Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 43 Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan MÉR ÞYKIR LEITT AÐ SEGJA ÞAÐ... EN SONUR YKKAR ER MJÖG EINFALDUR HVAÐ VAR ÞAÐ SEM LAÐAÐI ÞIG FYRST AÐ SÖRU? HMM... ÞAÐ VORU SKOÐANIR HENNAR Í ALVÖRU? JÁ, HVERJUM HEFÐI DOTTIÐ Í HUG AÐ ÞÚ GÆTIR SKIPT UM ÞÆR SVONA OFT JÓI OG ERFÐA- BREYTTA BAUNA- GRASIÐ GEFIÐ MÉR PENING, ANNARS BYRJA ÉG AÐ SPILA Velvakandi ÞAÐ er gaman að fara í tívolí og nú gefst Hafnfirðingum og þeim sem leggja sér leið þangað tækifæri að heimsækja eitt slíkt sem hefur aðsetur á Tjarnarvöllum. Morgunblaðið/G.Rúnar Tívolí á Tjarnarvöllum Sungið fyrir Vestfirðinga DAGANA 25.-31. júlí sl. voru góðir listamenn á ferð um Vestfirði. Þar áttu í hlut feðginin Ólafur B. Ólafsson og Ingibjörg Aldís sópr- ansöngkona. Þau feðg- in fluttu tónlist á vist- heimilum, samkomustöðum, í sjúkrarýmum aldraðra og íbúðarblokkum eldri borgara sem margir kalla heldri borgara vegna lífsgleðinnar sem þeim fylgir. Þau komu fram 12 sinnum á helstu þétt- býlisstöðum Vestfjarða. Ingibjörg Aldís flutti innlend og erlend söng- lög og aríur við undirleik Ólafs B. á harmónikku og píanó en hann stjórnaði að auki hópsöng. Það var Pokasjóður sem styrkti tónleika- haldið og var þetta 7. söngsumar feðginanna fyrir landsmenn á vegum hans. Þau feðgin Ólafur og Ingibjörg eiga ekki langt að sækja sönggleðina enda beinir afkomendur Ólafs heit- ins Beinteinssonar gítarleikara og söngvara og Sigurveigar Hjaltested óperusöngkonu sem margir lands- menn þekkja vel. Höfðu menn á orði að Ingibjörg Aldís væri verðugur arftaki ömmu sinnar. Þau feðgin voru mjög ánægð og þakklát fyrir frábærar viðtökur og undirtektir Vestfirðinga og heilluð af hinni stór- brotnu náttúrufegurð Vest- fjarðakjálkans. Ólafur Beinteinn Ólafsson. Þakkir til hjóna MIG langar að koma þakklæti til hjóna sem voru á gangi í Elliðaár- dalnum en þau höfðu fundið mynda- vél sem dóttir mín hafði týnt og aug- lýstu í Velvakanda. Myndavélin komst þannig til skila. Þakka ykkur kærlega fyrir og gott að vita að enn sé til svona heiðarlegt og gott fólk. Þakklát móðir. Ung börn í lífs- hættu ÉG er hér stödd í Dan- mörku og heyri hræði- legar fréttir frá Íslandi um að ung börn séu send heim af spítala fárveik þó að einkennin séu hár hiti og uppköst. Foreldrum þessara barna er sagt að þau séu líklega með flensu en reynslan er önnur. Sprunginn botnlangi. Eitt barn er dáið, annað er að jafna sig (þeir köll- uðu oft á næturlækni) og það þriðja er að jafna sig eftir aðgerð og ef hún hefði ekki verið framkvæmd væri ekki vitað um leikslok. Sagt var frá dána barninu en ekkert heyrist um hin tvö. Nú spyr ég: heyrast engar viðvörunarbjöllur hjá forstöðumönn- um spítalanna? Það þarf að láta hjúkrunarfólk og almenning vita af þessu sem fyrst svo það verði ekki annað dauðsfall. Thelma Guðmundsdóttir. Þakkir til Íþróttamiðstöðv- arinnar á Akranesi SJÖ ára drengur týndi krossi á fót- boltamóti á Akranesi í sumar og höfðu foreldrarnir talið nær ómögu- legt að hann myndi finnast og hvað þá skila sér. Er haft var samband við Íþróttamiðstöðina tæpum tveimur mánuðum síðar hafði krossinn fund- ist og var hann sendur með pósti og barst tveimur dögum síðar. Inni- legar þakkir til starfsfólksins fyrir frábær viðbrögð. Gunnar.      Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Bólstaðarhlíð 43 | Föstudaginn 15. ágúst kl. 12.30 verður farið frá Bólstað- arhlíð 43 í dagsferð í Viðey. Stað- arleiðsögn og kaffihlaðborð. Verð 2.200 kr. Skráning í s. 535-2760. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Ferðakl. Flækjufótur í samvinnu við Bændaferðir fer í 8 daga ferð til Þýskalands hinn 22- 29 sept. nk. Eigum nokkur sæti laus. All- ar uppl. í síma 898-2468. Allir velkomnir í ferð með Flækjufæti. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofa FEBK í Gullsmára 9 er opin mánu- daga og miðvikudaga kl. 10-11.30, s. 554-1226, og í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 15-16, s. 554-3438. Fé- lagsvist er spiluð í Gullsmára á mánu- dögum kl. 20.30 og í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Stjórn FEBK. Félagsstarf Gerðubergs | Þriðjud. 12. ágúst kl. 9 verður opnað að afloknu sumarleyfi starfsfólks, m.a. vinnustofur og spilasalur opin, kl. 10. 30 létt ganga um nágrennið. Hæðargarður 31 | Munið Gáfumanna- kaffið virka daga kl. 14.30-15.30 í ágúst. Engin inngönguskilyrði. Hugmyndabank- inn opinn. Ertu með hugmynd sem þú vilt koma í framkvæmd í félagsstarfinu í vetur? Skráning á námskeið frá 25. ágúst til 29. ágúst. Haustfagnaður 5. september. Uppl. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Ringó og pútt á flötinni við Gerðarsafn miðvikud. kl. 12 og laugard. kl. 13. Línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, Rvk., kl. 17. Uppl. í síma 564-1490 og 554-5330. Vesturgata 7 | Farið verður sunnud. 24. ágúst kl. 14 frá Vesturgötu 7 að sjá ein- leikinn Brák í Landnámssetrinu í Borg- arnesi með Brynhildi Guðjónsdóttur leik- konu og höfundi. Kvöldverður á Hótel Glym í Hvalfirði. Á heimleiðinni verður Hvalfjörðurinn ekinn. Skráning og uppl. í síma 535-2740. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Söng- og helgistund kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Rafn Sveinsson og Gunnar Tryggvason flytja létta trúarsöngva. Mikill söngur, ljúf og notaleg samverustund. Óháði söfnuðurinn | Guðsþjónusta kl. 20. Minnum einnig á fjölskylduferðina út í Viðey miðvikudaginn 13. ágúst kl. 18.30. Nánari upplýsingar á heimasíðu safnaðarins, www.ohadisofnudurinn.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.