Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Mun betur gengur að ráða í umönnunar-störf á leik-skólum og elli-heimilum en í fyrra. Þá var ástandið mjög slæmt vegna mann-eklu og voru dæmi um að for-eldrum leikskóla-barna væri til-kynnt að þeir þyrftu að hafa börnin heima einn dag vikunnar. Óvissa var um hvort skerða þyrfti vistun barnanna til lengri tíma. Nú gengur mun betur að ráða í umönnunar-störf. Ýmsir telja að það sé af sem áður var að fólk geti gert miklar kröfur og valið milli fjölda starfa. Í upp-sveiflunni og góð-ærinu sem lék við landið seinustu árin hafi verið nægt fram-boð af betur launuðum störfum. Nú þurfi fólk í atvinnu-leit að slaka á kröfunum og taka það sem býðst og njóti fyrr-nefndir vinnu-staðir góðs af því. Var svo komið síðasta sumar að Félag leikskóla-kennara lýsti yfir áhyggjum sínum af mann-eklunni og áhrifum hennar en nú eru flestir mun bjart-sýnni. Meiri ásókn í umönnunar-störf Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þórunn Svein- bjarnar- dóttir umhverfis- ráðherra ákvað að meta skyldi umhverfis- áhrif ál-vers Alcoa við Húsavík og tengdra virkjana í sam-einingu. Umhverfis-ráðherra segir ákvörðun sína í mesta lagi seinka undir-búnings-ferlinu um nokkrar vikur. Á endanum skili ákvörðunin vandaðra mats-ferli og betri ákvörðun. Þessi ákvörðun Þórunnar olli miklu upp-námi og um-ræðum í sam-félaginu. Nefndu gagnrýnis-raddir það sérstak-lega að ekki fór fram heildar-mat á fyrir-huguðu ál-veri í Helgu-vík, og að umhverfis-ráðherra fari því harðari höndum um ál-verið á Bakka. Umhverfis- mat veldur upp-námi Þórunn Sveinbjarnar- dóttir Saka Frakka um aðild Í nýrri skýrslu óháðrar rannsóknar-nefndar í Rúanda segir að Frakklands-stjórn hafi tekið þátt í þjálfun hútúa, ásamt því sem Frakklands-her tók beinan þátt í mann-vígum í þjóðar-morðinu 1994. Farið er fram á að réttað verði yfir 33 hátt-settum frönskum stjórn-mála- og her-mönnum, þar á meðal Francois Mitterrand, fyrr-verandi Frakklands-forseta. Augn-laga mynda-vél Banda-rískir vísinda-menn hafa sótt inn-blástur til snjallrar hönnunar náttúr-unnar og búið til mynda-vél lagaða eins og auga. Tæknin er talin vera stórt skref fram á við í þróun gervi-lima, svo sem gervi-auga. Ómar fær umhverfis- verndar-verðlaun Ómar Ragnarsson hlýtur Seacology-umhverfis- verndar-verðlaunin í ár fyrir baráttu sína fyrir nátt-úru á há-lendi Íslands, og fyrir að hafa vakið al-menning til vit-undar um virkjana-framkvæmdir á há-lendi Íslands og umhverfis-spjöll sem stíflu-gerð og uppistöðu-lón hafi valdið. Stutt Stjórnar-flokkarnir tveir í Pakistan hafa sam-þykkt að hefja undir-búning að ákæru á hendur Pervez Musharraf, forseta landsins, til embættis-missis. Leið-togar flokkanna tveggja eru Asif Ali Zardari, ekkill Benazir Bhutto, og Nawaz Sharif, fyrr-verandi forsætis-ráðherra sem Musharraf steypti í herforingja-byltingu árið 1999. Tveir þriðju hlutar full-trúa beggja deilda þingsins þurfa að sam-þykkja að Musharraf víki úr emb-ætti og því óljóst hvort það tekst. Leið-togarnir eru sagðir óttast að Musharraf verði fyrri til og leysi upp þingið. Musharraf á að víkja Rúss-neski rit-höfundurinn Alexander Solzhenítsyn lést fyrir viku, 89 ára að aldri. Þekktir rit-höfundar og leið-togar stjórnar-andstöðunnar í Rúss-landi hafa lofað Solzhenítsyn fyrir það mikils-verða fram-lag að leiða milljónum les-enda hörm-ungar gúlagsins fyrir sjónir. Þegar Solzhenítsyn gaf út fyrsta bindið af þremur í stór-virkinu „Gúlag-eyjaklasinn“ árið 1974 var hann út-hrópaður svikari í fjöl-miðlum Sovét-ríkjanna og ári síðar sviptur ríkis-borgara-réttinum. Hann yfir-gaf Sovét-ríkin, og flutti til Banda-ríkjanna. Í „Gúlag-eyjaklasanum“ er ítar-lega farið yfir mann-réttinda-brot í Sovét-ríkjunum eftir október-byltinguna 1917 og til ársins 1956. Það ár braut Níkíta Khrútsjov blað í sögu kommún-ismans með gagn-rýni á valda-tíð Jósefs Stalíns og grimmi-legar pólitískar of-sóknir undir lok fjórða ára-tugarins, þegar hundruð þúsunda and-stæðinga Sovét-leiðtogans voru tekin af lífi. Solzhenítsyn látinn Reuters Her-maður við mynd af Solzhenítsyn. Einn besti gítar-leikari heims, Eric Clapton, hélt í fyrsta sinn tón-leika á Íslandi á föstu-dagkvöld en hann hefur oft komið til landsins að veiða. Næstum upp-selt var á tón-leikana sem fóru fram í Egils-höll. Sjö manns voru í hljóm-sveitinni sem spilaði mörg af helstu og frægustu lögum kappans, tónleika-gestum til mikillar ánægju. Eric Clapton hélt tón-leika á Íslandi Morgunblaðið/hag Á föstu-daginn voru Ólympíu-leikarnir settir í Peking með mikilli við-höfn, klukkan 12 á há-degi að íslenskum tíma. At-höfnin þótt stór-glæsileg og er allt skipul-ag leikanna framúr-skarandi. Íslensku kepp-endurnir eru 27 talsins, og var sund-kappinn Örn Arnarson fána-beri Íslands. Örn er að keppa á sínum þriðju Ólympíu-leikum og er bjart-sýnn á árangur sinn á leikunum. Ólympíu- leikarnir hafnir Reuters Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.