Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 2. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 218. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF ÁKVAÐ 13 ÁRA AÐ VERÐA FATAHÖNNUÐUR REYKJAVÍKREYKJAVÍK Landinn var stífur á Hinsegin dögum VINNUPALLARNIR utan á Hallgrímskirkjuturni minna eilítið á tröllaukið höfuðfat þessa dagana. Ætlunin er þó ekki að hlýja kirkjunni heldur standa yfir viðgerðir á steypu í turninum. Vonir eru bundnar við að verk- inu ljúki næsta sumar. haa@mbl.is Hattur á helgidómi Morgunblaðið/Ómar Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÍSLENSK stjórnvöld samþykktu ósk breskra stjórnvalda um stuðning við innrásina í Írak degi áður en Bandaríkjamenn birtu lista „hinna viljugu þjóða“. Þetta kemur fram í grein Vals Ingimundarsonar sagnfræðings í nýútkominni bók um íslenska utanríkisstefnu 1991-2007. Áð- ur en bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir stuðn- ingi Íslands við Íraksstríðið höfðu bresk stjórn- völd gert slíkt hið sama og til stóð að Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, læsi upp lista í breska þinginu 17. mars 2003 með nöfnum ríkja, þar með talið Íslands, sem styddu innrásina. Af ókunnugum ástæðum varð ekkert af því. Bein tengsl við veru hersins Daginn eftir, 18. mars, barst svo ósk frá bandarískum stjórnvöldum um að Ísland yrði á lista „hinna viljugu þjóða“. Stuðningur Íslands var þá ítrekaður en hingað til hefur því verið haldið fram að ákvörðunin hafi verið tekin þann dag. Samkvæmt grein Vals virðist óljóst á hvaða stigi málsins Halldór Ásgrímsson, þáver- andi utanríkisráðherra, féllst á stuðning Ís- lands við stríðið. Valur heldur því einnig fram að beint sam- hengi hafi verið milli stuðnings Íslands við inn- rásina og íslenskra varnarmála, þ.e. vilja stjórn- valda til að halda í bandaríska herinn hér á landi og þar með orrustuþoturnar fjórar sem mikið var deilt um á þeim tíma. Það hafi komið skýrt fram hjá íslenskum embættismönnum í bæði Reykjavík og Washington. Samningsstaða Ís- lands hafi hins vegar verið lítil sem engin.  Ísland var á breskum lista yfir „viljugar þjóðir“ sem átti að kynna 17. mars 2003  Beint samhengi milli stuðnings við innrásina og íslenskra varnarmála Í HNOTSKURN » Íslensk stjórnvöld voru alltaf hörð áþví að komið gæti til uppsagnar varnarsamningsins ef Bandaríkin gripu til einhliða niðurskurðar í Keflavík. » Bandaríkjamenn litu einnig svo áframan af en árið 2003 breyttist af- staða þeirra. » Í grein Vals er því haldið fram að ís-lensk utanríkisstefna hafi beðið hnekki þegar ekki var staðið við marg- ítrekaðar hótanir um uppsögn varn- arsamningsins.  Herinn fór þrátt fyrir allt | 8 Stuðningur við innrás lá fyrir  „Ég var bara á heimferð,“ segir Fjól- mundur Fjól- mundsson, sem komst lífs af þegar trilla sem hann var á sökk í Skaga- firði aðfaranótt sunnudags. Hann sá bílljós í fjarska meðan hann barðist fyrir lífi sínu úti á sjó. Fjólmundur var aftarlega í bátnum að gera að fiski sem hann hafði fengið þegar högg og eins og hár brestur kom á bátinn. Fyrstu viðbrögð sjómannsins voru þau að sækja síma sinn. Hann hafði kastast til af hillu og fann Fjólmundur hann ekki í myrkrinu. „Það var óvenjulega dimmt,“ segir hann. » 4 Sá bílljós í fjarska meðan hann barðist fyrir lífinu  Efnaminna fólk í Reykjavík nýtir sér mun síður hin svo- nefndu frí- stundakort en þær fjölskyldur sem meira fé hafa á milli handa. Þessi þróun er ekki í takt við grunnhugmyndina á bak við kortin; að jafna möguleika á að stunda tómstundir, óháð fjárhag foreldra. Þá var einnig mikill munur á notkun kortanna milli hverfa. Stjórn ÍTR samþykkti í júní að taka á málunum. » 11 Efnaminna fólk nýtir frístundakortin minna  Yfir eitt prósent af heildarlánum fyrirtækja voru í vanskilum í lok júní en í lok mars voru vanskil þeirra einungis 0,5%. Hjá einstaklingum var hlutfall vanskila 1% við lok annars árs- fjórðungs 2008 en þau voru 0,8% við lok þess fyrsta. Þetta kemur fram á vef Fjármálaeftirlitsins. Þar segir ennfremur að vanskil séu þó lægri nú en árin 2001-2004. » 14 Vanskil útlána aukast milli mánaða ÁRÓÐUR WWF er ástæðan fyrir því að þrjár stærstu stórmarkaða- keðjur Sviss hættu að selja íslenskan þorsk, að sögn Friðriks J. Arngríms- sonar, framkvæmdastjóra LÍÚ. Friðrik segir að þetta snúist ekki aðeins um vottun sjálfbærra veiða, heldur sé tekist á um réttinn til að stýra fiskveiðum og nýta villta fiski- stofna – hvort lýðræðislega kjörin stjórnvöld geri það eða umhverfis- verndarsamtök í gegnum kjörbúðir. Og málið er litið alvarlegum aug- um af LÍÚ, sem hyggur á aðgerðir. „Við höfum tekið það upp við íslensk stjórnvöld að þau beiti sér af alefli til að koma í veg fyrir að þetta hafi frek- ari skaðleg áhrif,“ segir Friðrik. „Fulltrúar íslenskra stjórnvalda hafa farið til fundar við svissneska stórmarkaðakeðju til að kynna mál- stað okkar en vandinn liggur í því að keðjurnar láta WWF stjórna því hvaða fisk þær selja.“ LÍÚ hefur ásamt sendiráði Ís- lands í London, fulltrúa Hafrann- sóknastofnunar og sjávarútvegsráð- herra skipulagt fundi með helstu fiskkaupendum í Bretlandi til að kynna íslenska fiskveiðistjórnun og ástand fiskistofna. Og íslenskur sjáv- arútvegur vinnur að því á vettvangi Fiskifélagsins að koma á vottun um ábyrgar veiðar úr helstu nytjastofn- um við Ísland. Byggt verður á leið- beiningareglum FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, og óháður aðili verður fenginn til að votta veiðarnar. Tekist á um rétt- inn til að stýra fiskveiðunum  Megum ekki láta kúga | 12 Morgunblaðið/ÞÖK Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SEX helstu iðnveldi Vesturlanda og Japan hvöttu í gær ráðamenn í Moskvu til að þiggja tafarlaust boð Georgíumanna um vopnahlé án skil- yrða en Rússar setja það skilyrði að Georgíumenn flytji allan her sinn á brott frá Suður-Ossetíu. Rússar virð- ast vera að hefja sókn á nýjum víg- stöðvum frá öðru uppreisnarhéraði, Abkhazíu, í vestri. Eystrasaltsríkin þrjú og Pólland sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu að sem „eitt sinn fangelsaðar þjóðir í Austur-Evrópu“ hefðu þær miklar áhyggjur af aðgerðum Rússa í Georgíu. Upprunalega sögðu leiðtog- ar Rússa að eingöngu yrði um að ræða aðgerðir til að hrekja her Georgíu frá S.-Ossetíu. Nú hafa þeir að sögn Mikhails Saakashvilis Georgíuforseta tekið nokkrar borgir í landinu og óljóst um framhaldið. Fréttamenn AP-fréttastofunnar heyrðu fallbyssuskothríð í borginni Gori og georgískir hermenn sögðu fólki að halda sig innandyra, skrið- drekar Rússa væru á leiðinni. Óbreyttir borgarar flýðu skelfingu lostnir í átt til höfuðborgarinnar Tí- blisi sem er um 75 km frá Gori, brenn- andi bílar sáust á veginum. | 13 Þiggi vopnahlé Iðnveldin skora á Rússa að taka boði Georgíumanna um að stöðva hernaðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.