Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI UPPSELT ÖRFÁ SÆTI LAUS FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNISP RBÍÓ 550kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMBÍ ...umhugsunar- og athyglisverðasta teiknimynd í áratugi...” “WallE er aftur á móti frábær afþreying ætluð hinum almenna bíógesti, þá einkum stórfjölskyldunni...” S.V. Morgunblaðið Stórbrotin ævintýramynd sem allir ættu að hafa gaman af! STÆRSTU OG BESTU ÆVINTÝRIN ERU EINFALDLEGA ÓDAUÐLEG! BRENDAN FRASER JET LI “…frábær teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. Húmorinn er hárbeittur” – T.K. 24 stundir “...WALL E fær óskarinn sem besta teiknimyndin, enda mynd sem fer fram úr því að vera fjölskylduteiknimynd og yfir í að vera fullorðinsteiknimynd.” “...full af nægum sjarma til að bræða hvert steinhjarta”. - L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI “…einhver besta teiknimynd sem ég hef séð.” – kvikmyndir.is “…ein besta mynd sumarsins…” –USA Today “…meistarverk.” – New York Magazine SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA WALL• E m/ísl. tali kl. 1:30D - 3:40D - 5:50D LEYFÐ DIGITAL WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ KUNG FU PANDA kl. 1:30 - 3:40 m/ísl. tali LEYFÐ THE MUMMY 3 kl. 2D - 5:50D - 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL THE LOVE GURU kl. 8 - 10 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tal kl. 1:30D - 3:40D - 6 LEYFÐ DIGITAL DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 11:10 POWERSÝNING B.i. 12 ára KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 2 - 4 LEYFÐ THE MUMMY 3 kl. 1:30 - 3:40 - 6 - 8D - 10:30D B.i. 12 ára THE MUMMY 3 kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 8:20 - 11:10 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 LÚXUS VIP MAMMA MIA kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is FYRSTA talmyndin var söngleik- urinn The Jazz Singer, af ein- hverjum ástæðum var fyrsta við- bragð kvikmyndagerðarmanna við þeirri tæknibyltingu sem hljóðið var að færa Broadway-söngleikja- formið yfir á hvíta tjaldið og þrátt fyrir lægðir voru myndir sem gerðar voru eftir stórum söng- leikjum oft stærstu smellir sem frá Hollywood komu. Söngleikirnir risu líkast til hvað hæst á sjöunda áratugnum með My Fair Lady, Mary Poppins og West Side Story í fararbroddi – sem og auðvitað The Sound of Music sem sló öll aðsóknarmet ár- ið 1965 og var í nær áratug tekju- hæsta mynd allra tíma. En Tóna- flóðið virtist líka hafa verið svanasöngur söngleikjanna, sem að vísu lifðu áfram góðu lífi á sviði. Raunsæið drepur söngleikinn Raunsæið var fyrsta boðorð flestra kvikmyndagerðarmanna í lok sjöunda áratugarins og framan af þeim áttunda, söngleikirnir rím- uðu einfaldlega ekki lengur við tímana. En jafnvel þegar fantasían sneri aftur – og varð meira áberandi en nokkurn tíma – með Star Wars og Indiana Jones, breytti það engu um það að gestir kvikmyndahúsa afskrifuðu flestir þá fáu söngleiki sem rötuðu í bíó. En við upphaf nýrrar aldar fékk ástralski leikstjórinn Baz Luhr- mann kynduga hugmynd. Hann tók helstu dægurlagaperlur und- angenginna áratuga og lét leikara, sem voru ekkert endilega vanir því að syngja, taka lagið í Moulin Rouge! Myndin sló í gegn og ári síðar vann annar söngleikur, Chi- cago, sjálf Óskarsverðlaunin. Síð- an þá hafa söngleikir komið nokk- uð reglulega í bíó og oftast gengið mjög vel. Dreamgirls, Hairspray og Sweeney Todd eru dæmi þar um og jafnvel Norðurlandabúar spiluðu með í Dancer in the Dark. Nú virðist svo að gríðarlegar vinsældir Mamma Mia! séu nýr hápunktur þessarar upprisu og staðfesting á því að söngleikurinn sé kominn aftur, Rauða myllan og Chicago hafi ekki bara verið frá- vik. En hvað veldur? Hafa tímarnir breyst svona án þess að við tækj- um eftir því? Gerðu bættar tækni- brellur bíómyndirnar sífellt óraun- verulegri þannig að söngleikir fóru að verða raunsæir í samanburð- inum? Lengi voru samkynhneigðir meðal fárra sem hömpuðu söng- leikjunum. Verða þeir hugsanlega „meinstrím“ á ný um leið og sam- kynhneigð fær meira pláss í meg- instraumnum? Eða er þetta bara hið gamla lögmál tískunnar að sanna sig í bíómyndum – hún fer í hringi og allt kemur aftur á end- anum. Og vissulega fóru söngleik- irnir aldrei alveg, þeir hafa alltaf blómstrað í hinni indversku Bolly- wood og það mátti ennþá syngja í teiknimyndum, en merkilegt nokk hefur söngleikjaatriðum í teikni- myndum snarfækkað á sama tíma og leikni söngleikurinn gengur í endurnýjun lífdaga. Neðanjarðarsöngleikjabylgjan En þótt gæði þessarar nýju söngleikjabylgju séu misjöfn eins og gengur þá er fátt nýtt sjáanlegt í þeim sem skýrir beinlínis af hverju fólk er byrjað að taka þeim Upprisa söngleikjanna Rauða myllan Nicole Kidman og Ewan McGregor. Sweeney Todd Johnny Depp sem morðóði rakarinn. Eftir rúmlega 30 ára lægð blómstra söngleikir á ný í Hollywood

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.