Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 44
„Ég var að koma af Þjóðhátíð og þetta var ekkert minni stemning“ … 49 » reykjavíkreykjavík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is É g hringdi í Daníel um miðja síðustu viku til að bóka hann og Krumma í viðtal og tjáði honum þá að við Morgunblaðsfólk hefðum mikinn áhuga á að taka mynd af þeim félög- um með Esjuna í bakgrunni. Annað komi nú varla til greina. „Já,“ segir hann með hægð í gegn- um símann og ég heyri hvernig glott- ið færist yfir hann. „Aldrei hefði okk- ur nú dottið það í hug...“ Fóstbræður Tveimur dögum síðar, seint á föstudegi, hitti ég svo þá fóstbræður uppi á höfuðstöðvum Senu sem gefur plötuna út. Við tyllum okkur inn í hvítmálað og giska kalt fundarher- bergi, eitthvað sem er í rækilegri andstöðu við innhald sjálfrar plöt- unnar. Þar er að finna eyðimerkur- legnar stemmur, hlýjar og rykaðar með skírskotun í fenjatónlist Ameríku. Lögin eru einföld og bein- skeytt og plötunni vindur áfram eins og vegamynd þar sem ekkert er framundan nema beinn og breiður vegur. Daníel: „Við hittumst í kjallara á Klapparstígnum þar sem ég var með vinnustofu. Hún var við hliðina á Sirkus. Stutt í bjórinn...“ Krummi: „...Stutt í vinskapinn...“ Daníel: „...Stutt í vínskápinn ...við höfðum bara verið kunningjar fram að því. Svo kíkti Krummi í heimsókn einu sinni og eftir það breyttist allt.“ Krummi: „Ég fór að glamra á gítar og við tókum upp nokkur stef. Við skemmtum okkur konunglega, feng- um okkur rauðvín og svona. Ég var á þessum tíma að vinna beint á móti Sirkus, í Elvis, og Danni kom yfir til mín til að kíkja á afraksturinn. Ég hafði þá föndrað lag úr þessum stef- um. Við fundum sterkt að það varð ekki aftur snúið, okkur gekk það vel að vinna saman ... það bara flæðir allt á milli okkar (Daníel kinkar sam- þykkjandi kolli).“ Þetta var um haustið 2006. Vinátta Krumma og Daníels er ekki löng en samt finnst þeim eins og þeir hafi þekkst alla ævi. Krummi: „Við rífumst t.d. eins og bræður. Forsagan að þessu er reynd- ar mjög fyndin en ég og Danni vorum alltaf að hittast í Leifsstöð. Ég var að fara í túra með Mínus og hann var að fara að spila einhvers staðar. Þetta gerðist nokkrum sinnum og við feng- um okkur alltaf heilsudrykk saman áður en það var lagt í hann. Það var þá sem þetta var tendrað.“ Daníel: „Þetta var mjög náttúru- legt ferli í kringum plötuna t.d. ... og það var bara þessi tónlist sem kom, við vorum ekki að setja okkur í nein- ar stellingar.“ Krummi: „Ég og Danni höfum reyndar mikið verið að pæla í þessu gamla rokki, t.d. þessu suðurríkja- rokki frá áttunda áratugnum. Ég vildi ná því fram.“ Frelsi Daníel er þekktastur fyrir að hafa starfað með Nýdönsk og gus gus og einnig gaf hann út merka sólóplötu haustið 2005, Swallowed a Star. Krummi er auðvitað söngvari í Mín- us og óhætt að segja að Esja sé að frelsa þá dálítið frá öðrum verk- efnum. Krummi: „Ég hef verið að spila þungarokk í yfir tíu ár og mig langaði mikið til að búa til öðruvísi tónlist, skoða þetta klassíska rokk.“ Daníel: „Ég spáði reyndar ekkert í þetta, þetta var eitthvað svo náttúru- legt...“ Krummi: „Við tókum upp slatta af demóum að vetri til, unnum fram á nóttina, og svo þegar við vorum að keyra heim með snjóinn allt í kring var þetta eitthvað svo ... ævintýra- legt. Það voru einhverjir töfrar í gangi ... og við vorum alltaf brosandi (þeir hlæja báðir). Svo var ég einfald- lega orðinn þreyttur á því að vera stöðugt syngjandi og fannst þægilegt að fara aðeins í baksætið og einbeita mér að gítarnum...“ Daníel: „...Krummi er kannski ekki besti gítarleikarinn í bransan- um, svona tæknilega séð. Það sem skiptir mestu er hvað hann er með gott „feel“. Það er mikil músík í stráknum.“ Esja fór fyrst í hljóðver í apríl á síðasta ári og rúllaði þá inn slatta af lögum. Daníel: „Við bókuðum þrjá daga og tókum inn alla grunna „live“. Við negldum tíu lög, það voru þrjár tökur á lag og við pikkuðum út bestu tök- una.“ Krummi: „Þetta var gamli skólinn. Kiddi Hjálmur, sem er sérfræðingur í þannig efnum, tók upp ásamt Styrmi Haukssyni. Danni fór síðan með lögin og tók upp sönginn í ein- rúmi.“ Sveitt og ljúft Daníel: „Þetta eru allt einhver ferðalög sem prýða plötuna. Annað hvort í huganum eða þá líkamleg. Það eru sveittir rokkarar þarna, svona typparokk, innan um ljúfustu ballöður...“ Krummi: „...röðunin á lögunum er þannig að þau mynda ákveðna sögu ... þetta er svona litróf yfir mismun- andi tilfinningar, við erum að fjalla um hversu flókið lífið getur verið en um leið eitthvað svo hrikalega ein- falt.“ Daníel: „Platan er líka dálítið kvik- myndaleg, hún rúllar áfram eins og vegamynd...og lögin eru eins og allt þetta bull, allar þessar hugsanir sem skjóta upp kolli þegar þú ert einn úti að keyra.“ Fyllt upp í hljóminn Þeir félagar lýsa því að lögin hafi í upphafi verið algerlega akústísk en þegar á leið fóru þeir að fylla upp í hljóminn. Krummi: „Frosti Gringo, besti vin- ur okkar, settist við trommurnar en hann var í Klink, þeirri ógurlegu harðkjarnasveit. Dóri „heimsendir“, sem er í The End spilar svo á píanó. Við fórum svo að æfa saman sem Við ræturnar Þeir Daníel Ágúst og Krummi hófu að glamra saman á gítara fyrir algera tilviljun fyrir röskum tveimur árum og útkoman var ekki bara tón- listarlegt samstarf heldur og kær og innileg vin- átta. Fyrsta plata þeirra félaga, sem nefna sig eft- ir fjalli okkar Reykvíkinga, Esjunni, kom út á föstudaginn, hinn 8. 8. 2008. Morgunblaðið/G. Rúnar Esja og Esja „Svo kíkti Krummi í heimsókn einu sinni og eftir það breyttist allt,“ segir Daníel Ágúst Haraldsson um upphaf samstarfsins við Krumma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.