. 1991, nemi. 3) Kristján Örn, f. 17.11. 1960, mat- reiðslumeistari, eiginkona hans er Jeanette Eva Thomsen, f. 10.2. 1965, hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra eru: a) Frederik Benedikt, f. 20.8. 1988, nemi. b) Amalie Margrét, f. 15.8. 1995. c) Benjamin Sófus, f. 7.7. 1999. Mig langar til þess að minnast tengdaföður míns, Gunnars Bene- dikts Adolfssonar, í örfáum orðum en til þess verð ég að reyna að finna öll fallegustu og bestu orðin sem ég kann. Ég minnist hans fyrst og fremst sem manns sem sýndi öllum ástúð og umhyggju, en það voru eig- inleikar sem mér finnst að hafi ein- kennt hann öðru fremur – ástúð og umhyggja fyrir öllu lifandi. Aðrir mannkostir voru áberandi líka – hvað á ég að tilgreina? Örlæti hans, hjálp- semi, þolgæði, heiðarleika? Eða glað- værð, dugnað, staðfestu, þolinmæði? Alla þessa góðu eiginleika átti hann í ríkum mæli ásamt svo mörgum öðr- um. Í skapgerð hans blandaðist styrk- leiki og mildi. Hann hafði eitthvað það við sig, einhverja ró, sem gerði það að verkum að fólki leið vel í ná- vist hans. Það fann fyrir þessum góðu straumum sem frá honum staf- aði, þeir fylltu hvert herbergi sem hann kom inn í. Grín og glettni ein- kenndu hann þó ekki síður. Öllu gat hann snúið upp í grín og gamansemi. Og það gerði hann einmitt fram á seinasta dag í erfiðum veikindum sín- um, – það þýðir ekkert annað, sagði hann og brosti við. Gunnar bjó fjölskyldu sinni gott heimili, sem hann blátt áfram um- vafði ást sinni og umhyggju. Eigin- kona hans og fjölskylda var honum allt. Barnabörnin og barnabarna- börnin bar hann á höndum sér. Hann var besti afi og langafi sem hugsast getur – hlúði að ungviðinu í fjölskyld- unni á alla mögulega vegu. Oftar en ekki hjálpaði hann dætrum mínum fyrir stærðfræðipróf í gegnum árin, en Gunnar hafði einstaka stærð- fræðigáfu og var svo talnaglöggur að það var næsta óskiljanlegt. Um eig- inkonu sína hugsaði Gunnar af því- líkri alúð að einsdæmi hlýtur að vera. Ástin sem þau hjónin, Gunnar og Ragnhildur, báru til hvors annars hrærði hjarta manns. Það var mikill gæfudagur þegar þau fundu hvort annað. Ég minnist þess varla að hafa séð þau sitt í hvoru lagi. Saman voru þau alltaf – fram á hinstu stund. Minningar liðinna ára í samfylgd Gunnars verða að dýrmætum fjár- sjóðum sem alltaf verður hægt að sækja í meðan lífið heldur áfram. Þær geymast í huga okkar og hjarta. Ég vil þakka Gunnari hinar fjöl- mörgu ljúfu stundir og endalausa ást og umhyggju okkur til handa á liðn- um árum. Ég mun minnast hans með ást og virðingu svo lengi sem ég lifi. Hann var sannur maður eins og þeir bestir gerast. Guð blessi sál hans. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Marfríður Hrund Smáradóttir. Okkur systurnar langar að skrifa nokkur orð til að minnast okkar elskulega afa sem við hefðum viljað hafa svo miklu lengur hjá okkur. Afi Gunnar var hinn eini sanni afi, þ.e.a.s. eins og okkur finnst að allir afar ættu að vera. Hann var alltaf góður við okkur, hress og skemmti- legur, hann var traustur og alltaf til staðar ef við þurftum á að halda. Það ríkti alltaf mikil gleði í kringum hann og hann sá ávallt björtu hliðarnar á tilverunni. Hann var mikill manna- og dýravinur. Hafði hann einstakt lag á fólki, hvort sem um var að ræða fullorðna eða börn, og nutum við afa- börnin svo sannarlega góðs af því. Þegar við vorum litlar var hann óþreytandi við að leika við okkur, kenna okkur að spila og tefla, hjálpa okkur með reikninginn eða hvað sem við báðum hann um að gera eða að- stoða okkur við. Við vorum alltaf vel- komnar til hans og var ávallt tekið vel á móti okkur, með hlýju faðmlagi, kossi á kinn og klappi á bakið. Afi var ófeiminn við að hvetja okk- ur áfram og láta okkur vita af því hve stoltur hann var af okkur. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á því sem við tók- um okkur fyrir hendur og samgladd- ist einlæglega í öllum okkar ánægju- stundum. Það mátti læra svo margt af afa og hann var okkur fyrirmynd á svo marga vegu. Við hefðum gjarnan vilj- að fá fleiri stundir með honum. Við munum sakna hans sárt. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljóss lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þínar, Gígja, Ragnhildur og Brynhildur. Elsku besti afi minn, mikið er ég heppin að eiga þig sem afa. Þú hefur gert líf mitt ríkara af gleði og hamingju. Stundirnar sem ég eyddi í Holtagerði hjá þér og ömmu gleymast aldrei og hugsa ég alltaf til þeirra með bros á vör og núna tár í augum því ég veit að þær verða ekki fleiri. En ég veit að þú ert með okkur í anda og það gefur mér smá huggun harmi gegn. Þú kenndir mér margt og varst alltaf reiðubúinn að hjálpa við hvað sem var. Það var yndislegt að koma til ykkar og gista með öllum frænk- unum. Þá var sko dekrað við okkur og við vissum að við vorum elskaðar, það fór sko ekki á milli mála á þeim bæ. Mér fannst svo fallegt það sem þú sagðir við mig í hvert sinn sem ég kvaddi þig: „Gangi þér vel, elskan mín.“ Ó, hvað ég sakna þín. Líf mitt er fátækara í dag og mér finnst hræðilegt að börnin mín fái ekki að kynnast þér en ég verð þeim mun duglegri að segja þeim fallegar sögur af afa Gunnari og þeim góða manni sem þú hefur að geyma. Meira að segja í síðasta skiptið sem ég sá þig þá varst það þú sem varst að hug- hreysta mig og baðst mig að vera sterka og það ætla ég að reyna að vera. Ég ætla að vera sterk og góð manneskja og heiðra þar með minn- ingu þína því þú áttir stóran part í að móta mig og gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og ég vona að þú sért stoltur af mér. Ég er sko stolt af því að hafa fengið að vera afastelpan þín. Ég ætla ekki að kveðja alveg, heldur segja bless í bili því ég veit að við munum hittast þeg- ar minn tími kemur og það verða fagnaðarfundir, elsku afi minn. En þangað til ætla ég að hugsa vel um elsku ömmu því ég veit hvað þið elsk- uðuð hvort annað mikið og hennar missir er mikill. Ég elska þig. Þín afastelpa, Dana Björk Erlingsdóttir. Gunnar B. Adolfsson vinur minn er látinn eftir erfið og langvinn veik- indi. Við kynntumst í aðdraganda að ferð á Heimsmót æskunnar í Búk- arest árið 1953. Þar hófst með okkur vinátta er aldrei rofnaði. Við vorum saman í söngkór undir stjórn Jóns Ásgeirssonar tónskálds og í þjóð- dansaflokki undir stjórn Þuríðar Árnadóttur. Þar kynntist Gunnar, Ragnhildi Thorlacius er síðar varð eiginkona hans. Ferðin stóð frá 20. júlí-1. sept. 1953. Við vorum saman í íþróttum og fylgdumst með ýmsum atburðum og sýningum á mótinu. Gunnar hafði farið með Emil bróður sínum á Heimsmótið í Berlín 1951 svo hann var öllum hnútum kunnug- ur. Á heimleiðinni til Íslands var stoppað í Kaupmannahöfn í nokkra daga. Við gistum þar saman fjórir vinir, auk okkar Gunnars voru Bolli A. Ólafsson og Tómas Kristjánsson. Við félagarnir ræddum mikið saman og við Gunnar gerðum m.a. sam- komulag um að kaupa okkur saman bíl, það varð, við keyptum okkur Ford 4́2 um haustið, það bilaði í hon- um vélin svo við rifum hann í „spað“ og gerðum hann svo upp aftur og þá sem Ford 4́7. Við unnum í þessu öll kvöld og helgar allan veturinn. Enda var stúlkan hans komin í húsmæðra- skóla þennan vetur svo einhvern veg- inn varð hann að þreyja þorrann og góuna. Við Gunnar fórum saman á meiraprófsnámskeið árið 1960 og einnig díselnámskeið í Vélskólanum. Gunnar var duglegur að vinna með námi og vann þá í „Bikstöðinni“ und- ir stjórn Adolfs J.E. Petersen föður síns. Gunnar var svaramaður minn og ég svaramaður hans þegar við vin- irnir giftum okkur. Við hjálpuðum hvor öðrum þegar við vorum að byggja okkar fyrstu íbúð og vorum í sambandi þegar eitthvað stóð til. Gunnar hóf störf hjá Strætisvögnum Kópavogs 18. júní árið 1962. Það var mjög samhentur hópur sem vann á verkstæði SVK og Véla- miðstöðvar, var Gunnar gjarnan hrókur alls fagnaðar þar og marga skákina tefldi hann við þá Guðmund Óskarsson og Kristján Jónsson. Ég vil leyfa mér að senda kveðjur frá samstarfsmönnum hans hjá Strætis- vögnum og Áhaldahúsi Kópavogs gegnum tíðina, um leið og við hjónin sendum Ragnhildi eiginkonu hans og fjölskyldu hennar, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Karl Árnason fyrrv. forstöðumaður SVK og Vélamiðstöðvar Kópavogs. Það kom mér ekki á óvart þegar Hugrún vinkona mín hringdi og sagði að pabbi sinn hefði dáið fyrr um daginn. Gunnar hafði barist hetjulega við illkynja sjúkdóm í þrjú ár og hafði hrakað mikið undanfarnar vikur. Foreldrar Gunnars voru frumbyggj- ar í Kópavogi og eins var um fjöl- skyldu eiginkonu hans Ragnhildar Thorlacius. Gunnar og Ragnhildur eignuðust þrjú börn. Þau hjónin byggðu sér hús í Holtagerði í vest- urbæ Kópavogs í kringum 1965 og bjuggu þar alla tíð síðan. Þau voru ákaflega samrýnd hjón og voru börn- um sínum meira en foreldrar og upp- alendur, voru einnig félagar þeirra og vinir. Alltaf var gott að koma í Holtagerðið og var heimili þeirra op- ið öllum vinum barna þeirra og voru oft margir krakkar í „drekkutímum“ eins og eftirmiðdagskaffið var kallað á þeim tíma. Gunnar var einkar glað- ur maður og alltaf góður og gaman- samur við okkur krakkana. Hann var alltaf tilbúinn að skutla okkur vin- konunum ef þurfti, og þess þurfti oft. Hann hefur eflaust oft verið þreyttur þar sem á þeim tíma byggðu menn hús sín sjálfir, eftir vinnu á kvöldin og um helgar. Gunnar hafði einlægan áhuga á öll- um í kringum sig. Hann fylgdist vel með börnum sínum, barnabörnum og síðan barnabarnabörnum. Hann vissi alltaf hvað hver var að gera hvort sem það var kórsöngur, fótbolti eða tónleikar hjá Skólahljómsveit Kópa- vogs en þar hafa tvær af dætrum Hugrúnar spilað. Gunnar missti ekki úr tónleika meðan heilsan leyfði. Það hafði skapast hefð hjá Hugrúnu að hafa kaffi að loknum tónleikunum og var þar alltaf glatt á hjalla. Gunnar var góður sögumaður og sagði okkur stundum frá gamla tímanum í Kópa- vogi þegar þurfti að taka Hafnar- fjarðarstrætó og vera í skóla í Reykjavík. Börnin í Kópavogi þurftu að ganga langan veg í og úr strætó og gátu þetta orðið hinar mestu svað- ilfarir. Gunnar og Ragnhildur voru dug- leg að ferðast bæði innanlands og ut- an og höfum við fjölskyldan verið með þeim í nokkrum ferðum, ásamt fjölskyldu Hugrúnar. Við minnumst nú skemmtilegs „pictionary“-leiks í sumarbústað í Skorradal þar sem all- ir tóku þátt og urðu að leika miserfið hlutverk og var mikið hlegið. Ynd- isleg tjaldferð að Fjallabaki kemur einnig upp í hugann. Síðan vorum við svo heppin að fá að taka þátt í afmælisferð Hugrúnar þegar hún hélt fimmtugsafmæli í Ez í Suður-Frakklandi ásamt fjölskyldu sinni og foreldrum. Kvöldverðurinn í Ez er það fínasta sem við höfum upp- lifað og áttum við þar öll ógleyman- lega stund. Þar voru froskafætur, melónusúpa og alls kyns góðgæti á boðstólnum. Síðan ferðuðumst við öll saman til Gardavatnsins og er þetta eitt besta og skemmtilegasta ferða- lag sem við fjölskyldan höfum farið. Ferðafélagarnir notalegir og naut Gunnar ferðarinnar vel. Það bar þó stöku sinnum á þreytu hjá honum, var ekki alveg jafnbrattur að ganga eins og vant var. Fljótlega eftir heim- komuna greindist hann með þann sjúkdóm sem nú hefur sigrað þennan góða mann. Við fjölskyldan þökkum Gunnari samfylgdina og sendum Ragnhildi og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Einfríður, Christer, Tinna og Árni. Gunnar Benedikt Adolfsson Kveðja frá eiginkonu Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.